Morgunblaðið - 24.08.2002, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 24.08.2002, Qupperneq 26
MENNTUN 26 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ MARGIR þurfa að sitja ívinnunni allan liðlangandaginn; á stól við borð,jafnvel á hörðum stól. Það er mikilvægt að stóll og borð séu í góðum gæðaflokki. Sé ekki gætt að vinnustellingu og stillingum hús- gagna getur fólk átt á hættu að fá lík- amlega verki eins og bakverki og vöðvabólgu. Börnin eru í enn meiri hættu þar sem þau eru á viðkvæmu stigi vaxtar og þroska. Um 45 þúsund börn á aldrinum 6–16 eru nú að byrja í grunnskólum landsins og setjast við borðin sín. Á 20. öldinni, í flestum skólum landsins, áttu börnin að passa í fjöldaframleidd húsgögnin í skóla- stofum sínum. En hvernig er staðan núna? Sitja börn enn í misþægilegum stólum við of há eða lág borð? Langar setur í skólastofum Jónína Sigurðardóttir og Krist- björg Rán Valgarðsdóttir gerðu rannsókn til BSc.-gráðu um hvernig skólahúsgögn henta grunnskólanem- endum á Norðurlandi eysta. Þær eru nú útskrifaðar í iðjuþjálfun frá Há- skólans á Akureyri. Vinnuaðstaða barns í íslenskum grunnskóla er borð og stóll, og þar situr barnið milli 30 og 40 stundir á viku. Það er algengt að vinnuaðstöðu grunnskólanemenda sé ábótavant, sem dæmi eru skólaborðið og stólinn stundum of há hjá yngri nemendun- um en of lítil hjá þeim eldri. Langvarandi slæm vinnuaðstaða getur leitt til þess að viðkomandi finni til verkja í stoðkerfinu, t.d. í hálsi, herðum, öxlum, baki eða höfði. Talið er að ýmsir álagssjúkdómar hefjist á grunnskólaárunum, börn sitji vitlaust, beiti líkamanum rangt, og algengt er því að finna hjá þeim vöðvastyttingar, eymsl og stirðleika. Flestir kennarar vilja sennilega að börnin sitji án mikilla tilþrifa við borð sín, og til að svo megi vera þurfa hús- gögnin að vera þægileg. Í lögum um grunnskóla (66.8/1995) er kveðið á um að skólunum beri að haga störfum sínum í samræmi við eðli og þarfir nemenda. Auk þess gera þau ráð fyr- ir að í námskrám og kennsluskipan og skólar stuðli að líkamlegri og and- legri vellíðan og heilbrigðum lífshátt- um. (29. gr). Fjölmennir vinnustaðir Jónína og Kristbjörg segja að al- mennt sé lítið hugað að vinnuum- hverfi grunnskólanemenda, og að al- gengt sé að vinnuaðstaða þeirra sé slæm og komi niður á heilsu þeirra og vellíðan. Þetta er alvarlegt m.a. í ljósi þess að grunnskólar eru fjölmenn- ustu vinnustaðir landsins. Þær telja að iðjuþjálfar hafi verk að vinna í grunnskólum, en önnur rannsóknarspurning þeirra var hvort þörf væri að ráða heilbrigðisstarfs- mann með sérþekkingu á vinnuvist- fræði til starfa innan grunnskólanna. Svo virðist vera. „Til að börn geti einbeitt sér að vinnu sinni og haft meira úthald í skólanum, er mikilvægt að líkams- beiting þeirra sé góð,“ segir Jónína, „en það veltur m.a. á því að húsgögn- in henti þeim sem nota þau.“ Hún segir að góð vinnuaðstaða sé for- senda þess að hægt sé að ná góðri færni í fínhreyfivinnu og þar með skólaverkefnum. En því miður henta skólahúsgögn oft ekki nemendunum og getur það haft áhrif á einbeitingu þeirra í námi. Algengt er að í bekkjum séu öll borð og stólar af sömu hæð en mis- munur á hæð nemenda í bekk getur verið allt að 30 cm. Það er því alvana- legt að sumir nemendur bogri yfir borð sitt á meðan aðrir ná ekki með fæturna niður á gólf. En auðvitað ekki algilt, því í sumum skólum fá ein- staka nemendur, sem betur fer, stærri húsgögn vegna stærðar sinn- ar, og í öðrum er vel fylgst með. Hvað sitja börn lengi á dag? Jónína og Kristbjörg unnu rann- sókn sína á Norðurlandi eystra. Ekki var vanþörf á þessari rannsókn því telja má að nútímabarn sitji samtals í 10–12 tíma yfir daginn. Iðjuþálfar eru ágætlega til þessa verkefnis fallnir því þeir eru sérfræðingar í samspili einstaklingsins, iðju hans og um- hverfis og gagnvirkni þessara þátta. Þær spurðu því: „Hvernig henta skólahúsgögn grunnskólanemendum á Norðurlandi eystra? Og fram- kvæmdu rannsóknina í þremur skól- um sem lentu í úrtaki þar og voru nemendur í 1., 6. og 10. bekk, samtals 173 nemendur (161 tóku svo þátt í verkefninu). Þær beittu megindlegri rannsókn- araðferð og notuðu gátlista, og náðu með því til margra einstaklinga á skömmum tíma, einnig var auðvelt að lesa úr niðurstöðum á tölulegan og myndrænan hátt. Hins vegar var ekki spurt eða skráð hvernig nem- endur upplifðu skólahúsgögnin. Mælingar á stærðum; aðferð Þættir á gátlistanum fólu meðal annars í sér að mæld var legglengd, lærlengd, mjaðmalengd, fjarlægð frá olnboga að gólfi þegar handleggur er í lóðréttri stöðu auk þess sem hæð nemenda var mæld. Þá voru skráðar mælingar og athuganir á skólahús- gögnunum, ásamt ýmsum öðrum upplýsingum. Farið var eftir ákveðnum viðmið- um í samanburði á til dæmis stólhæð og legglend nemenda, til að kanna hvort þeir næðu með fætur niður á gólf. Þannig mætti lengi telja. Í ljós kom að skólahúsgögn í þeim skólum sem rannsakendur fóru í voru afar mismunandi að gerð og lögun. „Mismunandi var milli bekkja hvort húsgögnin voru óstillanleg, faststill- anleg eða fjölstillanleg,“ segir Krist- björg (fjölstillanleg skólahúsgögn eru auðstillanleg bæði af nemendum og kennurum án notkunar verkfæra). Sex bekkir höfðu óstillanleg borð og þrír stillanleg, þar af tveir með faststillanleg og einn með fjölstillan- leg borð. Sá bekkur hafði einnig fjöl- stillanlega stóla en aðrir óstillanlega. Rannsókn Jónínu og Kristbjargar leiddi í ljós að fæst þessara stillan- legu húsgagna voru rétt stillt. Þar sem hæðarmismunur nemenda í bekkjunum var allt að 33 cm má draga þá ályktun að talsvert vanti upp á að skólahúsgögnin henti hverj- um og einum nemanda. Að bogra við iðju sína „Rúmlega 71% grunnskólanem- endanna var með of lág borð, og þurfa þeir því að bogra við iðju sína,“ segir Jónína, og nefnir sem dæmi að fjarlægð milli neðri brúnar borðplötu og olnboga, þegar handleggur er í lóðréttri stöðu, hafi verið allt frá 7–30 cm. Vitundin um mikilvægi þess að skólahúsgögnin séu í samræmi við vöxt nemenda virðist ekki mikil, því dæmi voru um að innan sama bekkjar voru hávaxnir nemendur með lægri borð en þeir lægstu í bekknum. En 6% nemenda voru með of hátt borð. Einnig vakti athygli að í skólastof- um með fjölstillanleg húsgögn voru þau ekki stillt eftir þörfum hvers nemanda og voru fæst borðin í æski- legri hæð. Tæplega 74% nemenda voru ýmist með borðin of hátt eða of lágt stillt, og einungis 27% með þau rétt stillt. Kristbjörg segir að rúmlega 90% nemenda hafi setið í of háum stól, og ekki náð með iljar að gólfi/fótslá til að finna stöðugleika, nema með tilfær- ingum. Fjarlægð frá iljum að gólfi/ fótslá var allt að 16 cm. Einnig að rúmlega 68% nemenda með fjölstill- anleg skólahúsgögn sátu í of hátt stilltum stól, en 26% nemenda voru með stólinn of lágt stilltan. Einungis 5% voru með rétt stilltan stól. Einn nemandi var með rétta dýpt á stól- setu. Flestir nemendur reyndust hins vegar vera með stuðning frá stólbaki, en óvíst er hvort hann hafi verið nægilega góður. Engir ráðgjafar ráðnir Jónína og Kristbjörg gerðu svo könnun á því hversu margir nemend- ur væru með alla þætti í lagi. Enginn af þeim 161 nemanda sem tók þátt í rannsókninni reyndist búa við skóla- húsgögn þar sem allir þættir reynd- ust í lagi, segja má því að enginn þeirra búi við góða vinnuaðstöðu. Þær segja að víða erlendis starfi iðjuþjálfar innan skólakerfisins og séu í nánu samstarfi við kennara og annað fagfólk skólanna. „Skólarnir hér á landi hafa ekki fylgt þróun ná- grannalanda okkur um þjónustu fag- aðila nema að takmörkuðu leyti,“ segja þær og að eftir því sem þær hafi komist næst sé enginn fagaðili ráðinn innan grunskólanna með það starf að sinna eftirlitsskyldu með vinnuum- hverfi barna. Ekki sé neinn ráðinn til grunnskólanna til að fræða og kenna um þessi mál. Niðurstaða rannsókna þeirra sýni hins vegar ótvírætt að þess sé þörf og að ráðning fagaðila eins og iðjuþjálfa geti hækkað hlut- falla þeirra sem búa við góða vinnu- aðstöðu. Grunnskólinn er óplægður akur fyrir iðjuþjálfa, og finnst Jónínu og Kristbjörgu þetta vera fjárfesting þjóðarinnar í heilsu og vellíðan ein- staklingsins. TENGLAR .............................................. Skólahúsgögn og grunnskólanem- endur. Lokaverkefni í iðjuþjálfun. Há- skólinn á Akureyri; heilbrigðisdeild. Skólahúsgögn/ „Hvernig líður þér í skólanum?“ er stundum spurt. Sjaldan er spurt um vinnuumhverfi barna; stólinn og borðið. Gunnar Hersveinn spjallaði við iðjuþjálfa sem gerðu rannsókn á þessum þætti og fengu sláandi niðurstöður. Enginn virðist hafa beint eftirlit með vinnuaðstöðu grunnskólabarna. Vitundin um þessi mál er veik. Morgunblaðið/Golli Í Vesturbæjarskóla fékk 6. S. mælingu hjá iðjuþjálfunum vegna myndatökunnar. Fremst til vinstri: Þorvaldur, Adam, Kristbjörg, Jónína, Heiðdís. 2.: Jón Reynir, Tumi, Daníel, Álfrún, Helga Dagný. 3.: Böðvar, Elvar, Frank og Sylvía, 4.: Stefán, Einar og Tristan. Bekkurinn er nú 7. S. og fær brátt fjölstillanleg húsgögn í stofuna. Vinnuað- stöðu barna ábótavant Álfrún og Helga gera sitt besta við borðin. Algengara er að börn sitji skökk og fái svo verki í líkamann. Algengt er að borðin séu of lág og stólar of háir. Böðvar er hávaxinn, hér í óhentugri vinnuaðstöðu.  Rúmlega 71% grunnskólanemend- anna var með of lágt borð  90% nemenda sitja í of háum stólum og ekki með iljar að gólfi guhe@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.