Morgunblaðið - 24.08.2002, Qupperneq 56
56 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 4. Ísl. tal. Vit 418
SK Radíó X
DV
MBL
Sýnd kl. 5 og 7. Bi. 14. Vit 417
Kvikmyndir.com
1/2
Kvikmyndir.is
1/2
MBL
Sýnd kl. 6, 8, 9 og 10. Vit 422
FRUMSÝNING
Aðal skvísan í skól-
anum er komin með
samkeppni sem hún
ræður ekki við!
PiperPerabo(CoyoteUgly) fer á kostum í þessari stór-
skemmtilegu gamanmynd.
Sýnd kl. 4, 6, 8, 10 og 11. Vit nr. 426
Rómantísk gamanmynd úr raunveruleik-
anum sem fjallar um íslenskan mann,
Jón Gnarr, sem verður ástfangin af
Kíverskri stúlku. Frá sömu aðilum og
gerðu Íslenska drauminn.
ÓHT Rás 2
SV Mbl SG. DV
Kvikmyndir.is Kvikmyndir.com
Fyrir 1250 punkta
færðu bíómiða.
SK Radíó X
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.30.
Kvikmyndir.com
1/2
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 8 og 10.20. B. i. 16.
DV
SG. DV
HL. MBL
Sýnd kl. 2 og 4. Með ísl. tali. Sýnd kl. 10. B.i. 16.
Sýnd kl. 2, 4 og 6. Með ísl. tali.
Sýnd kl. 2. Með ísl. tali.
27 þúsund áhorfendur
Sýnd kl. 4, 6 og 8.
DV
Mbl
RadíóX
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
„Enginn ætti að missa af þessari,“
Kvikmyndir.is
SV Mbl
Rómantísk gamanmynd úr raunveruleikanum sem fjallar
um íslenskan mann, Jón Gnarr, sem verður ástfangin af
Kíverskri stúlku. Frá sömu aðilum og gerðu
Íslenska drauminn.
Ben affleck Morgan Freeman
Kvikmyndir.is
DV
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10. B. i. 12.
Kvikmyndir.com
1/2
Kvikmyndir.is
1/2
MBL
ÓHT Rás2
1/2
Kvikmyndir.is
1/2
SV Mbl
Sýnd kl. 6, 8 og 10.05.
Missið ekki af einni
skemmtilegustu
mynd sumarssins
Power
sýning
kl. 10.
Sjáið myndina í
frábæru nýju hljóðkerfi
Háskólabíós
COLDPLAY var eitt af nýju nöfn-
unum í rokkinu árið 2000. Loksins,
sögðu sumir, loksins bresk rokk-
hljómsveit sem slær rækilega í
gegn, rétt eins og hér áður fyrr
þegar slíkt var daglegt brauð, í þá
tíð er öll rokkvötn féllu til Stóra-
Bretlands. En þótt margir hefðu
séð að söngvarinn og aðallagahöf-
undurinn Chris Martin hefði allt til
að bera til að geta orðið stjarna
spáði enginn fyrir þeirri velgengni
sem sveitin hefur notið. Útgáfufyr-
irtæki sveitarinnar, gamli rótgróni
Bítlaútgefandinn Parlophone,
gerði sér ekki einu sinni vonir um
að frumraunin Parachutes, sem leit
dagsins ljós í júlí árið 2000, myndi
seljast í fleiri en 20 þúsund eintök-
um, enda svo sem ekki við öðru að
búast af „indí-bandi“ sem léki lág-
stemmt og á stundum alls ekkert
auðmelt tilfinningarokk. En nú
þegar 5 milljónir eintaka hafa fokið
út, „Yellow“ og „Trouble“ eru kom-
in í hóp sígildra popplaga, vel
heppnuð Íslandsferð er að baki og
Coldplay orðið eitt af stóru nöfn-
unum í rokkheiminum eru vænting-
arnar aðrar og meiri, nú þegar
langþráð önnur platan er að detta í
plötuverslanir.
Platan heitir því sérstaka nafni A
Rush of Blood to the Head, nafn
sem gefa á til kynna þá tilfinningu
sem bærðist í brjósti sveitarmanna
er þeir sömdu og tóku upp lögin ell-
efu sem rötuðu á plötuna. Þeir voru
ákafir og upprifnir, iðuðu í skinn-
inu vegna þess að þeir vissu fyrir
víst, voru sannfærðir um að þeim
hefði tekist að gera betur en síðast,
tekist hið næsta ómögulega verk að
toppa vinsæla og óvænta frumraun.
Og nú þegar – áður en platan er
formlega komin út – eru menn farn-
ir að tala í fúlustu alvöru um að
Coldplay sé líklegust allra sveita til
þess að taka við krúnunni af U2,
þegar og ef hinir drottnandi Írar þá
einhvern tímann gefa hana eftir.
Blessað Bláa lónið
Morgunblaðið náði tali af Guy
Berryman bassaleikara um það
leyti sem sveitin hafði nýlokið
strembinni 10 mánaða upp-
tökuhrinu og platan var loksins
klár, nokkru seinna en til stóð í
upphafi. Lagið „In My Place“ var
þá nýfarið að heyrast á útvarps- og
sjónvarpsstöðvum og öll teikn voru
á lofti um að velgengnin héldi
áfram og færi jafnvel vaxandi.
„Ó, ertu frá Íslandi!“ segir Berry-
man við blaðamann eftir að sá síð-
arnefndi kynnir sig kurteislega.
„Ahhh, það var svo frábært að
koma þangað, Bláa lónið var magn-
að.“
– Já, myndirnar sem náðust af
ykkur þar sýndu vel hversu góðum
gír þið voruð í.
„Voru teknar myndir? – Jú, ein-
mitt, Palli tók þær.“
– Þú átt við Palla Sveins ljós-
myndara. Þið þekkið hann eða
hvað?
„Já, reyndar er hann góður vinur
okkar. Hann er indæll náungi sem
við kynntumst þegar við vorum á Ís-
landi og hann hefur komið nokkrum
sinnum að heimsækja okkur síðan.“
– Þannig að þið fenguð mikið út
úr Íslandsferðinni?
„Já, og getum ekki beðið eftir því
að koma aftur. Veit þó ekki hvort
búið sé að leggja á ráðin um eitt-
hvert tónleikahald. Vonum það.“
Sjálfstæðir
Berryman er 23 ára gamall,
skoskur að uppruna en fluttist ung-
ur að árum til Kent. Hann kynntist
félögum sínum í Coldplay í Univers-
ity College í Lundúnum á fyrstu
vikum skólagöngunnar um miðbik
lokaáratugar síðustu aldar. Chris
Martin söngvari kom frá Devon en
hann stofnaði Coldplay ásamt gít-
arleikaranum Jonny Buckland sem
á ættir að rekja til Norður-Wales.
Berryman var þriðji til að ganga
um borð en síðastur kom tromm-
arinn Will Champion, sunnan frá
Southampton, kunni reyndar bara
á gítar en færði sig yfir á settið, svo
æstur var hann í að fá að vera með
og leggja sitt af mörkum til laganna
sem Martin og Buckland höfðu þá
þegar samið. Þeir voru ekki lengi
að taka upp fjögurra laga kynning-
arplötu sem þeir sendu út um allt,
fengu inni á nokkrum litlum tónlist-
arhátíðum fyrir vikið, og frammi-
staðan vakti áhuga litla útgáfufyr-
irtækisins Fierce Panda, sem m.a.
hafði Bellatrix á sínum snærum.
Áður en stóra platan kom út hafði
sveitin þó fært sig yfir til risaútgáf-
unnar Parlophone, en þrátt fyrir að
vera á mála hjá slíku bákni hefur
sveitin haldið fullu sjálfstæði og
ræður sínum málum í einu og öllu
og reynir að láta sig flest mál varða
er snúa að sköpunarhliðinni, upp-
tökustjórn, kápuhönnun, mynd-
bandagerð, tónleikaplönum og þar
fram eftir götunum. En þeim hlýtur
að líða talsvert öðruvísi nú fyrir út-
komu nýrrar plötu en áður en
fyrsta platan kom út.
„Já, vissulega. Fyrsta platan var
fyrsta platan og því ekki hægt að
Meðan járnið
er heitt
A Rush of Blood to the Head heitir lang-
þráð önnur plata Íslandsvinanna í
Coldplay sem kemur út á mánudaginn.
Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við
Skotann Guy Berryman, bassaleikara
sveitarinnar, fyrr í sumar, um það leyti
sem gerð plötunnar lauk.
Ljósmynd/Ellis Parrinder
Martin & Buckland.
Nýja plata Coldplay heitir A Rush of Blood to the Head og kemur út á mánudag