Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FÆREYINGAR eru smámsaman að slíta tengslinvið Danmörku. Eftirkosningarnar í vor endur- nýjuðu Fólkaflokkurinn, Þjóðveld- isflokkurinn og Sjálfstjórnarflokk- urinn samstarfið í landstjórninni auk þess sem Miðflokkurinn kom inn í stjórnina. Stefnir landstjórnin að því að taka á kjörtímabilinu við fjárhagslegri ábyrgð frá Dönum í ýmsum stórum málaflokkum, að sögn Anfinns Kallsberg, lögmanns færeysku landstjórnarinnar. Segir hann að Færeyingar muni taka yfir ábyrgð á flestum þeim málaflokk- um sem ekki heyri beint undir full- veldið. „Þetta eru stórir málaflokk- ar sem kosta mikla peninga og eru inni í fasta fjárframlaginu frá Dön- um. Lífeyriskerfið og hluti af heil- brigðiskerfinu, þar sem Danir borga hluta sem er reiknaður inn í fasta framlagið. Við höfum ekki áætlanir um að minnka fasta fjár- framlagið frá Dönum á þessu fjög- urra ára tímabili, en við komum til með að taka yfir málaflokka á þeim tíma sem samanlagt kosta um 100 milljónir danskra króna,“ segir Kallsberg í samtali við Morgun- blaðið. Í ár fengu Færeyingar um 620 milljónir danskra króna í fram- lög frá Dönum eða um 7 milljarða íslenska. Árið 2001 var framlagið um eitt þúsund milljónir dkr. Segir Kallsberg að stærstu og erfiðustu málaflokkarnir séu lög- gæslan og réttarkerfið. Færeysku réttarkerfi verði komið á fót þar sem dönsk löggjöf verði þó höfð að leiðarljósi. Nefnir lögmaðurinn hegningarlöggjöf, atvinnulífslög- gjöf og löggjöf um hlutafélög. Einn- ig standi til að Færeyingar taki við yfirráðum yfir kirkjunni, flugsam- göngum og vitamálum. Á föstudag fundaði Kallsberg með Davíð Oddssyni, forsætisráð- herra Íslands, sem þá var í opin- berri heimsókn í Færeyjum. Sagði Kallsberg að Færeyingar hefðu áhuga á að kynnast starfsemi ís- lenskra ráðuneyta með því að koma í einhvers konar starfsþjálfun og tók Davíð vel í þær hugmyndir. „Ég er viss um að við höfum meira gagn af því að sjá hvernig samfélag sem er fimm sinnum stærra en okkar tekur á málunum en samfélag með fleiri milljónum íbúa,“ segir Kalls- berg. Færeyingar geti lært af því hvernig Íslendingar slitu tengslin við Danmörku. Fjórir flokkar standa að sam- steypustjórninni sem Kallsberg leiðir, Fólkaflokkur, Þjóðveldis- flokkur, Sjálfstjórnarflokkur og Miðflokkur. Segir Kallsberg já- kvætt að allir flokkar séu sammála um að Færeyingar eigi að taka yfir fleiri málaflokka frá Dönum og bera fjárhagslega ábyrgð á þeim. hafi upplifað mikinn vöxt í hagslífinu frá því í kreppunni. 1991 voru nettó erlendar s okkar 8 milljarðar danskra k nú er gjaldeyrisforði okkar milljarðar. Við höfum bætt s stöðuna um 10 milljarða tíu ár Fiskidagakerfið hefur reynst vel Færeyingar stjórna fiskv sínum með svokölluðu fisk kerfi. Bátar og skip fá út ákveðnum dagafjölda sem mega veiða ár hvert. Segist berg telja færeyska kerfið gott. Brottkast fisks sé ekki v mál. „Við höfum ekki kvóta h er einungis leyft að fiska ák marga daga. Allur fiskur veiðist er fluttur að landi þv eru ekki nein bönn um að ekk veiða fisk umfram einhvern á inn kvóta. Ef það er mikið af sjónum veiðist mikið og ef þ lítið af fiski veiðist minna. Þ eru veiðarnar í takt við stærð stofnanna hverju sinni. Ef við slæmt fiskiár sjáum við það því þá veiðist minna þá dag sjómennirnir hafa leyfi til að v Þá er einnig bannað að ve ákveðnum svæðum og stof verndaðir á hrygningatíma uppvöxt. „Síðustu ár hafa fisk aukist og um leið eru sterkir stofnar að koma upp.“ Lögþingið ákveður hverju hversu mörgum fiskidögum deilt út. Geta útvegsmenn lag an fiskveiðiheimildir en segir berg að Færeyingar hafi ekk var við samansöfnun fiskveið ilda. „Við höfum ekki stórar ú ir á Færeyju og höfum ekki vör við þetta vandamál. Við m fylgjast með því hvort það g framtíðinni. Að sjálfsögðu er leikinn til staðar meðan þa versla með og leggja saman veiðiheimildir, en við höfum ekki orðið vör við þessa þróu hefur orðið á Íslandi, að kvót ist saman á stórar útgerðir.“ Tveggja daga opinberri sókn Davíðs Oddssonar til Fæ lauk síðdegis á föstudag. Kallsberg samstarfið við hafa verið mjög gott og að ha bjartsýnn um að svo muni vera. Fyrir heimsókn Davíð Anders Fogh-Rasmussen, sætisráðherra Dana, í Fær þar sem hann ræddi við Kal og Jonathan Motzfeldt, for grænlensku heimastjórnar Sagði í leiðara færeyska dag ins Dimmalættings á miðvik daginn sem Davíð kom til lan að það hljóti að vera „umhugs efni fyrir danska forsæt „Það hefur verið spurningin hversu hratt þetta eigi að gerast. Ég skal viðurkenna að metnaðurinn á því kjörtímabili sem er nýhafið er ekki jafnmikill og hann var á síðasta kjörtímabili þannig að þetta tekur sinn tíma,“ segir Kallsberg. Megináhersla sé lögð á að af- nema öll efnahagsleg og pólitísk tengsl við Danmörku. Færeyingar muni síðan taka afstöðu til þess í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort þeir vilji vera sjálfstæðir eða áfram til- heyra danska ríkinu „Okkar verk- efni er að taka yfir verkefni frá Dönum, láta efnahaginn aðlagast breytingunum og sýna Færeying- um að landið getur staðið undir sér. Ég er viss um að takist okkur að halda efnahagnum stöðugum þessi fjögur ár og um leið taka yfir verk- efni frá Dönum verðum við nokkuð nærri þeim degi þegar færeyska þjóðin getur tekið ákvörðun um sjálfstæðið,“ segir Kallsberg þegar hann er spurður um hvenær hann sjái fyrir sér að Færeyingar gætu orðið sjálfstæðir. Stóla ekki á olíuna Færeyskt olíuævintýri gæti verið í uppsiglingu en lögmaðurinn segir að ekki sé gert ráð fyrir tekjum af olíunni í reikningum og áætlunum landstjórnarinnar. Finnist olía á færeysku landgrunni geti það þó orðið til þess að hraða því að eyj- arnar verði sjálfstæðar. „Síðustu ár höfum við getað staðfest að það er olía á landgrunninu við Færeyjar, en við höfum hvorki getað sagt til um hversu mikið er af henni né hvort mögulegt sé að vinna með hana.“ Segir Kallsberg að enn verði nokkur bið áður en þetta verður staðfest, það þurfi að gera fleiri til- raunaboranir. Kanadískt skip muni hefja boranir öðrum hvorum megin við mörk enska og færeyska land- grunnsins á næstunni en það sé enn ekki ljóst hvort það verði í ár eða á því næsta. Hafa bætt skuldastöðuna um 10 milljarða dkr. á áratug Segir Kallsberg að meginþorri ungs fólks sem fer til útlanda til að mennta sig komi til baka. Mikil nið- ursveifla varð í færeysku efnahags- lífi í byrjun 10. áratugarins og fluttu þá um 10% Færeyinga af landi brott. „Hingað hefur verið mikill aðflutningur fólks síðustu ár. 2⁄3 hlutar af vexti þjóðarinnar er fólk sem flytur heim, 1⁄3 hluti vaxtarins er fæðingar fram yfir dauðsföll. Við erum aftur komin upp í 48 þúsund íbúa. Fleiri og fleiri ungir Færey- ingar fara til útlanda en koma heim aftur.“ Kallsberg segir að Færeyingar Anfinn Kallsberg, lögmaður Færeyja, segir Færeyinga ge Vill afnema efnah og pólitísk tengsl v Færeyingar munu á næstu fjórum árum taka við stjórnartaum- unum frá Dönum í flestum þeim mála- flokkum sem heyra ekki beint undir full- veldið. Anfinn Kalls- berg, lögmaður Fær- eyja, segir í samtali við Nínu Björk Jóns- dóttur að mikilvægt sé að færeyskur efna- hagur fái svigrúm til að aðlagast aukinni ábyrgð. Anfinn Kallsberg, lögmaður færeysku landstjórnarinnar, segir a efnahagslífi frá því að kreppan lék Færeyinga grátt í up LEST ER KOSTUR Lest milli Reykjavíkur og Kefla-víkurflugvallar myndi kalla ámestu framkvæmdir í sam- göngumálum sem ráðist hefur verið í hér á landi. Hvalfjarðargöngin, sem þóttu gífurlega mikil framkvæmd á sínum tíma, kostuðu um fimm millj- arða króna. Það er mat breska ráðgjaf- arfyrirtækisins AEA að upphafskostn- aður við hraðlest á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar yrði um 33 milljarðar króna. Talið er að tekjur vegna járnbrautarinnar geti numið um 1,2 milljörðum króna árlega en að út- gjöld verði um 250 milljónum króna meiri. Því réttlæti hagkvæmnissjónar- mið ekki framkvæmdir af þessu tagi. Eftir sem áður er margt sem mælir með að lestarhugmyndin verði skoðuð frekar. Margir töldu á sínum tíma að fáránlegt væri að velta fyrir sér göng- um undir Hvalfjörð. Framkvæmdin yrði of dýr og myndi aldrei standa und- ir sér. Nú dregur enginn í efa gildi þessa mannvirkis og raunar eru já- kvæð áhrif enn að koma í ljós. Ávinningurinn af lestarsamgöngum milli Reykjavíkur og Keflavíkurflug- vallar gæti ekki síður orðið margvís- legur. Lest myndi stytta ferðatíma á flugvöllinn, draga verulega úr mengun og minnka slysahættu. Með sam- göngubyltingu af þessu tagi myndu all- ar forsendur varðandi innanlandsflug einnig breytast. Ef hraðlest tengir Keflavíkurflugvöll og höfuðborgina eru auknar forsendur fyrir því að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur án þess að þjónusta við farþega sé skert. Þar með myndi losna mikið og dýrmætt byggingarland í Vatnsmýrinni. Könnun AEA byggist einungis á þeirri forsendu að lestin eigi að þjóna flugfarþegum. Lest gæti hins vegar einnig opnað marga aðra möguleika fyrir íbúa á suðvesturhorninu. Það hef- ur löngu sýnt sig að framkvæmdir sem þessar stuðla að því að tengja saman stærri svæði í eina heild hvað varðar atvinnu og þjónustu. Þannig má segja að Hvalfjarðargöngin hafi tengt Vest- urland við höfuðborgarsvæðið og mik- ið af þeirri blómlegu starfsemi, sem þar er nú að byggjast upp, má rekja beint til samgöngubótanna. Samgöngumannvirki eru í eðli sínu dýr og það er ekki alltaf hægt að ætlast til að þau standi undir sér í hefðbundn- um skilningi. Nefna má að á næstu 25 árum er stefnt að því að mannvirki fyr- ir bifreiðaumferð verði reist á höfuð- borgarsvæðinu fyrir 60 milljarða króna. Ef við horfum lengra en nokkur ár fram í tímann er ljóst að byggðin á suð- vesturhorni landsins á eftir að breiða úr sér verulega. Mikið af því svæði, sem nú stendur autt á milli Keflavík- urflugvallar og Reykjavíkur verður í byggð eftir einhverja áratugi. Lestar- samgöngur gætu því ekki einungis sinnt flugfarþegum heldur tengt Reykjanes við höfuðborgarsvæðið. Þannig mætti draga úr bílaumferð og kostnaðarsömum framkvæmdum í tengslum við hana í framtíðinni. Í flestum ríkjunum í kringum okkur leita menn stöðugt nýrra lausna til að leysa þann samgönguvanda sem fjölg- un íbúa hefur í för með sér. Þar verður að samræma mörg og oft andstæð sjónarmið, t.d. varðandi kröfur um hraða, sveigjanleika, mengun, ónæði og öryggi. Miðað við þær tölur sem nú liggja fyrir er lest ekki fýsilegur kost- ur. Engu að síður er ástæða til að skoða málið betur og út frá mismun- andi forsendum. SAMFÉLAGSLEGT VERKEFNI Undirbúningur að þriðju og endur-bættri útgáfu Íslenskrar orða- bókar hefur staðið um nokkurra ára skeið en hún mun væntanlega koma út í lok október hjá Eddu – miðlun og út- gáfu hf. Íslenska orðabókin kom fyrst út árið 1963 og önnur útgáfa hennar árið 1983, svo hefð íslensk-íslensku orðabókarinnar er hreint ekki löng hér á landi. Árni Böðvarsson var ritstjóri fyrri útgáfa og mótuðu hann og sam- verkamenn hans þau markmið sem enn eru við lýði við þriðju útgáfuna, að sögn Marðar Árnasonar, sem rætt var við í Morgunblaðinu á sunnudag, en hann stýrir því teymi sem stendur að baki nýju orðabókinni. Þó hefðin að baki þessu starfi sé ekki lengri en raun ber vitni er ljóst að sú viðamikla þekk- ing sem safnast við vinnslu orðabóka er ein helsta forsenda þess að tungu- málið, fjölbreytileiki þess og merking varðveitist með hverri kynslóð fyrir sig. Á tímum hraðra framfara á öllum sviðum þjóðlífsins er litlu málsvæði á borð við Ísland jafnvel enn mikilvæg- ara en ella að eiga góðar orðabækur er endurspegla sem flestar hliðar þeirrar margbreytilegu tilveru sem tungumál- ið þarf að tjá. Íslensk-erlendar orðabækur eru ekki síður verðmætar íslenskri menn- ingu en íslensk-íslensk orðabók. Þær eru undirstaða samskipta okkar við aðrar þjóðir, nauðsynleg tæki til að auðga þýðingar og efla grundvöll fræðistarfa. Um leið eru þær mikil- vægur hvati sem stuðlar að gagnsæi og skilvirkni íslenskrar tungu miðað við önnur mál. Á þessu sviði á enn eftir að vinna mikið starf, frumvinnu hvað mörg tungumál varðar, en þær tvímála orðabækur sem þegar eru til þarf að endurskoða og endurvinna miðað við sérhæft notagildi og þarfir ólíkra not- enda. Í grein sem birtist í Morgunblaðinu árið 1995 kom fram að orðabókaútgáfa hefur átt erfitt uppdráttar hér á landi og af orðum Marðar Árnasonar að dæma hefur ástandið ekki breyst til batnaðar frá þeim tíma. „Orðabókaút- gáfa er mjög kostnaðarsöm, arður kemur seint og ef vel á að vera rennur hann að mestu aftur í orðabókagerðina sjálfa,“ segir hann. Af orðum hans má ráða að önnur lögmál gilda um orða- bókaútgáfu en aðra útgáfustarfsemi, því ef starfinu er sinnt af nauðsynlegri alúð er því aldrei lokið. Útgáfa orða- bóka er mikið hagsmunamál hvað efl- ingu íslenskrar tungu varðar og afar hæpið að einkafyrirtæki hafi það bol- magn sem þarf til að sinna því þannig að nauðsynlegar framfarir eigi sér stað. Útgáfa orðabóka er samfélags- legt verkefni eins og Mörður orðar það. Því er ekki nema rétt að sam- félagið veiti slíku starfi vísan stuðning með styrkjum og varðveiti þannig þau miklu menningarverðmæti sem lítið málsvæði á borð við Ísland býr yfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.