Morgunblaðið - 24.08.2002, Page 8

Morgunblaðið - 24.08.2002, Page 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Brimborg Reykjav ík Br imborg Akureyr i br imborg. is Það er margt sem kemur á óvart Fáðu meira en áður - fyrir minna en áður. Komdu. Kauptu nýjan Ford Fiesta. er dæmi um meiri bíl. Ford sendir frá sér tákn um nýjan staðal - nú í hönnun smábíla: Stærri og betur búinn Ford Fiesta! Glæsilegur Fiesta skartar því allra besta frá verðlaunabílunum Focus og Mondeo. Keyrðu hann... IPS öryggiskerfi Fiesta Vertu velkomin(n) hafðu samband við ráðgjafa okkar. SAMKVÆMT samantekt lögregl- unnar í Reykjavík eftir umferð- arátakið slysalaus dagur í umferð- inni á fimmtudag, urðu jafnmörg slys á þessum degi og að meðaltali aðra daga. „Það hlýtur að vera bæði vonbrigði og áhyggjuefni að ekki takist að hafa einn slysalausan dag í umferðinni og það þótt 70 lög- reglumenn samanlagt hafi verið vel sýnilegir á flestum gatnamótum borgarinnar og þeir haft afskipti af yfir 1.500 ökumönnum,“ segir í til- kynningu lögreglunnar. Að meðaltali eru 15 umferð- aróhöpp tilkynnt daglega til lög- reglunnar og urðu þau nákvæm- lega 15 á slysalausa deginum. Ekið var á barn á Hringbraut við Land- spítalann um kl. 19 og 14 önnur um- ferðaróhöpp voru tilkynnt. Í samantekt lögreglunnar kemur fram að flest afskipti lögreglu- manna af ökumönnum hafi verið vegna þess að ljósabúnaði ökutækja var ábótavant eða viðkomandi öku- maður var að tala í síma án þess að nota handfrjálsan búnað. Þá voru 30 ökumenn stöðvaðir þar sem þeir notuðu ekki bílbelti. Auk þessa var fylgst með akstri þungaflutningabíla í umferðinni og voru það lögreglumenn frá umferð- ardeild ríkislögreglustjóra sem önnuðust þann þátt verkefnisins með aðstoð Vegagerðarinnar. Morgunblaðið/Júlíus Á slysalausa deginum hitti Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn Axel Kvaran, fyrrverandi lögreglumann og sundkappa, á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Vonbrigði með slysalausa daginn Eyrbyggjar, hollvinasamtök Grundarfjarðar Saga Eyrbyggja skráð og skýrð EYRBYGGJAR, holl-vinasamtökGrundarfjarðar, stendur að útgáfu safns til sögu Eyrarsveitar, ásamt sögunefnd Eyrarsveitar. Þar er safnað saman upp- lýsingum og fróðleik um svæðið, safnað saman ör- nefnum, gömlum sögum og vísum. Starfið er unnið af hug- sjónafólki bæði í Reykjavík og vestur í Grundarfirði og nágrenni. Morgunblaðið ræddi við Gísla Karel Hall- dórsson, formann Eyr- byggja, um útgáfuna og starfsemi félagsins. – Hver er saga félags- ins? „Félagið var stofnað á bæjarhátíðinni Á góðri stund í Grundarfirði árið 1999. Þar söfnuðust áhugamenn um sögu staðarins saman og ákváðu að bindast samtökum um söfnun og útgáfu efnis um Eyrarsveit. Ekki er formleg félagaskrá, en allt áhugafólk um starfið er velkomið til liðs við okkur. Bæði eru íbúar í Grundarfirði og brottfluttir Eyr- byggjar í félaginu. Virkir félagar eru fjölmargir búsettir fyrir vest- an. Aðalviðfangsefni félagsins er útgáfa ritanna, en höfum við á þrettándanum undanfarin ár veitt viðurkenningu til fólks og fyrir- tækja sem staðið hefur sig vel í uppbyggingu þar fyrir vestan.“ – Félagið starfar í nokkrum nefndum, ekki satt? „Jú, það eru starfandi nokkrar verkefnanefndir. Ein þeirra sér um örnefni og söfnun þeirra. Unn- ið er að skráningu þeirra inn á myndir, bæði myndir eins og gefn- ar hafa verið út á veggspjaldið nú og einnig loftmyndir af svæðinu. Örnefni á öllum jörðum í Eyrar- sveit hafa verið tölvuskráð í sam- vinnu við Örnefnastofnun, og má sjá árangur þeirrar vinnu á heima- síðunni www.grundarfjordur.is undir flokknum sögupunktar. Markmiðið er að safna saman ör- nefnum og myndum frá öllum bæj- um í sveitinni. Önnur nefnd nefn- ist vísnanefnd, og hefur það verkefni að safna vísum frá íbúum sveitarinnar sem síðar hafa verið gefnar út í heftunum. Þriðja nefndin sér um skráningu gamalla fiskimiða. Til eru frásagnir um þau, en unnið er að því að færa þau inn á kort til nánari útskýringar. Sú fjórða leitar allra gamalla ljós- mynda úr sveitinni og skráir niður upplýsingar um þær. Leitað hefur verið til fjölda fólks um upplýsing- ar og meðal annars hafa þær verið sýndar á hátíðum í Grundarfirði til þess að fá upplýsingar frá bæj- arbúum.“ – Hvað er viðfangsefni nýja rits- ins? „Ritið, sem er það þriðja í röð- inni, ber heitið Fólkið, fjöllin, fjörðurinn. Í það skrifar á annan tug manna og kvenna um ýmis at- riði úr sögu sveitarinnar. Sem dæmi má nefna um- fjöllun um gamlar ljós- myndir úr sveitinni, sem Inga Lára Bald- vinsdóttir hefur tekið saman. Gaman er að geta þess að fyrsti íslenski ljós- myndarinn, Helgi Sigurðsson, var prestur á Setbergi í Eyrarsveit. Greinar eru um starfsemi Mjólk- ursamlagsins og hraðfrystihússins í Grundarfirði, dagbækur og æskuminningar Grundfirðinga, og um gamlar lendingar í Eyrarsveit. Það er rannsókn sem tveir landa- fræðinemar úr Háskóla Íslands unnu fyrir félagið. Einnig má nefna gamlar ljósmyndir, vísur, umfjöllun um Frakka í Grundar- firði, sem Ásgeir Guðmundsson skráði sem safn til sögu Grundar- fjarðar, skólahald og barna- fræðslu í Eyrarsveit, og annáll sveitarfélagsins, sem Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri skrifaði. – Kom einnig út kort með heft- inu? Já, um leið og heftið kom út var einnig gefið út veggspjald með ljósmynd af fjallahringnum um- hverfis Grundarfjörð, mynd sem tekin var af báti á firðinum. Önnur mynd, sem tekin er frá Hamrahlíð, sýnir fjöllin séð þaðan. Örnefni hafa verið sett inn á kortið.“ – Hafið þið notið styrkja til starfsins? „Já, bæði Grundarfjarðarbær, styrktarsjóður Sparisjóðs Eyrar- sveitar og Búnaðarbankinn hafa styrkt starf okkar. Einnig höfum við unnið að sölu ritanna.“ – Gildi þess, að koma þessum fróðleik á prent, hlýtur að vera ótvírætt. „Já, það er okkur mikið kapps- mál að koma á prent þeim upplýs- ingum sem enn liggja á lausu um sögu sveitarinnar og ýmiss konar þjóðfræði innan henn- ar. Við uppsetningu höfum við notið aðstoð- ar fagmanna. Fyrir- tækið Mál og mynd ehf. sér um allan frágang fyrir okkur. Starf félagsins miðar að því að gefið sé út rit af þessu tagi á hverju ári, þar sem safnað sé saman efni sem annars myndi glatast. Þegar hafa verið lagðar línur um efni næsta rits, sem kem- ur út að ári. Það er mjög gaman að vinna að þessari útgáfu, og meðan starfsánægja ríkir og verkið fær góðar móttökur viljum við halda þessu áfram.“ Gísli Karel Halldórsson  Gísli Karel Halldórsson fædd- ist í Grundarfirði 1950. Bygging- arverkfræðingur frá Háskóla Ís- lands 1974. Lauk framhaldsnámi í verkfræði við Danmarks Tekn- iske Höjskole 1977. Hefur starf- að hjá Almennu verkfræðistof- unni frá 1984 og er þar með- eigandi. Gísli er formaður Eyrbyggja, hollvinasamtaka Grundarfjarðar. Er í stjórn Fé- lags ráðgjafarverkfræðinga. Byggingarfulltrúi fyrir Hval- fjarðarstrandarhrepp og Skil- mannahrepp vegna uppbygg- ingar Norðuráls á Grundartanga frá upphafi framkvæmda þar. Formaður sameignarfélags um Arnarholt í Stafholtstungum í Borgarfirði. Maki Gísla er Lauf- ey B. Hannesdóttir verkfræð- ingur og eiga þau Pálínu, Gauta Kjartan og Finn, og barnabarnið Laufeyju Jökulsdóttur. Mikilvægt að safna sögnum og örnefnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.