Morgunblaðið - 24.08.2002, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 24.08.2002, Qupperneq 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 23 FÁTÆKIR landlausir íbúar Suður- Afríku hafa reynt að notfæra sér þá athygli sem nú beinist að landi þeirra vegna leiðtogafundar Samein- uðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem hefst í Jóhannesarborg á mánu- dag. Samtök landlausra S-Afríkubúa hafa efnt til mótmæla við fundar- staðinn og fyrirhuguð er mótmæla- ganga 31. ágúst þegar fundurinn stendur sem hæst. Fyrr í vikunni voru 72 landlausir S-Afríkumenn handteknir og í gær var handtöku þeirra mótmælt við lögreglustöð í Jóhannesarborg. Búist er við að fundurinn í Jó- hannesarborg dragi til sín mótmæl- endur alls staðar að úr heiminum líkt og jafnan gerist þegar þjóðarleiðtog- ar koma saman til að fjalla um mál- efni eins og fátækt, umhverfismál og efnahagsþróun. Ef marka má mót- mæli landlausra S-Afríkumanna má búast við að heimamenn láti sitt ekki eftir liggja. Andrúmsloftið er hins vegar enn sem komið er tiltölulega afslappað. Öryggisgæsla er ekki yf- irþyrmandi og erlendir gestir eiga auðvelt með að fara allra sinna ferða. Mótmæli landlausra í gær voru ekki fjölmenn og hefðu án efa farið framhjá flestum ef fjölmiðlamenn, sem eru að tínast til borgarinnar, hefðu ekki veitt mótmælendum þá athygli sem þeir vonuðust eftir. Mugabe litinn hornauga Thabo Mbeki, forseti S-Afríku, hefur verið gagnrýndur í s-afrískum fjölmiðlum fyrir að bregðast ekki nægilega hart við aðgerðum Roberts Mugabe, forseta Zimbabwe, gegn hvítum bændum í Zimbabwe, en Mugabe hefur fyrirskipað þeim að yfirgefa jarðir sínar sem hann ætlar að úthluta til svartra landlausra íbúa landsins. Mugabe ætlar að koma til leiðtogafundarins í Jóhannesarborg og í s-afrískum fjölmiðlum í gær kom fram að viss ótti væri um að Mugabe myndi reyna að „hertaka fundinn“ með kröfum um að tekin yrði til um- ræðu á fundinum áætlun hans um að stjórnvöldum verði heimilt að taka land af bændum sem hafi komist yfir það með „ólögmætum“ hætti. Ekki fer á milli mála að margir af leiðtogum Afríku óttast að aðgerðir Mugabe eigi eftir að hafa neikvæð áhrif fyrir Afríku í heild sinni og draga úr líkum á að fjárfestar horfi þangað en Afríka þarf nauðsynlega á erlendu fjármagni að halda. Leiðtogafundur Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun Landlausir S-Afr- íkumenn handteknir Jóhannesarborg. Morgunblaðið. FORMLEGAR friðarviðræður hefjast á milli leiðtoga stríðandi fylkinga á Sri Lanka 16. sept- ember nk. Norsk stjórnvöld til- kynntu þetta í gær en þau hafa undanfarin ár reynt að miðla málum á milli stjórnvalda og skæruliða tamíla, sem um árabil hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki tamíla í norðurhluta landsins. Meira en 60 þúsund manns hafa farist í borgarastyrjöldinni á Sri Lanka en vopnahlé hefur hins vegar verið í gildi síðan 23. febr- úar sl. og standa nú vonir til að binda megi enda á átökin í eitt skipti fyrir öll. Abu Nidal ábyrgur fyrir Lockerbie? BRESK stjórnvöld voru í gær hvött til að láta fara fram rann- sókn á fullyrðingum þess efnis að Abu Nid- al, hryðju- verkamað- urinn ill- ræmdi sem lést fyrr í vikunni, hefði borið ábyrgð á sprenging- unni um borð í flugvél Pan Am-flug- félagsins yfir Lockerbie í Skot- landi árið 1988 sem kostaði 270 manns lífið. Atef Abu Bakr, fyrrverandi talsmaður samtaka Nidals, Byltingarráðs Fatah, hélt því fram í fyrradag að Nidal hefði viðurkennt fyrir dauða sinn að hreyfing hans hefði stað- ið á bak við ódæðið. Skipti við bróður sinn MEINTUR, baskneskur hryðjuverkamaður slapp úr rammgerðu fangelsi í París með því að skipta um stað við bróður sinn á heimsóknartíma, að því er fangelsisyfirvöld í Frakklandi greindu frá á fimmtudag. Fang- inn slapp úr Sante-fangelsinu á laugardaginn, en það kom ekki í ljós fyrr en á fimmtudag. Rann- sókn er hafin á málinu. Bræðurnir eru mjög líkir í út- liti. Fanginn sem slapp er sagð- ur vera Ismael Berasategui Escudero, sem talinn er vera meðlimur í aðskilnaðarhreyf- ingu Baska, ETA. Hann var handtekinn 14. maí sl. Líkin voru færð MEINAFRÆÐINGAR í Bret- landi greindu frá því í gær að öruggt mætti telja að stúlkurn- ar tvær, Holly Wells og Jessica Chapman, hefðu ekki verið myrtar á þeim stað þar sem lík þeirra fundust sl. laugardag. Mátti ráða þetta af ásigkomu- lagi líkanna sem var afar slæmt og hefur lögreglan sagt að nota hafi þurft erfðaefni (DNA) til að staðfesta að um Holly og Jess- icu hafi verið að ræða. Þá greindu yfirmenn unglinga- skólans í Soham frá því í gær að þeir hefðu ákveðið að reka Ian Huntley þegar úr starfi hús- varðar en Huntley er sakaður um að hafa myrt stúlkurnar tvær. STUTT Viðræður hefjast á Sri Lanka Abu Nidal

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.