Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 1
199. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 27. ÁGÚST 2002 THABO Mbeki, forseti Suður-Afr- íku, setti í gær ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun en ráðstefnan er haldin í Jóhannesar- borg. Fór Mbeki fram á það í setn- ingarræðu sinni að menn fylktu liði um að bregðast við vaxandi umhverf- isvandamálum og útrýma fátækt í heiminum. „Alþjóðasamfélag, sem byggist á fátækt margra en velmeg- un fárra, og sem einkennist af eyjum auðlegðar í hafi fátæktar, er ekki sjálfbært,“ sagði Mbeki m.a. Á ráðstefnunni í Jóhannesarborg á að fjalla um leiðir til að draga úr fá- tækt, tryggja heilbrigðisþjónustu og hreint drykkjarvatn, auk þess sem rætt verður um það hvernig nýta megi sjálfbærar orkulindir og vernda umhverfið. Um er að ræða umfangsmestu ráðstefnu sinnar teg- undar, sem SÞ hafa haldið, en hana sækja 5.700 fulltrúar. Mbeki sagði meirihluta jarðarbúa lifa í skugga fátæktar, vanþróunar, misréttis og vaxandi umhverfis- vanda. Í fyrsta skipti í sögunni væru hins vegar fyrir hendi mannauður, þekking og fjármagn til að gera á þessu bragarbót. Vilja skýra ályktun Talið er að einn milljarður manna í heiminum hafi ekki aðgang að hreinu vatni og um tveir milljarðar búi við óviðunandi hreinlætisaðstöðu. Á ráð- stefnunni á að leggja drög að áætl- unum um að lækka þessar tölur um helming. Margir óttast að erfitt verði að fá ríki heims til að skuldbinda sig svo ná megi settum markmiðum. Bæði Mbeki og Nitin Desai, fram- kvæmdastjóri ráðstefnunnar, lögðu hins vegar í gær áherslu á að í loka- skjali ráðstefnunnar yrðu sett fram ákveðin markmið og tímaáætlanir. „Eyjar auð- legðar í hafi fátæktar“ Forseti Suður-Afríku setur ráð- stefnu SÞ um sjálfbæra þróun Jóhannesarborg. AFP. Reuters Thabo Mbeki, forseti Suður-Afríku, faðmar að sér ungan dreng eftir að hafa sett ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna um sjálfbæra þróun í Jóhannesarborg. Stendur hún í 10 daga eða fram til 4. september. Mikilvægasta/19 BANDARÍSK stjórnvöld hafa var- að Evrópuríki við því að hlutverk Bandaríkjanna í Atlantshafsbanda- laginu (NATO) kunni að breytast ef Evrópusambandið (ESB) hafnar samningum um, að Alþjóðaglæpa- dómstóllinn (ICC) hafi ekki lögsögu yfir Bandaríkjamönnum. The New York Times greindi frá þessu í gær. Utanríkisráðherrar ESB-ríkj- anna munu hittast í Kaupmanna- höfn í lok vikunnar til að ræða þetta mál, en Evrópuríkin hafa ver- ið mjög einhuga í stuðningi sínum við Alþjóðaglæpadómstólinn. Bandaríkjastjórn segir hins vegar hættu vera á, að dómstólnum verði beitt gegn bandarískum hermönn- um af stjórnmálalegum ástæðum einum saman. Tilmælin sögð afskipti af innanríkismálum Í bréfi, sem Colin Powell, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi evrópskum ríkisstjórnum 16. þ.m., hvetur hann þær til að hundsa til- mæli ESB um að þær bíði og sam- ræmi afstöðu sína til óska Banda- ríkjastjórnar. Sagði hann, að til- mælin væru afskipti af innanríkis- málum þeirra. Philip Reeker, talsmaður Pow- ells, lét svipuð orð falla í gær, en neitaði því, að málið hefði einhver áhrif á stöðu Bandaríkjanna innan NATO. „Það getur hins vegar breytt ýmsu um önnur samskipti okkar við einstök ríki en ekki við ríkin í heild,“ sagði hann. Pierre-Richard Prosper, sendi- herra Bandaríkjanna í málum er varða stríðsglæpi, sagði í viðtali við danska fjölmiðla í síðustu viku, að yrði málaleitan Bandaríkjastjórnar hafnað, væri „ekki lengur um að ræða óbreytt ástand milli Banda- ríkjanna og NATO“ og þá yrði að ræða það sérstaklega. Ný aðildarríki beitt þrýstingi? Sagði hann, að segðu ríkin, sem vilja gerast aðilar að NATO, nei við friðhelgi bandarískra hermanna, yrði að ræða það innan bandalags- ins. Reeker, talsmaður NATO, neit- aði því þó í gær, að stuðningur Bandaríkjastjórnar við umsókn um aðild væri tengdur samningum um friðhelgi. Per Stig Møller, utanríkisráð- herra Dana, sem nú eru í forsæti innan ESB, sagði í gær, að ágrein- ingur væri ekki farinn að hafa áhrif á samskipti Bandaríkjanna og ESB-ríkjanna. Deila Bandaríkjanna og ESB um Alþjóðaglæpadómstólinn harðnar Bandaríkjamenn ýja að breyttu hlutverki í NATO Washington, Tallin. AFP. RÍKISSTJÓRN dönsku borg- araflokkanna hefur ákveðið að bjóða 1.300 Afgönum, sem beð- ið hafa um landvist í Dan- mörku, peninga fyrir að snúa aftur til síns heima. Samkvæmt tilboðinu, sem stendur fram til 1. nóvember, getur hver fullorðinn maður eða kona fengið um 200.000 ísl. kr. fyrir að snúa heim og hvert barn tæpar 70.000 kr. Að auki verður flutningurinn greiddur. Bertel Haarder, sem fer með málefni innflytjenda í dönsku stjórninni, sagði, að tilboðið gilti aðeins fyrir Afganana en ekki þá aðra sem hefði verið neitað um landvist. Hefur Danska flóttamannastofnunin lýst yfir stuðningi við það. Afganarnir neita að fara frá Danmörk þótt þeim hafi verið neitað um landvist en nú fá þeir aðeins mat ofan í sig og það, sem þarf til lágmarksþrifnaðar, en ekki vasapeninga að auki eins og áður tíðkaðist. Danmörk Flóttafólki greitt fyrir að fara Kaupmannahöfn. AFP. SPÆNSKA þingið samþykkti í gær með miklum meirihluta þingsálykt- unartillögu þar sem ríkisstjórn landsins er hvött til þess að höfða mál á hendur Batasuna, róttækum stjórnmálaflokki Baska, í því skyni að fá hann bannaðan Ályktun þingsins kemur í kjölfar dómsúrskurðar fyrr um daginn þar sem rannsóknardómarinn Baltasar Garzon lagði þriggja ára bann við starfsemi Batasuna á meðan ætluð tengsl flokksins við hryðjuverka- samtökin Aðskilnaðarhreyfingu Baska (ETA) eru rannsökuð. Í úr- skurði Garzons, sem tekur þegar gildi, er Batasuna sagður hluti af hryðjuverkasam- tökunum, sem talin eru bera ábyrgð á dauða um 800 manns undanfarna þrjá áratugi. ETA berst fyrir sjálf- stæðu Baskalandi en Batasuna hef- ur alltaf neitað tengslum við samtök- in en jafnframt neitað að fordæma hryðjuverk þeirra. Samkvæmt dómsúrskurðinum mega kjörnir fulltrúar Batasuna á héraðsþingi og í sveitarstjórnum Baskalands halda störfum sínum áfram fram að næstu kosningum. Segja bannið mistök Í tilkynningu sem Batasuna sendi frá sér í kjölfar úrskurðar Garzons eru stuðningsmenn flokksins hvattir til að safnast saman í skrifstofum hans til þess að koma í veg fyrir að þeim verði lokað. Talsmenn annarra baskneskra flokka hafa gagnrýnt aðgerðir stjórnarinnar og segja hana pólitísk mistök. Baskaflokkur bannaður Madríd. AP, AFP. Jose Maria Aznar, for- sætisráðherra Spánar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.