Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ 24.8. 2002 5 4 3 3 6 7 2 8 1 4 5 21 25 31 36 38 21.8. 2002 1 14 15 37 40 48 11 20 Tvöfaldur 1. vinningur næsta miðvikudag Fimmfaldur 1. vinningur næsta laugardag Tívolí 182042 Sýnd kl. 4. Ísl. tal. Vit 418  SK Radíó X DV MBL Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is 1/2 MBL ÓHT Rás 2  SV Mbl  SG. DV Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 426 ÞriðjudagsTilboð kr. 400ÞriðjudagsTilboð kr. 400 Sýnd kl. 8, 9 og 10. Vit 422 Sýnd kl. 5 og 7. Bi. 14. Vit 417 VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4507-4500-0030-3021 4507-2800-0001-4801 4507-4500-0030-6412 4507-4500-0030-6776 4507-2900-0005-8609 4741-5200-0002-4854 4548-9000-0059-0291 4539-8500-0008-6066                                ! "#  "$%& '    ()()$$$ Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða.  Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 8 og 10.20. B. i. 16.  DV  SG. DV  HL. MBL Sýnd kl. 6. Með ísl. tali. Sýnd kl. 10. B.i. 16. Kvikmyndir.is DV Sýnd kl. 6. Með ísl. tali. 1/2 SV Mbl 1/2 Kvikmyndir.is 27 þúsund áhorfendur Sýnd kl. 8 og 10.05. Hvað myndir þú gera ef þú gætir stöðvað tímann? Sýnd kl. 6 og 8. DV Mbl RadíóX ÓHT Rás 2  Kvikmyndir.com  Kvikmyndir.is  SV Mbl Rómantísk gamanmynd úr raunveruleikanum sem fjallar um íslenskan mann, Jón Gnarr, sem verður ástfangin af Kíverskri stúlku. Frá sömu aðilum og gerðu Íslenska drauminn.  Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is 1/2 MBL  SK Radíó X  ÓHT Rás2 Sjáið myndina í frábæru nýju hljóðkerfi Háskólabíós Sýnd kl. 5.30, 8 og 10. B. i. 12. Sýnd kl. 6, 8 og 10.30. ÞriðjudagsTilboð kr. 400 ÞriðjudagsTilboð kr. 400 ÞriðjudagsTilboð kr. 400 ÞriðjudagsTilboð kr. 400 ÞriðjudagsTilboð kr. 400 ÞriðjudagsTilboð kr. 400 Dreyfuss Óskarsverðlaunahafa í aðalhlutverki og Marcia Gay Hard- en sem vann Óskarsverðlaun fyrir Pollock,“ segir Ylfa og bætir við að margir þekktir leikarar fari með aukahlutverk í þættinum, meðal annarra þeir Eli Wallach og Peter ÓToole. „Ég fer með hlutverk jógakenn- ara Richards og er í fjórum þátt- um samtals,“ segir Ylfa. „Það er mjög gott því þá fær maður gildi í sögunni. Richard kemur til mín og vill tileinka sér heilbrigðara líferni en nennir ekki mikið að hreyfa sig. Ég reyni að ýta honum áfram og við grínumst saman.“ Ylfa segir svartan húmor ein- kenna þættina þó svo að þeir hafi yfirskriftina drama-þættir. Mannhafið í New York Ylfa stundar sjálf jóga á hverj- um degi. Hún segir jógaiðkun sinni þó ekki endilega að þakka að hún fékk hlutverkið. „Nei hlutverkið ýtti mér eig- inlega meira út í jógað ef eitthvað er,“ segir hún. „Ég þurfti auðvitað ÍSLENDINGAR stæra sig iðulega af löndum sínum sem gera það gott á erlendri grund, enda full ástæða til. Leikkonan Ylfa Edel- stein er Íslendingur í húð og hár en hefur alið manninn í Bandaríkj- unum undanfarin 15 ár og tekið þar að sér ýmis hlutverk. Síðustu vikur hefur Stöð 2 haft til sýningar bandaríska sjónvarps- þætti er nefnast Max Bickford og fer Ylfa með hlutverk jógakennara í þáttunum. Morgunblaðið greip tækifærið er Ylfa var á landinu á dögunum og tók hana tali. „Ég fluttist til Bandaríkjanna árið 1987 eftir að ég kláraði Menntaskólann við Sund,“ byrjar Ylfa. „Ég byrjaði í leiklistarnámi í St. Louis fyrstu tvö árin en fór svo til New York og fór í tveggja ára leiklistarnám. Ég fluttist svo til Los Angeles þar sem ég hef búið síðustu átta árin að því frátöldu að á síðasta ári dvaldist ég í New York.“ Á ári sínu í New York fóru fram tökur á sjónvarpsþættinum Max Bickford. „Þátturinn er með Richard að búa mig undir hlutverkið og vita hvað ég var að tala um. Það var gaman að geta komið þekking- unni á framfæri í þáttunum.“ Þættirnir eru alls 22 og segir hver þáttur nýja og sjálfstæða sögu. Ylfa er reyndar ekki stödd hér á landi til að kynna þáttinn umrædda heldur einungis til að hitta fjölskyldu og vini. Hún segist reyna að koma til Íslands allavega einu sinni á ári en vildi helst koma oftar. Aðspurð um hvað það sé við Bandaríkin sem heilli hana mest svarar Ylfa eftir litla umhugsun: „Það er svo skemmtilegt hvað mikið er að gerast þar í listum, hvort sem er kvikmyndum, list- málun eða eitthverju öðru. New York finnst mér sérstaklega skemmtileg borg. Þar er svo mikið mannhaf og mikið af alls konar persónum,“ segir hún. Ylfa segir mörg spennandi verk- efni framundan sem hún sé þessa dagana að gaumgæfa. „Það gæti verið ýmislegt á döfinni, leikrit í New York og jafnvel einhverjir aðrir sjónvarpsþættir en það kem- ur allt í ljós á næstunni,“ segir Ylfa. „Þessi bransi er yfirleitt þannig að maður veit aldrei hvað gerist næst. Svo fær maður skyndilega símtal og er þá á leið- inni eitthvert.“ Rugla saman Íslandi og Grænlandi Ylfa segir fólki finnast það mjög sérstakt að hún sé frá Íslandi og segir Bandaríkjamenn eiga í mikl- um erfiðleikum að bera skírn- arnafnið hennar fram. „En ég hverf svo alveg í mann- hafið vegna þess að ég ber erlent eftirnafn,“ segir Ylfa. „Það eru þó- nokkrir Edelsteinar í Bandaríkj- unum. Ég hitti eitt sinn eldri bandarískan mann í Los Angeles sem bar sama eftirnafn og hann vildi að við hittumst og rektum saman ættir okkar. Ég benti hon- um á að til væru þúsundir manns með þetta eftirnafn þó að það hefði auðvitað verið gaman að gera það, við tengjumst auðvitað öll.“ Ylfa segir fólk hafa mjög gaman af að tala um Ísland en segist mik- ið vera spurð sömu spurninganna um landið og tungumálið. „Það er líka mjög algengt að fólk rugli saman Íslandi og Græn- landi, halda að Ísland sé stóra landið með öllum jöklunum eins og nafnið segi til um. Fáum hugnast mikið að fara til Íslands vegna þessa,“ segir Ylfa að lokum og brosir. Íslenska leikkonan Ylfa Edelstein leikur í Max Bickford Kennir Richard Dreyfuss jóga Ylfa Edelstein er stödd hér á landi til að heimsækja vini og ættingja. Morgunblaðið/Kristinn birta@mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.