Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 49
VLADÍMÍR Pútín Rússlandsfor- seti ku njóta mikilla vinsælda í heimalandi sínu og nú er popplag, þar sem honum er sungið lof, eitt vinsælasta lagið í þarlendum út- varpsstöðvum. Ég vild’ ég ætti mann eins og Pútín sterkan og hugrakkan sem drekkur hvorki né duflar og stingur ekki af, syngur söngkona popphljómsveit- arinnar Syngjum saman. Hún seg- ist vera þreytt á kærastanum sem alltaf er fullur og lendir stöðugt í slagsmálum. Henni finnst vera kominn tími til að eignast mann eins og Pútín. Lagið er nú leikið á öllum helstu útvarpsstöðvum í Rúss- landi. Enginn virðist aftur á móti vita neitt um hljómsveitina og hvergi er hægt að kaupa lagið á geisladiski, að því er kemur fram á vefsíðu BBC. Þá segjast út- varpsstöðvar ekki vita hver sendi þeim lagið. Hefur þetta kveikt orðróm um að lagið sé runnið undan rifjum ímyndarfræðinga í Kreml sem unnið hafa hörðum höndum við að móta jákvæða ímynd Pútíns meðal þjóðarinnar. Og með ágætum árangri því að skoðanakannanir sýna að um 70% Rússa eru ánægð með forsetann. Vinsældir Pútíns eru raunar að færast út í nokkrar öfgar. Nú er hægt að kaupa Pútínúr, Pútín- borgara og bráðlega verður hægt að fá Pútíntómata. Pútín sjálfur hefur sagt að hann hafi hina mestu skömm á þessari persónu- dýrkun. Maður eins og Pútín Brosandi Rúss- landsleiðtogi! Ekki er vitað til þess að neinir poppsmellir hafi verið samdir um Brezhnev og Andropov. Popplag um Rússlandsforseta MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2002 49 Coldplay A Rush Of Blood To The Head Parlophone Hvernig er hægt að fylgja eftir og toppa aðra eins frumraun og Parachutes? Ná- kvæmlega svona! ÞAÐ geta allir slegið í gegn. Allt sem þarf er heppni, heppni til að vera á réttum tíma á réttum stað, jú og ekki spillir að vera með rétta útlit- ið. En til að við- halda frægðinni þarf annað og meira, miklu meira. Þá kemur nefnilega til kasta hæfileikanna, hvort þeir yfir höfuð eru til staðar eða ekki. Eins erfitt og það virðist nú vera að búa til eins farsæla og fram- bærilega frumraun og Parachutes var, leyfi ég mér að fullyrða að marg- falt erfiðara hafi verið að fylgja henni eftir svo vel væri. Það er göm- ul saga og ný að mörg stórstjarnan hefur runnið harkalega á rassinn strax með annarri plötu og aldrei borið sitt barr eftir það. A Rush Of Blood To The Head er önnur plata Coldplay og geta fjórmenningarnir staðið föstum fótum, uppréttir og stoltir af útkomunni sem tekur for- veranum fram á nær öllum sviðum. Platan er rökrétt framhald. Ekkert Kid A-tilfelli (að þeirri plötu ólast- aðri), heldur eðlileg framþróun, spor í hárrétta átt fyrir sveit í sporum Coldplay, skólabókardæmi um hvernig gera á góða uppskrift betri – nánast fullkomna. Hér er sem sagt engin stórhuga bylting á ferð. Lágstemmt, seiðandi og ávanabindandi tilfinningapoppið allsráðandi, ljúfsárar ástar- og sakn- aðarkveðjur frá skáldi sveitarinnar Chris Martin, sem vel að merkja er orðinn einhver alframbærilegasti rokksöngvari samtímans. Og þótt ákveðið hafi verið að tefla ekki á tvær hættur þá er tónlistin öll miklu margbreytilegri, egghvassari og há- værari í allri sinn kyrrð. Textarnir eru og háskalegri, sbr. viðbrögð Martins við 11. september í opnun- arlaginu „Politik“, allrabesta lagi sveitarinnar frá upphafi. Það kallar fram óþægilega tilfinningu en um leið einhverja undarlega hugarró, eins og Martin viti betur – að allt fari vel að lokum. „The Scientist“ er ennþá fallegri ballaða en „Trouble“ og risið magnaða í enda lagsins und- irstrikar óumflýjanlega að loksins sé kominn fram á sjónarsviðið hugsan- legur arftaki U2. Stór orð það! Þótt „Warning Sign“ láti lítið yfir sér í fyrstu hefur það að geyma við- lag sem við ítrekaða hlustun verður að einhverjum þeim angurværasta saknaðaróði sem maður hefur í lengri tíma heyrt. Þar með er það á hreinu, Para- chutes var engin tilviljun, engin byrjendaheppni. A Rush Of Blood The Head er heilsteypt og svo gott sem algjörlega pottþétt tilfinninga- poppplata, gerð af einlægum ungum mönnum – eða manni (Martin er allt í öllu) – með fágæta hæfileika og bullandi sjálfstraust. Og nú mega þeir, mín vegna, bregða sér í Kid A- gírinn, eða bara halda áfram á sinni braut. Þeim eru allir vegir færir. Skarphéðinn Guðmundsson Tónlist Pottþétt tilfinning Bláu augu þín – Chris Martin, söngvari og aðallagasmiður Coldplay. Lykillög: „Politik“, „The Scientist“, „Warning Sign“. Skráning er í síma 565-9500 Hraðlestrarnámskeið Viltu margfalda afköst í námi? Viltu auka afköst í starfi um alla framtíð? Næsta hraðlestrarnámskeið hefst þriðjud. 3. september HRAÐLESTRARSKÓLINN w w w. h r a d l e s t r a r s k o l i n n . i s Sýnd kl. 8 og 10. Vit 422 ÓHT Rás 2  Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  SG. DV  SV Mbl Kvikmyndir.is 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 4 og 6.Vit 398  ÓHT Rás2 Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. Vit 422 Sýnd kl.10.10. Vit 415 Sýnd kl. 6. Vit 415 Sýnd kl. 8 og 10. Vit 420 Sýnd í lúxussal kl. 4, 6, 8 og 10.10. B. i. 16. Vit 423 EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Aðalskvísan í skólanum er komin með samkeppni sem hún ræður ekki við! „Enginn ætti að missa af þessari,“ Kvikmyndir.is  SK Radíó X DV MBL Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. Vit 418  Kvikmyndir.com 1/2MBL Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Bi. 12. Vit 420 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 3.45. Ísl tal. Vit nr. 410. Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 426Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 422 ÞriðjudagsTilboð kr. 400 ÞriðjudagsTilboð kr. 400 ÞriðjudagsTil- boð kr. 400 ÞriðjudagsTil- boð kr. 400 ÞriðjudagsTil- boð kr. 400 Sýnd kl. 8 og 10.10. Bi. 14. Vit 417

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.