Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁRLEG kafbátavarnaræfing Varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli, Kefla- vik Tactical Exchange (KEF- TACEX), sem haldin er vestur af landinu, hófst í gær. Níu þjóðir taka þátt í æfingunni en um er að ræða umfangsmestu æfingu af þessu tagi sem fram hefur farið á N-Atlantshafi og stendur til 9. september nk. Auk flugvéla Varnarliðsins og sex annarra ríkja Atlantshafsbandalagsins eru fjögur bandarísk og eitt danskt her- skip komin hingað til lands, auk norsks kafbáts, sem öll gegna hlut- verki í æfingunni. Kafbátavarnaræfingunni er ætlað að miða að samræmingu aðgerða bandalagsþjóðanna á þessu tiltekna sviði og munu um 1.500 manns æfa sig við leit og varnir gegn dísilknún- um kafbátum auk þess sem prófaðar verða nýjar baráttuaðferðir. Æfing- unni er stýrt frá aðalstöðvum Varn- arliðsins og verða kafbátaleitar- flugvélarnar gerðar út frá Kefla- víkurflugvelli á meðan á henni stendur. Fimmtán slíkar flugvélar, af gerð- unum, P-3C Orion, Nimrod, Aurora og Atlantique eru komnar hingað frá Bandaríkjunum, Hollandi Bretlandi, Þýskalandi, Kanada, Frakklandi og Ítalíu. Þá eru hingað komnir banda- rísku tundurspillarnir USS Porter og USS Arleigh Burke, danska freigát- an Vædderen og bandarísk freigáta, USS Carr, ásamt norska kafbátnum Utsira og bandaríska hljóðsjárskip- inu USNS Loyal. Að auki taka F-15 orrustuflugvélar Varnarliðsis þátt í æfingunni ásamt HH-60G Pave- Hawk björgunarþyrlum. Auk Bandaríkjanna eru hingað komnir fulltrúar frá herjum í Kanada og Danmörku, Frakklandi, Þýska- landi, Ítalíu, Hollandi, Noregi og Bretlandi, til að taka þátt í æfingunni sem ekki er síður ætlað að bæta sam- skipti og samstarf milli aðildarríkja NATO. Að sögn John J. Waickwicz, flota- foringja og yfimanns Varnarliðsins á Kefavíkurflugvelli, er tilgangur æf- ingarinnar fyrst og fremst að auka viðbragðsflýti þátttakenda á sviði kafbátavarna svo að þeir séu vel þjálfaðir og reiðubúnir að takast á hendur þau verkefni sem þeirra bíða hverju sinni. Æfingarnar, sem haldnar verða á dreifðu svæði fyrir vestan Ísland, miðast sem fyrr segir að því að æfa leit og varnir gegn dísilknúnum kaf- bátum auk þess sem æfðar verða þyrlulendingar á skipum og árásir og varnir gegn flugvélaárásum á skip. Æfingarnar erfiðari eftir því sem á líður Steve Mavica, upplýsingafulltrúi hjá Varnarliðinu, bendir á að KEFTACEX, sem er vinnuheiti æf- ingarinnar, byggist á sk. CASEX- kerfi þar sem hver viðburður eða þáttur sem æfður sé hafi upphaf og endi sem séu fyrirfram ákveðin. Æf- ingarnar eru þannig hannaðar að þær verða erfiðari eftir því sem á líð- ur, að hans sögn. Fjórar eftirlitsvélar bandaríska flotans af gerðinni P-3C Orion og eins sams konar vél frá hollenska flotan- um eru að jafnaði hér á landi, stað- settar á Keflavíkurflugvelli. Vélarnar eru sérhæfðar til kafbátaleitar og að sögn Leo Derosieres, yfirmanns flotaaðgerða Varnarliðsins, koma að auki sambærilegar vélar frá öðrum NATO-ríkjum reglulega hingað til lands til æfinga. Á Keflavíkurflugvell er starfrækt sérstök miðstöð á sviði varnamála (Tactical Support Center) sem er ein sinna tegundar í herafla Bandaríkjanna við Atlantshaf en hún miðlar upplýsingum til leitarvélanna og gefur fyrirmæli um hvar best sé að leita að kafbátum, skipum o.fl. hverju sinni. Eftirlit með skipaferðum ofansjáv- ar er tiltölulega auðvelt úr lofti, bæði með ratsjám og myndavélum, m.a. þar til gerðum hitamyndavélum. Við leit á kafbátum neðansjávar bætist hins vegar við að hlusta verður eftir lágtíðnihljóðum frá vél- og skrúfu- búnaði sem berast um langan veg í hafinu. Að sögn Derosierses er notast við hljóðbaujur við leitina sem varpað er úr flugvélunum og gera mönnum kleift að fylgjast með ferðum kafbáta af mikilli nákvæmni. Þá er hljóðnema einnig dýft í sjóinn úr þyrlum til að hlusta eftir hljóðum og einnig gefa raðir hljóðnema á hafsbotni grófa mynd af umferð skipa á stóru svæði. Derosieres bendir á að mikil þjálfun liggi að baki góðum leitarmanni og að þjálfun kafbátaleitarflugmanns taki venjulega þrjú ár. Að hans sögn veldur lega landsins því að yfir helmingur af allri upp- lýsingaöflun um rússnesk skip og kafbáta er stýrt héðan. Á kalda- stríðsárunum var algengt að Varnar- liðið fylgdist með sovéskum kafbát- um á siglingu í Norður-Atlantshafi og enn í dag er upplýsingum safnað um rússneska kafbáta og ferðir þeirra. Á kaldastríðsárunum miðuðust varnir gegn kafbátum við að mæta stórum kjarnorkuknúnum kafbátum Sovétmanna sem báru kjarnorku- vopn. Kjarnorkuknúnir kafbátar eru hins vegar stór og dýr skip og ekki á færi annarra en stórþjóða að koma sér upp slíkum flota. Við lok kalda stríðsins hefur notkun smærri dísil- knúinna kafbáta aukist, sem eru ódýrari og fleiri þjóðir hafa ráð á að kaupa. Fleiri ríki koma sér upp kafbátum Derosieres bendir á í ljósi minni fjárframlaga til hermála og minni umsvifa bandaríska hersins verði bandalagsþjóðir NATO að treysta á nánari samstarf sín á milli. Hann minnir ennfremur á að Rússar séu í dag í nánu bandalagi með Banda- ríkjamönnum og því hafi herinn í auknum mæli beint sjónum sínum að öðrum hugsanlegum hættusvæðum auk þess sem meiri áhersla sé lögð á að afla upplýsinga og þjálfa mann- skap við leit og varnir sem beinast að dísilkafbátum í stað kjarnorkuknú- inna. Sem dæmi hafa díslikafbátar tekið miklum framförum á undanförnum árum og þurfa sjaldnar að koma úr kafi. Slíkir bátar geta dulist á grunnu vatni í innhöfum og með ströndum fram og kafbátaleit hefur á undan- förnum árum tekið mið af breyttum áherslum Spurður um hernaðarlegt mikil- vægi kafbáta og nauðsyn á góðum kafbátavörnum og eftirliti segir Derosieres að fleiri ríki séu að koma sér upp kafbátum, þ.á m. Íran, Pak- istan, Indland og Kína, eins og dæm- in sýni. Steve Mavica, upplýsinga- fulltrúi hjá Varnarliðinu, bætir við að nýverið hafi komið fram að Íranar hafi keypt fjóra kafbáta frá Rússum. Dersosieres segir hernaðarlegt mikilvægi kafbáta enn mikið og að skýrasta dæmið komi frá Rússlandi. Hann bendir á að á sama tíma og ver- ið sé að draga úr útgjöldum til her- mála og hergagnakaupa megi með hlutfallslega litlum kostnaði gera til- tölulega fjölhæfa hluti með kafbáti. „Ef þú lítur yfir söguna sérðu að Þjóðverjar í seinni heimsstyrjöldinni höfðu tiltölulega mikil áhrif á skipa- kostinn. Kafbáturinn býr yfir miklum möguleikum. Það er erfitt að finna hann en á sama tíma má nota hann í hernaðarlegum tilgangi.“ Derosierses segir að með breyttri heimsmynd hafi bandaríski sjóherinn ennfremur breytt baráttuaðferðum sínum og færst nær landi. „Við viljum vera nærri Afganistan og hafa þar flugmóðurskip tiltæk og geta sent orrustuþotur á staðinn.“ Hann bendir á að væru kafbátar ná- lægir væri það næg ástæða til að hafa áhyggjur. Sú hætta sé hins vegar ekki fyrir hendi þar en það þýði ekki að ekki þurfi að hafa vel þjálfaðan mannskap sem kann að bregðast við hættunni. Um 1.500 manns taka þátt í umfangsmestu kafbátavarnaræfingu í N-Atlantshafi til þessa Meiri áhersla á leit og varn- ir gegn dísil- kafbátum Næstu tvær vikur munu 15 leitarflugvélar, fimm herskip, orrustuþotur Varnarliðsins og björgunarþyrlur æfa leit og varnir gegn norskum dísilkafbáti fyrir vestan land. Á blaðamannafundi sem Varnarliðið hélt í gær kom fram að mikil sérhæfing liggur að baki góðum kafbátavörnum. Morgunblaðið/Þorkell Herskipin sem taka þátt í æfingunni höfðu viðlegu í ytri Reykjavíkurhöfn í gær. Morgunblaðið/RAX Leo Derosieres, yfirmaður flotaaðgerða Varnarliðsins, skýrði frá æf- ingunni á blaðamannafundi sem haldinn var á Keflavíkurflugvelli í gær. Morgunblaðið/RAX Þátttakendur í varnar- og leitaræfingunni höfðu í mörgu að snúast í tengslum við undirbúning í einu flugskýla Varnarliðsins. Í baksýn er ein af P-3C Orion-leitarvélum Bandaríkjahers. Morgunblaðið/RAX Að mörgu þarf að huga áður en vélunum er flogið á loft. Hér er dyttað að hreyfli ítalskrar leit- arvélar af gerðinni Atlantique.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.