Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isBjörgvin Sigurbergsson segist þurfa fleiri fugla/B9 KR-ingar í efsta sæti, stigi á undan Fylki/B2 12 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM UPPHÆÐ skuldar Landspítala – háskólasjúkrahúss, LSH, við birgja sem aðild eiga að Samtökum versl- unarinnar – FÍS var rædd á fundi þeirra í gær. Sjúkrahúsið ætlar að greiða niður elstu skuldirnar um mánaðamótin. Sjúkrahúsið segir skuldina töluvert lægri en birgjar halda fram. Samtök verslunarinnar segja upphæð LSH vera án drátt- arvaxta sem skýri að einhverju leyti misræmið. Tölur sannreyndar og sam- eiginleg yfirlýsing í dag Anna Lilja Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri fjárreiðna- og upp- lýsingasviðs LSH, segir að sjúkra- húsið hafi farið yfir sitt bókhald og fengið út upphæð sem er töluvert lægri en sú sem birgjar telja að skuld sjúkrahússins við þá nemi. Anna Lilja segir að á fundinum hafi forsvarsmönnum FÍS verið af- hentar þær tölur. „Þeir ætla að sannreyna allar tölur með sínum birgjum. Í framhaldi af því munum við gefa út sameiginlega yfir- lýsingu, þar sem rétt tala kemur fram, en það er ljóst að hún er önn- ur en áður hefur verið haldið fram.“ Í Morgunblaðinu sl. föstudag er vitnað í bréf sem FÍS sendi for- stjóra LSH þar sem segir að skuld sjúkrahússins við birgja innan sam- takanna sem stunda innflutning á lyfjum og öðrum hjúkrunar- og heilbrigðisvörum sé 840 milljónir króna. Þá var sjúkrahúsinu gefinn tveggja vikna frestur til þess að ganga frá skuldinni. Andrés Magn- ússon, framkvæmdastjóri FÍS, seg- ist ánægður með fundinn í gær og að nú sé verið að fara yfir allar töl- ur og sannreyna þær. Mistök hjá einu fyrirtæki „Það liggur fyrir að mistök hafa átt sér stað hjá einu fyrirtæki okk- ar varðandi upplýsingar en það breytir því þó ekki að vanskilin eru veruleg. Inni í tölu sjúkrahússins eru engir dráttarvextir og okkar fyrirtæki krefjast dráttarvaxta og gefa það ekki eftir.“ Andrés segir niðurstöðu á gaum- gæfilegri samantekt á skuld sjúkrahússins við fyrirtæki FÍS að vænta í dag. Anna Lilja segir að varanlegrar lausnar á skuldastöðunni við birgj- ana sé ekki að vænta fyrr en með fjáraukalögum, sem sett eru fram á fyrstu dögum þingsins í október. „Við munum greiða upp elstu skuldir við birgjana nú um mán- aðamótin. Á fundinum ræddum við um að fá tölurnar fyrst á hreint og að elstu skuldir yrðu greiddar nú um mánaðamótin,“ sagði Anna Lilja Gunnarsdóttir að lokum. Varanlegrar lausnar á skuldum LSH við birgja ekki að vænta fyrr en með fjáraukalögum í október Elstu skuldirnar greidd- ar um mánaðamótin FJÖLMENNUR borgarafundur var haldinn í Selásskóla í gærkvöldi um tillögur að nýju deiliskipulagi í Norðlingaholti og spunnust miklar umræður um skipulagið á svæðinu sjálfu og næsta nágrenni þess og var mörgum fundarmönnum heitt í hamsi. Steinunn Valdís Óskarsdótt- ir, formaður skipulags- og bygging- arnefndar hjá Reykjavíkurborg, kynnti á fundinum helstu tillögur að deiliskipulaginu sem nú er til skoðunar. Hún lagði áherslu á að markmiðið með fundinum væri ekki einungis að gera grein fyrir sjón- armiðum borgarinnar og kynna skipulagið í heild sinni, heldur ekki síður til þess að hlusta á raddir fundarmanna. Hún fór yfir skipu- lagið og gerði grein fyrir lýsingu svæðisins, aðstæðum, afmörkun, náttúrufræði, veðurfræði og fleira. Hún ræddi forsendur og markmið skipulagsins og sjónarmið vegna þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram. Steinunn benti á að allt frá árinu 1984 hefði verið gert ráð fyrir að það risi íbúðarbyggð í Norðlinga- holti. Um þá gagnrýni sem fram hefur komið að lítið verði um hefð- bundin einbýlishús í Norðlingaholti sagði hún. „Eins og staðan er á húsnæðismarkaði í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu öllu er mikil þörf fyrir minni íbúðir og með þessu er verið að koma til móts við þau sjónarmið sem þar eru uppi.“ Steinunn sagði að það sem skipti mestu máli varðandi skipulagið væri sú hugmyndafræði sem lægi að baki skipulaginu. Í markmiðum þessa skipulags væri meðal annars stuðlað að byggðamynstri sem und- irstrikaði einkenni landslags, góð- urs, byggingarlistar og að húsagerð tæki mið af sérstæðu landslagi. Steinunn sagði að í aðalskipulagi Reykjavíkur væri mótuð sú stefna að þétta byggð og máli skipti að þétting byggðar þýddi ekki bara að þétta ætti hana í eldri hverfum borgarinnar. Steinunn benti á að hæstu húsin í Norðlingaholti yrðu 6 hæða há sem kynni að vera umdeil- anlegt en það væri ákveðin hugsun í skipulaginu sem lægi þarna að baki. Fjölmargir fundargestir kvöddu sér hljóðs og beindu spurningum til Steinunnar Valdísar og þeirra Helgu Bragadóttur skipulagsfull- trúa, Ágústu Sveinbjörnsdóttur, hverfisstjóra hjá skipulagsfulltrúa, Ólafs Bjarnasonar, forstöðumanns Verkfræðistofu, og Stefáns Her- mannssonar borgarverkfræðings. Margir höfðu áhyggjur af framtíð þeirra sem eiga hesthús í Norð- lingaholti. Meðal þess sem menn minntu á var að svæðið væri snjó- þungt á vetrum og íbúar í Sel- áshverfi lýstu yfir óánægju með út- sýnistap sem þeir yrðu fyrir með hinu fyrirhugaða hverfi í Norð- lingaholti. Fjölmennur borgarafundur um deiliskipulag í Norðlingaholti Stefna borgarinnar er að þétta byggð Morgunblaðið/Golli Mikið fjölmenni var á borgarafundi sem haldinn var í Selásskóla í gær vegna deiliskipulags væntanlegs at- vinnu- og íbúðarhverfis í Norðlingaholti. Margir komu með spurningar og athugasemdir um skipulagið. RAUÐU örvarnar, listflugsveit breska flughersins, flugu lágt yfir höfuðborgarsvæðinu í gærdag, en vélarnar voru á leið til Keflavíkur sem er áfangastaður sveitarinnar á leið hennar til Kanada. Morgunblaðið/RAX Það var nokkuð dimmt yfir þeg- ar vélar Rauðu örvanna flugu yfir höfuðborgina í gær. Rauðu örvarnar KONA sem ákærð er fyrir mann- dráp, með því að stinga sambýlis- mann sinn þrisvar með hnífi í íbúð á Grettisgötu hinn 6. mars sl., segist ekkert muna eftir atburðum kvölds- ins. Við þingfestingu málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær benti hún á að vitni hefðu sagt að hún hefði ekki verið sú eina sem hefði verið með hníf í höndunum þegar árásin átti sér stað. Hnífstungurnar komu í brjóst og kvið og voru tvær þeirra sérlega djúpar. Í ákæru kemur fram að maðurinn, sem var fimmtugur, hafi látist vegna bráðra lungnabreytinga og lungna- bólgu sem hafi verið afleiðing af at- lögu konunnar. Er konan ákærð fyr- ir manndráp. Lögmaður konunnar, Hilmar Baldursson hdl., óskaði eftir frekari gagnaöflun vegna málsins. Ákærð fyrir hnífstunguárás Segist ekkert muna eftir árásinni ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.