Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 25
HAUST 2002 ...fallegar og vandaðar haustvörur komnar Stærðir 36 - 46 eva laugavegi 91, 2. hæð sími 562 0625 DKNY - Gerard Darel - BZR - Virmani - Seller - Custo - Paul et Joe - Divina Þakdúkar og vatnsvarnarlög Þakdúkar og vatnsvarnarlög á:  þök  þaksvalir  steyptar  rennur  ný og gömul hús Góð þjónusta og fagleg ábyrgð undanfarin 20 ár - unnið við öll veðurskilyrði - sjá heimasíðu www.fagtun.is FAGTÚN Brautarholti 8 • sími 562 1370 staka tilfelli kann að vera að fram- leiðandi hafi tryggt sér þennan rétt, en í öllum þeim samningum milli framleiðenda og sjónvarps- stöðva sem ég hef lesið – og þeir eru býsna margir – hefur verið tekið fram að stöðvarnar þurfi að semja við samtök tónskálda í hlut- aðeigandi landi um sérstaka greiðslu fyrir flutning tónlistar. 3 Þá fullyrðir Hólmgeir, gegn betri vitund, að samkvæmt höf- undalögum þurfi menntamálaráðu- neytið að staðfesta gjaldskrá STEFs fyrir flutning tónlistar í út- varpi, þ.e. sjónvarpi og hljóðvarpi. Þetta er rangt. Í 1. mgr. 23. gr. höfundalaga er gengið út frá því að höfundarétt- arsamtök eins og STEF semji við útvarpsstöðvar um endurgjald fyr- ir flutning tónlistar, án afskipta ráðuneytisins. Í samræmi við þetta segir orðrétt í 4. mgr. 23. gr.: „Höfundaréttarsamtökum skv. 1. mgr. skal einnig heimilt að setja gjaldskrá um flutning verka utan útvarps. Slíkar gjaldskrár skulu háðar samþykki menntamálaráðu- neytisins.“ Þess skal getið að við gerð samninga um tónflutning við út- varpsstöðvar hefur STEF jafnan gætt þess að þær sitji allar við sama borð. Ennfremur að endur- gjaldi sé stillt í hóf, enda má full- yrða að tónlist sé ódýrasta dag- skrárefnið sem stöðvunum býðst. 4 Ekki veit ég hvaðan Hólmgeir hefur fengið upplýsingar um að „sumir af okkar vinsælustu tónlist- armönnum“ hafi fengið ellefu krónur í höfundargreiðslur frá STEFi á síðasta ári. Þótt vissulega séu vinsælustu tónskáld og texta- höfundar okkar ekki meðal þeirra tekjuhæstu hér á landi báru þeir þó sem betur fer miklum mun meira úr býtum en þetta. Annars ætti STEF sér engan tilverurétt. 5 Í grein sinni klykkir Hólmgeir út með því að STEF tapi nú hverju dómsmálinu á fætur öðru. Þetta er rangt. STEF hefur gætt þess að höfða því aðeins mál fyrir dómstólunum að brýn nauðsyn sé til. Af þeim sökum hafa samtökin unnið flest af þeim dómsmálum, sem þau hafa höfðað, og hefur engin breyting orðið á því hin síðari ár. Höfundaréttargjöld STEF hefur gætt þess að höfða því aðeins mál fyrir dómstólunum, seg- ir Eiríkur Tómasson, að brýn nauðsyn sé til. Höfundur er framkvæmdastjóri STEFs. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2002 25 SÚ HUGMYND er algeng, að lögbundið fæðingarorlof jafni stöðu kynjanna. Hugs- unin er væntanlega sú, að karlar og konur fái sambærilegri laun en áður, ef allir hafa samið um fæðingarorlof, eða það sé lögbundið. Ef konur einar semji um möguleika á fæðingar- orlofi fái þær lægri laun en karlar. Það er misskilningur að lögþvingað fæðing- arorlof jafni stöðu kynjanna á vinnumark- aði. Staða kynjanna er ekki endilega ójöfn, þótt konur kjósi kannski frekar en karlar að taka umbun fyrir störf sín út í möguleika á fæðingarorlofi. Heildarumbun starfsfólks felst í launum og öðrum starfskjörum. Fæðingarorlof er líka einhvers virði, og er hluti af þessum starfskjörum. Þannig geta starfs- kjör tveggja manneskja verið jafn- góð, þótt önnur sé með lægri launa- tölu, en fái ýmis réttindi í staðinn. Fylgismenn lögbundins fæðingar- orlofs telja að ef kona þurfi að semja um fæðingarorlof við vinnuveitanda sinn sé ljóst að hann ráði frekar karl- inn. Það er rétt, ef hæfni þeirra er jöfn að mati vinnuveitanda og þau gera sömu launakröfur. En launin eru bara ekki það eina sem máli skiptir. Ef konan gerir kröfu til fæð- ingarorlofs, en karlinn ekki, er hún í raun að biðja um meiri umbun fyrir störf sín. Almennt er kona ekki betur sett, ef karlmenn semja líka um fæðing- arorlof. Áhrifin gætu værið lækkun á launum karlanna en vinnuframlag hennar hefur ekki hækkað í virði og hún getur ekki vænst meiri umbunar fyrir störf sín. Hún getur hins vegar hækkað launin, ef hún minnkar orlofsréttindi sín – ekki með því að breyta hvernig aðrir taka umbun sína út. Kona kann hins veg- ar að vera betur sett ef maki hennar semur um fæðingarorlof. Þá kann fjölskyldulífið að verða betra er barn fæðist. Einnig getur hún kannski tekið minna orlof sjálf, ef hún kýs. En ríkisvaldið á ekki að skapa eðlileg samskipti kynjanna í hjónabandi og öðrum samböndum – öðruvísi en að taka á ofbeldi. Ætti ríkisvaldið kannski líka að setja höft á notkun golfvalla, til að vinna gegn því að karlmenn vanræki fjölskyldur sínar fyrir ástundun golfs? Í þokkabót má benda á að sumir foreldrar kunna að vilja skipta verk- um. Brotið er á rétti þeirra með lög- bundnu fæðingarorlofi. Þau pör sem vilja skipta fæðingarorlofinu á milli sín njóta í raun ríkari réttinda en þau pör sem vilja skipta með sér verkum. Eitt fjölskylduform er tekið fram yf- ir annað, á sama hátt og þegar til dæmis samkynhneigðum er bannað að búa saman eða ættleiða börn. Lögbundið orlof getur einnig skapað tekjumissi hjá pörum sem vilja skipta með sér verkum. Ef for- eldrið sem vill heldur vera hjá barninu er til dæmis með lægri laun, þarf það að semja um minni launa- lækkun vegna orlofsins. Þá er órétt- lætanlegt að þvinga hitt foreldrið til að gera slíkt hið sama og fórna kannski hærri krónutölu í launum. Allir launþegar greiða svokallað tryggingargjald, en það kemur reyndar ekki fram á launaseðli. Þetta gjald er meðal annars notað til að greiða laun í fæðingarorlofi. Er sagt að fólk sé með þessu að tryggja sig, svo það fái bætur ef það eignast börn. Þetta gjald greiðir líka fólk sem ekki vill eignast börn, fólk sem er komið úr barneign og annað fólk sem ekki getur eignast börn. Það er ekki jafnrétti að neyða alla til að kaupa tryggingu sem gagnast bara sumum. Hið lögbundna fæðingarorlof er frelsisskerðing og hreint brot á jafn- rétti. Það er skrýtið hvað fólk sem berst annars fyrir eigin frelsi er stundum tilbúið til að brjóta réttindi annarra. Krafa fólks til frelsis stend- ur veikum fótum ef það er ekki tilbú- ið til að virða frelsi annarra. Það kann að vera að suma karl- menn skorti vilja til að fara í fæðing- arorlof. Rétta leiðin til að takast á við þetta er að leitast við að sannfæra þá með röksemdum um þau gæði sem felast í slíku orlofi. Það getur ekki verið réttlætanlegt að beita pör sem vilja skipta verkum þvingun, og enn síður annað fólk, sem hyggur ekki á barneignir. Lögþvingað fæðingar- orlof er brot á jafnrétti Gunnlaugur Jónsson Höfundur er fjármálaráðgjafi og meðlimur í Frjálshyggjufélaginu. Stjórnmál Krafa fólks til frelsis stendur veikum fótum, segir Gunnlaugur Jónsson, ef það er ekki tilbúið til að virða frelsi annarra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.