Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN
24 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sunddeild
Ármanns
Innritun virka daga frá kl. 17.00 og um helgar frá kl. 13.00 í síma 557 6618 (Stella)
og Eygló í síma 588 6727.
Barnasund
Sundnámskeið fyrir börn 2ja-6 ára
hefst laugardaginn 8. september nk.
í Árbæjarskóla.
SJÓNVARPSSTÖÐIN Stöð 1,
sem er í eigu Hómgeirs Baldurs-
sonar og fleiri, hefur sent út tón-
list í heimildarleysi. Vegna þess
hefur Samband tónskálda og eig-
enda flutningsréttar (STEF), sem
gætir hagsmuna tónskálda og
textahöfunda, neyðst til að fá lagt
lögbann við tónflutningi á stöðinni.
Það mál er nú rekið fyrir dómstól-
unum.
Af einhverjum ástæðum lætur
Hólmgeir sér ekki nægja að taka
til varna fyrir dómi,
heldur kýs hann að
reka mál sitt jafn-
framt í fjölmiðlum.
Við, sem erum í fyr-
irsvari fyrir STEF,
viljum ekki ræða mál
Stöðvar 1 opinber-
lega, meðan það er til
meðferðar hjá dóm-
stólunum. Hins vegar
er óhjákvæmilegt að
svara röngum fullyrð-
ingum um samtökin
sem fram koma í
grein Hólmgeirs í
Morgunblaðinu 21.
ágúst sl.
1
Greinarhöfundur gefur í skyn að
STEF hafi lagt höfundaréttargjald
á innflutt myndbönd og geisla-
diska og það gjald renni óskipt til
samtakanna. Þetta er rangt.
Höfundaréttargjald það, sem
vísað er til, er ákveðið af Alþingi.
Það var fyrst gert með lögum nr.
78/1984 og síðar með lögum nr. 60/
2000, sem hvor tveggja breyttu 11.
gr. höfundalaga nr. 73/1972. Sam-
kvæmt þeirri lagagrein má hver
sem er taka upp efni, sem nýtur
höfundaverndar, t.d. tónlist, sé það
gert til einkanota. Á móti er greitt
hóflegt gjald af upptökutækjum og
hlutum eins og myndböndum og
geisladiskum sem þetta efni er
tekið upp á. Gjaldið af myndbandi
er nú 100 kr. og af venjulegum
geisladiski 17 kr., sbr. reglugerð
nr. 186/2001, setta af mennta-
málaráðherra. Þessi gjaldtaka er í
samræmi við nýsamþykkta tilskip-
un Evrópusambands-
ins um höfundarétt í
upplýsingasamfélag-
inu og hefur sams
konar gjald verið tek-
ið upp í flestum aðild-
arríkjum þess.
Það er sameiginleg
miðstöð ellefu höf-
undaréttarsamtaka
sem annast innheimtu
gjaldsins. Hluti þess,
á að giska fimmtung-
ur, rennur til STEFs,
en hinn hlutinn skipt-
ist á milli hinna sam-
takanna, enda eru í
húfi hagsmunir fleiri
rétthafa en tónskálda
og textahöfunda, t.d. rithöfunda,
myndhöfunda, kvikmyndaleik-
stjóra, kvikmyndaframleiðenda,
hljóðfæraleikara, leikara og blaða-
manna, svo að nokkrir séu nefndir.
2
Hólmgeir fullyrðir í grein sinni
að framleiðendur kvikmynda og
sjónvarpsþátta hafi almennt
tryggt sér öll réttindi að þessu
efni með samningum við þá, sem
koma að gerð efnisins, þ.á m. rétt
til að flytja tónlist, sem því teng-
ist, í kvikmyndahúsum og sjón-
varpi. Þetta er rangt.
Venjan er hvarvetna sú, þ.á m. í
Bandaríkjunum, að tónskáld fram-
selja ekki þennan rétt sinn til
framleiðenda, heldur fela þeir
samtökum sínum, þ.e. STEFi hér
á Íslandi, að innheimta endurgjald
fyrir tónflutning í kvikmyndum og
sjónvarpsþáttum hjá kvikmynda-
húsum og sjónvarpsstöðvum. Í ein-
Eiríkur
Tómasson
Staðleysum um
STEF svarað
Í Morgunblaðinu 21.
ágúst birtist grein eftir
Bjarna Jónsson raf-
magnsverkfræðing þar
sem fjallað er um orku-
og virkjanamál. Margt
í þessari grein gefur
tilefni til athugasemda
vegna þess hversu
nauðsynlegt er að mál-
efnaleg umræða um
virkjanamál byggist á
réttum upplýsingum. Í
greininni fullyrðir höf-
undur að unnt sé að
framleiða 60 TWh/a
(teravattstundir á ári)
af raforku úr íslensk-
um fallvötnum og jarð-
varma. Þessi fullyrðing er beinlínis
röng og er birt án þess að tilraun sé
gerð til að lýsa því hvaða virkjanir
væru þá undir.
Á orkuþingi 2001 flutti Árni
Ragnarsson, forstöðumaður
orkubúskapardeildar Orkustofnun-
ar, erindi sem fjallaði um orkunotk-
un á Íslandi. Ég vil leyfa mér að
vitna í erindi Árna: „Þótt Ísland búi
yfir miklum ónýttum orkulindum
eru þær ekki óþrjótandi. Aðeins er
til lauslegt mat á stærð orkulind-
anna. Þegar kemur að því að
ákvarða hve stór hluti þeirra er nýt-
anlegur, bæði með tilliti til tækni-
legra möguleika, hagkvæmni og um-
hverfissjónarmiða, verður óvissan
mikil. Oft hefur verið miðað við að
nýtanlegt vatnsafl sé 30 TWh á ári
og jarðhiti til raforkuvinnslu 20TWh
á ári, eða alls 50 TWh á ári.“ Á fundi
sem haldinn var 16. október 1999 til
að kynna rammaáætlun ríkisstjórn-
arinnar um nýtingu vatnsafls og
jarðvarma fjallaði Þorkell Helgason
orkumálastjóri um sama mál og
sagði við það tækifæri að allt virkj-
anlegt vatnsafl í landinu væri um 64
TWh á ári. Eftir mat á hagkvæmni
virkjanakosta yrði að öllum líkind-
um mögulegt að virkja 40–45 TWh,
en síðan kæmi að því að menn legðu
1⁄3 eða ¼ af því til hliðar vegna um-
hverfissjónarmiða eða
vegna þess að hag-
kvæmnin gæti hafa
verið vanmetin og þá
stæðu eftir 20–30 TWh
sem viðunandi gæti
orðið að virkja. Með
breyttum áherslum í
umhverfismálum á
seinustu árum og auk-
inni vitund manna um
verðmæti lítt snortinn-
ar náttúru tel ég neðri
töluna sem Þorkell
nefndi þarna vera
raunhæfari en þá efri.
Af þessum tveimur
dæmum sést hversu
veikur grunnur er und-
ir öðrum efnisþáttum í fyrrnefndri
grein Bjarna Jónssonar.
Sjálfbær orkustefna
Það er mikilvægt að menn hafi
það í huga að orkulindirnar okkar
eru takmörkuð auðlind, sérstaklega
þegar skoðaðir eru möguleikar okk-
ar á að mengandi orkugjafar eins og
kol og olía verði leystir af hólmi með
umhverfisvænni orkugjöfum. Tæki-
færi Íslendinga á þessu sviði eru
einstök. Við höfum ekki eingöngu
mikla möguleika í vatns- og gufuafli,
heldur líka í vind- og sólarorku. Ís-
lendingar hafa raunverulega mögu-
leika á að taka trúverðuga forystu í
vetnisvæðingu á heimsvísu. En til
þess að það geti orðið er nauðsyn-
legt að gera róttæka stefnubreyt-
ingu í orkumálum okkar. Stóriðju-
stefna stjórnvalda stefnir slíku
frumkvæði í voða og öll áform um
vetnisvæðingu verða hjáróma með-
an ríkisstjórnin stendur að áætlun-
um um virkjanir fyrir orkufreka
stóriðju vítt og breitt um okkar við-
kvæma land.
Sömuleiðis verður allt tal um
rammaáætlun um nýtingu vatnsafls
og jarðvarma hjáróma á meðan
virkjanabrjálæðið heldur áfram.
Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræð-
ingur heldur því fram í áðurnefndri
Morgunblaðsgrein að virkjunar-
hraðinn í landinu ákvarðist af orku-
markaðinum og er sú fullyrðing í
samræmi við stefnu stjórnvalda og
Landsvirkjunar í virkjanamálum.
Bjarni segir líka að virkjanahraða
þurfi að haga með sérstökum hætti
til að vöxtur í hagkerfi okkar verði
3%–5% á ári og er sú fullyrðing líka í
samræmi við stefnu ríkisstjórnar-
innar. Það gleymist hins vegar að
með þessum gífurlegu áformum um
virkjanahraða og uppbyggingu
orkufrekrar stóriðju erum við að
brjóta alþjóðlega sáttmála eins og
þá sem undirritaðir voru á Heims-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um
umhverfi og þróun í Ríó 1992 og
stefnumótandi samþykkt umhverfis-
ráðherra Norðurlandanna um sjálf-
bær Norðurlönd. Menn eru að koma
sér hjá því að gera langtímaáætlanir
um sjálfbæra nýtingu auðlindarinn-
ar, en ganga þess í stað svo hart
fram í nýtingarmálum að auðlindin
gengur fljótt til þurrðar. Með sama
offorsi í virkjanamálum verða orku-
lindirnar okkar hvorki aðgengilegar
börnunum okkar né barnabörnun-
um þegar þau komast á legg. Hvern-
ig ætli þá verði hugsað til okkar sem
gengum á undan þeim þennan veg?
Takmörkuð auðlind
Kolbrún
Halldórsdóttir
Höfundur er þingmaður Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs.
Virkjanir
Með sama offorsi í virkj-
anamálum, segir Kol-
brún Halldórsdóttir,
verða orkulindirnar
okkar hvorki aðgengi-
legar börnum okkar né
barnabörnum þegar þau
komast á legg.
UMFJÖLLUN um
fermingar fær yfirleitt
mikið rými í fjölmiðl-
um á vordögum. Dag-
blöðin gefa jafnvel út
sérblöð sem tileinkuð
eru fermingum og
þeim sem vilja aug-
lýsa fermingargjafir.
Það fer hins vegar
minna fyrir umfjöllun
um fermingar og
fermingarundirbúning
í annan tíma enda
ekki eftir neinu að
sækja hjá auglýsend-
um nema meðan ferm-
ingarnar sjálfar
standa yfir á vorin.
Yfirleitt er þessi umfjöllun í fjöl-
miðlum afar yfirborðskennd þar
sem fáein fermingarbörn eru köll-
uð til og þau knúin svara um það af
hverju þau ætli að fermast. Og nær
alltaf eru þau spurð að því hvort
þau séu að fermast vegna gjafanna.
(Hvenær eru fullorðnir einstak-
lingar spurðir að því hvort þeir séu
að halda upp á stórafmæli sín til
þess að fá gjafir?) Einnig fjalla
fjölmiðlar mikið um tilkostnað
vegna veisluhalda og gjafa í
tengslum við fermingarnar. Það er
því óhætt að segja að oft er þessi
umfjöllun um fermingar á neikvæð-
um forsendum og dregur athyglina
frá því sem í raun og veru skiptir
mestu máli.
Nú þegar fermingarundirbún-
ingur er að hefjast í kirkjum lands-
ins er því ástæða til þess að vekja
athygli á því sem þar fer fram og
stendur jú yfir heilan vetur. Þar er
haft að megin markmiði að kynnast
vel lífi og starfi Jesú Krists, hver
hann er og hvað það er sem hann
vill kenna okkur. Við athugum
hvort boðskapur hans eigi erindi
við nútímann og okkur sjálf en þar
er miðlægur kærleiksboðskapur
Jesú Krists, að elska Guð og
náungann eins og sjálfan sig. Það
skoðum við sérstaklega í samhengi
við okkar eigið líf og þannig verður
til spurningin: Á Jesús Kristur og
hans boðskapur erindi við mig og
mitt líf?
Þegar við ákveðum að fermast
höfum við svarað þeirri spurningu
játandi og lýst því yfir að við ætlum
að gera okkar besta til þess að
fylgja ráðum hans í lífinu. Við lýs-
um því yfir að við ætlum að leitast
við að láta gott af okkur leiða og
lifa í samræmi við hans gullnu regl-
ur og kærleiksboð: Allt sem þér
viljið að aðrir menn gjöri yður það
skuluð þér og þeim gjöra. Í ferm-
ingarfræðslunni eru því ungling-
arnir vaktir til umhugsunar um það
að trúin á Jesú Krist sem leiðtoga
lífsins er trú sem tengist okkar
daglega lífi. Þeim er bent á að það
er á skólalóðinni og í öllum sam-
skiptum við annað fólk sem á það
reynir hvers virði við teljum boð-
skap hans vera.
Það er því afar mikilvægt að við
sem fullorðin erum gefum börnun-
um færi á að gefa sér tíma yfir vet-
urinn til þess að velta þessu fyrir
sér í stað þess að einblína um of á
umgjörð fermingarinnar, að
ákveða fermingardaginn eða snið
veislunnar. Umgjörð fermingarinn-
ar getur auðvitað verið mjög
ánægjuleg og stór viðburður í lífi
barns og fjölskyldu þess en gætum
þess að draga ekki athyglina frá
því sem raunverulega skiptir máli,
að fermingarbörnin fái sérstakt
tækifæri til þess að kynnast frels-
aranum Jesú Kristi og hans góðu
áhrifum með hnitmiðaðri fræðslu
sem vonandi fylgir þeim allt lífið.
Ferming og
fermingar-
fræðsla
Einar
Eyjólfsson
Höfundar eru prestar Fríkirkjunnar
í Hafnarfirði.
Kirkjan
Nú þegar ferming-
arundirbúningur er
að hefjast í kirkjum
landsins, segja Einar
Eyjólfsson og Sigríður
Kristín Helgadóttir, er
ástæða til þess að vekja
athygli á því sem þar
fer fram og stendur
yfir heilan vetur.
Sigríður Kristín
Helgadóttir