Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 22
LISTIR 22 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Doudoudim Glamour FREE Hagkaup Kringlunni Hagkaup Smáralind Dreifing: Medico ehf. Undir- föt Í Reykjavíkurakademíunni stend- ur nú yfir myndlistarsýningin „Óður til líkamans“. Eiga þær Ásthildur Valtýsdóttir, Lóa Hlín Hjálmtýsdótt- ir og Tinna Guðmundsdóttir heiður- inn af að drífa sýninguna í verk og hlutu til þess styrki frá Menningar- borgarsjóði og nokkrum öðrum vel- viljugum fyrirtækjum. Fengu þær til liðs við sig 32 unga listamenn til að takast á við sígilt viðfangsefni lista- og fræðimanna, sjálfan mannslíkamann. Mannslíkaminn hefur verið við- fangsefni myndlistarmanna allt frá tímum hellamálverksins. Í grísku klassíkinni sýna stæltir og ýktir líkamsdrættir yfirburði goðanna. Í kristni miðaldanna er það þjáning lík- amans, í mynd Krists, sem á að kenna okkur hlýðni við Guð og auðvitað við kaþólsku kirkjuna. Í endurreisninni taka vísindin að storka oki kirkjunnar og listamenn fara að nálgast líkam- ann vísindalegar en áður. Á tuttug- ustu öldinni tekur vísindahyggjan yfir og trúarleg upplausn á sér stað. Leys- ist þá líkaminn upp í vísindalegar ein- ingar og er séður frá líffræðilegu sjónarhorni, læknisfræðilegu, eðlis- fræðilegu, efnahagslegu o.s.frv. Á sama tíma á sér stað upplausn og nið- urbrot líkamans í myndlistinni. Spænski málarinn Pablo Picasso af- bakar líkamann og sýnir margar hlið- ar hans á einum tvívíðum fleti. Í súr- realismanum er líkamlegt efni teygt handan raunveruleikans. Í verkum írska listmálarans Francis Bacon um miðja öldina snýr líkaminn á rönguna svo kjötið blasir við okkur. Óður þýska listamannsins Josephs Beuys til líkamans á sjötta áratugnum eru skúlptúrar á borð við „Fitustóll“. Sýn- ir hann stykki af fitu, sem er líkam- legt efni, og stól, sem er táknmynd fyrir anatómíu eða byggingu líkam- ans. Á sjöunda og áttunda áratugnum er líkami listamannanna sjálfra orð- inn að efniviði. Gerningar Banda- ríkjamannsins Vitos Acconci reyndu á sársaukaþolið eins og þegar hann hellti sápuvatni í augu sín og barðist við að halda þeim opnum. Júgóslav- neska listakonan Marina Abramovich sá líkama sinn sem hlut þegar hún bauð gestum á sýningaropnun að gera hvað sem þeir vildu við líkama hennar. Lagði hún fram ýmis tól þeim til hjálpar, svo sem byssu, byssukúlu, hníf, rakvélarblað og rós. Þannig breytist líkaminn í listinni samhliða breyttum viðhorfum til lífs og trúar. Ef sýningin í Reykjavíkurakadem- íunni er til marks um nálgun okkar við líkamann á 21. öldinni, þá byggist hún nær einungis á hugarfari og yf- irborði, þ.e. á ímyndinni og útlitinu. Hvergi er að sjá vangaveltur um eðli líkamans, innviði, náttúru, efni eða ósjáanleg mörk hans, eins og eðlis- fræðingar hafa lengi velt fyrir sér, svo eitthvað sé nefnt. Flest verkin eru hugmyndalegs eðlis en lítil eftirfylgd virðist vera á hugmyndunum. Margt er því „ódýrt“ og „sniðugt“ og ögrar hvorki huga né ertir skynræna upplifun. Skortir metnað og framkvæmda- eða vinnu- semi í ófá verkin, en inn á milli eru þó ágætlega útfærðar hugmyndir eins og „Pink out of the box“ eftir Söru Riel“, „Fitusog“ eftir Ragga og „Hjón: Halla og Jón“ (verkið var ómerkt en höfundar kunna að heita Halla og Jón). Þá bera tvö ljósmyndaverk af öðr- um listaverkum á sýningunni. Það eru „Aldur, hæð og þyngd“ eftir Tinnu Guðmundsdóttur og „Líkami og menning“ Oddvars Arnars Hjartar- sonar. Hið fyrrnefnda sýnir um 60 ljósmyndir af ýmist fáklæddu eða nöktu fólki sem heldur á krítartöflu. Á töfluna er ritað aldur þeirra, hæð og þyngd. Hið síðarnefnda eru ljós- myndir af ungu fólki sem breytir sjálfsmynd sinni um stundarsakir. Rétt er að hrósa þeim Ásthildi, Lóu og Tinnu fyrir atorkuna en hvað sýn- inguna varðar stendur hún ekki undir vonum eða væntingum. MYNDLIST ReykjavíkurAkademían Sýningin er opin mánudaga til laug- ardaga kl. 13–17 og stendur til 17. sept- ember. BLÖNDUÐ TÆKNI 35 UNGIR MYNDLISTARMENN Óður til ímynd- arinnar Morgunblaðið/Kristinn Frá sýningunni „Óður til líkamans“ í Reykjavíkurakademíunni. Jón B. K. Ransu LÍKAST til hefur skrifari sjaldan eða aldrei misst af jafnmörgum mik- ils háttar viðburðum á sýningavett- vangi ytra og af er árinu, og á slíkum virðist ekkert lát. Frekar um aukn- ing að ræða en hitt og framboðið sí- fellt fjölskrúðugra austan hafs sem vestan en aðstæður gerðu að verk- um að hann átti illa heimangengt. Þegar hann svo loksins sá sér fært að halda utan var það á versta tíma ársins til slíkra athafna, túrhesta- mergðin gerir nær ólíft á söfnum og mikils háttar sýningum. Sumum var að ljúka eftir að hafa verið opnar síð- an á útmánuðum og snemma vors og hann með sterkar taugar til þeirra, þá ber að geta sumarsýningar Royal Academy í London, sem er árlegur viðburður sem við Íslendingar get- um mikið lært af og einnig var að ljúka. Nokkurt verkefni er að segja frá öllu sem fyrir augu bar og verður farið greitt yfir sögu í næsta pistli en hér verður einungis hermt lítillega frá þrem fágætum sýningum, vegna þess að þær voru ekki á dagskrá, komu mjög á óvart, eru á upphafs- reit og ómældur lærdómur heim að sækja öllum þeim fjölda sem heldur til borgarinnar við Temsá. Atvik höguðu því svo að leið mín lá ekki á Viktoríu og Albert-safnið fyrr en föstudaginn 16. ágúst, þar var engin sýning á dagskrá en safnið jafnan áhugavert heim að sækja. Hugðist rétt tylla þar tá, líta síðan inn í náttúrusögu- og vísindasafnið hinum megin við götuna, en svo fór að ég uppgötvaði leir- og postulíns- deild, sem ég hafði ekki skoðað áður og dvaldist þar lungann af deginum og var þá búinn að fá nóg. Þegar út kom uppgötvaði ég að tvær sýningar voru í gangi á náttúrusögusafninu, önnur á risastórum ljósmyndum af heiminum séðum úr lofti á flötinni fyrir framan, „The Earth from the Air – 365 Days“ (Jörðin úr lofti – 365 daga), þ.e. ein mynd fyrir hvern dag ársins, en hin innan dyra um merki- legan steingervingafund í Kína, „Dino Birds, The Feathered Dino- saurs of China“ (Dino-fuglinn, fiðr- aða risaeðluafbrigðið frá Kína). Ekki er ýkja langt síðan fregnir af þeim einstæða fundi bárust um heims- byggðina. Þetta varð ég auðvitað hvorttveggja að sjá og var mættur á staðinn um tvöleytið á laugardegi. Mér hafði dvalist á British Museum um morgunin og uppgötvaði ég þá þriðju sýninguna, sem ég yrði einnig að skoða vel. Hún hafði með drottn- inguna af Saba að gera og uppgröft í Jemen í því skyni að sanna eða af- sanna tilvist hennar, „Queen of Sheba. Treasures from ancient Jem- en“ (Drottningin af Saba og dýr- gripir frá Jemen til forna). Er ég kom á svæði náttúrugripa- safnsins brá mér meira en lítið því straumurinn inn í hin voldugu húsa- kynni var líkastur endalausri skrúð- göngu þrátt fyrir indælisblíðu úti fyrir. Mikill mannfjöldi var einnig á opna svæðinu þar sem mergð risa- fleka hafði skipulega verið raðað nið- ur með jafnstórum ljósmyndum. Ákvað því að skoða þær um stund, fara síðan á vísindasafnið og síðast á náttúrusögusafnið. Þótt stóru mynd- irnar litu vel út í nokkurri fjarlægð var það einungis forsmekkurinn að því magnaða sjónarspili er beið mín er ég stóð frammi fyrir þeim. Um að ræða úrval hinna 365 mynda sem franski ljósmyndarinn Yann Arthus Bertrand tók að mér skilst alda- mótaárið 2000 eða á lengra tímabili, að undanskildum átta dögum sem fimm aðrir ljósmyndarar tóku. Myndirnar af öllu mögulegu og ómögulegu í mannheimi og sér- stæðum fyrirbærum í landslagi komu svo út á bók 2001, hún endur- prentuð sama ár og aftur á þessu ári. Mjög skiljanlegt, því tökurnar eru margar hverjar óviðjafnanlegar og opinbera ótal hliðar lífsins á jörðinni sem og margbreytilega lögun mött- uls hennar, þó var ekki verið að fiska eftir öðru en sérstæðum sjón- arhornum sem bregða ljósi á fegurð og fjölbreytileika mannlífsins og heimsins. Jafnframt fylgja textar sem skýra á hlutlægan hátt frá ásókn á gæði jarðar og mannfjölgun, fylgja hér ýmsar tölur um sóun í auðugri löndunum og vannæringu í þriðja heiminum, þó einungis í formi blákaldra staðreynda sem hver get- ur lesið úr sem hann vill. Þess má geta að bókin mun fást í bókabúð hér en þótt vel hafi tekist um prentun og frágang eru áhrifin hvergi nærri söm og á sjálfri sýningunni, á stund- um langtum síðri því að svo margt hverfur við slíka minnkun á bók. Ekki dofnaði hrifning mín er ég rakst á heilar 4–5 myndir frá Íslandi og þær hverja annarri áhrifaríkari, sem vel mátti marka af viðbrögðum fólksins. Sýndist mér raunar engu landi gerð betri skil nema ef væri Frakklandi en ég var ekki endilega að fiska eftir slíkum samanburði, mestu máli skipti að framkvæmdin í Mælifell á risafleka fyrir framan Náttúrusögusafnið. Bora Bora, sjö milljóna ára eldfjall í Frönsku Polynesíu. Lágmynd af konu, alabast, glært af- brigði af gipsi. Jemen, 1. öld fyrir Krist. Merkilegar sýningar Granítstyttur af þrem konum. Jemen, 2.–3. öld fyrir Krist. Sumarið hefur boðið upp á gnægð meiri háttar viðburða á sýningavettvangi í Lundúnum og þótt borgin væri síðasti áfangastaður Braga Ásgeirssonar í fyrstu utanlandsferð hans á árinu þykir honum rétt að hefja greinaflokk sinn á að herma af þrem þeirra sem mikla athygli hafa vakið, en hann hafði ekki hugmynd um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.