Morgunblaðið - 18.08.2002, Page 48

Morgunblaðið - 18.08.2002, Page 48
48 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ                        !"# $   %  &   ' (!    BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. LOKSINS þegar yfirvöld fóru að taka á málum strippstaða þá kemur einn þingmaður með meiru fram á sjónarsviðið sem heitir Gunnar I. Birgisson. Þessi mektarmaður hafn- ar því alfarið að eitthvað vafasamt sé við starfsemi nektardansstaða. Hann hefur væntanlega verið í út- löndum þegar niðurstöður nefndar um hugsanlegt vændi á Íslandi voru birtar. Hann hefur líklega haft slökkt á sjónvarpinu þegar það sýndi sænskan heimildamyndarþátt um mafíustarfsemi og m.a. vændi í kringum konur frá austantjaldsríkj- um. Hann hefur sjálfsagt aldrei haft nennu til þess að hlusta á Stígamóta- konur segja okkur hinum frá vand- ræðum nektardansmeyjanna sem voru hlunnfarnar og þvingaðar hér á landi til vændis. Já, það er líklega best að láta sér líða vel heima í stofu og vera ekkert að spá í þetta vafasama líferni allt saman sem er að gerast í kringum okkur. Eða kannski er hann Gunnar I. Birgisson í svona mikilli afneitun að hann tekur ekkert mark á svona leiðinda hugmyndum? Hvað sem því líður þá talar hann nú samt í and- stöðu við sjálfan sig þegar hann seg- ir ekkert vafasamt vera inni á þess- um stöðum. Hann segir einkadans vera dans en ekki vændi. Hann minnist svo á undirheimana og að bannið myndi þá færa starfsemina þangað en bíddu við; hvaða starf- semi? Ef það er ekkert vændi eða annað óeðlilegt að gerast inni á nektardansstöðunum Gunnar, af- hverju má þá ekki banna einkadans- inn? Þetta eru jú blásaklausir bossa- dillistaðir sem gera engum mein og allra síst útlensku stelpunum sem skilja varla ensku og eru ekki þving- aðar til neins þarna inni. En samt segist Gunnar I. Birgisson vita af því að Kaupmannahöfn sé nú undirlögð af vændiskonum eftir að yfirvöld bönnuðu einkadansinn þar! Bíddu við en einkadans er ekki vændissala eða hvað? Hvað er maðurinn að segja, röksemdarfærsla hans stenst engan veginn. Er einkadans þá leið fyrir vændissölu eða ekki? Annars var ég að koma frá Köben og sá ekkert meira af vændiskonum þar en áður á götunum svo ég veit ekki hvaðan hann fær þessa bábilju. Það sem ég sá á götum Köben núna voru miklu fleiri eiturlyfjaneytendur en voru þar á síðasta ári. Það er pínulítið sorglegt hér á Ís- landi að loksins þegar ráðamenn þjóðarinnar þora að taka á þessum skítakompum sem prýða m.a. miðbæ höfuðborgarinnar og margir anda léttar, þá kemur einn svona háttsettur kall og gefur frat í allt sem á undan er gengið varðandi þessi blessuðu nektardansstaðamál. Og Gunnar, það er ekki verið að sópa neinu undir teppi þegar maður tekur á málunum því þá erum við einmitt hugrökk og erum að gera eitthvað sem krefst þess að við horf- umst í augu við vandann. En að láta sem ekkert sé og afturkalla þessar skynsamlegu reglur sem yfirvöld eru að setja þessari starfsemi, það er heigulsháttur af verstu gerð. Það kalla ég að sópa undir teppið! Við verðum alltaf að hugsa stærra og spyrja okkur: Hvernig viljum við hafa framtíð Íslands? Viljum við láta ímynd landsins vera tengda við heil- brigðan gæðastaðal? Viljum við hafa Reykjavík þekkta fyrir skemmtilegt sakleysi eða rottugang? Hvað ger- um við þegar taka þarf til í skíta- kompum heima hjá okkur? Látum við þær bara eiga sig eða nennum við að taka til og hafa þær sóma- samlegar? Fyrst það er þörf á strippstöðum fyrir einhverja hér á landi þá sé ég enga ástæðu til að loka þeim bara af því að mér finnst þetta ekkert smart staðir. En mér finnst rík ástæða til þess að setja þeim fastar reglur og aga eins og öðrum stöðum þar sem fólk kemur saman. Það má alveg gera allt fallegt ef maður vill og hver segir að allsbert fólk sé ekki fallegt eða erótík sé ekki falleg? Það er ekki nektin sem truflar okkur heldur þessi eilífa umræða um vafasama starfsemi í þessum næturlífsgeira- .Við erum alltaf á réttri leið þegar við reynum að gera umhverfið okkar hreinna. Fagurt mannlíf og réttlæti, það er jú toppurinn. MARTA EIRÍKSDÓTTIR, kennari í Reykjaneskjördæmi. marta@fss.is Einkadans og Gunnar I. Birgisson Frá Mörtu Eiríksdóttur: Síðumúla 24 • Sími 568 0606 Heimaskrifstofa 166.000,- Toppárangur með þakrennukerfi þakrennukerfi Fagm enns ka í fyrir rúmi BLIKKÁS EHF. SKEMMUVEGUR 36 200 KÓPAVOGUR SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111 Söluaðilar um land allt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.