Morgunblaðið - 24.08.2002, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 24.08.2002, Qupperneq 40
MINNINGAR 40 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðrún Sigurð-ardóttir fæddist 7. apríl 1927 í Hólma- seli í Gaulverjabæj- arhreppi. Hún lést 19. ágúst síðastliðinn á Sjúkrahúsi Suður- lands á Selfossi 19. ágúst síðastliðinn. Hún var elst fimm barna þeirra Sigurð- ar Ormssonar bónda í Hólmaseli, f. í Ham- arshjáleigu 23. apríl 1899, d. 24. janúar 1984, og eiginkonu hans, Guðrúnar Guð- mundsdóttur, frá Sólheimum, f. á Skúfslæk í Villingaholtshreppi 23. september 1895, d. 4. júlí 1952. Systkini Guðrúnar eru Pálína, d. 1998, en eftirlifandi eru Sigrún, f. 1929, Guðmundur, f. 1931 og Jós- ep, f. 1939. Guðrún giftist 29. júlí 28. febrúar 1997, og Eyþór Arnar, f. 8. ágúst 1998, og Friðbjörn, f. 4. júní 1982; 3) Torfhildur Guðrún, f. 27. nóvember 1957, gift Ólafi Arn- grímssyni, f. 10. maí 1957, þau eiga þrjár dætur, Rannveigu Huldu, f. 4. september 1978, hún á Arngrím, f. 5. mars 2002, Jónínu, f. 14. ágúst 1984 og Þórörnu, f. 6. júní 1994; 4) Sigurður Ormar, f. 27. júní 1959, kvæntist Bjarghildi Margréti Einarsdóttur, f. 22. júní 1963, d. 6. júlí 1997, þau eiga tvö börn, Davíð Þór, f. 20. september 1983, og Örnu Kristínu, f. 6. janúar 1985; 5) Brynjólfur, f. 30. september 1964, hann á þrjú börn, Hildi Maríu, f. 6. mars 1985, Daníel Örn, f. 3. janúar 1992, og Daða Frey, f. 30. nóvem- ber 1998; 5) Jóhann, f. 18. janúar 1968, dóttir hans er Katrín Rut, f. 26. júní 1990. Síðustu 15 ár starfsævinnar vann Guðrún á Sjúkrahúsi Seyðis- fjarðar og síðan á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Kumbaravogi eftir að hún flutti til Stokkseyrar. Útför Guðrúnar verður gerð frá Villingaholtskirkju í Flóa í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1950 eftirlifandi eigin- manni sínum Sigurði Jónssyni, f. á Seyðis- firði 21. ágúst 1919. Þau bjuggu fyrstu 42 búskaparár sín að Austurvegi 47 á Seyð- isfirði, en fluttu til Stokkseyrar 1991 og hafa búið þar síðan. Þau eiga sex börn: 1) Jón, f. 8. mars 1948, d. 1. júlí 1971, dóttir hans er Sigríður Kristbjörg, f. 30. maí 1967, hún á tvö börn, Guðjón Skúla, f. 28. nóvember 1992, og Rebekku Írisi, f. 12. júní 2001; 2) Gunnar, f. 18. janúar 1950, kvæntur Sveinbjörgu Friðbjörnsdóttur, f. 26. apríl 1955, þau eiga þrjú börn, Önnu Guðrúnu, f. 30. mars 1977, Kolbrúnu, f. 10. október 1979, hún á Daníel Örn, f. Elsku amma mín. Sú tilhugsun að þú sért nú farin er einkennileg. Þú varst einn af þeim föstu punktum í lífi mínu sem mér fannst einhvern veginn að mundu alltaf verða til staðar. En raunin er víst sú að allir verða að fá að fara, og eins og komið var fyrir þér var það sennilega best fyrir þig amma mín. En minningarnar sem ég á um þig eru hins vegar góðar og þær munu aldrei hverfa. Það var alltaf skemmtileg tilhugsun þegar ferðinni var heitið fyrst á Seyðisfjörð, síðan á Stokkseyri, þar sem maður vissi að amma mundi annaðhvort taka á móti manni með skonsum eða pönnukökum og það brást aldrei. Það var alltaf mikið fjör þegar maður kom á Austurveg 47 á Seyð- isfirði. Þar var oftast margt fólk og þó að ég hafi verið ung þá man ég samt að þetta var að mínu mati eitt af því merkilegasta sem gert var, – að fara til ykkar og vera í nokkra daga og hitta alla þessa ættingja mína. Eitt er mér mjög minnisstætt úr einni af heimsóknunum til ykkar á Austurveg, það er þegar stofustól- unum var skellt saman og ég var lát- in sofa í þeim. Þetta fannst mér óskaplega gaman og ég gleymi þessu aldrei. Þetta var einmitt dæmigert fyrir þig amma, þú varst ekkert að vandræðast að óþörfu með hlutina eða mikla fyrir þér það sem öðrum hefði kannski þótt óyf- irstíganlegt. Þú varst líka fastur punktur í lífi margra, enda stór hóp- ur afkomenda þinna sem treysti á þig og vissi að þú varst alltaf til staðar og til þín var alltaf hægt að leita. Ég dáðist alltaf að því hvað þú varst traust og sterk amma mín og stóðst eins og klettur, sama á hverju gekk. Því lífið var þér svo sann- arlega ekki alltaf dans á rósum. Samt virtist þú aldrei tapa ró þinni og varst alltaf svo lítillát og vildir aldrei láta hafa neitt fyrir þér. Það má eiginlega segja að þitt ævistarf hafi verið að gefa af þér, – styrkja og hlúa að öðrum. Ég þakka þér elsku amma mín fyrir það sem þú gafst mér, og ég þakka Guði fyrir að hafa átt þig fyrir ömmu. Guð blessi þig. Þín dótturdóttir Jónína Ólafsdóttir. Elsku amma mín. Þegar hugsun mín flögrar inn í minninguna um þig sé ég nægjusama, kjarkmikla kjarnakonu sem var fastur punktur í lífinu, alltaf til staðar, líkt og klett- ur sem aldrei haggast, þrátt fyrir vindasama daga. Ég finn enn ilminn af skonsum og pönnukökum sem ávallt tók á móti manni í dyragættinni þegar komið var í heimsókn til þín – fyrst fórum við til afa og ömmu á Seyðisfirði á Austurveg 47 og síðar urðuð þið afi og amma á Stokkseyri. Þetta voru skemmtilegar heimsóknir, þar var alltaf mikið hlegið og grínast og þar varst þú hrókur alls fagnaðar, og þrátt fyrir að eftilvill væri ekki alltaf GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR ✝ Sigurjón ÁgústGuðmundsson fæddist á Ísafirði 25. júní 1913. Hann lést 19. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Guð- mundur Kristjánss- son og Ingileif Stef- ánsdóttir. Hann var fimmta barn þeirra hjóna er áttu alls 12 börn. Af þeim eru fimm enn á lífi, þau Stefanía, Sigríður, Jóhanna sem allar búa fyrir sunnan, Margrét sem býr í Bandaríkjun- um, og Ingileif sem býr á Ísafirði. Hinn 28. nóv. 1942 kvæntist Ágúst Bjargeyju Halldóru Bær- ingsdóttur, f. 26. nóv. 1912, d. 15. júlí. 1981. Foreldrar hennar voru Bæring Einarsson frá Dynjanda og Vagnfríður Vagnsdóttir. Eftirlifandi börn þeirra eru: 1) Guðmundur, f. 24. sept. 1942, maki Bergþóra Bergmundsdóttir. Börn þeirra eru Jóna Björg, f. 19. sept. 1969, maki Jón Karl Jónsson og eiga þau þrjú börn, þau Ágúst Frey, Friðnýju Fjólu og Eriku Mjöll: Inga Þór, f. 3. mars. 1972, kvæntur Sesselju Österby og eiga þau tvö börn, þau Telmu og And- reu; og Gylfa Má, f. 25. apr. 1975. 4) Greta Ágústsdóttir, f. 21. júlí 1950, maki Ingvar Jón Ingvarsson og eiga þau þrjú börn: Ingvar Ágúst, f. 16. des. 1970, í sambúð með Hildi Halldórsdóttur Laxdal og eiga þau eitt barn, Helenu; Sigurlaugu, f. 7. júlí 1973, í sam- búð með Inga Val Þorgeirssyni og eiga þau tvö börn, Mána og Grétu Örk; Halldóru, f. 10. maí 1979, í sambúð með Magnúsi Frímanni Ingimundarsyni og eiga þau eitt barn , Ingvar Andra. 5) Fríða, f. 17. júlí 1960, maki Magnús Waage og eiga þau tvö börn, Ólaf, f. 16. nóv. 1982, og Guðnýju Maríu, f. 9. ágúst 1985. Niðjar eru alls 32. Ágúst bjó allt sitt líf á Ísafirði. Hann var byggingarmeistari og byggði og teiknaði fjölda húsa á Ísafirði og nágrenni. Hann var einnig slökkviliðsstjóri á Ísafirði og starfaði í byggingarnefnd Ísa- fjarðarbæjar. Ágúst var félagi í Oddfellowstúkunni Gesti. Útför Ágústs verður gerð frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. apr. 1972; Hlynur, f. 4. febr. 1976, í sam- búð með Aðalheiði Eddu Jónsdóttur og eiga þau soninn Hall- dór Ágúst. 2) Fylkir Ágústsson, f. 24. des. 1943, maki Lára J. Haraldsdóttir. Börn þeirra eru Jens Andri, f. 18. okt. 1975, í sambúð með Helgu Jónu Eiríks- dóttur. Jens Andri á einn son, Fylki Ey- berg. Jóhanna, f. 10. nóv. 1979. Fyrir á Fylkir tvo syni frá fyrra hjóna- bandi: Guðmund, f. 7. sept. 1965, maki Elín Illugadóttir og eiga þau þrjú börn, Illuga Pétur, Kötlu og Heklu Margréti; og Ágúst, f. 11. febr. 1968, í sambúð með Jóhönnu Svansdóttur og eiga þau eina dóttur, Írisi Ingu. 3) Ágúst Ingi Ágústsson, f. 22. nóv. 1947, maki Steinunn Inger Jörgensdóttir. Ágúst Ingi á þrjú börn frá fyrra hjónabandi: Önnu Dóru, f. 29. Með fáum orðum og minninga- brotum langar mig til að kveðja tengdaföður minn Ágúst Guð- mundsson byggingameistara. Hann hefði orðið níræður á næsta ári. Efst er í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast honum og eiga samleið í gegnum árin. Ógleymanlegar eru þær stundir er við áttum saman með fjölskyldu minni er hann kom í heimsókn suð- ur til Reykjavíkur. Heimsóknirnar um jólin voru fastur liður í tilver- unni eftir að tengdamóðir mín lést. Ótalmargar voru ferðirnar er við fórum saman um nýbyggingasvæði borgarinnar og skoðuðum allt það nýjasta. Oft kom það á óvart hve glöggt smiðsaugað var þegar hinar ýmsu byggingar voru skoðaðar. Dýrmætar voru morgunstund- irnar er við sátum saman í ró og næði og ræddum hin ýmsu mál og málefni. Alltaf var jafngaman að hlusta á þessa hvundagshetju segja frá því sem liðið var og rifja upp skemmtileg atvik frá langri starfs- ævi. Það var stutt í húmorinn, stundum var kvartað yfir slæmsku í hálsi, það var merki um að gott væri að fá smátár af göfugu víni. Vináttan var einlæg. Það sást best í samskiptum hans við vin sinn Dóra en báðir urðu þeir ekklar með stuttu millibili. Sigling þeirra til Evrópuhafna með einum Fossinum var uppspretta að mörgum skemmtisögum, farnar voru berja- ferðir í Vatnsdal og sultan hans afa var alltaf tilhlökkunarefni. Á laugardögum voru bakaðar fimm jólakökur og fékk Dóri alltaf tvær. Til þess að hann gæti eldað fyrir sjálfan sig fór hann á nám- skeið í Húsmæðraskólanum á Ísa- firði. Seint verður fullþökkuð sú að- stoð sem hann veitti okkur við hús- byggingu fjölskyldunnar. Þegar hann hætti hinu eiginlega brauðstriti, átti hann sér afdrep í kjallaranum á Hlíf þar sem hann vann við smíðar. Þar voru smíðaðar skútur, kistlar, skartgripaskrín, trog og lítil borð sem spónlögð voru með 40 ára gömlum spæni með rósamynstri. Að geta farið niður í kjallara til að æfa hug og hönd voru honum mikilvægar stundir þar til hin ill- vígi sjúkdómur tók völdin. Hjúkr- unarfólkinu á Fjórðungssjúkrahús- inu á Ísafirði eru færðar þakkir fyrir umhyggjusemi sína. Ég kveð kæran tengdaföður. Megi góður guð blessa minningu hans. Ingvar Jón Ingvarsson. Ég kynntist Gústa þegar ég gekk að eiga yngri dóttur hans fyr- ir 21 ári síðan. Þá var hann nýorðin ekkill, en Halldóra hafði þá nýlega látist úr krabbameini. Gústi var hægur maður og frekar rólyndur. Kímnin var þó ætíð stutt undan og eru ótal mörg tilvik sem hægt er að nefna varðandi húmor hans. Einu gleymi ég þó seint. Hann hafði það fyrir vana árin eftir að Halldóra dó að koma suður um jólin og gisti hann þá ætíð hjá Grétu dóttur sinni. Á heimili Grétu var abstrakt- málverk í stofunni sem ekki lá al- veg ljóst fyrir af hverju væri. Ein jólin meðan hann var einn heima hjá Grétu þá sneri hann málverk- inu við þannig að undirskrift mál- arans var komin í vinstra horn uppi í stað hægra horn niðri. Hafði hann ekki orð á þessu fyrr en seinna næsta ár að hann benti heimilsfólk- inu á strákskap sinn en enginn hafði tekið eftir þessu. Gústi hafði alltaf frá mörgu að segja og er mér minnisstætt þegar hann ræddi um uppvaxtarár sín á Ísafirði þar sem hann bjó með for- eldrum sínum og 12 systkinum við þröngan húsakost. Ég er ekki viss um að alþjóð myndi sætta sig við slíkt í dag. Gústi var mikill smiður og liggja eftir hann margar fagrar bygging- ar á Ísafirði og nágrenni en síðustu árin stundaði hann húsgagnasmíði af kappi. Hann var með smíðaverk- stæði þar sem hann bjó og í dag liggja eftir hann miklar gersemar af kistlum, stofuborðum og öðrum hagleiksgripum sem prýða mörg heimili í dag. Gústi var virkur félagi í Oddfell- owreglunni á Íslandi og sótti fundi meðan heilsan leyfði. Síðustu mánuðir hafa verið Gústa erfiðir en nú hefur hann fengið sína hvíld. Blessuð sé minning hans. Magnús Waage. Í dag kveðjum við Ágúst Guð- mundsson afa okkar. Ótal margar minningar koma upp í huga okkar þegar við minnumst afa og einna sterkust er minningin um hjólið. Þegar við vorum lítil var ekki til stærri og merkilegri hlutur en hjól- ið hans afa, hjólið sem hann fór allra sinna ferða á. Ferð á hjólinu var það skemmtilegasta sem við upplifðum. Hjólið er í dag tákn um þann styrk sem afi bjó yfir og það traust sem við bárum til hans. Afi hafði húmorinn í lagi og var stríðnin aldrei langt undan. Eina páskana er hann kom til að vera hjá okkur var það hans fyrsta verk að leggja frá sér töskurnar og ganga beint inn í stofu að málverki sem þar hékk uppi. Hann var að at- huga hvort einhver hefði tekið eftir því að málverkið var á hvolfi en jól- in á undan hafði hann snúið mál- verkinu við því oft hafði afi haft það á orði að ekki skipti máli hvernig málverkið sneri. Afi var þúsunda- þjalasmiður og er afrekalistinn langur. Allt frá stórum byggingum til lítilla smáhluta úr viði. Allir þess- ir hlutir hjálpa okkur að varðveita minninguna um hann afa. Elsku afi, nú ert þú kominn í faðm ömmu Dóru. Við biðjum Guð að varðveita minninguna um þau. Elsku mamma, Guðmundur, Fylkir, Ingi, Fríða og aðrir að- standendur, við systkinin vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Ingvar Ágúst, Sigurlaug og Halldóra. Vinur minn og velgjörðarmaður Ágúst Guðmundsson frá Ísafirði er látinn. Þó að Gústi hafi verið orðinn aldraður þegar hann lést og líkam- inn fyrir allnokkru búinn að gefa sig, var hugurinn hreinn og tær allt fram að því síðasta. Gústi var orðinn 89 ára þegar hann lést. Hann hafði lifað tímana tvenna í orðsins fyllstu merkingu. Hann var fjórði í tíu systkina hópi og fæddist ekki með silfurskeið í munninum. Gústi vann hörðum höndum allan sinn langa starfsald- ur, stofnaði og rak sitt eigið bygg- ingarfyrirtæki, og eftir hann standa mörg minnismerkin á Ísafirði og víðar. Gústi giftist Halldóru Bærings- dóttur og stofnaði með henni heimili á Ísafirði. Þau eignuðust og ólu upp fimm mannvænleg börn. Þau ólu einnig upp allnokkur fósturbörn sem komin voru á fullorðinsár þeg- ar þau tóku þau að sér. En þannig háttaði til að þau hjónin leigðu út herbergi til nemenda í menntaskól- anum á Ísafirði um nokkurt árabil eftir að börnin þeirra voru farin að tínast að heiman. Undirritaður var einn úr þessum hópi og á þeim hjónum mikið að þakka. Þau dekruðu við mig á alla lund og var ég alltaf eins og einn af börnunum þeirra í þau þrjú ár sem ég var í Menntaskólanum á Ísafirði. Eftir að menntaskólanum lauk, flutti ég suður en kynnin við fjöl- skylduna hafa haldist óslitin síðan. Þegar ég kynntist konunni minni tóku þau henni opnum örmum og var einstaklega gaman að fá þau í heimsókn Halldóra lést um mitt ár 1981 og var það mikið áfall fyrir alla fjölskylduna. Allt síðan Dóra fell frá hefur Gústi séð um sig sjálfur, hald- ið uppi hennar merki og sinnt henn- ar hlutverki á svo mörgum sviðum. Við Gústi höfum alla tíð haldið góðu sambandi og höfum við fjölskyldan átt margar ánægjustundir með hon- um og hans fjölskyldu. Gústi var sannur framsóknar- maður, en samt skemmtilegur og með einstaklega góða kímnigáfu. Hann var afar minnugur, fróður um menn og málefni og ræðinn. Gústi var mikill hagleikssmiður og naut þess bæði í leik og starfi. Byggingar og önnur smíðaverk hans á Ísafirði bera þess góð merki og ekki má gleyma öllum listaverkunum sem hann smíðaði í vinnustofunni í kjall- aranum á Dvalarheimilinu Hlíf. Þar má fyrst telja alla árabátana sem voru nákvæm eftirlíking af þeim bátum sem notaðir voru áður en vélbátavæðingin hófst. Einnig smíð- aði hann fjölda geirnegldra kistla og þorrabakka svo fátt eitt sé nefnt. Alltaf þegar við hjónin höfðum fregnir af því að Gústi væri kominn í bæinn höfðum við samband við hann og buðum honum í mat. Hann var alltaf til í að prófa nýja og fram- andi rétti, sat svo í rólegheitunum langt fram á kvöld og við nutum samræðnanna við hann. Þegar við vorum stödd á Ísafirði á leið okkar til eða frá Fljótavík, skruppum við í heimsókn. Hann tók alltaf fagnandi á móti okkur, en bros hans breikk- aði alltaf þegar við færðum honum Fljótavíkursilung. Það fannst hon- um sérlega góður matur. Ég hringdi oft í Gústa og spjall- aði við hann. Einu sinni sem oftar í vetur sem leið, nefndi ég við hann að Lóló, konan mín væri búin að vera lasin í flensu í hátt í þrjár vik- ur og slægi alltaf niður aftur vegna þess að hún kynni ekki að vera veik. Þá mælti Gústi: „Veistu það, Mugg- ur minn, þetta er eins og með mig, ég kann ekki heldur að vera gam- all.“ Ég og fjölskylda mín þökkum Gústa ánægjulega samfylgd og vottum honum virðingu okkar. Að- standendum hans vottum við okkar dýpstu samúð. Guð blessi heiðursmanninn Ágúst Guðmundsson. Guðmundur Guðjónsson. ÁGÚST GUÐMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.