Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2002 11 SAMKVÆMT nýrri skýrslu um hag- kvæmni járnbrautarlestar milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar munu tekjur af miðasölu mæta rekstrar- og viðhaldskostnaði en þær myndu hvorki duga fyrir endurnýjun vagna og mannvirkja né greiðslum vaxta og afborgunum lána af fjárfest- ingunni. Stofnkostnaður er áætlaður 33,3 milljarðar króna, árlegur rekstr- arkostnaður rúmir 1,4 milljarðar en tekjur rúmir 1,2 milljarðar króna af 1,4 milljónum farþega á ári. Fjöldi lestarfarþega hefur verið áætlaður miðað við spár um fjölda flugfarþega og mat á vilja þeirra til þess að nota lestina fremur en að fara í bíl. Hafa flugvallarstarfsmenn verið teknir með í reikninginn. Um 1,4 milljónir farþega árið 2010 er 40% aukning miðað við fjölda flugfarþega í dag. Í skýrslunni eru aðrar forsendur til staðar en þegar sömu aðilar, breska ráðgjafarfyrirtækið AEA Techno- logy Rail og Ístak hf., könnuðu hag- kvæmni járnbrautar og miðuðu þá aðallega við leiðina frá Keflavík að Mjódd í Reykjavík. Skýrslu um þá framkvæmd var skilað í október á síðasta ári. Nú er gert ráð fyrir fleiri lestarstöðvum, annarri brautarlegu og lengri leið, þ.e. endastöð við Reykjavíkurflugvöll, og miðað við að völlurinn leggist af og flugsamgöngur verði alfarið um Keflavíkurflugvöll. Í fyrri skýrslu var einnig rætt um hvers konar járnbrautir ætti að not- ast við. Þar var hefðbundin hraðlest talin besti kosturinn, en jafnframt sá dýrasti, og miða skýrsluhöfundar við þann kost nú. Tekin í notkun eftir átta ár Miðað er við að árið 2010, ef und- irbúningur hæfist nú þegar, yrði hægt að taka í notkun járnbraut með fjórum vögnum í einni einingu, eins og það er nefnt í skýrslunni. Lest- irnar yrðu svipaðar og eru t.d. við flugvellina í Kaupmannahöfn, Osló eða London. Sæti og aðrar innrétt- ingar yrðu vandaðri en t.d. í lang- ferðabílum. Lestin yrði rafknúin með orku frá loftlínu yfir brautinni og færi á hálftíma fresti milli staða á um 160 km hámarkshraða á klukkustund. Árið 2020 yrðu vagnarnir orðnir 44 að tölu í 11 einingum. Eins og fram kom í Morgunblaðinu á sunnudag, og sést nánar á með- fylgjandi korti, myndi brautin liggja frá flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík og að þeim stað sem Reykja- víkurflugvöllur er nú í Vatnsmýrinni. Að Straumsvík myndi brautin liggja meðfram núverandi Reykjanesbraut en færast þá innar í landið og samsíða nýjum vegi sem þar yrði lagður. Er þetta meginbreyting á brautarlínu frá fyrri skýrslu. Lestarstöðvar yrðu í Innri-Njarðvík, Hvassahrauni, ef flytja ætti þangað innanlandsflugvöll, Kapelluhrauni og neðanjarðar við verslanamiðstöðina Smáralind í Kópavogi. Frá Kapelluhrauni færi lestin í nokkrum jarðgöngum til Reykjavíkur, síðast úr Smáralind undir Kópavog, Fossvogsdal og loks í gegnum Öskjuhlíð. Gangaop yrði við rætur Öskjuhlíðar vestan við Perluna og norðan við Hótel Loftleiðir. Nokk- ur óvissa er þó sögð um legu braut- arinnar frá Kópavogshálsi vegna skipulags byggðar og gatna sem enn er í vinnslu á því svæði. Árlegt rekstrartap 250 milljónir Skýrsluhöfundar reikna með að fargjald yrði svipað og í flugrútunni svonefndu sem gengur frá Hótel Loftleiðum til Leifsstöðvar, sem sagt er lægra en tíðkast í lestum milli höf- uðborga og flugvalla í nágrannalönd- unum. Hækkun á fargjaldi kynni að bæta fjárhagsafkomu brautarinnar en drægi jafnframt úr þjóðhagslegri hagkvæmni þar eð fleiri myndu þá kjósa að nota einkabílinn í stað járn- brautarinnar. Sem fyrr segir er árlegur rekstr- arkostnaður tæplega 1,5 milljarðar króna, eða nákvæmlega 1.458 millj- ónir, og tekjur af miðasölu rúmir 1,2 milljarðar. Þannig að miðað við rekstrarkostnaðinn eingöngu yrði um 250 milljóna króna tap á rekstr- inum á ári. Yrðu þá eftir greiðslur af vöxtum og afborgunum lána af fjár- festingunni. Um fjárhagshliðina segir í skýrsl- unni: „Nærri lætur að tekjur af miða- sölu mæti rekstrar- og viðhalds- kostnaði járnbrautarinnar, en þær duga ekki fyrir endurnýjun vagna og mannvirkja. Ef rétt er áætlað ætti því að vera hægt að reka járnbraut- ina án hárra styrkja. Hins vegar er þess ekki að vænta að tekjurnar hrökkvi fyrir greiðslum vaxta né af- borgunum lána vegna upphafskostn- aðar.“ Rekstrarkostnaður skiptist þannig í grófum dráttum að 987 milljónir kr. myndu fara í árlegt viðhald og end- urnýjun, þar af 415 milljónir í sjálfar lestirnar og 276 milljónir í teinana, launakostnaður yrði 412 milljónir og orkukostnaður 58 milljónir. Skipting á 33,3 milljarða króna stofnkostnaði er þannig að 11,2 millj- arðar færu í mannvirki og jarðvinnu, 7,5 milljarðar í járnbrautarteina, járnbrautarlestir myndu kosta 6,4 milljarða, raflagnir 3,1 milljarð, lest- arstöðvar 2,5 milljarða, merkja- og stjórnbúnaður 1,3 milljarða og reitur fyrir geymslu og viðhald vagna myndi sömuleiðis kosta 1,3 milljarða að mati skýrsluhöfunda. Þeir taka fram að tölurnar myndu lítið breytast þó að miðað yrði við aðra tilhögun en að flytja Reykjavíkurflugvöll. Setja mætti járnbraut inn í svæðisskipulag Í skýrslunni segir að nokkra þætt- ir, sem skipti máli fyrir hagkvæmni járnbrautarinnar, þurfi að taka með í reikninginn sem sé þó erfitt að meta beint til fjár. Um er að ræða tíma- sparnað lestarfarþega, tímasparnað þeirra sem aka á vegunum, fækkun slysa vegna meira öryggis á járn- braut en vegi og lækkun tekna rík- isins af sköttum á eldsneyti. Síðan segir orðrétt: „Ef tekið er tillit til þessara þátta við samanburðinn, er áætlað að tekjur og hagræði af járn- brautinni skili nálægt 80% af kostn- aðinum við hana. Þetta hlutfall er að sjálfsögðu mjög háð spám um fjölda flugfarþega. Ennfremur geta ákvarð- anir um framtíð Reykjavíkurflugvall- ar haft áhrif á þetta. Þótt bjart- sýnisspá sé lögð til grundvallar, er ljóst að tekjur af járnbrautinni muni undir engum kringumstæðum mæta öllum kostnaði við hana. Þess vegna virðist ekki rétt að ráðast í járnbraut- arlagningu með þeim hætti sem lýst er í þessari skýrslu.“ Að endingu segir í samantekt skýrslunnar: „Það er niðurstaða þessarar athugunar að ekki eru nein- ar tæknilegar hindranir fyrir því að leggja járnbraut eins og hér hefur verið lýst, en frá sjónarhóli hag- kvæmni er hún ekki réttlætanleg miðað við þær forsendur sem eru not- aðar. Verkkaupi, Orkuveita Reykjavíkur og borgarverkfræðingur, þurfa nú að ákveða um framhaldið. Til greina gæti komið að kanna hverjar viðbót- artekjur kynnu að fást frá notkun á járnbrautinni óháðri flugi. Einnig mætti rannsaka tækifæri til sparnað- ar. Síðast en ekki síst kemur sá kostur til álita að fella járnbrautina inn í svæðisskipulag þannig að hana megi leggja síðar, ef þróun verður með þeim hætti að lagning þessarar járn- brautar teljist hagkvæm og þá ef til vill sem hluti stærra brautarkerfis.“ Flutningur innanlandsflugs hvatinn að athuguninni Þegar fyrri skýrslan var kynnt kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra að hvatinn að hagkvæmniathugun á lagningu járnbrautar milli Reykjavíkur og Keflavíkur hefði verið umræðan um flutning innanlandsflugsins úr Vatns- mýrinni á nýjan flugvöll, annaðhvort í nágrenni Reykjavíkur eða til Kefla- víkur. Forsendan fyrir því væri skil- virkari samgöngur milli staða. Eins og áður segir myndi stofn- kostnaður vera 33,3 milljarða króna en til samanburðar má geta þess að nýr innanlandsflugvöllur í Vatnsmýr- inni var talinn kosta rúma 8 milljarða króna, samkvæmt skýrslu sem Reykjavíkurborg lét gera, og nýr flugvöllur á uppfyllingu í Skerjafirði (Lönguskerjum) rúma 13 milljarða. Að flytja innanlandsflugið til Kefla- víkur var talið kosta rúma 4 millj- arða. Skýrslan var kynnt í stjórn Orku- veitunnar sl. föstudag og fer fyrir borgarráð síðar í vikunni. Járnbrautarskýrslan fyrir Orkuveitu Reykjavíkur og borgarverkfræðing Tekjur duga ekki fyrir vöxtum og afborgunum lána                             !  "  #$                    !!         Breskt ráðgjafarfyrir- tæki og Ístak miða við að flugvöllur fari úr Vatnsmýrinni og flug- samgöngur verði alfarið um Keflavíkurflugvöll í seinni skýrslu sinni um járnbraut milli Reykja- víkur og Keflavíkur. Björn Jóhann Björns- son skoðaði skýrsluna, sem kynnt verður í borgarráði í vikunni. bjb@mbl.is ÁKÆRA ríkissaksóknara gegn þremur mönnum sem sakaðir eru um innflutning á um 30 kílóum af hassi var þingfest í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Fjórði maðurinn er ákærður fyrir að hafa ásamt einum þremenninganna lagt á ráðin um inn- flutning á 5,4 til 7,5 kílóum af hassi sem var hluti af fyrrnefndri sendingu og greitt honum 1,5 milljónir til kaupa á fíkniefnunum. Lögreglan í Reykjavík lagði hald á hassið 12. mars sl. og er þetta er mesta magn sem lagt hefur verið hald á í einni sendingu hér á landi. Verjandi eins þremenninganna hefur krafist þess að málinu verði vís- að frá dómi þar sem fulltrúi lögreglu- stjórans í Reykjavík sem vann að rannsókn málsins hafi verið vanhæf- ur vegna tengsla sinna við verjanda annars sakbornings í málinu. Skv. lögum um meðferð opinberra mála, skal við þingfestingu sakamáls spyrja ákærðu um hvort þeir játi sakargiftir en vegna frávísunarkröfunnar var því frestað. Málið verður tekið fyrir á ný á föstudag. Hagsmunaárekstrar Þórir Örn Árnason, hdl., byggir frávísunarkröfuna á því að fulltrúinn og Karl Georg Sigurbjörnsson, hdl., sem er lögmaður annars sakbornings í sama sakamáli, hafi með sér slíkt samband að það hljóti að valda van- hæfi fulltrúans. Karl Georg hafi með höndum hagsmunagæslu í dómsmáli sem hann hefur flutt fyrir fulltrúann. Nú sé uppi sú staða í málinu að eftir sé að gera lokauppgjör og séu hags- munir fulltrúans þar um ein milljón króna, þegar hafi hann greitt ríflega 800.000 kr. í lögfræðikostnað en eftir standi um 500.000 kr. Ljóst megi vera að hagsmunaárekstur sé slíkur hjá þessum tveimur mönnum að ekki verði hjá því komist að fulltrúinn telj- ist vanhæfur. Því verði að vísa málinu frá á grundvelli 30. gr. laga um með- ferð opinberra mála og eðli málsins í heild. Í 30. greininni er kveðið á um vanhæfi ákæranda. Í þessu tilviki er það hins vegar ríkissaksóknari sem gefur út ákæruna en ekki lögreglu- stjórinn í Reykjavík. Í bréfi til dómsmálaráðuneytisins og ríkissaksóknara segir Þórir að skjólstæðingur Karls Georgs hafi borið skjólstæðing sinn þungum sök- um sem hafi leitt til ákæru í þessu máli. Engin önnur sönnunargögn en þessi framburður og sögusagnir ann- ars ákærða í málinu liggi fyrir um þátt skjólstæðings Þóris í málinu auk þess sem sakbendingin hafi átt sér stað við sérkennilegar aðstæður. Þá gerir Þórir ýmsar athugasemdir við rannsókn lögreglu og segir að fyrr- nefndur fulltrúi hafi tafið afhendingu gagna og neitað að rannsaka atriði sem hann hafi bent á. Grundvallarat- riðið í málinu sé þó hagsmuna- árekstrar fulltrúans og Karls Georgs. Egill Stephensen, saksóknari hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, segir að greinargerð um málið verði send ríkissaksóknara og að svo stöddu muni lögregla ekki tjá sig frekar um málið. Ákærðir fyrir innflutning á um 30 kílóum af hassi Krafist frávísunar vegna vanhæfis fulltrúa lögreglustjóra RÚSSNESKA fjölskyldan sem sótti um hæli hér á landi fyrir skemmstu fer af landi brott í vikunni og munu finnsk yfirvöld taka mál hennar fyrir. Fjölskyldan, hjón og sautján ára sonur þeirra, fóru fram á hæli þar sem sonur þeirra verður 18 ára í haust og kemst þá á herskyldualdur. Sögðu hjónin að sonur sinn væri svo veikburða að herþjónusta myndi stefna heilsu hans í voða. Jóhann Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Útlendingaeftirlitsins, segir að stofnunin hafi ekki tekið efnislega af- stöða til hælisbeiðninnar. Skv. Dyfl- innarsamningnum svokallaða, eigi all- ir rétt á að fá hælisbeiðni sína tekna fyrir í einu landi. Fólkið hafi farið frá Rússlandi um Finnland áður en það kom til Íslands og hafi finnsk yfirvöld viðurkennt að þau eigi að fjalla um hælisbeiðni fjölskyldunnar. Rússneska fjölskyldan fer til Finnlands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.