Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ UM 180 kappakstursmenn gátu státað af verðlaunapeningum eftir spennandi hraðakstur um helgina. Ekki var um harðsnúna formúlu- garpa að ræða að þessu sinni held- ur íslenska krakka á aldrinum 6–12 ára sem tóku þátt í kassabílarallíi í Borgartúni á sunnudag. Það var Íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavíkur og Bíla- naust sem stóðu fyrir keppninni en hluti bílanna var smíðaður á smíða- völlum Reykjavíkurborgar í sumar úr efni sem Bílanaust lét völlunum í té. Piero Segatta, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Bílanausts, sá um framkvæmd keppninnar og að hans sögn tóku 47 glæsikerrur þátt í keppninni. Þeim stýrðu 180 ökuþórar því allt að fjórir gátu ver- ið í hverju liði. „Það fengu allir verðlaunapening og bol og þetta heppnaðist í alla staði alveg gríð- arlega vel. Krakkarnir voru svolítið spenntir í upphafi en svo reyndist þetta vera alveg heljarinnar skemmtun.“ Keppt var í tveimur aldurs- flokkum, sex til átta ára og níu til tólf ára. Stuðningsmenn á öllum aldri voru svo mættir á staðinn til að hvetja sitt fólk þannig að alls voru 450–500 manns mættir til leiks. Að sögn Piero er forsaga keppn- innar sú að Bílanaust gaf smíðavöll- um Reykjavíkurborgar, sem ÍTR rekur, öxla og dekk í 100 bíla í vor. „Krakkarnir smíðuðu bílana sjálfir á smíðavöllunum. Reyndar skiluðu aðeins 15–20 bílar sér af þeim svo við ákváðum að hafa þetta mót opið þannig að allir sem ættu bíla gætu komið.“ Hann segir keppnina á sunnu- daginn vera þá fyrstu sem ÍTR og Bílanaust standa fyrir í sameiningu og að allar líkur séu á að leikurinn verði endurtekinn að ári. „Við er- um að hugsa um að hafa þetta ár- legan viðburð svo ég held að þetta sé komið á kortið.“ Morgunblaðið/Jim Smart Keppendur voru vel varðir í öllum höfuðatriðum og spöruðu sig hvergi við að ná settu marki. Kassabílar á hvínandi ferð Tún Einbeitingin skín úr andliti þessarar ungu ökukonu þar sem hún býr sig undir að takast á við aðra ökuþóra í yngri keppnisflokknum. SUÐURNES FRAMKVÆMDUM við nýja skólp- dælustöð í Gufunesi og tengingu hennar við hreinsistöð borgarinnar í Klettagörðum verður ekki flýtt en hafist verður handa við hönnun og upphafsframkvæmdir á árinu. Gert er ráð fyrir að stöðin verði tekin í notkun á fyrri hluta árs 2004. Morgunblaðið greindi í síðustu viku frá því að saurmengun í fjörunni neðan við Hamravík væri langt yfir viðmiðunarmörkum samkvæmt nýj- um mælingum Mengunarvarna Um- hverfis- og heilbrigðisstofu Reykja- víkur. Að sögn Lúðvíks Gústafssonar, deildarstjóra Mengunarvarna, felst lausnin á þessu vandamáli í fyrirhug- aðri dælustöð í Gufunesi en þaðan verður skólpið leitt í nýja skólp- hreinsistöð borgarinnar í Klettagörð- um sem ræst var í maí síðastliðnum. Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir að þessi tenging yrði komin í gagnið á næsta ári en þeim framkvæmdum var seinkað til ársins 2004 vegna vinnu við nýtt skipulag Gufuness. Í maí síðastliðnum greindi Morgun- blaðið frá þeirri ákvörðun borgarráðs að fela gatnamálastjóra að kanna hvort flýta mætti lagningu holræsis- ins vegna skólpvandans í fjörunni við Hamravík og í Eiðsvík. Að sögn Sig- urðar H. Skarphéðinssonar gatna- málastjóra leiddi sú skoðun í ljós að það yrði mjög erfitt. „Niðurstaðan varð sú að halda fyrri áætlun og taka stöðina í notkun í byrjun árs 2004,“ segir hann. „Þetta eru stórar framkvæmdir og alltaf vafamál hversu mikið á að pressa á þær og með þessu náum við hagstæð- ari samningum. Framkvæmdin er geysilega stór og við þurfum að gefa verktökum við ræsin og stöðina næg- an verktíma til þess að geta unnið þetta eins hagkvæmt og hægt er.“ Hann segir að heildarkostnaður við dælustöðina og tenginguna við Klettagarða verði hátt í milljarður króna en í ár sé áformað að leggja tæpan hálfan milljarð í framkvæmdir og hönnunarkostnað tengdan stöð- inni. Í lok ársins verði síðan ræsin að stöðinni boðin út. Dælustöð lausnin á skólpvandamáli Framkvæmdum ekki hraðað Grafarvogur BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt að úthluta Vottum Je- hova byggingarrétti við Hraunbæ 113 undir starfsemi sína. Í staðinn mun söfnuðurinn afsala sér byggingarrétti við Fossaleyni í Grafarvogi sem honum var úthlutað fyrir þrem- ur árum. Að sögn Ágústs Jónssonar, skrifstofustjóra borgarverk- fræðings, voru lóðaskiptin gerð að ósk Votta Jehova. „Þetta er búið að vera lengi í farvatninu,“ segir hann. „Þeir fengu hinni lóðinni úthlutað árið 1999 og mjög fljótlega eftir það höfðu þeir hug á að skipta um. Síðan er nýlega búið að samþykkja nýtt skipulag fyrir Hraunbæ- inn og þess vegna var hægt að klára þetta núna.“ Aðspurður segir Ágúst söfn- uðinn hyggja á að byggja safn- aðarhús á nýju lóðinni. Vottar Jehova fá lóð við Hraunbæ Árbæjarhverfi LOKAVIKAN í umhverfisátaki Reykjanesbæjar stendur nú yfir. Þessa síðustu daga verður meðal annars unnið að því að fjarlægja stærri hluta úr járni. Í átakinu hefur verið lögð sérstök áhersla á að hreinsa járn og annað rusl af jaðarsvæðum í bæjarfélaginu. Alls hafa um 160 tonn af járni safn- ast á sl. tveimur vikum. Þó eru stærstu járnbitarnir eftir, sem beðið hafa stórtækra vinnutækja svo unnt sé að búta þá í sundur, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ. Nú er komið að því. Í dag verður rifinn vinnukrani í steypustöðinni við Fitjar. Einnig er m.a. ráðgert að taka niður olíutank í Ytri-Njarðvík, lýsistank við gömlu Fiskiðjuna, snigil í gamla HF Kefla- vík-frystihúsinu og einn meltutank í Njarðvíkurhöfn. Bæjarbúar og stjórnendur fyrir- tækja eru hvattir til að nýta tækifær- ið þessa síðustu viku í lokahreinsun svæða sinna. Minnt er á að flutning- ur efnis er ókeypis meðan á átakinu stendur. 160 tonn af járn- rusli fjarlægð Reykjanesbær NÆSTU mánuði eiga krakkar eftir að einbeita sér meira að náminu en hjólabrettum og öðrum fjörlegum farartækjum. Skólinn er byrjaður og þá er minni tími til leikja en þeim mun meira hlúð að hugvitinu. Nokkrir hressir krakkar í Grindavík æfðu sig grimmt á hjóla- brettum í sumar en ágæt aðstaða til þess er í bænum. Þau voru líka ófeimin að sýna ljósmyndara Morgunblaðsins listir sínar er hann átti leið um bæinn á dögun- um. Morgunblaðið/Þorkell Leikið sér um síðsumar Grindavík Ljósmyndir úr skókassa Sandgerði AUÐUR Sturludóttir hefur opnað sína þriðju einkasýningu á málverk- um, að þessu sinni í Fræðasetrinu í Sandgerði. Myndirnar eru málaðar með olíu á krossvið. Þema sýningar- innar er: „Ljósmyndir úr skókassa.“ Titillinn vísar til þess að myndirnar eru málaðar eftir gömlum ljósmynd- um. „Þetta eru myndir sem segja sögu. En sagan er ekki uppspuni, heldur sönn, ekki fundin upp í list- rænum tilgangi, heldur hefur hún akkeri sem heldur henni á jörðu niðri. Sagan er veruleiki,“ segir í fréttatil- kynningu um sýninguna. Auður býður Benjamin Bohn að sýna með sér. Hann sýnir klipptar passamyndir á málaðan krossvið. Þetta er í fyrsta sinn sem hann fæst til að sýna eigin verk, segir í tilkynn- ingunni. Út af Djúpa- vatnsvegi Grindavík BÍLL fór út af Djúpavatnsvegi við vegamót Ísólfsskálavegar austan Grindavíkur um sjöleytið í fyrra- kvöld og hafnaði langt utan vegar. Engin slys urðu á fólki, að sögn lög- reglunnar í Hafnarfirði, sem aðstoð- aði fólkið úr bílnum við að komast til byggða. Talið er að ökumaður hafi misst stjórn á bifreiðinni með fyrr- greindum afleiðingum. Opinn fundur um atvinnumál Reykjanes ÞINGFLOKKUR Samfylkingarinn- ar boðar til opins fundar um atvinnu- mál á Suðurnesjum í dag. Fundurinn verður í Víkinni, Hafnargötu 80 í Keflavík, og hefst klukkan 20. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, setur fundinn og síðan ávarpa fulltrúar atvinnulífs og stéttarfélaga fundargesti ásamt for- stöðumanni Svæðisvinnumiðlunar Suðurnesja. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Sveitarfélög geta haft eigin starfsmann Sandgerði ÁKVÆÐIÐ í nýju barnaverndar- lögunum um að 1.500 manns verði að vera á bak við hverja barna- verndarnefnd tekur einungis til nefndanna sjálfra en ekki starfs- manna. Það er því ekkert sem mælir á móti því að Sandgerð- isbær geti haft eigin starfsmann til að sinna barnaverndarmálum eins og verið hefur þótt mál verði lögð fyrir nefnd sem nær yfir stærra svæði. Þetta kemur fram í greinargerð frá félagsmálastjóra Sandgerðis- bæjar, Guðnýju Hildi Magnúsdótt- ur. Umsókn bæjarráðs Sandgerð- isbæjar um undanþágu frá ákvæði um lágmarksfjölda að baki barna- verndarnefndar var hafnað, eins og fram hefur komið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.