Morgunblaðið - 17.07.2002, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 43
DAGBÓK
NOREGUR og Búlgaría
mættust í 14. umferð EM og
var leikurinn valinn til töflu-
sýningar, enda báðar þjóðir í
toppbaráttunni. Búlgarar
unnu nauman sigur og mun-
aði þar mestu um síðasta spil
leiksins – þetta hér:
Austur gefur; allir á hættu.
Norður
♠ ÁDG853
♥ ÁK876
♦ 10
♣4
Vestur Austur
♠ K62 ♠ 97
♥ 9 ♥ D3
♦ D98642 ♦ ÁKG73
♣Á109 ♣8765
Suður
♠ 104
♥ G10542
♦ 5
♣KDG32
Í lokaða salnum spiluðu
Helness og Helgemo fjögur
hjörtu í NS og tóku 11 slagi.
Einfalt spil. En í opna saln-
um gerðust „undur og stór-
merki,“ eins og sagt var í
mótsblaðinu:
Vestur Norður Austur Suður
Aa Karaiv. Grötheim Stamatov
-- -- Pass 2 hjörtu
Pass 2 grönd * Pass 3 lauf
Pass 3 tíglar * Dobl 3 hjörtu
4 tíglar 4 grönd Pass 5 tíglar
Pass 6 hjörtu Allir pass
Karaivanov og Stamatov
villtust upp í sex hjörtu eftir
Tartan-opnun suðurs, sem
sýndi veik spil með fimmlit í
hjarta og láglit til hliðar.
Karaivanov fór í rannsókar-
leiðangur og fékk upp að
makker ætti lauf og ekki al-
vond spil. En Grötheim og
Aa komust inn í sagnir og
þegar Karaivanov ákvað loks
að spyrja um lykilspil með
fjórum gröndum, leit Stama-
tov svo á að lauf væri sam-
þykktur litur og sýndi einn
„ás“ með fimm tíglum –
nefnilega laufkónginn.
Klaufaleg afgreiðsla, og auð-
vitað hefði verið mun hrein-
legra hjá norðri að stökkva
beint í fjögur grönd við
tveimur hjörtum.
En nú fyrst fóru undrin að
gerast. Aa kom út með tígul
og Grötheim átti slaginn. Og
spilaði TÍGLI aftur í tvöfalda
eyðu!? Sagnhafi trompaði og
henti laufi úr blindum og
svínaði síðar fyrir spaða-
kóng: 12 slagir og mjög
óvæntir 13 IMPar til Búlg-
ara.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
KRABBI
Afmælisbörn dagsins:
Þú býrð yfir metnaðargirni
og sjálfsöryggi. Þrátt fyrir
óskammfeilna hegðun þína
oft og tíðum, þá tekurðu
starfið alvarlega.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Rifrildi við maka eða ástvin,
um peninga og sameiginlega
ábyrgð, gæti dregið úr þér
mátt í dag. Spurðu sjálfa(n)
þig hvort rifrildið snúist í
raun um peninga eða um eitt-
hvað sem ekki hefur verið
rætt.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þig átt í ágreiningi við ein-
hvern varðandi útgjöld til
heimilisins og fjölskyldunnar.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Það vinnst ekkert með yfir-
gangi þegar kemur að því að
reyna að vinna einhvern á sitt
band.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Rifrildi um peninga getur
eyðilagt rómantíska stund í
dag. Losaðu þig við óöryggið
- sem fær þig til að vilja hafa
stjórn á ástandinu - og slapp-
aðu bara af.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Komdu þér út og hreyfðu þig
í dag. Ekki leyfa þér að fara í
fýlu, þá verðurðu ánægðari
og umburðarlyndari gagn-
vart fólkinu í kringum þig.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Aðlaðandi framkoma þín
kann að vekja upp afbrýði hjá
einhverjum. Horfðu fram hjá
þessari manneskju - hvað
geturðu annað gert?
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Vinir þínir hvetja þig til
eyðslusemi í dag. Þar sem þú
hefur vanda til þjónkunar
skaltu gæta þess að eyða ekki
meiru en þér líður vel með.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Ekki vera of ýtin(n) þegar þú
talar við yfirmann eða for-
eldri í dag. Þú munt ná lengra
með mildu orðalagi en reiði-
lestri og þannig getur þú
einnig komist hjá því að
skapa fleiri vandamál.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Ævintýralöngun þín kann að
knýja þig til að virða tilfinn-
ingar annarra að vettugi.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Umræður um það hvernig
best sé að axla ábyrgð á öðr-
um kunna að verða fullheitar
í dag.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú verður fyrir vonbrigðum
með náinn vin eða elskhuga
og það varpar skugga á dag-
inn. Slepptu tökunum á þess-
ari hugsun því að þú getur
ekki borið ábyrgð á gerðum
annarra.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Létta lundin þín mun afla þér
stuðnings og samvinnu á
vinnustað. Hamingjan er
smitandi - fólk vill alltaf vera
nálægt þeim sem eru ham-
ingjusamir.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
LJÓÐABROT
ÚR STELLURÍMUM
... Fyrst er sjón og svo er tal,
svo kemur hýrlegt auga,
síðan ástar fagurt fal
freyju hefst við bauga ...
Fleins þá týr og tvinnarós
tengjast ástarþræði,
fer sem kveikt sé ljós við ljós,
er lögð eru saman bæði ...
En þeir til fljóða áður ást
ei hafa rennt af munni,
fyrir þá eg finn það skást
að fylgja náttúrunni.
Sigurður Pétursson.
Árnað heilla
50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 17.
júlí, er fimmtug Margrét
Gunnarsdóttir, Vestur-
braut 8, Grindavík. Af því
tilefni tekur hún og eigin-
maður hennar, Eiríkur
Tómasson, á móti ættingj-
um og vinum kl. 18 laugar-
daginn 20. júlí að Dalbrún 2,
Reykholti, Biskupstungum.
Morgunblaðið/Arnaldur
Þessar duglegu stúlkur söfnuðu kr. 8.362 til styrktar
Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Þær heita Ást-
hildur Ríkharðsdóttir og Þórdís Ólafsdóttir.
Hlutavelta
1. e4 d6 2. d4 g6 3. Rc3 Bg7
4. Bg5 a6 5. Rf3 Bg4 6. Bc4
Rc6 7. h3 Bxf3 8.
Dxf3 Bf6 9. Be3 e6
10. O-O-O Bg7 11. h4
h6 12. Dg3 h5 13.
Bg5 Rce7 14. Re2
Dd7 15. Rf4 c6 16.
Hhe1 d5 17. Bb3 Rf6
18. f3 dxe4 19. fxe4
Rg4 20. d5 cxd5 21.
exd5 e5 22. Bxe7
Dxe7 23. d6 Dd8
Staðan kom upp á
öðru bikarmóti
FIDE sem lauk fyrir
skömmu í Moskvu.
Hinn firnasterki og
taktíski Ísraeli, Emil
Sutovsky (2660) lauk skák-
inni snyrtilega gegn Zurab
Azmaiparashvili (2667). 24.
Bxf7+! og svartur gafst upp
enda fátt til varnar eftir
24...Kxf7 25. Db3+.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
70ÁRA afmæli. Á morg-un, fimmtudaginn
18. júlí, verður sjötugur
Gunnar Torfason, ráðgjaf-
arverkfræðingur, Reykja-
vík. Gunnar og eiginkona
hans, Svana Jörgensdóttir,
bjóða vinum og velunnurum
að fagna þessum tímamót-
um með sér í Safnaðarheim-
ili Háteigskirkju á afmælis-
daginn milli kl. 17 og 20.
Morgunblaðið/Einar Falur
Þessar duglegu stúlkur söfnuðu kr. 26.600 til styrktar
Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Þær heita Inga
María, María Sif, Linda og Nína.
! " ""# $%&'(% ( )"" ""** + )"" ""*,
! "# $ % "&# ' (
)*+
, ,
-
, ,
/ .
0
1##1 ' (
2 '( &31 4
#" ' (
5 6633" 5
177#3 ' (
/+
8 0 9
0
:);*
0
0
<
8
:/; 8 !8 0!8
$
8 8 < 8 < ,
0. 8
61
&37 6131#
.
/0
!1
2
%%
3
!
'
.
' (
SUMARTILBOÐ
Stækkanlegar ferðatöskur
30% afsláttur af ámáluðum strammamyndum
20% afsláttur af allra handavinnu
Lagersala á Fiskislóð 73
(úti á Granda), 101 Reykjavík.
Miðvikudaga kl. 14:00 til 18:00
Fimmtudaga kl. 14:00 til 18:00
Föstudaga kl. 14:00 til 18:00
Laugardaga kl. 12:00 til 16:00
Outlet
Mikið úrval af skóm á ótrúlegu verði !!!
Opnunartími:
FRÉTTIR
Í TILEFNI þess að hinn 21. júlí nk.
verða liðin 200 ár frá því að fyrsti ís-
lenski kaupmaðurinn, Kjartan Ís-
fjörð, hóf verslun á Eskifirði verður
efnt til hátíðarhalda á staðnum dag-
ana 19.-21. júlí. Það er verslunaraf-
mælisnefnd Fjarðabyggðar sem
stendur fyrir hátíðarhöldunum en
fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar
hafa tekið þátt í undirbúningi þeirra.
Kjartan Ísfjörð fékk verslunar-
réttindi á Eskifirði hinn 21. júlí árið
1802 og reisti verslunarhús sín þar
sem heitir í Framkaupstað. Hann
var eskfirskur sýslumannssonur
sem sigldi ungur til Kaupmanna-
hafnar og gerðist þar umsvifamikill á
sviði viðskipta um tíma ásamt því að
reka verslunina á Eskifirði. Kjartan
lést árið 1845 og var grafinn á Hólm-
um í Reyðarfirði. Dagskrá hátíðar-
haldanna verður fjölbreytt og má
þar nefna ljósmyndasýningu um
sögu verslunar á Eskifirði, sýningu á
grafíkverkum, dansleiki, dagskrá
fyrir börn og unglinga og sérstaka
hátíðarsamkomu í Kirkju- og menn-
ingarmiðstöðinni.
Á hátíðarsamkomunni verða með-
al annars flutt tónlistaratriði og þar
munu til dæmis koma fram Kór
Fjarðabyggðar, Bergþór Pálsson og
Diddú auk þess sem flutt verða esk-
firsk sönglög.
Að hátíðarsamkomunni lokinni
verður afhjúpaður minnisvarði um
Kjartan Ísfjörð utan við svonefnt
Framkaupstaðarhús. Minnisvarðinn
er gerður eftir hugmynd Tryggva
Ólafssonar myndlistarmanns.
200 ára verslunar-
afmæli á Eskifirði