Morgunblaðið - 27.08.2002, Side 34

Morgunblaðið - 27.08.2002, Side 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ en ekki bara til að komast við hlið karla, breytingu sem þýddi ekki ein- ungis að yfirstéttarkonur fengju sömu stöðu og karlar og verkakonur sömu laun og verkakarlar.“ Þessa ræðu er að finna á heimasíðu Veru (www.vera.is) undir Safn. Ég sendi börnum Vilborgar, systur og barnabörnum mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið þau að muna að hún býr áfram í hjarta okkar sem kynntumst henni. Það eru ekki fá hjörtu og ekki fáar góðar minningar. Elísabet Þorgeirsdóttir. Eins og títt er um orkumiklar manneskjur átti Vilborg Harðardótt- ir sér mörg líf. Hún var móðir og fjöl- skyldumanneskja, kennari, baráttu- maður fyrir jafnrétti, kúltúrpersóna og gönguhrólfur svo fátt eitt sé nefnt. Og síðast en ekki síst var hún blaða- maður. Það starfsheiti þótti henni vænst um og í símaskrá var hún ætíð skráð sem blaðamaður þótt starfs- vettvangurinn hefði verið annar um allnokkurt skeið. Þeirri hlið Vilborgar kynntist ég allvel þegar ég var að stíga mín fyrstu skref á braut blaðamennskunnar. Fyrir hartnær þrjátíu árum hóf ég störf á Þjóðviljanum og hitti þar fyrir Vilborgu sem ég þekkti reyndar fyrir. Hún hafði unnið með Rannveigu syst- ur minni og við Mörður vorum orðnir góðir vinir. Hún var meðal reyndustu blaðamanna blaðsins þegar ég kom til starfa og ungur og óreyndur sem ég var þótti mér gott að leita til hennar eftir ráðum og hugmyndum. Fyrri hluti áttunda áratugarins var mikill umbrotatími í íslenskri blaða- útgáfu. Tæknin var að breytast og blöðin að byrja að fikra sig út úr þeirri þröngu flokksþjónkun sem þau höfðu löngum stundað. Einn þáttur- inn í því var stofnun Sunnudagsblaðs Þjóðviljans sem Vilborg ritstýrði fyrstu árin. Það var nýjung á íslensk- um blaðamarkaði, vandað fjölskyldu- blað sem lagði línurnar fyrir helgar- útgáfur íslenskra dagblaða næstu árin. Útgáfa þess var metnaðarfull og sýndi betur en margt annað að ým- islegt er hægt að gera þótt fjárráðin mættu vera rýmri. Af Þjóðviljanum fór Vilborg norður til Akureyrar þar sem hún tók að sér að ritstýra Norðurlandi, málgagni Al- þýðubandalagsins á Norðurlandi eystra. Svo vildi til að ég tók við af henni þegar hún hafði gegnt ritstjóra- stöðunni í ár. Þá fékk ég enn og aftur staðfest hversu góður fagmaður Vil- borg var. Hún hafði hleypt nýju lífi í blaðaútgáfu á Akureyri, rifið Norður- land upp og gert það að góðu viku- blaði. Ég sá fljótt að ég gæti þóst góð- ur ef ég héldi blaðinu í því horfi sem hún hafði komið því í. Þessu vildi ég halda til haga við ótímabært brotthvarf Vilborgar Harðardóttur. Aðrir munu fjalla um önnur líf hennar en ég mun fyrst og síðast minnast hennar sem góðs blaðamanns. Fjölskyldu og vinum votta ég sam- úð mína. Þröstur Haraldsson. Það er sól og blíða, snemma morg- uns, í garðinum okkar Villu. Við setj- umst út með blöðin og kaffisopa og spjöllum aðeins saman áður en við förum í vinnuna. Svo er komið hádegi, við skjótumst út í blíðuna, enda stutt í paradísina okkar og aftur hittumst við í garðinum. Að loknum vinnudegi, bregðum við okkur í „garðdressin“, sláum blettinn, reytum arfa, setjum niður sumarblómin og fáum okkur síðan hressingu og dáumst að vel unnu verki í fallegasta garðinum á Laugaveginum. Við grillum og njót- um samvista eins lengi og sólin verm- ir garðinn. Svona liðu sumrin og að- eins í öðrum takti; haustin, vorin og veturnir líka og alltaf jafngaman í garðinum. Mér áskotnuðust þau forréttindi fyrir 15 árum, að kynnast Villu og eignaðist ég þá ekki bara frábæra ná- grannakonu heldur einnig kæra og trausta vinkonu. Það var aldrei nein lognmolla í kringum Villu, hún var af lífi og sál í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Mikil orka og starfsgleði ein- kenndi allt hennar fas og hún var víðförul heimskona. Á hverjum sunnudagsmorgni fór Villa í sínar vikulegu gönguferðir með vinum sín- um, sem gengið höfðu saman í mörg, mörg ár. En ekki bara á sunnudög- um, heldur líka aðra daga og þá í langferðir uppá jökla, inn í firði, í fjörur og kannaðar víðáttur óbyggð- anna. Þær eru margar gönguferðirn- ar sem Villa okkar hefur lagt að baki. Alltaf hlakkaði hún til og við líka, því svo sagði hún frá ævintýrinu þegar hún kom aftur heim. Við skiptumst á ferðasögum og skemmtum okkur konunglega yfir ýmsu spaugilegu sem okkur henti. Oft höfum við klifið sama tindinn, eða baðað okkur í sömu óbyggðalauginni og aldrei þreytt- umst við á að ráðleggja og skiptast á upplýsingum um stöðu mála. Alltaf gaf hún af öllu hjarta og gladdi okkur með sínum klingjandi hlátri. Við skiptumst á bókum, uppskriftum og færðum hvor annarri litlar gjafir þeg- ar komið var heim úr utanlandsferð- um og á hinum ýmsu tyllidögum, sem við stundum bjuggum okkur til. Það var svo á sólbjörtum laugar- dagsmorgni, eins og það hafi gerst í gær, að Villa lagði enn af stað í ferð. Hápunktur ferðarinnar væri svo með ömmudrengjunum í berjamó að lok- inni fjallgöngunni. Ég hljóp út og kvaddi hana og óskaði góðrar ferðar og eins og alltaf hlakkaði ég til að fá Villu aftur heim og heyra hana segja frá upplifun sinni úr ferðinni. Við höfðum sjálf nýlega verið á þeim slóð- um sem hún ætlaði nú að feta og verið óspör á ferðalýsinguna. En Villa kom ekki aftur heim. Hún lauk ekki þess- ari ferð, svo við fáum engar ævintýra- lýsingar núna ... kannski seinna. Takk fyrir allt og allt, kæra Villa. Anna og Elfar. Fyrir nokkrum dögum birtist hér í Morgunblaðinu grein sem Halldór Laxness skrifaði fyrir 30 árum til um- hugsunar fyrir „þá menn sem mest er í mun að sökkva vin þeirri sem vind- urinn hefur skilið eftir í hálendinu, Þjórsárverum, ríki íslensku heiðar- gæsarinnar“. Hann kastar þar m.a. fram þessari spurningu: „Hvað eigum við íslendingar að gera við alla þessa peninga þegar búið er að útanskota fyrir okkur fegurstu stöðum lands- ins?“ Hugsanlegt svar, segir Halldór: „Fljúga til Majorku þar sem þeir ku skeinkja rommið ómælt. Við erum rökheldnir íslendingar,“ heldur hann áfram, „og ef við höfum byrjað að trúa einhverri vitleysu haungum við fastir í henni til eilífðarnóns. Við höf- um leyfi til að fara með Ísland eins og við viljum.“ Því miður hefur þessi mergjaða grein Halldórs um „Hern- aðinn gegn landinu“ sjaldan átt meira erindi við okkur en núna þessa dag- ana. Vonandi tekur einhver hana til sín. Íslenska hálendið býr yfir ein- hverju dularfullu aðdráttarafli sem erfitt er að skýra með orðum og æ fleiri eru að kynnast. Það er ekkert sem getur komið í staðinn fyrir það ef við slysumst til að eyðileggja þennan viðkvæma og ósnerta hluta landsins okkar. Þeir sem hafa einhvern tímann á ævinni ánetjast gönguferðum um þetta hálendi vita líka hvílík blessun það er að eiga góða göngufélaga. Fólk sem fer á fjöll með tjald sitt og poka tengist ósýnilegum og óslítanlegum böndum. Þess vegna finnst mér alveg sérstaklega sárt að kveðja göngu- félaga minn, Vilborgu Harðardóttur, sem í dag verður borin til grafar. Við vissum öll að hún gat átt von á kallinu hvenær sem var, en hún var með hjartagalla sem háði henni mjög á síð- ari árum. Ég leyfi mér að trúa því að dauða hennar hafi borið að höndum á hamingjuríkan hátt fyrir hana. Hún dó á fjöllum, við sólarupprás, umvafin ástúð góðra göngufélaga. Þeim sem kynntust Vilborgu varð fljótt ljóst að hún var sérlega stór- brotið eintak af manneskju. Hún var svo full af orku að eftir henni var tekið hvar sem hún fór. Þessa miklu orku notaði hún óspart til að berjast fyrir þeim málstað sem henni var hugleik- inn, félagslegu réttlæti og jafnrétti kynjanna. Mér er hún minnisstæð frá því ég sá hana fyrst, og löngu áður en ég kynntist henni perónulega, bara af því að mæta henni í Bankastrætinu á sólríkum sumardegi. Hún var ung og falleg og hraust með sítt ljóst tagl sem sveiflaðist til þegar hún gekk. Hún var einstaklega kvik í hreyfing- um og rösk til allra verka og þau eru ófá fjöllin sem hún hefur hlaupið upp á undan okkur göngufélögum sínum. Venjulega var hún úthvíld og farin að skjálfa af kulda þegar við birtumst á brekkubrúninni. Mikið á ég eftir að sakna þess að fá ekki að ganga fram- ar við hlið hennar í kyrrð öræfanna. Ég á eftir að sakna þess að fá ekki að hlæja að bröndurunum hennar, fá ekki framar að tala við hana um ömmubörnin okkar, fá ekki að spá í bollann hennar, fá ekki að skera með henni grænmeti í fjallasúpu né kryfja með henni til mergjar hinstu rök til- verunnar. Við áttum það sameigin- legt að velta því stundum fyrir okkur hvað tæki við. Nú veit hún það. Við Ragnar sendum börnum henn- ar, barnabörnum, systur og öðrum aðstandendum innilegar samúðar- kveðjur. Hallveig Thorlacius. Fyrstu minningarnar um Villu eru frá Menntaskólanum í Reykjavík. Það var fyrsta árið mitt en hún var í efsta bekk. Árið áður hafði hún eign- ast frumburðinn, Mörð, og sagan seg- ir að hún hafi fengið frí í tíma til að fara og giftast Árna. Þrátt fyrir þetta hélt hún áfram í skólanum og lauk stúdentsprófi með bekkjarsystkinum sínum, en það var óvenjulegt á þess- um tíma. Nokkrum árum síðar lauk hún BA-prófi með kennsluréttindum samhliða vinnu og heimilisstörfum. Skólasystir Villu dáist enn að því í mín eyru hvað hún hafi verið skipu- lögð í vinnubrögðum. Sjálf sagðist hún gjarnan hafa farið á bókasafn á kvöldin til að fá rólega stund til lestr- ar. Við kynntumst ekki fyrir alvöru fyrr en nokkrum árum seinna, þá báðar blaðamenn, hún á Þjóðviljanum og ég á Tímanum. Fáar konur voru í blaðamennsku á þessum árum og oft var miklu skemmtilegra að eiga kven- kollega í öllum karlafansinum. Nú fylgdu ótal skemmtilegar stundir bæði í einkalífi og vinnu. Ég læt nægja að minnast á þegar við rukum úr afmælinu mínu 5. maí 1970 austur yfir fjall til að fylgjast með Heklugosi og raunar alla leið að hraunjaðrinum. Við vorum síðan á vettvangi í nokkra daga þótt búið væri að flytja konur og börn af svæðinu. Áður en skipulagðar gönguferðir vinahópsins hófust fórum við með fermingarútbúnaðinn okkar í fyrstu Hornstrandaferðina. Hafi viðlegu- búnaður breyst eitthvað á þeim 15–20 árum sem liðin voru frá fermingu okkar stallsystra var slíkur útbúnað- ur ekki í okkar eigu. Og þar að auki létum við okkur ekki muna um að bera innbundnar ljóðabækur. Ég man enn eftir stórgrýtinu í Þaralát- ursfirði. Villa var frárri á fæti en ég, sem seiglaðist á eftir henni. Þannig var það enn í síðustu gönguferðinni í Hafrahvamma. Ég þakka ást hennar og umhyggju. Hún vildi allt fyrir mig og dæturnar gera. Ég sendi ástvinum Vilborgar Harðardóttur innilegustu samúðar- kveðjur. Sólveig Jónsdóttir. Villa, svo hljómfagurt, skoppandi létt og notalegt nafn, alveg eins og persónan sem bar það – Vilborg Harðardóttir. Villa var partur af mínu lífi í hartnær 20 ár, fyrst sem vinkona sambýliskonu minnar, en seinna sem náinn og traustur vinur minn. Það var ekki við fyrstu sýn sem ég lærði að meta Villu, vináttubönd okkar mynd- uðust hægt og rólega en styrktust eft- ir því sem á tímann leið. Ég vissi að Villa lifði við arfgengan hjartasjúk- dóm sem gat á hverri stundu kostað hana lífið, en orkan og lífsgleðin sem geislaði af henni lét mann gleyma því oftast nær. Það var margt sem með tímanum tengdi okkur Villu, en fyrst og fremst, þrátt fyrir ólíkan uppruna (hún alin upp hér, ég í Póllandi), höfð- um við sameiginlega lífssýn, svipaðan skilning á mönnum og málefnum, töl- uðum sama málið eins og sagt er. Auk þess voru áhugamálin sameiginleg: Útivist, ferðalög, bókmenntir og tón- list, við mynduðum ágætan dúett sem var fær í flestan sjó. Gagnkvæmt traust og hlýja eru þó þær tilfinning- ar sem ég mun sakna mest núna þeg- ar Villa er ekki lengur nálæg. Það verður aldrei fyllt í það skarð sem hún skilur eftir í lífi mínu en ég hef þó kynnst henni og fengið að fylgja henni áleiðis í gegnum lífið og fyrir það er ég þakklát. Innilegar samúðar- kveðjur til aðstandenda og vina Vil- borgar Harðardóttur. Katrín Kinga. Ég mun minnast Vilborgar Harð- ardóttur vinkonu minnar þegar ég heyri góðs getið. Ég kynntist Villu eins og ég hef alltaf kallað hana, upp úr 1980 og hef átt samleið með henni í leik, starfi og sem góðrar vinkonu síð- an. Að auki vorum við Villa frænkur, báðar af Hjarðarfellsætt á Snæfells- nesi. Við störfuðum saman á Þjóðvilj- anum, í Alþýðubandalaginu og síðar á Iðntæknistofnun. Reynsla, kjarkur og þekking Villu á stjórnmálum var mér ómetanlegt vegnanesti. Lífshug- sjón hennar var að félagsleg og efna- hagsleg staða kvenna yrði sterkari og þannig yrði þjóðfélagið betra. Hún kynnti sér kjör kvenna vel, bæði hér á landi og erlendis. Hún fór fyrir þeim hópi sem tókst á við áhrifaleysi kvenna um eigin örlög m.a. með því að beita sér fyrir sjálfsákvörðunar- rétti okkar varðandi barneignir. Í þeim efnum finnst mér tiltakanlegt þegar hún eftir 1980 færði það í tal við mig og fleiri yngri konur að við yrðum að gæta þessara réttinda sem konur nú hefðu, það væri ekki gefið að þau héldust án slíkrar aðgæslu. Síðar þeg- ar hópur kvenna tók sig saman til að fjalla um endurskoðun á fóstureyð- ingalöggjöfinni, vildi hún heldur að nýjar konur tækju á málinu en að gera það sjálf. „Það skiptir mestu að næsta kynslóð taki við,“ sagði hún – hugsjóninni trú. Í kvenfrelsismálum skipa ég Vilborgu hiklaust í hóp merkustu og þrautseigustu baráttu- kvenna á Íslandi. Vilborg var hæfileikarík mann- eskja sem lifði lífinu lifandi. Hún var einstaklega skemmtileg vinkona. Um tíma bjó ég í „Meyjarskemmunni“ hennar á Laugaveginum ásamt dætr- um mínum. Það var vor í lofti og því ákváðum við að halda „sumarboð“. Við blönduðum litfagra sumardrykki, fundum fram sumarlegt nasl og skreyttum með nýútsprungnum blómum. Síðan fórum við í sumarföt- in, spiluðum fallega tónlist og tókum á móti vinum og ættingjum í stofunni hennar Villu. Talandi um stofuna. Það var alltaf svo gaman að koma til Villu. Hún bauð til stofu, lagði fína kaffibolla og sætindi á borð þar. Lagaði síðan gott kaffi (hjá henni sá ég fyrst pressu- könnu) og bauð upp á líkjör eða snafs í tékkneskum becherovka-staupboll- um. Síðan ræddum við fjölskyldumál- in, vinnuna, pólitíkina og heimsmálin. Þetta voru alltaf góðar stundir. Ég hef farið í margar gönguferðir með Villu. Ég minnist sérstaklega þegar við gengum ásamt annarri vin- konu þvert yfir Snæfellsnes, þar sem nú er kölluð Vatnaheiði en við í Hrís- dal köllum Dalinn. Við gengum frá Baulárvöllun niður Dalinn og við Vallnána var kind í ullarhafti svo slæmu að hún var helsærð. Við náð- um kindinni og Villa vildi fyrir alla muni að ég næði í Sigga bróður minn til að aflífa kindina. Þetta gerði ég þrátt fyrir að ég vissi að hann og faðir minn hefðu í nógu öðru að snúast og kindin myndi deyja hvort eð væri. Sigurður kom og skildi verkin sín eft- ir ógerð á meðan því þeir pabbi álitu að slíkum myndarkonum sem Vil- borgu væri ekki hægt að neita um nokkurn hlut. Þetta er ekki í eina sinnið sem ég varð vör við að rauð- sokkan (sem sumir kölluðu mussu- kerlingar) Vilborg nyti aðdáunar hins kynsins. Við Vilborg „vildum engar mussu- konur vera“. Við höfðum gaman af að punta okkur svo við jaðrar að stund- um værum við hálfgerðar tískudöm- ur. Oftar en ekki þegar ég kom til Villu hafði hún sótt heim einhverja heimsborgina og hafði keypt sér föt. Nýju fötin voru mátuð og athugað hvaða skór, belti eða slæða pössuðu við. Það var líka gaman að hanna og sauma á Villu. Ég fékk þann heiður að sauma á hana fyrir fimmtugsafmælið hennar ásamt því að taka þátt í und- irbúningi og var síðan í þeirri herlegu veislu. Kvöldið eftir vorum við Steina fóstra hennar hjá henni að skoða gjaf- irnar og hituðum upp dúnsængina á ofninum í stofunni svo Villa svæfi vært eftir alla skemmtunina. Meðan ég bjó í Kaupmannahöfn og síðar á Blönduósi gisti ég oft hjá Villu. Viðtökurnar og velvildin var söm við sig þar á bæ. Villa var alltaf búin að setja hreint á rúmið þegar við kom- um, gjarnan fínrósótt eða damask. Það væsti ekki um okkur á loftinu hjá Villu og í huga dætra minna varð það ævintýrastaður. Í hvert sinn sem ég heimsótti Laugaveg 46b á síðari árum, var Villa búin að taka í gegn einhvern hluta hússins eða garðinn. Eitt sinn var komin girðing með flottu hliði, ný grasflöt með blómum í beðum, búið að taka í gegn gluggana, ný eldhúsinn- rétting og blóm í tröppurnar. Frá- sagnir af fjölskyldunni fóru að snúast um barnabörnin og þá kom glampi í ömmuaugun og síðast þegar við hitt- umst sagði ég líka frá ömmubarninu mínu. Sannarlega hefði ég viljað að við Villa hefðum tíma til að tala saman um langömmubörnin, kæmum á gagnkvæmum heimsóknum eldri- borgarafélaga við Laugaveginn og í Sandgerði og kláruðum að koma lagi á heimsmálin. Þann tíma fengum við ekki saman – því er nú ver og miður. Elsku Ilmur, Mörður, Dögg og aðr- ir aðstandendur, ég samhryggist ykk- ur og öðrum aðstandendum. Minning um merka og góða konu, Vilborgu Harðardóttur, mun lifa. Unnur G. Kristjánsdóttir. Gefandi manneskjur skilja eftir sig sterkan hljóm í samferðafólki. Þannig manneskja var Vilborg Harðardóttir, Villa eins og hún var kölluð af vinum. Hljómurinn sem endurómar frá Villu er samsettur úr kjarki, hvatningu, krafti og kæti. Þessir eiginleikar nutu sín vel þegar hún tók að sér að rit- stýra Norðurlandi, málgagni Alþýðu- bandalagsfólks á Norðurlandi, á seinni hluta áttunda áratugarins. Við sem störfuðum með henni við blaðið hrifumst með krafti ritstjórans og það var skemmtilegt og hressandi að vera nærri Villu í atinu. Hún lét sér ekki nægja að sinna hefðbundnum ritstjórastörfum. Félagslegi þáttur- inn var henni mikilvægur og hún var óspör á ferðalög um svæðið til þess að kynnast persónulega fólkinu sem hún átti að skrifa fyrir og fjalla um. Villa átti auðvelt með að mynda tengsl við aðrar manneskjur og hún naut þess að eiga glaðar stundir með kunningj- um og vinum. Þannig var dæmigert fyrir hana að standa fyrir sérstökum mannfagnaði í nafni blaðsins þar sem undirbúningur fólst meðal annars í því að úthugsa leiki og annað gaman sem börn og fullorðnir gætu samein- ast í. Í huga Villu skipti máli að bar- átta fyrir hugsjónum væri skemmti- leg og byggð á góðum félagsskap fólks með svipaða lífssýn. Fyrir unga konu sem var að prófa sín fyrstu spor á pólitískum velli fyrir fjórðungi aldar voru kynnin við Vil- borgu Harðardóttur vekjandi og vin- átta hennar dýrmæt. Ekki einasta bjó Villa yfir reynslu baráttumannsins á sviði kvenfrelsis og hefðbundnari stjórnmála heldur var hún örlát á hvatningu og hollráð en um leið gagn- rýnin og hreinskilin. Hún var heil og ástríðufull í barátt- unni fyrir hugsjónum um jafnrétti meðal manna. Á hugann leita minn- ingar um djúpar og einlægar sam- ræður um rök mannlegrar tilveru. Í fjarskanum óma hlátrasköll Villu þegar fólk á öllum aldri brá á leik í guðsgrænni náttúrunni. Gaman og al- vara voru henni náttúrulegir föru- nautar. Í þökk og virðingu kveð ég Vilborgu Harðardóttur. Það var gott að verða fyrir áhrifum hennar. Börnum hennar og öðrum ástvin- um vottum við Óskar dýpstu samúð. Kristín Á. Ólafsdóttir. VILBORG HARÐARDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.