Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 41
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2002 41
Nú færðu 20% afslátt
af skólaosti í sérmerktum
kílóastykkjum í næstu verslun.
STÓRMEISTARINN Hannes
Hlífar Stefánsson hefur sýnt mikla
yfirburði í landsliðsflokki á Skák-
þingi Íslands og hefur sigrað í sex
fyrstu skákunum. Helgi Áss Grét-
arsson er eini keppandinn sem á
möguleika á að ná Hannesi, en bilið
á milli þeirra er 1½ vinningur. Úr-
slit sjöttu umferðar urðu þessi:
Páll Þórarinss. – Helgi Á. Grét-
arss. 0–1
Bragi Þorfinnss. – Stefán Krist-
jánss. 0–1
Þorsteinn Þorsteinss. – Sigur-
björn Björnss. 0–1
Hannes H. Stefánss. – Björn Þor-
finnss. 1–0
Arnar Gunnarss. – Jón G. Við-
arss. ½–½
Sævar Bjarnas. – Jón V. Gunn-
arss. 0–1
Teflt er daglega í hátíðarsal
Íþróttahúss Gróttu á Seltjarnarnesi
og eru áhorfendur velkomnir á
keppnisstað á meðan húsrúm leyfir.
Umferðir á virkum dögum hefjast
klukkan 17, en kl. 13 um helgar.
Beinar útsendingar verða frá öllum
skákunum á ICC og á heimasíðu
mótsins, www.chess.is/sthi2002.
Eftirfarandi skák var tefld í
fyrstu umferð mótsins
Hvítt: Jón Garðar Viðarsson
Svart: Jón Viktor Gunnarsson
Frönsk vörn
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5
Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3 Rc6 7. Be3 cxd4
8. Rxd4 Bc5 9. Dd2 0–0 10. 0–0–0
Rxd4 11. Bxd4 a6 12. Kb1 b5 13.
De3 Dc7 14. Bd3 Bb7
Önnur þekkt áætlun í stöðunni er
að fara í drottningakaup með 14...
Bxd4 15. Dxd4 Dc5 o.s.frv.
15. Hhe1 --
Nýr leikur. Þekkt er 15. Dh3 g6
16. Re2 b4 17. De3 Hfc8 18. h4 Bf8
19. h5 Bg7 20. hxg6 fxg6 21. Hxh7
Rf8 22. Hdh1 a5 23. g4 He8 24. Rg1
Ba6 25. Rf3 Dd7 26. Bc5 Hec8 27.
Bxf8 Kxf8 28. Bxg6 a4 29. f5 og
svartur gafst upp (V. Gurevich–
Clery, Le Touquet 2001).
15... b4
Ef svartur reynir að ráðast að
hvíta miðborðinu með 15... f6 situr
hann uppi með bakstætt og veikt
peð á e6, eftir 16. exf6 Hxf6 17. g3
o.s.frv.
16. Re2 Bxd4
Eftir 16... Hae8 17. g4 f6 18. exf6
Hxf6 (18... gxf6 19. Dh3 Hf7 20. g5
Bxd4 21. Rxd4 Rf8 22. Rxe6) 19. g5
Hff8 20. Dh3 g6 21. Bxg6 nær hvít-
ur vinningsstöðu.
Ef svartur leikur 16... f6 fær hann
óvirka og mjög erfiða stöðu, eftir 17.
exf6 Hxf6 18. Dh3 Hh6 19. Dg4
Bxd4 20. Rxd4 Rf8 o.s.frv.
17. Rxd4 Rc5 18. f5 –
18... Re4
Eða 18... Rxd3 19. Hxd3 exf5 20.
Rxf5 f6?! 21. exf6 Hxf6 22. Hxd5
Df7 23. Re7+ Kh8 24. Hd2 Hf8 25.
Hde2 o.s.frv.
19. Bxe4 dxe4 20. Dg3 Hfe8 21.
f6 g6 22. Df4 Dc5
Svartur verður að geta svarað 23.
Dh6 með 23. – Df8. Ekki gengur 22.
– Kh8, vegna 23. Dh6 Hg8 24. He3,
ásamt 25. Hh3 o.s.frv.
23. Rb3! Df8 24. Hd6 Hac8
Svartur getur ekki tekið á móti á
d-línunni með 24... Hed8, t.d. 25.
Rc5 Hxd6 26. exd6 Bc6 27. d7 Dd8
(27... Dxc5 28. Dc7 h6 29. Hd1 Db5
30. d8D+ Hxd8 31. Hxd8+ Be8 32.
a4 bxa3 33. Hb8 Df1+ 34. Ka2) 28.
Dd6 Bd5 29. De7 a5 30. Hxe4 Bxe4
31. Rxe6 Db8 32. d8H+ Dxd8 33.
Rxd8 og hvítur vinnur.
25. De3 Kh8 26. Rc5 Bd5
Eftir 26... Bc6 27. Rxa6 Hed8 28.
Hed1 Bd5 29. Hxd8 Hxd8 30. Hd4
fellur peðið á b4 og hvítur vinnur
auðveldlega.
27. Rd7! –
Þar með er svarta drottningin
dæmd úr leik og um leið verður
svarta staðan óverjandi.
27. – Dg8 28. Rb6 Hcd8 29. Rxd5
exd5 30. Dd4 –
30... He6
Eða 30... Hxd6 31. exd6 He6 32.
Dxd5 Df8 33. d7 Hd6 34. Dc5 Kg8
35. Dxb4 Hxd7 36. Dxe4 og hvítur á
vinningsstöðu.
31. Dxd5 Hdxd6 32. exd6 Dd8 33.
d7 h5
Eftir 33... Hxf6 34. Dc5 Hb6 (34...
Kg7 35. Dc8) 35. De5+ Kg8 36.
De8+ vinnur hvítur létt.
34. Dc5 og svartur gafst upp.
Lokin hefðu getað orðið 34... Hb6
35. De7 Hb8 36. Hxe4 Db6 37.
De8+ Kh7 38. Dxf7+ Kh6 39.
Dg7+ Kg5 40. De7 Kh6 41. h4 Hg8
42. f7 Dg1+ 43. He1 o.s.frv.
Hannes Hlífar
á sigurbraut
SKÁK
Seltjarnarnes
SKÁKÞING ÍSLANDS 2002, LANDSLIÐS-
FLOKKUR
20.–30. ágúst 2002
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
Keppa í
Þýskalandi
ELÍSABET Sif Haraldsdóttir og
Robin Sewell, Dansfélaginu Hvönn í
Kópavogi, munu keppa í suður-am-
erískum dönsum í alþjóðadans-
keppninni German Open 2002 í
Þýskalandi í dag og á morgun. Mót
þetta er eitt það sterkasta sem haldið
er í dansheiminum í dag og má geta
þess að 550 danspör frá 40 löndum
eru skráð til keppni. Elísabet kemur
til landsins 29. ágúst nk. og verður til
8. september hjá dansfélaginu við
dansæfingar, en vetrarstarfið byrjar
um miðjan septembermánuð.
Meistara-
fyrirlestur í
jarðefnafræði
MIÐVIKUDAGINN 28. ágúst mun
Cyrus Karingithi efnafræðingur
halda fyrirlestur í stofu 158 í VR II,
húsi verkfræði- og raunvísindadeilda
Háskóla Íslands.
Fyrirlesturinn hefst kl. 17:00 og er
öllum opinn. Hann ber heitið „Túlk-
un á þeim ferlum sem stjórna styrk
gastegunda í jarðhitakerfinu í Olk-
aria í Kenýa“ og fjallar um rann-
sóknarverkefni Cyrusar til meist-
araprófs í jarðefnafræði við
raunvísindadeild Háskóla Íslands.
Rannsóknunum eru gerð ítarleg skil
í grein sem send verður til birtingar í
ritrýndu erlendu tímariti. Rann-
sóknarverkefnið er á sviði jarðefna-
fræði og varðar reikninga á leysni
ummyndunarsteinda í vatni og mat á
því hvort efnajafnvægi ríkir í jarð-
hitakerfinu milli ummyndunar-
steinda og hinna hvarfgjörnu gas-
tegunda kolsýru, brennisteinsvetnis
og vetnis. Vinna Cyrusar við rann-
sóknarverkefnið hefur leitt í ljós ým-
islegt sem eykur skilning á þeim
ferlum sem ráða styrk gastegunda í
háhitasvæðum. Umsjónarmaður
með verkefni Cyrusar var Stefán
Arnórsson, prófessor við jarð- og
landfræðiskor Háskólans.
Stuðningshópur
um eggjastokka-
krabbamein
STUÐNINGSHÓPUR kvenna sem
fengið hafa krabbamein í eggjastokka
heldur rabbfund í húsi Krabbameins-
félagsins í Skógarhlíð 8 í Reykjavík
miðvikudaginn 28. ágúst. Fundurinn
hefst kl. 17. Kaffiveitingar.
„PLANET City, Planet Esja og
FIA-einkaþjálfaraskólinn halda
áfram starfsemi sinni með óbreytt-
um hætti. Vetrardagskráin hefst 2.
september með nýrri stundaskrá og
fjölbreyttum tímum,“ segir í frétta-
tilkynningu frá Planet Pulse-
líkamsræktarstöðvunum.
„Markmið stöðvanna er að halda
uppi þeirri þjónustu sem verið
hefur og bæta hana á marga vegu.
Nýir þjálfarar hafa verið ráðnir,
einnig nudd- og snyrtifræðingar.
Vegna mikillar aðsóknar hefur
reynst erfitt að fá tíma í SPA-
deildinni, en með nýju fólki verður
auðveldara að bóka tíma í þá með-
ferð sem hæfir hverjum og einum.
Stjórn Planet Pulse harmar mjög
hafi meðlimir fundið fyrir erf-
iðleikum í rekstrinum en hvetur
fólk jafnframt til þess að halda
áfram að meta heilsurækt þar sem
fagmennska, hreinlæti og skyn-
samlegur árangur eru höfð að leið-
arljósi.
Planet-stöðvarnar eru reknar af
þeirri lífssýn að heilsurækt sé
mannrækt og í þeirri vitneskju að
maðurinn samanstandi af fleiru en
ytra útliti. Upplifun, hlýja og þekk-
ing er það sem við viljum veita við-
skiptavinum okkar umfram allt,“
segir þar ennfremur.
Morgunblaðið/Sverrir
Planet City í Austurstræti 8.
Óbreytt starfsemi hjá
Planet-stöðvunum
Moggabúðin
Músarmotta, aðeins 450 kr.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Japanskir
þingmenn í
heimsókn
ÁTTA japanskir þingmenn úr vin-
áttufélagi Japans og Íslands á jap-
anska þjóðþinginu komu til Íslands á
sunnudag í boði utanríkisráðuneyt-
isins ásamt aðstoðarmönnum. Þing-
mennirnir munu kynna sér íslenskt
efnahags- og atvinnulíf og samskipti
við Japan á þeim sviðum, auk þess
sem stjórnmálasamskipti ríkjanna
verða treyst.
Þingmennirnir munu meðal ann-
ars heimsækja Alþingi í boði Hall-
dórs Blöndal, forseta Alþingis, eiga
fund með Halldóri Ásgrímssyni
utanríkisráðherra og þiggja kvöld-
verðarboð Davíðs Oddssonar for-
sætisráðherra.
Þingmennirnir munu enn fremur
kynna sér starfsemi Íslenskrar
erfðagreiningar, Flugleiða, Granda
og heimsækja eldisstöðina Sæbýli í
Vogum þar sem fram fer eldi á sæ-
sniglum. Þeir munu einnig heim-
sækja Bláa lónið og fara í skoðunar-
ferð um Suðurland. Japönsku
þingmennirnir halda af landi brott
næstkomandi fimmtudag, 29. ágúst.
Sumarferð
Félags nýrna-
sjúkra
SUNNUDAGINN 8. september
verður farin hin árlega sumarferð
Félags nýrnasjúkra.
Ekið verður í Borgarnes og Reyk-
holt, með leiðsögn um hluta leiðar-
innar. Leiðsögumaður verður Snorri
Þorsteinsson.
Lagt verður af stað við Vestur-
landsveg kl. 12. Ekið sem leið liggur í
Borgarnes. Skoðað verður Borgar-
nes og nágrenni og boðið í kaffi á
Dvalarheimili aldraðra. Þaðan verð-
ur svo ekið að Reykholti og stað-
hættir skoðaðir. Kvöldverður verður
snæddur í Reykholti klukkan 18 og
áætlaður tími heimkomu verður um
kl. 20.30.
Hægt er að skrá sig á netfanginu
nyra@vortex.is. Síðasti innritunar-
dagur á Netinu er 1. september.
Gjald er 2.000 kr. fyrir manninn.