Morgunblaðið - 17.07.2002, Síða 31

Morgunblaðið - 17.07.2002, Síða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 31 meistar inn. is ÁBYRGÐ ÁREIÐANLEIKI Forþjöppur Fiskislóð 26 · Sími: 551 4680 · Fax: 552 6331 www.sturlaugur.is i i l í i l i iskislóð 26 Sími: 551 4 80 www.sturlaugur.is ÞAÐ er samdóma álit okkar sem höfum ferðast um hálendið síðustu áratugi að umgengni hefur versnað síðastliðin tvö ár og aldrei verið eins slæm og í fyrra. Dæmin sanna að ástandið er slæmt og eitthvað verð- ur að gera. Til að koma í veg fyrir misskiln- ing viljum við leggja áherslu á að við erum ekki að fjalla um ástand veganna. Undirrituð, sem ferðumst á eigin vegum, erum sátt við þá eins og þeir eru. Það er einkum tvennt sem við viljum vekja athygli á: Rusl Það er rusl víða, allt frá sígar- ettustubbi til plastpoka með úr- gangi, jafnvel fiskikörum sem áður voru notuð fyrir mælitæki vísinda- manna og ótrúlega algengt er að sjá klósettpappír gægjast undan stein- um. Þetta á ekki eingöngu við um gönguleiðir við Gullfoss og Detti- foss, heldur einnig slóðir lengra inni á öræfunum, t.d. við Öskju, að Fjallabaki og á Gæsavatnaleið. Akstur utan vega Aldrei hefur akstur utan vega verið eins áberandi og sl. sumar. Í gegnum árin hafa það verið óskrifuð lög fjallafara að þegar bílar mætast á fjallaslóð er vikið út í kant og oft þarf annar bíllinn að halda kyrru fyrir á meðan hinn mjakar sér fram hjá. Þetta er t.d. eitt af því sem ger- ir umferðina á hálendinu eftirsókn- arverða og öðruvísi en í byggð. Það sem hins vegar er að gerast er að ökumenn keyra á bílum sínum yfir vegarkanta og keyra síðan langar vegalengdir langt fyrir utan veg. Til að sjá ummerki eftir þessar aðfarir er nóg að keyra Sprengisandsleið. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum eru alls kyns mynstur að myndast meðfram fjallvegum, í sandi og gróðri. Mynstur? Hringir, áttur og línur, nálægt vegum og fjarri. Slóðir upp á hæðir og hóla í nágrenni vega eru að verða óhugn- anlega algengar. Lengi vel var slóð upp í mosavaxinn hól í Tómasar- haga við Tungnafellsjökul víti til varnaðar og mörgum fannst það eina utanvegaslóðin. Nú er þessi slóð ein af ótal mörgum á þessum fjallvegum norðan jökla. Sunnan jökla kannast allt reynt fjallafólk við slóðirnar utan vega í hlíðum fjalla á Fjallabaksleið. Þar hafa þær verið síðan þær voru gerðar, fyrir líklega þrjátíu til fjörutíu árum og verða þar áfram. Í sumar tekur hálendi Íslands væntanlega á móti fleiri erlendum ferðamönnum en nokkru sinni og Íslendingar virðast ætla að ferðast frekar innanlands en utan. Nú þeg- ar skriðan fer af stað inn á hálendið þyrfti að grípa til aðgerða til að hindra meiri akstur utan vega. Erum við á réttri leið/slóð? Það er bannað að aka utan vega. Það má aka á slóð, en hvað er slóð? Þurfum við ekki nánari leiðbeining- ar? Þegar komin er ein slóð utan vegar kallar hún á aðra. Dæmi um það eru við norðurenda upphækk- aða Kvíslaveituvegar- ins. Virkjanavegurinn endar þar. Áður fyrr lá slóð af Sprengisands- leið í Eyvindarkofaver. Hún var lítið farin og ógreinileg. Ferðamenn sem keyra upphækk- aða virkjanaveginn lenda í ógöngum þegar þeir ætla að reyna að komast áfram inn á Sprengisand. Nú eru komnar svo margar slóðir að þær er ekki lengur hægt að telja. Þarna þyrfti aðeins að merkja eina leið í austur inn á Sprengi- sandsleið og aðra í norður inn á Laugafellsleið, F 72, með stikum og líkur á akstri utan vegar minnkuðu. Margar slóðir hafa orðið til vegna rannsókna, mælinga og vinnu. Það hefur verið nauðsynlegt og þótt ástæða til að aka út fyrir veg í ein- hverjum erindagjörðum. En þegar komið er inn á hann aftur gleymist að „laga til eftir sig“. Það býður þeirri hættu heim að þeir sem næst eiga leið um fari þennan nýja af- leggjara... Refsivert athæfi Samkvæmt lögum er bannað að aka utan vega. Ef þú ekur á 90 km hraða í Hvalfjarðargöngunum, þar sem 70 km hámarkshraði er leyfi- legur, getur þú átt von á því að verða sektaður um 15.000 krónur. Ef þú notar ekki öryggisbelti ertu sektaður um 5.000 kr. Lögreglan er eini aðilinn sem hefur vald til að sekta fólk og hún er yfirleitt ekki á hálendinu. Líklega vegna fjárskorts. Það er liðin sú tíð að við getum ver- ið án lögreglu á hálendinu. Lokun ekki virt Helstu fjallvegir verða færir um mánaðamótin júní–júlí. Út frá þeim liggja slóðir í allar áttir sem verða ekki færar fyrr en seinna í júlí. Þær slóðir eru ekki endilega merktar ófærar og því næstum öruggt að fólk fer inn á þær. Hættan er sú að við fyrsta snjóskaflinn telji öku- menn að þetta geti verið sá eini og krækja fyrir hann, oft upp á næsta mel af því að þar er þurrt eða þeir fara með fram skaflinum og skilja eftir hjólför í blautum jarðveginum. Framhaldið getum við auðveldlega séð fyrir. Þegar þetta er skrifað er nýbúið að opna hálendisvegi norðan jökla. Á þessum stutta tíma eru þegar farnar að myndast nýjar slóðir utan vega. Jafnvel eftir mótorhjól sem farið hafa um víðan völl í blautum sandinum og skilið eftir djúpa ljóta skurði þar sem krækt hefur verið fyrir skafla og tjarnir sem voru á veginum. Það bendir til þess að ekki hafi verið búið að opna leiðina þegar farið var um. Merkingar Það hafa verið hugleiddar nokkr- ar lausnir sem komið gætu í veg fyrir akstur utan vega. Ein þeirra er einskonar tilkynning til vegfar- enda um að þeir séu að fara inn á hálendið og beri að virða þær reglur sem gilda þar. Inn á hálendið eru ekki margar aðalleiðir. Væri hægt að setja upp áberandi skilti við þær leiðir með einföldum reglum um umgengni? Tvær einfaldar leiðbeiningar gætu bætt ástandið.  Akið ekki utan vega  Takið allt rusl með ykkur til byggða Ferðamenn þyrftu ekki einu sinni að stoppa til að lesa þessar einföldu reglur. Auðvelt ætti að vera að koma leiðbeiningum til erlendra ferðamanna um leið og þeir koma inn í landið á einkabílum eða með aðstoð bílaleigufyrirtækja. Bréf um ofangreind efni hefur verið sent ýmsum opinberum aðilum sem hafa með þessi mál að gera. En það eru fyrst og fremst við öll, sem ferðumst um hálendið, sem verðum að bæta umgengnina og hugsa hvernig við viljum hafa um- horfs þegar við eigum aftur leið um. Með óbreyttri umgengni mun há- lendið fljótlega fara að líkjast stórum „malarkrúsum“ með rusli. Umgengni á hálendi Íslands Sigríður Sigurðardóttir Náttúruvernd Umgengni um hálendið hefur versnað sl. tvö ár, segja Sigríður Sigurðardóttir og Smári Sigurðsson, og hefur aldrei verið eins slæm og í fyrra. Smári er garðyrkjufræðingur og Sigríður er bókasafns- og upplýs- ingafræðingur. Bæði hafa starfað á hálendinu og eru áhugafólk um bætta umgengni þar. Smári Sigurðsson HINN 29. júní sl. birti Mbl. grein eftir Pál Theodórsson, vís- indamann við raunvís- indadeild Háskólans þar sem hann gagn- rýndi starfsemi Brynj- ólfs Snorrasonar, frumkvöðuls í Eyja- firði, og nefndi starf- semi hans hjávísindi í fyrirsögn sinni. Einnig gagnrýndi hann Ný- sköpunarsjóð atvinnu- lífsins fyrir að veita lof- orð fyrir fjárfestingu í Lífafli hf., sem byggist á þekkingu og aðferð- um Brynjólfs. Einkum gagnrýndi Páll skort á vísindalegum sönnunum á því að rafsegulsvið, í þeim styrk sem finnst í húsum, hafi nokkur skaðleg áhrif á heilsu manna og dýra. Ég vissi ekkert um starfsemi Brynjólfs þar til fyrir um sjö árum þegar hann ráðlagði breytingar á rafkerfi fiskeldisstöðvar, sem ég hafði yfirumsjón með. Mikil vanda- mál höfðu verið í eldi laxaseiða í stöð- inni um átta ára skeið og höfðu að- ferðir raunvísindanna lítinn árangur borið fram að þessum tíma við lausn vandans. Hins vegar hurfu vanda- málin nánast eftir framkvæmd þeirra aðgerða sem Brynjólfur ráð- lagði. Ég hef engar raunvísindalegar skýringar á orsökum þessa. Brynj- ólfur er ekki raunvís- indamaður og hefur aldrei sagst vera slíkur. Hann hefur hins vegar þróað (empíriskar) að- ferðir á seinustu 20 ár- um, sem reynst hafa mörgum aðilum vel (að þeirra sögn) í tilfellum þar sem önnur ráð hafa ekki dugað. Það er rétt að enn skortir vísindalegar sannanir á áhrifum raf- sviða/rafsegulsviða á heilsufar manna og dýra. Þó eru til nokkr- ar vísindagreinar sem benda til líffræðilegra áhrifa slíkra sviða án þess að það segi til um hvort þau tengist heilsu- fari. Ég tel hins vegar að í starfsemi Brynjólfs hafi komið upp svo mörg tilfelli, sem benda til þess að ein- hverjir þættir tengdir rafmagni skipti máli varðandi heilsufar og at- ferli dýra að það réttlæti vísinda- rannsóknir á þeim fyrirbærum sem upp hafa komið. Brynjólfur sækist eftir samstarfi við raunvísindamenn en ekki hefur fengist fjármagn til al- vöru rannsókna á þeim fyrirbærum, sem hann fæst við. Það er yfirleitt ekki á færi einstaklinga að stunda rannsóknir á eigin vegum og það á við um Brynjólf. Hann hefur hins vegar þekkingu sem getur leitt raun- vísindamenn að fyrirbærum, sem eru verðug rannsóknarefni og getur bent á leiðir, sem e.t.v. má útfæra með vísindalegum hætti. Vísindaleg- ar sannanir geta ekki orðið til fyrr en fjármagn er veitt til rannsókna á við- fangsefnum Brynjólfs. Í stað þess að hefja neikvæða um- ræðu í fjölmiðlum um starfsemi Brynjólfs, hefði mér þótt betur fara á því hjá Páli að hann setti sig í sam- band við Brynjólf, kynnti sér aðferð- ir hans og byði honum aðstoð við að greina með vísindalegum hætti þau atriði, sem raunvísindalegar aðferðir ráða við. Við raunvísindamenn meg- um ekki vera svo lokaðir í okkar „rétttrúnaði“ að við getum ekki gengið með opnum huga til viðræðu og samstarfs við fólk með aðra þekk- ingu og reynslu en okkar eigin. Að ofansögðu hvet ég Pál og aðra raunvísindamenn til að líta á starf- semi Brynjólfs og þekkingu hans sem tækifæri, fyrirbæri á heimaslóð- um okkar, sem verðugt væri að rann- saka. Þessu má líkja við lúpínuseyði Ævars Jóhannessonar, sem hefur verið framleitt um árabil fyrir fjölda fólks áður en nokkrar vísindalegar sannanir voru til fyrir virkni þess. Rannsóknir Sigmundar Guðbjarna- sonar og samstarfsmanna hans hafa sýnt á undanförnum árum að ýmis efni í lúpínuseyðinu hafa líffræðileg áhrif, þótt enn skorti sannanir um áhrif þess á heilsufar manna. Nýsköpunarsjóður á hrós skilið fyrir framsýni og stuðning við starf- semi Brynjólfs og ég hvet fleiri til að styðja við verkefni hans. Um h(j)ávísindi og rétttrúnaðarstefnu Júlíus B. Kristinsson Frumkvöðlar Við raunvísindamenn megum ekki vera svo lokaðir í okkar „rétt- trúnaði“, segir Júlíus B. Kristinsson, að við get- um ekki gengið með opnum huga til viðræðu og samstarfs við fólk með aðra þekkingu og reynslu en okkar eigin. Höfundur er líffræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.