Morgunblaðið - 24.08.2002, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 24.08.2002, Qupperneq 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 43 ✝ Helga Björnsdótt-ir fæddist á Brunnum í Suður- sveit í Austur-Skafta- fellssýslu 11. apríl 1905. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- austurlands á Höfn í Hornafirði 15. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Björn Klemensson, f. 27.11. 1869, d. 19.11. 1911, bóndi og oddviti á Brunnum, og kona hans Jóhanna Jó- hannsdóttir hús- freyja, f. 23.11. 1863, d. 14.4. 1955. Systkini Helgu eru: Björg, f. 13.11. 1896, d. 18.1. 1983, Sigríður, hús- freyja í Hestgerði, f. 11.8. 1898, d. 25.8. 1946, Jóhann Klemens, bóndi á Brunnum, f. 29.8. 1900, d. 4.1. 1996, og Jóhanna Dagmar, sauma- kona í Reykjavík, f. 25.11. 1906. Hinn 14.6. 1943 giftist Helga Sigfúsi Jónssyni bónda, f. 9.1. 1904, d. 19.1. 1970. Helga og Sig- fús reistu nýbýlið Brunnavelli í Suðursveit og bjuggu þar. For- eldrar Sigfúsar voru Jón Sigfús- son, bóndi í Snjóholtií Eiðaþinghá og Þorgerður Einarsdóttir hús- freyja. Börn Helgu og Sigfúsar eru: 1) Björn, f. 2.10. 1943, vörubíl- stjóri, sonur Björns og Sigríðar Magnúsdóttur frá Svínafelli í Öræfum er Ásgeir, kvæntur Kristbjörgu Eiríks- dóttur og eiga þau tvo syni. 2) Sigríður Jóhanna, f. 30.1. 1945, deildarstjóri á tannlæknadeild HÍ. 3) Jón, f. 22.5. 1946, bóndi á Brunnavöll- um, sambýliskona Linda María Fred- riksen og eru börn þeirra Helga, sam- býlismaður Guð- mundur Borgar Baldursson, Sigfús og Emil, en dóttir Lindu er Inga Helga Bald- ursdóttir og á hún tvö börn. Helga lauk barnaskólanámi í farskóla sveitarinnar. Síðar stund- aði hún nám í Ljósmæðraskóla Ís- lands og lauk þaðan prófi 1929. Helga stundaði ljósmæðrastörf frá 1929–1970, en síðast tók hún á móti barni 1974. Auk þess sinnti hún oft sjúklingum í heimahúsum. Helga var alla tíð farsæl í störfum sínum, sem ljósmóðir og var heiðr- uð af sveitungum sínum á fimm- tugsafmælinu og aftur er hún varð sjötug. Útför Helgu verður gerð frá Kálfafellsstaðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Í minningabrotum okkar sem þekktum Helgu Björnsdóttur, ljós- móður og húsmóður að Brunnum og síðar að Brunnavöllum í Suðursveit, er margs að minnast. Við sem þessi skrif tókum saman stiklum hér á ör- fáum þeirra í minningunni um heið- urskonu sem hafði svo óslökkvandi lífsneista og starfsorku að fá dæmi mæla. Foreldrar Helgu voru Björn Klemensson, oddviti á Brunnum, og k.h., Jóhanna Jóhannsdóttir, hús- freyja. Það hlýtur að hafa verið Jó- hönnu móður Helgu mikill missir að missa Björn Klemensson úr veikind- um frá barnahópnum svo ungum sem raun bar vitni, aðeins tæpra 42ja ára. Það voru því mörg erfið- leikaspor sem þurfti að takast á við. M.a. var Jóhann bróðir Helgu aðeins um 11 ára gamall þegar hann tók við skipsplássi föður síns sem var auð- vitað gert af brýnni nauðsyn til að fá fiskmeti til heimilisins. En slík ráð- stöfun þætti sjálfsagt varða við barnaverndarlög í voru þjóðfélagi eins komið er fyrir því í dag. Lífsbar- áttan byrjar því snemma hjá þessum systkinum öllum og sú kvöð að kom- ast af og reyna að hafa ofaní sig og á. Það er því ljóst öllum sem til þekktu að mikil samheldni ríkti milli þeirra ásamt samofinni elsku og dugnaði móður þeirra við að berjast fyrir líf- inu hvað sem það kostaði. Helga ólst upp, eins og áður sagði, ásamt systkinum sínum að Brunn- um. Skólaganga var eins og víðast gerðist í þá daga, fremur fábrotin og sóttu systurnar Helga og Jóhanna Dagmar saman hinn svokallaða „far- skóla“, en Jóhanna Dagmar, er nú ein eftirlifandi úr systkinahópnum. Farskólanum var í þá daga þannig komið fyrir að kennarinn var látinn gista eina viku í senn á hverjum bæ, þar sem barn eða börn áttu heima. Þannig háttaði til að börnin frá Mið- þorpsbæjunum fengu með þessum hætti þriggja vikna kennslu fyrir áramót og aftur þriggja vikna kennslu eftir áramót eða samtals að- eins sex vikna kennslu um veturinn. Það þætti ekki mikið varið í þá skólagöngu í dag eða við núverandi aðstæður. Það var lagður í það mikill metnaður á hverju heimili í þá daga að hvert barn væri orðið læst og gæti svolítið dregið til stafs áður en það hæfi skólagöngu. Einkum voru börn þeirra tíma látin hjálpa til við að lesa húslestrana á kvöldin fyrir allt fólkið í baðstofunni. Ef lesturinn var ekki áheyrilegur, mátti viðkomandi þola gagnrýni á lestur sinn og framburð. Það tímabil sem börnin byrjuðu í farskólanum var yfirleitt um tíu ára aldur. Þær Helga og Jóhanna Dag- mar gengu því saman í farskólann og var Jóhanna þá níu ára. Kennslan var yfirleitt framkvæmd á þann veg að kennarinn færði sig milli bæja og gengu þá börnin frá nærliggjandi bæjum eða úr Miðþorpi sem voru á svipuðu aldursskeiði til þess bæjar þar sem farkennarinn dvaldi til að njóta kennslunnar. Sá sem kenndi þeim systrum hét Ari Guðmundsson, frá Reynivöllum í Suðursveit. Hann hafði orðið fyrir þeirri þungu raun að fá lömunarveik- ina og varð upp frá því máttlaus upp að mitti. Hann mátti gera sér að góðu heimasmíðaðar spelkur og hækjur til hreyfa sig örlítið úr stað en að öðru leyti varð hann að sitja í sínum stól. Einhverjum hefði líkast þótt erfitt að stunda farkennslu við slíka áraun og fötlun. En það hef ég eftir móður minni Jóhönnu Dagmar, að betri og skemmtilegri kennara hefðu þau börnin ekki getað hugsað sér. Enda báru þau ríkulega um- hyggju fyrir honum og sýndu honum mikla virðingu. Hann kenndi þeim af myndugleik, m.a. lestur, skrift, réttritun, landa- fræði og sögu. Hann þótti draga al- veg listavel til stafs. Ari Guðmunds- son var einnig mikil söngmaður og kenndi börnunum að syngja. Hann spilaði líka á harmonikku fyrir börn- in sem auðvitað kom í góðar þarfir. Þegar sveitin kom saman til mann- fagnaðar var hann borinn á börum út að samkomuhúsinu til að spila á mannamótum. Með því sem hér er sagt er aðeins verið að lýsa því í ör- stuttu máli hvernig lífshættir Helgu og aðstæður voru í barnæsku. Þegar Helga var um 23 ára að aldri var það einhverju sinni að hún var á ferð austur á Mörk (en svo nefnast bæirnir austan Hestgerðis austast í sveitinni) að Lúlla, Lússía Þórarinsdóttir á Smyrlabjörgum, sem átti mörg börn með manni sín- um Jóni, varð mikið veik við barns- burð. Þar sem Helga var þar stödd að þessu sinni, tók hún að sér að hjálpa til og reyndi að aðstoða sem best hún gat, þar til Lússia náði fullri heilsu á ný. Eftir þennan atburð varð það úr að sveitungar Helgu, lögðu að henni að kynna sér ljósmóðurstörf í þágu sveitarinnar. En ástand þess- ara mála var með þeim hætti að sú kona sem annaðist þau störf, hét Lússía Þorsteinsdóttir frá Gerði sem er einn svokallaðra Breiðabólsstaða- bæja sunnan við Sand. Í þá daga var einatt mikið mál að komast leiðar sinnar og varð ætíð að fara á hestum yfir fljótin, bæði í austri og vestri. Það gat því verið örðugt að komast milli bæja og læknir var næstur austur á Djúpavogi á þessum tímum. Konur í sveitinni höfðu einatt áður fyrr nýtt sér að geta kallað í Björgu Björnsdóttur, ömmu Helgu, til hjálp- ar við barnsburði og hafði hún reynst konum vel og farsællega. Það var því ekki ólíkt því sem gerist svo oft hjá móður náttúru að hún kallar fram hæfileika hjá einstaklingum eftir sínum þörfum. Helga tók því áskorun sveitunga sinna og fór til Reykjavíkur 1928 til að læra ljósmóðurstörfin. Þá voru sennilega ekki fleiri en fjórar ljós- mæður fullmenntaðar í allri Reykja- vík. Það var því nóg að gera hjá ljós- mæðranemunum sem fengu að annast allar sængurkonur í Reykja- vík um veturinn sem fæddu börn ásamt því að stunda bóklega kennslu hjá læknum. En mikinn hluta af bók- lega náminu kenndi Guðmundur Björnsson f.v. landlæknir. Eftir námið í Ljósmæðraskólanum, tók Helga við ljósmóðurstörfum í Suð- ursveit og var til hennar leitað út fyr- ir sveitina ef á þurfti að halda. Helga stundaði ljósmóðurstörf frá 1929 til 1970 eða í um 51 ár en síðast tók hún á móti barni 1974. Auk þess sinnti hún oft sjúklingum í heima- húsum. Helga þótti sérstaklega far- sæl í öllum sínum störfum. Helga var heiðruð af sveitungum sínum á fimmtugsafmælinu og aftur er hún varð sjötug. Árið 1939 var hafist handa við byggingu nýs íbúðarhúss og var bærinn þá fluttur fjær fjallinu. Fjöl- skyldan flutti í nýja húsið á haust- dögum 1940. Síðar byggðu þau Sig- fús og Helga sitt eigið hús aðeins vestar en þar eru Brunnavellir. Gestrisni og hjálpsemi á öllum sviðum var þessum systkinum öllum í blóð borin. Einkum var unun að sjá hve lífskrafturinn knúði Helgu áfram við eldhúsborðið, jafnvel þótt hún þyrfti að styðjast við hækjur, ef einhvern bar að garði. Þá var eins og alltaf væri til full kista af meðlæti með kaffi, brauði, flatbrauði, rúllu- pylsu, hangiketi og hverskyns mat. Allt var það mjög vel útilátið. Það var ekki við annað komandi en Helga gæfi gestum sínum einhvern viður- gerning er einhvern bar að garði. Það var ekki óalgengt að slegið væri í lummur eða vöflur með sultu og rjóma, allt saman dregið fram á svipstundu. Það var líka öllum ljóst að þar fór ákveðin húsmóðir sem vildi að sér væri hlýtt. Það var t.d. ekki gott að ætla sér ekki tíma til að njóta veitinga sem boðnar voru, það var eitthvað sem Helga átti erfitt með að skilja. Þau Sigfús og Helga tóku móður þeirra systkina, Jóhönnu Jóhanns- dóttur, og Björgu inn á heimili sitt og ólu önn fyrir meðan þær lifðu. En Björg var nær ósjálfbjarga og síð- ustu ár Jóhönnu var hún blind. Fyrir þessa umönnun alla og elskulegheit verður seint eða aldrei þakkað. En Helga og Sigfús önnuðust þær ásamt börnum sínmum af alúð og dreng- skap miklum. Árið 1954 var móðir mín Jóhanna í heimsókn hjá systur sinni Helgu. Þá bar svo við að Anna Elín kona prestsins sem þá var sr. Sváfnir Sveinbjarnarson var að fæða eitt sinna barna en þau eignuðust mörg börn hjónin. Helga var þá alveg hjá þeim og móðir mín Jóhanna annaðist heimilisstörfin á meðan. Þá hafði Skarphéðinn Gíslason, þúsundþjala- smiður frá Vagnstöðum, farið austur í Hálsa og skotið sel. Hann reið með hluta af selnum heim á Kálfafells- stað, því það þótti góðs viti að gefa sængurkonum selkjöt og spik. Ein- hver afgangur varð af selnum og kom hann heim til Sigfúsar og Helgu. Móðir mín segir svo frá að hún hafi lagt kjötið í mjólk og tilreitt eftir sinni bestu þekkingu. Björn Sigfússon sem þá var barn að aldri var sá eini systkinanna sem vildi fylgjast mjög grannt með elda- mennskunni og þorði móðir mín ekki að segja annað en að um hrossakjöt væri að ræða. Þegar eldamennsku lauk borðaðist vel af réttinum. Síðar varð Björn matsveinn á vertíðarbát- um frá Höfn og fórst vel úr hendi en annars leikur honum allt í hendi hvort sem um tré eða járn er að ræða. Hann hefur að mestu verið vörubílstjóri í sýslunni á umliðnum árum. Sigríður Jóhanna varð fljótt mikil hjálparhendi tannlækna og starfar nú sem deildarstjóri við tann- læknadeild Háskóla Íslands. Hún hefur því að nokkru fengið hjúkrun- arþáttinn með móðurmjólkinni ef svo má segja. Jón sem er yngstur hefur að mestu helgað sig bú- mennskunni og hefur honum farnast vel enda fengið umhyggju fyrir dýr- um í vöggugjöf frá foreldrunum. Það kann því að vera einhver sannleikur í eftirfarandi orðum: Þótt náttúran lamin sé með lurk, þá leitar hún út um síðir. Þannig varð móður minni að orði og við ljúkum í sameiningu þessum fátæklegu orðum og minningabrot- um um Helgu Björnsdóttur frá Brunnavöllum, mikilhæfa konu sem ann öllum sem áttu bágt og veikindi stríddu. Börnum hennar og niðjum óskum við velfarnaðar. Megi Guð vera með þeim í náð og reynd. Jóhanna Dagmar Björnsdóttir, Gígja og Harald. Níu ára gamall var ég sendur til sumardvalar í Suðursveit. Næstu fjögur sumur var ég á Brunnavöllum hjá þeim Helgu og Sigfúsi. Þetta var góður tími. Eftir því sem árin líða hugsa ég oft um það hversu ríkur þáttur dvölin hlýtur að hafa verið í uppeldi okkar krakkanna sem feng- um að dveljast hjá þeim. Þar kom margt til. Rafmagnið kom á öðru ári dvalar minnar og brúin yfir Skeiðará kom síðasta sumarið. Á þriðja ári komu tveir þýskir ferðalangar og þótti það tíðindum sæta. Þetta voru tímar mikilla umskipta, bæði efnahags- legra og tæknilegra. Heimamenn löguðu sig að breytingunum á hug- vitssaman hátt jafnvel þó nú sé orðið ljóst að kröfur nútímans hafi að lok- um orðið ráðandi. Suðursveit var einangruð í land- fræðilegum skilningi en öðru máli gegndi með menninguna. Þetta var heimur út af fyrir sig og á margan hátt ríkur. Mér er minnisstætt hversu umburðarlyndið var mikið. Daglegt líf var viðburðaríkt. Það var séð til þess að allir væru með og grunntónn þessa samfélag var sam- hjálp. Helga var ljósmóðir og var til þess tekið hversu vel hún gegndi því hlut- verki. Hún fylgdist með lífshlaupi þeirra barna sem hún hafði hjálpað í heiminn og var í sambandi við mörg þeirra alla tíð. Aðalstarfi hennar var þó heimilishaldið. Það var erfitt að starfrækja svona mannmargt heim- ili. Þannig er það þó ekki í minning- unni. Allt var heimagert. Hún og Lilla dóttir hennar ráku heimilið af stakri prýði. Þær voru meistarar í matseld og heimilið var rekið af festu og ráðdeild. Þrátt fyrir erilinn hafði heimilisfólkið tíma til að ala okkur upp. Við strákarnir ræddum efni Búnaðarblaðsins Freys við Sigfús eða syni þeirra Jón og Bödda en Helga gaukaði að okkur skáldsögum eftir því sem við höfðum þroska til. Lilla kenndi okkur góða siði. Helga var einstaklega kraftmikil kona. Í senn stolt en lítillát á sinn hátt. Við andlát Helgu er mér þakk- læti efst í huga. Að hafa fengið tæki- færi til að kynnast henni, bæði sem manneskju og fulltrúa þess sam- félags sem hún var hluti af. Sam- félags sem nú er æ fleirum hulið. Örn Daníel Jónsson. Drottinn, þú lætur manninn hverfa aftur til duftsins og segir: „Hverfið aftur, þér mannanna börn!“ Því að þúsund ár eru í þínum augum sem dagurinn í gær, þegar hann er liðinn, já, eins og næturvaka. Þú hrífur þá burt, sem í svefni, þá er að morgni voru sem gróandi gras. Að morgni blómgast það og grær, að kveldi fölnar það og visnar. Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast viturt hjarta. (90. Davíðssálmur.) Látin er í hárri elli heiðurskonan Helga Björnsdóttir, Brunnavöllum í Suðursveit. Hún hafði lengst af verið heilsugóð og haldið sér furðu vel, fyrir utan þær hremmingar sem slit og lúi setja óhjákvæmilega á eldri borgara. Andlegum kröftum sínum hélt hún alla tíð. En fyrir nokkrum misserum fékk hún slag, missti afl hægra megin og mátti ei framar mæla. Eftir það dvaldi hún á Skjól- garði, Höfn, uns hún leystist í frið úr lúðum líkama sínum hinn 15. ágúst. Hún fæddist á Brunnum í Suður- sveit, eitt fjögurra barna þeirra Björns Klemenssonar, þingeyskrar ættar, og Jóhönnu Jóhannsdóttur frá Borgarhöfn, en af þeim systkin- um er nú Jóhanna Dagmar ein á lífi. Föður sinn missti Helga sex ára gömul, og mátti því taka til hendinni í æsku. En Helgu var ekki fisjað saman. Hún braust af litlum efnum til mennta, lærði til ljósmóður syðra og gegndi því starfi um áratuga skeið hér í Suðursveit. Þá annaðist hún og sjúklinga af mikilli prýði. Helga var varfærin og notaleg við sængurkonur, og fannst þeim öruggt og gott að láta hana sitja yfir sér. Húsakostur á Brunnum var þröng- ur, að þeirra tíma hætti, ekki hvað síst eftir að Helga giftist Sigfúsi Jónssyni frá Snjóholti í Eiðaþinghá og börnin tóku að koma í heiminn. Því varð úr að Brunnum var skipt og nýbýlið Brunnavellir stofnað um miðja síðustu öld. Varð þá allt hæg- ara viðfangs, þótt ærinn starfi biði húsráðenda, en Sigfús var elju- og starfsmaður. Helga var afbragðskona, þar var ekki óðagotið, hún gaf sér tíma í hvaðeina sem hún tók sér fyrir hend- ur og allt hafðist þetta í rólegheit- unum. Hún var frændrækin, vinsæl og trygglynd og fylgdist vel með um- hverfi sínu, án þess að láta hávaða dagsins hafa áhrif, sívakin yfir vel- ferð síns fólks, umhyggjusöm í öllu sínu atferli. Hjá henni var löngum gott að sitja og gott að una, og ekki spilltu flatkökurnar hennar og heimalagaða kæfan heldur fyrir. Mikið vinfengi var milli Helgu og foreldra minna á Kálfafellsstað. Hún tók á móti mér í heiminn og passaði mig stundum, óvita barnið. Eitt sinn fannst ég sofandi á milli bæjanna. Ég hafði verið á leið til Helgu fóstru minnar, en mig skort úthald. En tíminn líður og tekur vor ár, og fyrr en varir er komið að kveðju- stund. Það er fallegt á Brunnavöllum undir fossinum háa og hamravirkj- unum mikilfenglegu. En þar er líka kvöldsett, og nú er hinsta kvöldið upp runnið. Þá er sælt að mega ganga til hvílu eftir langan og farsæl- an starfsdag. Megi Helga vinkona okkar hvíla mjúklega í faðmi fósturmoldarinnar í Suðursveit. Líf hennar var líf í sæmd. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Einar og Sigrún, Kálfafellsstað. HELGA BJÖRNSDÓTTIR 6 -$    /   5          . 2>32% 9 2>32%  $)<*?5      3 - -  !!" ' !  $  !  (/01'-   )01&  !!"")<7 ! #

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.