Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2002 17 F í t o n / S Í A F I 0 0 5 2 0 9 Lína.Net hf. Skaftahlíð 24 105 Reykjavík Sími 559 6000 Fax 559 6099 www.lina.net Er fyrirtækið þitt rétt tengt? Internet einkanet extranet Flutningar um IP–Borgarnetið Lína.Net veitir IP–þjónustu samkvæmt samstarfssamningi við Cisco Systems í Noregi og rekur IP–Borgarnetið miðað við gæðastaðla þess samnings. Persónuleg þjónusta við viðskiptavini. Gæði hraði þjónusta. Hringdu í síma 559 6000 og fáðu upplýsingar um verð. SAMRÆMD vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var 111,1 stig (í júlí sl. og lækkaði um 0,2% frá júní. Á sama tíma hækkaði samræmda vísi- talan fyrir Ísland um 0,2%. Í frétt frá Hagstofu Íslands kemur fram að frá júlí 2001 til jafnlengdar árið 2002 var verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, 1,8% að meðaltali í ríkjum EES, 1,9% á evrusvæðinu og 4,0% á Ís- landi. Mesta verðbólga á evrópska efnahagssvæðinu á þessu tólf mán- aða tímabili var á Írlandi 4,2% og á Íslandi 4,0%. Verðbólgan var minnst, 1,0% í Þýsklandi og í Bret- landi og Belgíu 1,1%. Samræmd vísitala neysluverðs Mest verð- bólga á Írlandi VETNISSTÖÐIN, sem deild innan Norsk Hydro hyggst setja upp á einni af bensínstöðvum Skeljungs á næsta ári í samvinnu við Ís- lenska nýorku, er hluti af samevr- ópsku verkefni sem fengið hefur um 4,5 milljarða íslenskra króna í styrk frá Evrópusambandinu. Verkefnið, sem kallast CUTE (Clean Urban Transport in Eur- ope), stendur til ársins 2006 en þá er ætlunin að 27 vetnisknúnir strætisvagnar verði á ferðinni í níu evrópskum borgum. Alls taka 27 orkufyrirtæki, sveitarstjórnir og samgöngufyrirtæki þátt í verk- efninu, sem er unnið að frum- kvæði DaimlerChrysler. Vetnisstöðin sem staðsett verð- ur á einni af bensínstöðvum Skelj- ungs er engin smásmíði, um 10 metrar að lengd og 5–6 metrar bæði að breidd og hæð. Stöðin er því á stærð við lítið tvílyft ein- býlishús með um 50 til 60 fer- metra gólfflöt. Að mati yfirmanns upplýs- ingasviðs Hydro veltur það að miklu leyti á viðbrögðum bíla- framleiðenda hvort vetni kemur að einhverju leyti í stað bensíns í bílum. Stöðvarnar eru afar dýrar í framleiðslu og enn á tilrauna- stigi. Ljóst er að erfitt verður að láta þær standa undir kostnaði nema bílaframleiðendur taki sig til og framleiði vetnisvélar í bíla og skapi þannig not fyrir vetnis- stöðvar. Vetnisstöð Skeljungs á stærð við lítið einbýlishús ÍSVÁ hf. hefur átt í fjárhagserf- iðleikum að undanförnu. Í yfirlýs- ingu frá stjórn félagsins, sem gefin var út vegna fréttar Stöðvar 2 um málið í fyrrakvöld, kemur fram að meginástæða erfiðleikanna séu deil- ur um útgáfu vottorða milli heil- brigðisráðuneytis og lækna. Það hafi hins vegar ekki komið fram í umræddri frétt. Ísvá hf. er ein elsta vátrygginga- miðlun landsins, hún hefur verið starfandi frá 1996 og er með yfir 20.000 viðskiptavini. Miðlun heilsu- farstengdra trygginga, s.s. sjúk- dóma- og líftrygginga, auk slysa- trygginga og sparnaðartrygginga af ýmsu tagi er meginstarfsemi fé- lagsins. Öll tryggingafélög sem ÍSVÁ miðlar til hafa þá meginreglu að kalla eftir læknisvottorðum þeg- ar þurfa þykir áður en heilsufars- tengd trygging er gefin út. „Vegna deilu milli heilbrigðisráðuneytis og lækna um útgáfu vottorða og greiðslna fyrir þau hefur hinsvegar verið nánast ómögulegt að afla læknisvottorða og annarra nauð- synlegra gagna fyrir viðskiptavini félagsins þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir,“ segir í yfirlýsingunni. Ennfremur segir að staðan sé mjög alvarleg, einkum „í ljósi þess að hér er deila ríkisins og rík- isstarfsmanna að hamla því að al- menningur í landinu geti tryggt sig og fjölskyldur sínar gegn óvæntum áföllum af völdum sjúkdóma eða andláts. Hvað ÍSVÁ hf. varðar á félagið af sömu ástæðu útistandandi tæpar 50 milljón krónur hjá tryggingafélög- um sem óskað hafa eftir læknisvott- orðum vegna töku trygginga. Slíkir fjármunir hafa að sjálfsögðu veru- leg áhrif á rekstur félagsins en nú- verandi staða hefði aldrei komið upp hefðu samskipti lækna og heil- brigðisráðuneytisins verið með eðli- legum hætti. Það er með eindæm- um að deila ríkisstarfsmanna og ríkisins geti með þessum hætti sett fyrirtæki í fullum rekstri í slíkan vanda,“ segir í tilkynningu. Að lokum segir að fram hafi komið í frétt Stöðvar 2 að gengið hafi verið á öryggissjóði ráðgjafa hjá Ísvá hf. Hið rétta sé að örygg- issjóðir ráðgjafa voru notaðir til þess að lækka skuld þeirra við Ísvá hf. Félagið vinnur nú að því „með forgangi“að bæta rekstrargrundvöll sinn vegna þeirra erfiðleika, sem læknadeilan hefur valdið. Það er mat félagsins að hagsmunum við- skiptavina þess sé ekki stefnt í hættu. Deilur um vottorð megin- ástæðan Erfiðleikar hjá Ísvá hf. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.