Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 17 Uppskrift að góðri helgi 1 stk. ferskur blómkálshaus (meðalstór) 1/2 ltr. rjómi 1 lítil dós rjómaostur kjötkraftur (eftir smekk) 1 poki rifinn mozzarellaostur Blómkálið er skorið í meðalstóra klasa út frá kjarna og soðið í léttsöltuðu vatni. Hitið rjómann og rjómaostinn saman í potti og bragðbætið eftir smekk með kjötkraftinum. Setjið blómkálið í stórt, eldfast mót, hellið rjómablöndunni yfir kálið og sáldrið loks mozzarellaostinum yfir. Bakist í 200 gráðu heitum ofni, helst með grillhitun, þar til osturinn er orðinn gullinbrúnn. Ofnbakað blómkál ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S G RA 1 80 33 07 /2 00 2- alltaf 1/3 Hafðu hollustuna með Íslenskt grænmeti ÞAÐ VORU hressir strákar sem tóku á móti blaðamanni í Dósaseli í vikunni enda ekki þekktir fyrir annað. „Þeir bera mikla virðingu fyrir vinnu sinni,“ sagði Óli Þór Kjartansson forstöðumaður, „og vinna mjög vel saman.“ Vinnudeginum skipta þeir á milli sín, en tveir starfa fyrir hádegi og þrír eftir hádegi. Starfsaldur þeirra spannar allt frá tveimur ár- um upp í níu ár en í upphafi var ætl- unin aldrei að hver og einn myndi starfa svo lengi í Dósaseli. „Þessi vinnustaður var hugsaður sem starfsþjálfun fyrir fatlaða ein- staklinga sem færu þá héðan út á hinn almenna vinnumarkað. Því miður hefur hins vegar gengið illa fyrir fatlaða að fá vinnu,“ sagði Óli Þór í samtali við Morgunblaðið. Byrjuðu í litlum skúr Dósasel hefur verið starfrækt í níu ár í þeirri mynd sem það er nú, en fyrsti vísir að Dósaseli var dósa- söfnun í litlum skúr við Sóltún í Keflavík. „Þessi skúr varð miðstöð dósasöfnunar í nokkur ár eða frá 1989 þegar Endurvinnslan var stofnuð. Söfnunin vatt smátt og smátt upp á sig og nokkrum árum síðar var hún flutt í það húsnæði sem hún er í nú. Fyrir 9 árum varð Dósasel umboðsaðili Endurvinnsl- unnar og tók þá um leið við öllum þeim endurvinnsluvélum sem fyrir voru í nokkrum verslunum hér á svæðinu,“ sagði Jóhanna Grét- arsdóttir, starfsmaður og eig- inkona Óla Þórs, en samtals hafa þau hjónin hátt í 20 ára starfs- reynslu hjá Þroskahjálp á Suð- urnesjum. Óli Þór brosir í kampinn og rifjar upp fyrstu árin. „Þetta var oft æði skrautlegt hér. Vélarnar voru svo næmar að það mátti ekki gusta hér inn og þær vildu ekki sjá beyglaðar dósir eða flöskur með misfellum. Í dag er þetta mikið breytt. Við sendum allar flöskur og áldósir beint inneftir en glerið mylj- um við hér.“ Aðaltekjulind Þroskahjálpar Dósasel er mikilvægt fyrirtæki og nýtur mikillar velvildar sem þau Óli Þór og Jóhanna segja seint full- þakkaða. Starfsemin er aðal- tekjulind Þroskahjálpar á Suð- urnesjum og er það bæði að þakka öllum þeim fyrirtækjum og ein- staklingum sem styðja við bakið á þeim með gjafadósum og flöskum og eins fær Dósasel umboðslaun frá Endurvinnslunni fyrir þær dósir og flöskur sem sendar eru til endur- vinnslu þangað. „Við starfrækjum hér gjafadeild og móttöku gegn skilagjaldi og hingað kemur fólk með allar dósir og flöskur flokkaðar og taldar ofan í poka. Allt glerið er hins vegar mulið hér í þar til gerðri vél og sent til urðunar. Við sækjum einnig dós- ir til þeirra sem vilja og strákarnir skiptast á að koma með okkur. Þeim finnst það gaman enda mikil tilbreyting að komast út til fólksins. Við njótum mikillar velvildar en samkeppnin er oft hörð, sér- staklega við íþróttafélög sem mikið eru farin að safna dósum og flösk- um til fjáröflunar,“ sagði Óli Þór. Skemmtilegur vinnustaður Þeir Helgi Sæmundsson, Árni Ragnarsson og Davíð Már Guð- mundsson voru í óða önn að fylla Endurvinnslubílinn þegar blaða- mnn bar að garði og það var greini- legt á handtökunum að þarna voru vanir menn á ferð. Aðspurðir sögð- ust þeir ánægðir með vinnunna og að hún væri skemmtileg. Auk þeirra starfa Ásmundur Þórhalls- son og Árni Jakob Óskarsson í Dósaseli fyrir hádegi. – Finnst ykkur ekkert vanta stelpur á vinnustaðinn? „Nei,“ sögðu Árni og Davíð í kór og brostu breitt til þeirra stúlkna sem voru á staðnum en auk Jó- hönnu hefur dóttir Jóhönnu og Óla Þórs, Guðbjörg Ragna Sigurjónd- óttir, starfað í Dósaseli í sumar við sumarafleysingar og voru dreng- irnir greinilega ánægðir með fyr- irkomulagið. Dósasel er aðaltekjulind Þroskahjálpar í Reykjanesbæ Helgi, sem er aldursforsetinn, kemur hér glerflöskum í mulningsvélina. Mikilvægt fyrir- tæki með starfs- glaða vinnumenn Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Árni, Helgi og Davíð máttu vart vera að því að stoppa enda nóg að gera við að fylla bílinn og koma hráefninu í endurvinnslu. Keflavík UMFERÐARFULLTRÚI Suður- nesja ritaði Sandgerðisbæ bréf þar sem varað er við hættulegri aðkomu að leikskólanum Sólborg. Í bréfinu segir að í skoðunarferð fulltrúans um svæðið hafi aðkoman að leikskól- anum vakið athygli hans. „Bílar þurfa að bakka og snúa við til að komast burtu. Mjólkurbíllinn bakkar inn í sund við skólann á morgnana með litla yfirsýn. Það eru mikil þrengsli,“ segir í bréfinu. „Það er grundvallaratriði og meginöryggis- krafa að ökutæki þurfi ekki að bakka og snúa við skóla og leikskóla.“ Fulltrúinn segir tilgang bréfsins vera þann að ýta á um aðgerðir áður en slys verði. Á síðasta fundi bæjarstjórnar Sandgerðis voru lagðar fram tillögur meirihluta bæjarstjórnar um úrbæt- ur á þessum stað. Bæjarráð felur áhaldahúsi að sjá um uppmokstur á svæðinu og að gengið verði frá svæðinu hið fyrsta. Varað við hættulegri aðkomu Sandgerði FYRIRTÆKIÐ RV. Ráðgjöf hefur sótt um lóð fyrir einkarekinn leik- skóla í Reykjanesbæ. Á fundi sínum í gær vísaði bæjarráð umsókninni til skiplags- og byggingarnefndar. Þá var samþykkt að fela fræðslustjóra að safna upplýsingum um reglur og stuðning nágrannasveitarfélaga við einkarekna leikskóla. Jóhann Geirdal lagði fram bókun þar sem kemur fram að hann og Ólafur Thordersen styðji hugmyndir um að finna lóð fyrir nýjan leikskóla. „Við erum hins vegar andvígir því að verktakafyrirtæki fái þá lóð til að reka einkarekinn leikskóla því það er hlutverk sveitarfélaga að reka þetta fyrsta skólastig. Það er hins vegar tímabært að bærinn fari að undirbúa byggingu nýs leikskóla og því styðj- um við að lóð sé tekin frá fyrir þá starfsemi hið fyrsta.“ Bærinn reki leikskólana Reykjanesbær SKÝLI af varamannabekk við fót- boltavöllinn í Grindavík fauk í fyrra- dag á bandarískan ferðamann sem dvaldi á tjaldstæði bæjarins með þeim afleiðingum að hann rotaðist og fékk áverka á háls, höfuð og herðar. Var hann fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðursnesja og þaðan til Reykjavíkur til aðhlynning- ar. Kona sem var í fylgd með mann- inum slapp ómeidd. Atburðurinn átti sér stað um hálfsjöleytið á fimmtudagskvöldið, en mikið rok var þá í Grindavík, rúm- ir 18 metrar á sekúndu. Parið var inni í tjaldi sínu er slysið varð. Skýli fauk á ferðamann Grindavík ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ BROTIST var inn í þrjár gröfur og einn bíl í fyrrinótt í Reykjanesbæ. Brotist var inn í tvær gröfur í sand- námum við Stapafell og úr þeim stolið útvörpum og talstöðvum að verðmæti rúmlega 100 þúsund krónur, sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar í Keflavík. Þá var brotist inn í aðra gröfu í bænum og þaðan stolið geisla- spilara. Einnig var brotist inn í bíl en einskis er saknað úr honum. Lögreglan telur að sá sami eða þeir sömu hafi verið að verki í öllum inn- brotunum. Rannsókn stendur yfir. Brotist inn í gröfur Reykjanesbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.