Morgunblaðið - 24.08.2002, Side 44
MINNINGAR
44 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Nú á kveðjustund veltir maður því
fyrir sér hvort hið forna máltæki eigi
sér stoð í raunveruleikanum að þeir
deyi ungir sem Guð elskar og ekki er
hægt að komast að annarri niður-
stöðu en að það séu réttmæli, að
minnsta kosti elskaðir þú Guð þinn
og tilbaðst hann og sóttir styrk í þína
einlægu trú á hann. Það er að ég held
mjög fátítt að unglingar í dag séu
það þroskaðir að þora að gangast við
frelsaranum, það gerðir þú og barst
höfuðið hátt í öllum þínum veikind-
um. Þú gerðir allt sem í þínu valdi
stóð til að styrkja og hugga þá sem í
kringum þig voru og stappa í okkur
öll stálinu.
Jafnt skyldmenni sem vandalausir
og fólk yfirleitt undraðist æðruleysi
þitt er þú sagðir: „Ég hræðist ekki
að deyja en ég hefði kosið að fá að
lifa lengur.“ Það er okkur mikill
styrkur í sorginni að vita að þú ert nú
komin til Guðs almáttugs, þess sem
þú trúðir og treystir á. Það er okkar
sannfæring að hjá honum séu þér
ætluð æðri og háleitari störf en hægt
er að leysa í jarðlífinu.
Þegar horft er um öxl yfir hið jarð-
neska líf þitt, sem ekki varð lengra
en fjórtán ár, koma mörg atvik upp í
hugann, myndir af kraftmikilli
stelpu sem var orðin altalandi átján
mánaða og sagði þá gjarnan: „Nei,
nei, Unnur gera sjálf,“ þegar við
vildum aðstoða þig við það sem þú
hugðist gera. Mynd af stúlku sem
farin var að ganga tíu mánaða og
datt aldrei. Mynd af sjö ára stelpu
sem hafði ráð undir rifi hverju og
varð í leik barna sjálfkjörinn leiðtogi
hópsins og sú stoð sem allir gátu
treyst og trúað á. Upp í hugann kem-
ur mynd af atviki sem varð er þú
varst sjö ára gömul en það var með
þeim hætti að þið systur, þú og Þor-
gerður, sem er tveimur árum yngri,
voruð heima við á Gunnlaugsgötunni
að leika ykkur. Mamma hafði
skroppið niður í búð að útrétta eitt-
hvað og þá byrjaði Þorgerður að
suða í þér að sig langaði í kók að
drekka. Þú sagðir henni að það væri
ekki til en sú stutta vildi ekki láta sér
segjast og herjaði stíft á þig um kók-
ið. Til þess að þú fengir nú frið fyrir
henni brástu á það ráð að segja henni
að ef hún setti kalt vatn í plastpoka
og gengi að minnsta kosti sex hringi í
kringum grunnskólann, sem er
næsta hús við þáverandi heimili okk-
ar, myndi vatnið verða kolsýrt og
bragðast eins og kók. Þorgerður
gerði eins og stóra systir lagði fyrir
hana en vatnið smakkaðist eins og
venjulega. Með þessu fékkstu frið til
að kíkja í bók. Þegar ég kom heim og
sá Þorgerði á röltinu með plastpok-
ann og komst að því hvað var í gangi
gat ég ekki varist brosi. Ég spurði
þig: „Unnur mín, skammast þú þín
ekki fyrir að hrekkja Þorgerði
svona?“ Þá sagðir þú: „Nei, eiginlega
ekki, ég vildi frá frið,“ en bættir svo
við: „Jú, svolítið, en ég lét hana nú
klára samt.“ Þarna er þér rétt lýst,
úrræðagóð í meira lagi. Hrekkur
sem engan sakaði nema trúgirni litlu
systur sem varð af kókinu í það
skiptið.
UNNUR HELGA
BJARNADÓTTIR
✝ Unnur HelgaBjarnadóttir,
Borgarvík 12 í
Borgarnesi, fæddist
á Akranesi 20. mars
1988. Hún lést á
barnadeild Land-
spítalans við Hring-
braut miðvikudag-
inn 14. ágúst
síðastliðinn. For-
eldrar hennar eru
Bjarni Kristinn Þor-
steinsson, f. 14.6.
1959, slökkviliðs-
stjóri í Borgar-
byggð, og Guðrún
Kristjánsdóttir, f.
17.4. 1962, framkvæmdastjóri
Heilsugæslustöðvarinnar í Borg-
arnesi. Systir Unnar er Þorgerð-
ur Erla, f. 11.7. 1990.
Útför Unnar verður gerð frá
Borgarneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Eftir að þú greindist
með krabbameinsæxlið
í höfðinu hinn 15. apríl
sl. fórstu að vinna í því
að búa okkur sem að
þér stöndum undir það
sem getur orðið, eins
og þú komst að orði. Þú
varst búin að segja til
um hvernig útför þín
ætti að fara fram. Þú
varst einstakur og
þroskaður unglingur
sem barst hag allra
annarra meir fyrir
brjósti en þinn eigin.
Það lýsir sér best í því
að það var að þínu
frumkvæði að hjúkrunarfræðingur
kom frá Landspítalanum í vor í
grunnskólann hér í Borgarnesi og
fræddi bæði kennara og bekkjar-
systkini þín og Þorgerðar um veik-
indi þín. Þú sagðir við mig: „Mér
finnst eins og fólk haldi að ég sé
smitandi.“ Hinn 22. maí sl. byrjaðir
þú í geislameðferð á Landspítalan-
um. Þá bjuggum við á tveimur stöð-
um í Reykjavík, í Ljósheimum og á
Flókagötunni. Eftir að geislameð-
ferðinni lauk fékkst þú að vera heima
í þrjár vikur en varst svo flutt hinn
25. júlí á barnadeild Landspítalans
við Hringbraut þar sem þú naust frá-
bærrar hjúkrunar og umönnunar
starfsfólks sem við munum minnast
um ókomin ár.
Meðan þú lást þar rúmföst kom
fjöldi fólks, vinir og skyldmenni, og
heimsótti okkur, þessu fólki færum
við alúðarþakkir fyrir tryggðina við
þig og okkur fjölskylduna. Sérstakar
þakkir færum við starfsfólki öllu á
barnadeildinni en ekki síst frænku
þinni, Brynju Ragnarsdóttur lækni,
fyrir allt sem hún gerði fyrir þig og
okkur, hún var okkur öllum ómet-
anleg stoð og stytta allan þann tíma
sem þú áttir í veikindum þínum.
Elsku Unnur okkar, Guð geymi
þig að eilífu.
Mamma, pabbi og
Þorgerður.
Sumri er tekið að halla og ágúst-
mánuður genginn í garð, af mörgum
talinn einn fegursti mánuður ársins,
með hlýja vinda og allt í fullum
blóma. Dag einn þá skyndilega fellur
tjaldið og sýningin á enda. Sá sem
skrifar leikrit lífs vors lætur okkur
ekki í té fullunnið handrit og þessi
sýning varð styttri en við hugðum og
endirinn óvæntur.
Hún Unnur frænka mín hefur nú
verið kölluð heim úr sýningunni
langt um aldur fram. Hví er lífið
svona óréttlátt? Hví er manneskja
sem er rétt að hefja lífið kölluð burt á
þennan hátt? Engin svör eru til sem
geta svarað því.
Nú er baráttu þinni við illvígan
sjúkdóm lokið, þú lést aldrei á neinu
bera, trúðir á guð og sýndir sannan
baráttuvilja en á endanum varðst þú
að láta undan vilja Guðs. Í vor vissu
allir að næstu mánuðir yrðu erfiðir
en allir vonuðu það besta – að tíminn
sem þú fengir að vera með okkur
yrði miklu lengri.
En þú vissir greinilega eitthvað
meira en við hin, það sést best á því
hverju þú varst búin að koma í kring
ef svona færi. Þú varst sérstök ung
stúlka sem allir sakna nú sárt.
En við sem eftir lifum trúum því
að þú sért nú í faðmi kærleikans í
nýjum störfum á nýjum stað.
Ég bið þann Guð sem gefur og
tekur að styrkja fjölskyldu, ættingja
og alla sem nú syrgja og sakna og bið
hann að blessa þeim minningu sér-
stæðrar stúlku.
Takk fyrir tímann sem með þér áttum,
tímann sem veitti birtu og frið.
Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram,
lýsa upp veg okkar fram á við
Gefi þér guð og góðar vættir
góða tíð yfir kveðjuna hér.
Þinn orðstír mun lifa um ókomna daga,
indælar minningar í hjarta okkar ber.
(p.ó.t.)
Þín frænka
Þórhildur á Brekku.
Elsku Unnur mín er nú farin. Ég
veit að aðeins þeir sem hafa gengið í
gegnum svona þrautagöngu vita
hvernig okkur, sem eftir stöndum
líður. Unnur, þú varst tekin frá okk-
ur í blóma lífsins, rétt fermd. Það er
ekki sanngjarnt. Við getum samt
huggað okkur við það að þér líður al-
veg afskaplega vel núna. Ég finn oft
fyrir því, eins og eitt kvöldið eftir að
þú varst farin þegar ég var á leiðinni
í rúmið, ég var meira að segja ekki að
hugsa til þín þegar þú birtist í huga
mér svo skælbrosandi og ánægð. Þá
vissi ég loksins að þú ert komin á
góðan stað með Unna heitnum,
Helgu gömlu, Kristjáni afa þínum og
mörgum fleirum. Við höfum alla tíð
verið eins og systkini, ég og þú, Unn-
ur mín. Við ólumst upp saman í
Borgarnesi og urðum vinir þrátt fyr-
ir að það eru sex ár á milli okkar.
Strax frá fæðingu var eins og ein-
hver tengsl mynduðust á milli okkar.
Ég man að ég fór með pabba þínum
út á Akranes til að ná í þig og
mömmu þína eftir að þú fæddist, og
mamma þín sagði við mig að ég ætti
að passa þig. Ég horfði á þig sofa alla
leiðina frá Akranesi upp í Borgar-
nes. Eftir það passaði ég þig heima,
sá til þess að allt færi vel fram.
Seinna meir passaði ég þig þegar
mamma þín og pabbi fóru í vinnuna
og svo enn seinna bæði þig og Þor-
gerði, eða Dellu systur þína, sem er
ekki síður tengd mér en þú.
Svo kom sá dagur er þú byrjaðir í
skólanum. Það voru oft fagnaðar-
fundir þegar við hittumst í frímín-
útum en í skólanum eignaðist þú
margar góðar vinkonur og í náminu
blómgaðist þú svo sannarlega.
Enn liðu dagar og barnalegt tal
varð að heimspekilegum umræðum
um allt sem snerti lífið og tilveruna,
líka ástamál og unglingaveiki…
Þrátt fyrir að ég flytti frá Borgar-
nesi til Reykjavíkur héldum við
ennþá sambandi með SMS og sím-
hringingum. Þið systur voruð var-
kárar þegar ég kom með kærustuna
heim fyrst, hana Önnu Siggu. Það
var ekki sama hver væri með
frænda. Á þessum tímum áttum við
margar samræður sem við lærðum
mikið af, þó sérstaklega ég því, al-
máttugur, hvað þú vissir mikið. Ég
man eftir því á aðfangadagskvöld
þegar þú varst tólf ára, þá fórstu að
íhuga trúna því þá leið að fermingu.
Þú varst viss um að Guð væri til í
hjarta þínu. Þess vegna ákvaðst þú
að fara í messu. Ég sótti þig og þú
komst labbandi fram í sparifötunum
og mikið hvað þú varst falleg. Ég var
stoltur af þessari litlu frænku minni
og minntist á það við hana að passa
sig nú á strákunum.
Enn liðu stundir og áramótin 2002
gengu í garð. Þú vildir fá að vera
með okkur þetta gamlárskvöld, sem
þú fékkst og áttum við góðar stundir
þrátt fyrir að þú hafir átt í þínum erf-
iðleikum þá. Þú komst í heimsókn til
okkar Önnu til Reykjavíkur. Við töl-
uðum um allt, þú ætlaðir að koma til
London og heimsækja okkur þegar
við færum þangað að læra. Þú ætl-
aðir að leika í stuttmyndinni minni
og við fórum saman í ,,menningar-
reisu“ eins og þú sagðir sjálf. Ég tók
mynd af þér í þeirri ferð og þar
varstu hamingjusöm, lífsglöð og
hraust ung kona, þrátt fyrir að böl
sjúkdómsins væri farið að hrjá þig.
Ég fer dálítið aftur núna og hugsa
út í það þegar þú varst fjögurra ára.
Þá dreymdi mig að þú hefðir dáið, og
ég sá í draumnum að þú lést með
pabba minn þér við hlið. Ég vonaði
alla daga síðan að þetta ætti aldrei
eftir að gerast. Það var svo mánudag
í apríl sem pabbi hringdi í mig. Þetta
var erfið nótt fyrir mig, ég svaf illa
og dreymdi ljóta drauma þannig að
ég var syfjaður. Pabbi sagði mér að
Unnur væri komin með æxli. Ég fór
eins fljótt og ég gat til þín á spít-
alann. Þar tókstu á móti mér og
brostir. Ég brosti á móti og sagði:
,,Þú veist að þú mátt ekki hugsa
svona mikið!“ Þá brostirðu þannig að
það sást í tennurnar. Ég kvaddi þig
og fór með Dellu okkar heim. Viku
seinna hringdir þú sjálf og sagðir að
útlitið væri ekki gott. Nú í sumar átti
ég aðra andvökunótt því mér leið svo
illa. Þá varstu orðin svo mikið veik,
elsku Unnur mín. Þarna sérðu hvað
við erum tengd. Þetta sama kvöld
voru örlögin kveðin. Ég vildi vera hjá
þér eins lengi og ég gat, og sat hjá
þér þegar þú fórst úr þessum heimi.
Þetta var allt alveg eins og í draumn-
um, pabbi sat hjá þér og ég við hlið
hans. Eins og í draumnum vorum við
Della saman og ég passa hana eins
og alltaf, ekki hafa áhyggjur af því.
Þrátt fyrir að þú sért nú komin
óralangt í burtu veit ég að þú ert enn
hjá okkur. Okkar síðustu samræður
um Guð, himnaríki og dauðann og
margt annað sem ég á með mér eru
til marks um það. Minningin um þig
verður með mér þar til við hittumst á
ný á efsta degi.
Þinn uppáhaldsfrændi,
Sigursteinn.
„Sælir eru hjartahreinir því þeir
munu guð sjá.“
Elsku Unnur. Í dag er komið að
kveðjustund, stund sem kom allt of
snemma. Þú sem barðist svo hetju-
lega við þennan illvíga sjúkdóm,
miklu lengur en við munum nokkurn
tímann fá að vita. Aldrei heyrðist þú
kvarta, heldur hafðir þú meiri
áhyggjur af þeim sem stóðu þér
næst. En það lýsir því best hvernig
manneskja þú varst. Við þökkum þér
fyrir þau ár sem við áttum með þér
og munum við alltaf minnast þín sem
yndislegrar frænku, sem við erum
ríkari fyrir að hafa þekkt.
Sum börn sem gestir koma
sólríkan dag um vor
og brosið þeirra bjarta
býr til lítil spor
í hjörtum sem hljóðlaust fela
sinn harm og djúpu sár
við sorginni er bænin svarið og silfurlituð
tár.
Það er svo erfitt að skilja
með okkar veiku vörn
og enga fró að finna
þegar fara lítil börn.
Börn Guðs sem gestir koma
gleymum aldrei því.
Í minningunni brosið bjarta
býr hjarta okkar í.
Það gull við geyma skulum
og allt sem okkur er kært,
við vitum þegar birtu bregður
börn Guðs þá sofa vært.
(Bubbi Morthens.)
Elsku Gunna, Bjarni og Þorgerð-
ur. Missir okkar allra er mikill, en
mestur er þó missir ykkar. Við biðj-
um Guð að styrkja alla þá sem syrgja
yndislega og góða stúlku sem hafði
hjarta úr gulli.
Þórður, Júlía og
Þórunn Birta.
Elsku Unnur mín, nú kveð ég þig
með miklum söknuði í hinsta sinn.
Það var svo yndislegt tækifæri að
fá að kynnnast svona fallegri og sér-
stakri stúlku eins og þú varst. Svona
hjartahlýrri og gáfaðri ungri stúlku
sem vissi alveg nákvæmlega hvað
hún vildi. Þú bættir heiminn bara
með því að vera þú. Ég man eftir því
þegar ég hitti ykkur systur fyrst,
maður var nú mældur út á alla kanta,
hvort ég væri nú í hæfi fyrir uppá-
halds frænda ykkar, þetta varð nú að
kanna.
Ég man líka tímann okkar saman í
Breiðholtinu, þegar þú fékkst að
koma í heimsókn og gista og þegar
við tókum video og Sigursteinn sofn-
aði í sófanum og við tvær rákum
hann inn í rúm, og var það aðallega
vegna þess að hroturnar í honum yf-
irgnæfðu myndina. Og við tvær klár-
uðum að horfa á hana og spjölluðum
svo saman um heima og geima langt
fram eftir nóttu. Þú varst svo gáfuð,
og þó þú værir svona ung að árum
vissir þú samt ansi margt um lífið og
tilveruna. Þú varst einnig afskaplega
trúuð og vitnaðir oft í setningar úr
Biblíunni, hana varst þú sko með á
hreinu.
Sagt er að þeir sem guðirnir elski
mest deyi ungir og þér hefur verið
ætlað eitthvað mikilvægara á æðstu
stöðum.
Það er ofboðslega erfitt að fá ekki
að hafa þig ekki lengur hjá okkur en
þér líður örugglega vel núna eftir
þessa þrautagöngu þína og það var
sama hvað þú þurftir að upplifa mik-
inn sársauka í sambandi við veikind-
in þín, þá var þér meira í mun að öll-
um öðrum liði vel í kringum þig, og
þú máttir ekkert aumt sjá.
En um leið og ég kveð þig, Unnur
mín, þá bið ég góðan guð um að
styrkja fjölskyldu þína og vini og
hugreysta á þessum erfiðu tímum,
því missirinn er mjög mikill. Elsku
Gunna, Bjarni og Þorgerður, ég
votta ykkur mína dýpstu samúð.
Vertu sæl, elsku hjartað mitt.
Þín
Anna Sigríður.
Í dag kveðjum við hana elsku
Unni okkar, þessa myndarlegu
stúlku sem átti framtíðina fyrir sér,
en fljótt skipast veður í lofti.
Unnur lést 14. ágúst eftir erfiða
píslargöngu um það bil þegar grös
fara að falla og haustið að koma.
Unnur Helga var ákaflega vel
gerð og miklum gáfum gædd. Hún
var mjög trúuð og var ekki í vafa um
hvað hún ætlaði að verða og var farin
að leggja drög að þeim starfsvett-
vangi, en enginn veit sína ævi fyrr en
öll er.
Núna getum við ekki annað en ylj-
að okkur við minninguna um hana.
Hún hafði mjög gaman af að koma
með okkur í sumarbústaðinn. Þar
gátum við skemmt okkur við spil og
annað, það var ekki alveg þrauta-
laust að kenna mér á farsímann, þá
hlógum við mikið og grínuðumst.
Hún hafði yndi af skepnum og í
vor fórum við oft saman í útreiðatúra
ásamt Þorgerði og Sigursteini. Og
ekki má gleyma honum Snúð, hund-
inum þeirra systra sem hún hélt
mikið upp á, og varð hann svo frægur
að heimsækja hana á spítalann, þar
sem henni var ekið í sjúkrarúmi nið-
ur í bílageymslu. Þar urðu mikil
fagnaðarlæti hjá báðum. Unnur bar
ekki veikindi sín á torg. Ef hún var
spurð: „Hvernig líður þér?“ var svar-
ið: „Það er allt í lagi með mig, en
hvernig hefur þú það?“
Æðruleysi og væntumþykja í garð
annarra einkenndi Unni. Hún var
mikill sólargeisli foreldra sinna og
systur Önnu Siggu og afa Steina.
Við vonum að Unnur sé búin að
hitta Unna (eldri) frænda sinn sem
fórst í bílslysi fyrir u.þ.b. 38 árum og
afa Kristján.
Elsku Unnur. Við kveðjum þig
með söknuði og eftirsjá. Megi guð
styrkja ykkur, elsku Gunna, Bjarni,
Þorgerður, Sigga, Steina og María.
Ó, guð ég veit hvað ég vil
er ég vakna með rísandi sól,
þakka sumar sælu og yl.
Nú er sólskin um byggðir og ból.
Þér sé lof, því að loftið er tært
og ég leik mér um grundir og hól
svo ég geti af lífinu lært
þín ég leita og á hjá þér skjól.
(Kristján Valur Ingólfsson.)
Steinunn og Sigurður.
Sumarið 1999 er mér minnisstætt
fyrir margt. Þetta sumar starfaði ég
í fyrsta sinn sem læknir en ég hafði
ráðið mig í afleysingar á heilsu-
gæslustöðina í Borgarnesi. Dvölin
var mjög lærdómsrík og kynntist ég
mörgu góðu fólki. Mér þótti ákaflega
vænt um að kynnast betur frænd-
fólki mínu sem þar býr og áður en
varði var ég orðin daglegur gestur
hjá Siggu og Steina Bjarna, ömmu
og afa Unnar. Fjölskyldan er stór og
samheldin og tóku Gunna og Bjarni
mér strax opnum örmum og dætur
þeirra einnig. Þorgerður, yngri syst-
ir Unnar, hljóp strax til mín og var
spennt að kynnast frænku sinni en
Unnur hélt sig meira til hlés, aðeins
feimin. Eftir stutt kynni sá ég að
þessi hægláta stúlka var skarp-
greind, hlý og þroskuð miðað við ald-
ur. Hún hafði gaman af að spjalla um
hlutina og sýndi mikla víðsýni í skoð-
unum sínum og mannúð var henni of-
arlega í huga. Þrátt fyrir ungan ald-
ur hafði hún þegar ákveðið að verða
prestur og þeir sem þekktu hana
vissu að það myndi eiga vel við hana.
Þegar Unnur veiktist kom styrkur
hennar enn betur í ljós. Hún sýndi
mikið æðruleysi þótt hún ætti auð-
vitað erfitt með að sætta sig við að fá
ekki að lifa lengur og sjá drauma
sína rætast. Hún sótti mikinn styrk í
trúna og átti margar kvöldstundir í
Borgarneskirkju á spjalli við Þor-
björn Hlyn sóknarprest. Í vor kom