Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 15
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Kristinn Jóhannsson tekur við blómum og heiðursskjali fyrir vel unnin
störf í þágu verkalýðsfélagsins úr hendi Kristínar Kristjánsdóttur.
KRISTINN Jóhannsson á Þórshöfn
var fyrir skömmu kjörinn heið-
ursfélagi í Verkalýðsfélagi Þórs-
hafnar fyrir störf sín í félaginu en
hann var formaður í ellefu ár, allt til
ársins 1990. Kristinn hefur því sinnt
formennsku lengst allra formanna
félagsins og skrifstofa félagsins var
lengi á heimili hans. Kristín Krist-
jánsdóttir, starfsmaður verkalýðs-
félagsins, afhenti honum heiðurs-
skjal ásamt blómvendi og þakkaði
honum fórnfúst starf í þágu félags-
ins í gegnum tíðina.
Verkalýðsleiðtogi heiðraður
Þórshöfn
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2002 15
HALLGRÍMUR Magnússon,
heilsugæslulæknir í Grundarfirði,
hefur verið ráðinn til þess að
stjórna einu stærsta öldrunar- og
geðþjónustusjúkrahúsi Oslóborgar
í Ullevål. Tekur hann við starfi þar
hinn 1. september nk. Hallgrímur
hefur verið heilsugæslulæknir í
Grundarfirði sl. 13 ár. Ekki hefur
verið ráðið í stöðu Hallgríms
ennþá en auglýst hefur verið eftir
heilsugæslulækni og jafnframt
framkvæmdastjóra fyrir heilsu-
gæslustöðina í 50% starf. Heilsu-
gæslustöðin í Grundarfirði er H1-
stöð sem þýðir að þar er einugis
einn læknir á vakt allan sólar-
hringinn og gerir það starfið ekki
eftirsóknarvert. Eitt af síðustu
verkum Hallgríms í starfi heilsu-
gæslulæknis var að taka á móti
fullkomnum hjartalínurita sem
gefinn er af flutningafyrirtækinu
Ragnari og Ásgeiri í Grundarfirði.
Rósa Sveinsdóttir, eiginkona
Ragnars, afhenti tækið í kveðju-
samsæti á veitingahúsinu Krák-
unni sem stjórn heilsugæslunnar
stóð fyrir á dögunum. Þar voru
Hallgrími þökkuð vel unnin störf á
sviði heilbrigðismála í Grundarfirði
og honum færðar ýmsar gjafir.
Undanfarin ár hefur Hallgrímur
starfað í sumarfríi sínu á geð-
sjúkrahúsinu í Osló og varð ein-
hverjum að orði í veislunni að þess
mætti þá vonandi vænta að hann
kæmi í sumarafleysingar á sinn
gamla vinnustað í Grundarfirði.
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Hallgrímur Magnússon og Rósa Sveinsdóttir með nýja tækið milli sín.
Heilsugæslulækn-
irinn fer til Noregs
Grundarfjörður
„ÞEGAR ég var ungur gat ég
hlaupið klukkutímum saman við
smalamennsku og gengið á fjöll,“
sagði Ragnar Kristjánsson sem nú
ætti miðað við aldur að vera hættur
allri vinnu og farinn að hvíla sig en
hann á fá ár í áttrætt. Hann lætur
sig þó ekki muna um að hjálpa
tengdasyninum Má Ólafssyni út-
gerðarmanni þar sem við hittum
hann í beitningaskúrnum að skera
beitu. Ragnar flutti með foreldrum
sínum til Hólmavíkur árið 1945 og
bjuggu þau í húsinu sem nú hýsir
veitingastaðinn Café Riis. Tónlistin
hefur alltaf verið eitt af áhuga-
málum Ragnars en hann söng bæði
í karlakór og kirkjukór og einnig í
kvartett. „Ég er nýbúinn að fá mér
geislaspilara í bílinn og hlusta mik-
ið á tónlist. Geirmundur er í miklu
uppáhaldi og Haukur Morthens var
alveg perla.“
Ragnar hjálpar stundum öðrum
tengdasyni sínum, Ingimundi, og
fjölskyldu hans við að bera út
Morgunblaðið. „Það er einhver
orka eftir í manni sem ég verð að fá
útrás fyrir. Áður fyrr reykti ég
vindla og pípu en er löngu hættur
því og líðanin er ólíkt betri. Ég hef
líklega drukkið svo mikið af vígðu
vatni að það bítur fátt á mig.“
Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir
Ragnar Kristjánsson í beitn-
ingaskúrnum að skera beitu.
Söngurinn
og vígða
vatnið heldur
mér ungum
Hólmavík
Á DÖGUNUM opn-
aði Þorri Hringsson
listmálari sýningu á
verkum sínum í
Safnahúsinu á Húsa-
vík. Á þessari sex-
tándu einkasýningu
sinni sýnir Þorri alls
þrjátíu og fjórar
myndir, átján vatns-
litamyndir sem unn-
ar eru á síðustu
tveimur árum og
sextán olíumálverk
frá því í sumar.
Myndefni Þorra á
þessari sýningu er
nánast allt úr Aðal-
dalnum, slóðum for-
feðra hans í Haga. Þar málar hann
í vinnustofu sem faðir hans,
Hringur heitinn Jóhannesson list-
málari, kom sér upp á sínum tíma.
Það eru aðeins þrjár vatnslita-
myndir á sýningunni þar sem
myndefnið er ekki úr Aðaldal, á
þeim sækir Þorri það upp á Hóla-
sand, m.a. Gæsafjöllin.
Þetta er önnur sýning Þorra á
Húsavík, þá fyrri hélt hann árið
1999 þar sem hann sýndi lands-
lagsmyndir eins og nú, en þá ein-
göngu olíumálverk. Sýningin í
Safnahúsinu stendur til 1. sept-
ember nk.
Þorri Hringsson listmálari við eitt verka sinna á
sýningunni, Kvöld í kúahaganum.
Þorri Hringsson
sýnir í Safnahúsinu
Húsavík
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Bryndís
Hlöðversdóttir,
formaður
Þingflokks
Þingflokkur Samfylkingarinnar boðar til opins
fundar um atvinnumálin á Suðurnesjum.
Fundurinn verður í Víkinni, Hafnargötu 80,
Reykjanesbæ, þriðjudaginn 27. ágúst.
Fundurinn hefst kl. 20.00.
Dagskrá:
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar,
setur fundinn.
Fulltrúar atvinnulífsins og stéttarfélaganna ávarpa fundinn.
Fulltrúar Svæðisvinnumiðlunar Suðurnesja ávarpa fundinn.
Allir velkomnir.
Össur
Skarphéðinsson
Atvinnumálin á Suðurnesjum
- opinn fundur
www.samfylking.is
...símjúkur á brauðið
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I
Y
D
D
A
•
6
2
9
0
/
S
IA