Morgunblaðið - 24.08.2002, Page 14

Morgunblaðið - 24.08.2002, Page 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁRGANGABLÖNDUN í Vestur- bæjarskóla var til umræðu á fundi foreldra, skólastjóra og fræðsluyfir- valda sem haldinn var í skólanum á fimmtudagskvöld. Að sögn formanns foreldrafélags skólans var talsverð- ur hiti í fólki vegna málsins en fyrir utan árgangablöndunina komu mat- armál í skólanum til tals á fundinum. Morgunblaðið hefur greint frá óánægju foreldra með þá ákvörðun skólans að árgangablanda í tvo bekki næsta skólaár. Verður þannig einn bekkur með 6 og 7 ára börnum og einn bekkur með 8 og 9 ára börnum. Erlendur Pálsson, formaður For- eldrafélags Vesturbæjarskóla, segir umdeilanlegt hvort foreldrar hafi fengið viðhlítandi skýringar á ár- gangablönduninni á fundinum. „Sumir höfðu á orði að ekkert hefði komið út úr þessu. Engu að síður var ljóst að þessu verður ekki breytt. Þarna voru ákveðin sjónarmið, t.d. varðandi faglegu hliðina, sem var gott að komu fram. Þannig sagði Gerður G. Óskarsdóttir fræðslu- stjóri, sem var á fundinum, að það væri stefna fræðsluyfirvalda að reyna að blanda bekkjum í skólum.“ Að sögn Erlends var þó greinilegt á fundinum að ráðist væri í árganga- blöndunina einkanlega vegna hús- næðisskorts skólans. „Þarna var mikið rætt um hús- næðismál og eins að ekki skyldi hafa fengist fjárveiting fyrir aukakenn- ara. Það hefði létt á áhyggjum fólks ef menn hefðu verið öruggir um að það væri aukakennsla í þessum blönduðu bekkjum en það verður ekki allan tímann.“ Aðeins ein sjö ára stúlka í bekknum Hann segir einnig hafa verið gagnrýnt að í öðrum þeirra bekkja sem til stendur að blanda saman ár- göngum í yrðu aðeins sex sjö ára börn og þar af bara ein telpa. „Þann- ig að okkur finnst blöndunin ekki hafa verið alveg sanngjörn,“ segir hann. Aðspurður segir hann að sjálfsagt finnist einhverjum foreldrum hið faglega látið sitja á hakanum með ákvörðunum um árgangablöndun en erfitt sé að alhæfa um skoðanir for- eldra. Hægt sé að benda á margt gott líka. „Það eru frábærir kenn- arar sem fá þessa bekki og sömuleið- is voru vinir dregnir saman innan skólans. Þannig að það var passað upp á að brjóta ekki upp vinskap milli þeirra krakka sem fyrir voru í skólanum.“ Hann segir þó standa upp úr að ástæður árgangablöndunarinnar séu húsnæðismál og vöntun á stöðugild- um innan skólans. Matarmál nemenda voru einnig töluvert rædd á fundinum þótt þau hafi ekki verið á dagskrá hans. Að sögn Erlends var í fyrra gerð tilraun með að nemendur fengju heitan mat á bökkum einu sinni í viku sem tókst mjög vel. Í ár hafi foreldrar svo ósk- að eftir því að slíkur matur yrði á boðstólum alla daga vikunnar og gekkst foreldrafélagið fyrir því að Fræðslumiðstöð myndi greiða niður kostnað við matinn. Hann segir að á fundinum hafi komið fram að niðurstaðan varð sú að heitur matur verður í boði þrjá daga vikunnar og nokkurrar óánægju hafi gætt með að það yrði ekki alla daga. „Skólastjórinn telur að aðstaða sé ekki fyrir hendi í skól- anum til þess að veita mat alla daga vikunnar og hún hafi ekki starfsfólk í það,“ segir hann og bendir á að í fyrra hafi foreldrar tekið þátt í að bera matarbakkana inn í kennslu- stofurnar. Í ár standi það ekki til. „Þessi tilraun í fyrra tókst frábær- lega að okkar mati. Krakkarnir voru alsælir og kennararnir líka þannig að þess vegna kom þetta okkur á óvart núna að þeir skyldu ekki sam- þykkja þetta alla daga.“ Ber að halda sig innan fjárhagsramma Að sögn Kristínar G. Andrésdótt- ur skólastjóra eru bæði kennslu- fræðileg og hagkvæmnisrök fyrir því að ráðist er í að árgangablanda tveimur bekkjum í skólanum. Að- spurð hvort ekki hafi komið til greina að árgangablanda öllum bekkjum í umræddum árgöngum, hafi hið faglega ráðið ferðinni, segir hún það vera matsatriði. „Við mátum stöðuna þannig að við gerðum það ekki.“ Innt eftir því hvort vöntun á stöðu- gildum hafi haft áhrif á ákvörðunina segir hún: „Fjárhagsrammi skólans er ákveðinn og fjármögnun kennsl- unnar er hluti af honum. Mér ber að halda mig innan fjárhagsramma og það geri ég.“ Hvað varðar fjölda sjö ára barna og kynjahlutfall þeirra í öðrum hinna árgangablönduðu bekkja segir hún skipta höfuðmáli fyrir einstak- lingana að fjöldinn í bekkjardeildinni sé hóflegur og kynjaskipting sem jöfnust. „Á allra síðustu dögum æxl- aðist það þannig að það fjölgaði nem- endum í sex ára árganginum þannig að það urðu hlutfallslega færri sjö ára nemendur í þessum blandaða bekk en við höfðum áætlað. Til þess að jafna fjöldann í bekkjunum urðu færri sjö ára nemendur eftir. Það er einfaldlega óheppilegt að þarna er ein stúlka.“ Hún segir að verið sé að ræða hugsanlegar breytingar hvað þetta varðar. Þegar hún er spurð um matarmál- in segir hún búið að koma til móts við foreldra um að heitur matur verði þrisvar sinnum í viku í staðinn fyrir einu sinni í fyrra. Hún segir fjárveit- ingum um að kenna að ekki sé hægt að bjóða upp á bakkamat daglega. „Það fékkst ekki sérstök fjárveiting til að bæta við starfskrafti til þess að afgreiða mat en við stefnum að því á næsta ári.“ Fundað um árgangablöndun í tveimur bekkjum í Vesturbæjarskóla Rætt um húsnæðisskort og of fá stöðugildi við skólann Morgunblaðið/Jim Smart Á fundinum kom meðal annars fram að það er stefna fræðsluyfirvalda í borginni að blanda árgöngum í bekki. Vesturbær ENGIN kennsla verður í Klé- bergsskóla á Kjalarnesi í næstu viku en gert er ráð fyr- ir að nemendur komi til skóla 2. september. Þá tekur við vika með samblandi af kennslu og vettvangsferðum. Eins og Morgunblaðið hef- ur greint frá er skólahúsnæði Klébergsskóla ekki tilbúið til notkunar en meðal annars er beðið eftir að ný skrifstofu- álma komist í notkun. Að sögn Sigþórs Magnússonar skólastjóra er ljóst að fella þarf niður kennslu í næstu viku. „Við ætlum að reyna að bjarga vikunni þar á eftir. Það lítur ekki út fyrir – nema kraftaverkin gerist sem við vonumst náttúrulega alltaf eftir – að við getum flutt skrifstofuna fyrr en einhvern tímann í kring um tíunda september.“ Knöpp áætlun Hann segir að til þess að brúa bilið verði brugðið á það ráð að vera með sambland af vettvangsferðum og kennslu frá 2. september. „Þetta verð- ur þá þriðja haustið sem það verður. Reyndar ætluðum við okkur það hvort sem er en núna verðum við að skipu- leggja þær út frá því að við verðum alltaf með eina stofu lausa því skrifstofan er í einni kennslustofunni.“ Sigþór segir þó mjög knappt að þessi áætlun stand- ist. „Núna eru kennararnir hreinlega að reyna að koma sér fyrir og það er ekki allt klárt til þess. Svo tökum við næstu viku í þennan hefð- bundna undirbúning á meðan við erum að bíða eftir hús- næðinu.“ Klébergsskóli Kennsla felld nið- ur fyrstu vikuna Kjalarnes BYGGINGASTJÓRI verktakafyrir- tækisins Riss ehf. segir ekki rétt að tafir á skólahaldi í Selásskóla séu vegna þess að ekki hafi tekist að ljúka við viðbyggingu skólans. Hið rétta sé að skólastjóranum hafi verið boðið að flytja húsgögn inn í kennslustofur síðastliðinn þriðjudag. Í grein í blaðinu í gær var greint frá því að skólahaldi í skólanum hefði verið aflýst þar til á miðvikudag í næstu viku og gaf Örn Halldórsson skólastjóri þær skýringar að hópur iðnaðarmanna væri enn að störfum í skólanum. Eftir væri að ljúka við frá- gang á lögnum og minniháttar smíða- vinnu. Sigurfinnur Sigurjónsson, byggingastjóri Riss ehf. sem er með framkvæmdina, segir þarna á fyrir- tækið hallað. „Það er alveg klárt að það er engin lagnavinna eða smíða- vinna eftir þarna. Það sem við vorum að gera í morgun var að hengja upp sápuskammtara og klósettrúllustatíf inni á baðherbergi auk þess sem við vorum að ryksuga. Að öðru leyti var þetta tilbúið fyrir kennslu.“ Hann segist hafa boðið skólastjóranum að koma inn með húsgögnin á þriðjudag- inn var. „Þegar ég hitti hann á mið- vikudaginn og fór að grennslast fyrir um hvers vegna hann væri ekki byrj- aður á þessu kom upp úr dúrnum að þeir hafa ekki fengið borð og stóla fyrir nemendur. Hann sagði einfald- lega við mig að húsið yrði ekki notað fyrr en á miðvikudaginn í næstu viku og þá hætti ég að pressa mína menn.“ Sigurfinnur segir að hefði verið ástæða til að klára verkið fyrr hefði hann látið vinna á kvöldin og um helg- ar. „Við höfum ekki gert það, við unn- um tvö kvöld í þessari viku en að öðru leyti hefur ekki verið nein pressa á þessu þannig.“ Hann bætir þó við að verkið hafi verið unnið í góðri samvinnu við Fast- eignastofu Reykjavíkurborgar og stjórnendur skólans. „Við höfum far- ið talsvert mikið inn í eldri skóla- bygginguna til þess að lagfæra fyrir þá og ég hef verið að eyða tíma í það. En það er alveg á hreinu að ég hefði getað verið búinn að ryksuga og þurrka af og gera klárt fyrr í vikunni ef það hefði þurft.“ Verktaki segir tafir á skólahaldi í Selásskóla ekki sér að kenna Húsgögnin ekki komin í skólann Seláshverfi SKIPULAGS- og byggingarnefnd Reykjavíkur hefur samþykkt breyt- ingu á gildandi aðalskipulagi þess efnis að nýtingu Stakkahlíðar 17 verði breytt og þar verði íbúðar- svæði. Þar er nú verslunarhúsnæði, sem sótt hefur verið um að rífa. Í stað verslunarhúsnæðisins hefur lóðarhafi óskað eftir að byggja tví- lyft steinsteypt fjölbýlishús með tíu íbúðum, auk bílakjallara með 15 bíla- stæðum undir því. Í umsögn um at- hugasemdir, sem hafa borist eftir grenndarkynningu á nýbygging- unni, kemur fram að upphaflega hafi staðið til að byggja ofaná- og við- byggingu við núverandi hús með tólf námsmannaíbúðum en vegna mikilla mótmæla hafi verið horfið frá því og unnin tillaga að nýbyggingu. Sú til- laga hafi síðan verið endurbætt og grenndarkynnt. Hörð andmæli hagsmunaaðila Sex athugasemdabréf bárust skipulags- og byggingaryfirvöldum borgarinnar að lokinni grenndar- kynningunni. Eru þar gerðar at- hugasemdir við það sem íbúar telja ófullnægjandi kynningu meðal íbúa, skuggavarp, fjarlægð að nærliggj- andi húsum, skerðingu á útsýni, verðrýrnun eigna, stærð byggingar- innar, aukningu umferðar og svo mætti lengi telja. Niðurstaða umsagnar fulltrúa skipulags- og byggingarsviðs og full- trúa skipulagsfulltrúa er hins vegar sú að samþykkja beri byggingarleyf- isumsóknina þrátt fyrir „nokkuð hörð andmæli hagsmunaaðila“. Telja fulltrúarnir að grenndarkynning hafi verið í samræmi við lög og að húsið fari ekki illa í umhverfi sínu. Grenndaráhrif þess séu ekki meiri en almennt megi búast við í þéttbýli og húsið muni ekki varpa miklum skugga á nálægar lóðir. Þá sé útsýn- isskerðing af völdum þess ekki meiri en búast megi við. Sem fyrr segir var aðalskipulags- breyting samþykkt á fundi skipu- lags- og byggingarnefndar í vikunni en ekki hefur verið tekin afstaða til byggingarinnar sem slíkrar. Íbúðir í stað verslunar- húsnæðis í Stakkahlíð Morgunblaðið/Þorkell Íbúar telja að húsið, sem áformað er í Stakkahlíð 17, þar sem Félags- heimilið Drangey er til húsa, verði of nálægt nærliggjandi íbúðarhúsum. Hlíðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.