Morgunblaðið - 18.08.2002, Page 31

Morgunblaðið - 18.08.2002, Page 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 31 Fyrir þá sem vilja ná árangri Tölvunám fyrir kennara Skeifan 11b · 108 Reykjavík · Sími 568 5010 · Fax 581 2420 · skoli@raf.is · www.raf.is E k k i g r a f a h ö f u ð i ð í s a n d i n n Hvernig mætir þú auknum kröfum um notkun tölvunnar í skólastarfinu? Rafiðnaðarskólinn hefur um árabil þjálfað kennara í tölvunotkun með góðum árangri. Sumir sem hafa sótt námið sjá nú um tölvunám og tölvukerfi við skóla sína, aðrir nýta tölvuna við kennsluna af mun meiri áhuga og öryggi. Að náminu standa tölvukennarar með kennara- menntun og reynslu. Verkefni námsins tengjast starfsumhverfi kennarans. Við leggjum áherslu á þægilegt námsumhverfi og stuðning við nemendur. Á báðum námsbrautunum fylgja vönduð kennslugögn. Rafiðnaðarskólinn býður einnig mikið úrval styttri tölvunámskeiða. Kynnið ykkur málið á www.raf.is Nánari upplýsingar í síma 568 5010 eða á www.raf.is Sættir þú þig við að vera slarkfær í notkun tölvunnar eða viltu ná valdi á henni og uppgötva hvernig tölvan getur hjálpað þér að verða betri kennari? Rafiðnaðarskólinn býður, fimmta árið í röð, tölvunám sérstaklega ætlað kennurum: Starfsmenntalán Landsbankans Ertu kennari, viltu vera tölvukennari? Þessi námsbraut er ætluð kennurum sem vilja ná verulega góðum tökum á tölvunni. Námið hefur nýst mjög vel sem undirbúningur fyrir tölvukennslu, enda hafa margir kennarar nýtt sér þessa leið til þess að skipta um starfsvettvang. Aðrir völdu námsbrautina fyrst og fremst til þess geta nýtt möguleika tölvunnar betur við starfið. Námið hefur bæði hentað byrjendum og þeim sem hafa notað tövlur í nokkur ár. Þátttakendur læra mjög vel á Windows stýrikerfið, Office hugbúnaðinn, þeir læra að nota FrontPage við vefsíðugerð og að vinna með myndefni í tölvunni. Þá kynnast þeir umsjón netkerfa, með það fyrir augum að geta sjálfir séð um tölvustofu. Þátttakendur takast á við kennslufræði tölvukennslu og kennslufræði fullorðinna og nýta síðan það sem þeir hafa lært við æfingakennslu. Lokaverkefni kórónar síðan námið, þar sem þátttakendur nýta mest allt sem þeir hafa lært í einu stóru verkefni. Í náminu venjast þátttakendur því að nota Netið við nám og kennslu. Námið hefst 2. september og stendur fram í byrjun maí. Alls 580 kennslustundir. Kennt kl. 8:30-12:00 fjóra daga í viku. Verð: 398.000.- Tölvur og kennsluumhverfi - fjarnám Námsbrautin er ætluð byrjendum eða fólki sem vill styrkja undirstöðurnar, og byggja tölvunotkun sína á sterkum grunni. Þátttakendur læra að nota helstu forritin sem gagnast við starf kennarans: Windows stýrikerfið, ritvinnsluforritið Word, töflureikninn Excel og kynningarrforritið PowerPoint, auk þess þjálfast þeir í notkun Netsins og tölvupósts. Þátttakendur fá einnig tækifæri til þess að bæta hæfni sína í vélritun sé þess þörf. Þetta er nám ætlað fólki sem vill læra með starfi. Námið hefst 16. september og stendur fram í febrúar. Verð: 112.000.- Í BRÆÐSLUHÚSI Síldar- minjasafnsins á Siglufirði hefur verið sett upp sýning á málverk- um og smíðisgripum Guðmundar „góða“ Kristjánssonar sem var búsettur á Siglufirði um áratuga skeið. Guðmundur lést á tíunda áratugnum, þá kominn yfir ní- rætt, og er það vinafólk hans, Guðný Róbertsdóttir og maður hennar, Örlygur Kristfinnsson, safnstjóri Síldarminjasafnsins, sem standa að sýningunni í minn- ingu hans. Guðmundur góði fæddist 1902. Hann ólst upp á Snæfellsnesi en settist síðar að á Siglufirði og setti þar upp vélsmiðju sem hann rak til margra ára og lagði mikið í smíðagripi sína. Um 1930 hafði hann svo mikinn hug á málaralist að hann setti upp málverkasýn- ingu á Akureyri með ríflega 30 myndum. Þar heyrði hann á tal tveggja manna sem hann taldi hafa vit á slíkum hlutum og fundu þeir myndunum ýmislegt til foráttu. Eftir það brenndi hann velflest málverk sín og snerti síðan ekki pensil – eða fjöðurstaf – í um fimmtíu ár. Er hann loks tók aftur til við mál- verkin var það til að selja myndir í þágu góðgerðarmála, einnig seldi hann smíðisgripi úr tré og málaði steinvölur. Allur ágóði af verkum hans rann til starfsemi móður Teresu á Indlandi. Verk Guðmundar flokkast að mestu undir það sem kallað er „naive“ list, og Aðalsteinn Ing- ólfsson hefur íslenskað sem næfa list í bókinni sem gefin var út í tilefni sýningarinnar Einfarar í íslenskri myndlist sem haldin var í Hafnarborg 1990. Þar er m.a. fjallað um hvað skilgreinir næfa list frá alþýðulist. Þegar merking orðsins „naive“ er skoðuð – barnslegur, einfald- ur, saklaus, auðtrúa – er nokkuð ljóst hvað næf list felur í sér. Í grófum dráttum er næfur lista- maður er því sá sem hefur á ein- hvern hátt varðveitt sína barns- legu sýn á heiminn og býr að henni allan sinn aldur. Næfir listamenn búa oftar en ekki yfir ríku hugarflugi og skapa sér sinn sérstaka myndheim. Myndefnið er oftast mikilvægt, að koma frá- sögn til skila. Aðalsteinn flokkar næfa myndlistarmenn í tvo hópa, sögumenn og skreytilistamenn. Alþýðulist er oftar en ekki hand- verk ýmiss konar og einkennist ekki af jafnsérstökum hugar- heimi og list næfra listamanna. Guðmundur sómir sér ágæt- lega í hópi næfra listamanna, bæði persóna hans, líf og mynd- verk. Þegar hugað er að merk- ingu orðsins eins og hún er útlist- uð hér að ofan má segja að hvert orð eigi vel við líf hans og per- sónu, en hann var mikill frum- kvöðull á sviði góðgerðarmála. Hann barðist gegn mengun frá síldarverksmiðjunum á sjöunda áratugnum og fékk litlar þakkir fyrir. Áhugi hans á austrænum fræðum og andlegum málefnum var alla tíð mikill. Á sýningunni í Gránu má sjá þrjú af fjórum olíu- málverkum Guðmundar sem lifðu af bálför vonbrigðanna. Þau bera hæfileikaríkum málara vitni og mikil synd er að svona hafi farið. Það hefði verið áhugavert að sjá hvernig honum hefði tekist að þróa áfram verk sín hefði hann mætt meiri skilningi. Seinni mál- verk Guðmundar sýna flest skip að veiðum á heiðríkum góðviðr- isdögum, yfir þeim er einstök birta sem einnig virðist hafa ríkt um líf Guðmundar og persónu. Í anda næfra listamanna segja myndirnar sögu af ýmsum at- burðum, flestir tengjast veiðum og sérstaklega síldinni auðvitað. Smáatriði eru nosturslega máluð og ávallt mikill fjöldi skipa á fjörðum, af ýmsum stærðum og gerðum. Á sýningunni má líka sjá smíðisgripi Guðmundar úr tré sem og járngripi sem hann vann í vélsmiðjunni að ógleymdum mál- uðum steinum, skærbláum með gulum heillastjörnum sem frekar virðast ættaðir frá Indlandi en Siglufirði. Sýningin í heild er vel fram sett og góð viðbót við hana eru skjöl sem varða líf Guðmundar, bréf og blaðagreinar, sem og myndband með viðtali við hann. Persóna hans gæðir myndirnar lífi og eykur skilning á verkunum á sýningunni. Sýningin er ágætt framtak og minnir á mikilvægi okkar næfu listamanna sem ómissandi hluta af íslenskri myndlist. Hrein og klár heiðríkja MYNDLIST Grána, bræðsluhúsi Síld- arminjasafnsins á Siglufirði Til 20. ágúst. OLÍUMÁLVERK OG SMÍÐISGRIPIR GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON „Norðmenn nema Ísland í annað sinn í júlí 1903 og fyrstir salta þeir síld á Siglufirði þetta sama sumar.“ Ragna Sigurðardóttir Sýn af eldi hef- ur að geyma 14 sönglög eft- ir Salbjörgu Sveinsdóttur Hotz í flutningi Bergþórs Páls- sonar barí- tónsöngvara og Signýjar Sæmundsdóttur sópransöngkonu. Undirleikari á píanó er Salbjörg Hotz. Sönglögin eru ballöður fyrir einsöngsrödd með píanóundirleik og eru þau samin við ljóð úr ljóða- bókinni Aldahvörf eftir Eðvarð T. Jónsson. Flest sönglaganna voru frumflutt af þessum sömu flytj- endum á ljóðatónleikum í Íslensku óperunni sumarið 2000 og er disk- urinn sá fyrri af tveimur. Sýn af eldi er saga í tónum og fjalla ljóðin um hugsjónir, þjáningar og raunir. Í sönglögunum er mynd- ræn lýsing á atburðum, sem áttu sér stað í Mið-Austurlöndum á nítjándu öld og lýsir á dramatískan hátt lífi og örlögum söguhetjanna sem komu fram með nýjar hugsjónir í rótgrónu samfélagi síns tíma. Titill disksins dregur nafn sitt af einu sönglaganna sem Signý flytur. Höfundur sönglaganna, Salbjörg Sveinsdóttir Hotz, er íslenskur pí- anóleikari sem býr og starfar í Sviss. Hún lauk burtfararprófi í pí- anóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og stundaði m.a. nám við Tónlistarskólann í Vínarborg. Hún er nú búsett í Zug í Sviss þar sem hún hefur m.a. starfað við píanó- kennslu, undirleik, kammermúsík og tónsmíðar. Tónsmíðanám hefur hún stundað á námskeiðum hjá svissneska tónskáldinu Theo Weg- mann í Tónlistarskólanum í Zürich. Útgandi er Fermata sem einnig sá um hljóðupptökur en þær fóru fram í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Sönglög

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.