Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN
30 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
E
r smekklegra að
segja að óbreyttir
borgarar í Miðaust-
urlöndum hafi fallið
en að nota orðið
drepnir eða myrtir? Létu þeir líf-
ið? Dóu? Óbreyttir borgarar féllu
unnvörpum í loftárásum seinni
heimsstyrjaldar, kjarnorku-
sprengja banaði yfir 100 þúsund í
Hiroshima. Eða ætti að segja
voru myrtir í Hiroshima?
Enskumælandi fréttamönnum
dugar nær undantekningalaust
sögnin „to kill“ þegar fólk hefur
verið vegið. Íslenskan á hins veg-
ar mörg orð til að nota um dauð-
ann, blæmunur er á þeim og þess
vegna ekki alltaf auðvelt að
ákveða hvað
beri að nota til
að sýna hinum
látnu til-
hlýðilega virð-
ingu. Við vit-
um að verið er
að segja frá veruleika þar sem
blásaklaust fólk, fullorðnir jafnt
sem börn, liggur í valnum, limlest
og sumt dáið. Það drýgði þann
glæp einan að vera á röngum stað.
Blóðug átök Ísraela og Palest-
ínumanna vekja tilfinningaþrung-
in viðbrögð hér eins og annars
staðar. Báðir heyja samtímis ann-
að stríð sem þeir telja ekki síður
mikilvægt: áróðursstríð. Og þá
reynir á hæfileika fréttamanna til
að setja fyrirvara áður en fullyrt
er of mikið, gleypa ekki allt hrátt
og gera ekki upp á milli aðila í
deilu þar sem báðir hafa mikið til
síns máls. Báðir eiga landið en
geta ekki hugsað sér að deila því.
Fyrir skömmu var haldinn um-
ræðufundur í Reykjavík um deil-
ur Palestínumanna og Ísraela.
Einn fundarmanna upplýsti við-
stadda um að það sem hann ætti
erfiðast með að þola við frétta-
flutning Morgunblaðsins af deil-
unum væri „óþolandi hlutleysið“.
Verra gæti það verið. Vonandi
eru flestir lesendur okkar með
það á hreinu að eitt af því sem við
fréttamenn kappkostum er að
gæta hlutleysis. Stundum leyfir
plássið á síðum blaðsins ekki að
þetta sé gert nógu vel. Fullkomið
hlutleysi er ekki til, við erum fólk
með skoðanir en viðleitnin er það
sem öllu skiptir. Og skilyrðið fyrir
því að viðleitnin beri árangur er
að allir viðurkenni að ekki sé búið
að finna formúluna einu og sönnu
fyrir réttri túlkun á veruleik-
anum.
Gagnrýni er sjálfsögð. Stöðugt
er okkur bent á að fyrirsögn hafi
verið hlutdræg, orðalag leiðandi,
notuð svonefnd gildishlaðin orð
sem hafi komið upp um okkur og
sýnt að hlutleysið sé tóm uppgerð.
Við séum alltaf að lepja upp áróð-
ur Ísraela. Eða Palestínumanna.
Mistökin eru auðvitað öllum til
sýnis, stundum slæm. En þegar
fullyrt er að lesa megi einhvers
konar línu út úr fréttaflutningi
okkar af umræddum málum er
ekki nóg að tína til tvö eða þrjú
dæmi í sl. mánuði um eitthvað
sem betur mætti fara. Við göng-
umst fúslega við því að auðvelt er
að finna dæmi um orðalag sem
hefði mátt vera betra, nákvæm-
ara, hlutlausara. Til upplýsingar
er best að geta þess að ásakanir
um hlutdrægni koma nokkurn
veginn jafnt úr röðum áköfustu
stuðningsmanna þjóðanna
tveggja hérlendis, þar hallast yf-
irleitt ekki á.
Hvaða orð á að nota þegar mað-
ur vefur sprengjum um mittið,
stígur upp í strætisvagn og tekur
tugi saklausra borgara með sér í
dauðann? Sjálfur hallast ég að því
að maðurinn hafi framið morð. En
aðrir benda á að Palestínumenn
séu kúguð smáþjóð sem meinað sé
að eignast eigið ríki, fátæk og um-
komulaus. Þeir verði að berjast
með aðferðum af þessu tagi vegna
þess að aðrar hafi ekki dugað.
Menn séu að hræsna ef þeir for-
dæmi sjálfsmorðingjann fyrir að
beita eina vopninu sem hann hef-
ur til umráða en komi jafnframt í
veg fyrir að hann geti keypt sér
vígtól er jafnist á við orrustuþotur
og skriðdreka andstæðingsins.
Tilgangurinn helgi meðalið.
Enn mætti spyrja um orð,
hvort rétt sé að líta vopnaðan Pal-
estínumann sem hermann. Hvar
eru skilin milli hans og ísraelsks
hermanns, fer það eftir fatasnið-
inu eða geðþótta? Má ekki heldur
kalla hinn fyrrnefnda „víga-
mann“, gamalt og gott orð úr
fornsögunum? Markmið hans,
eins og hermannsins, er aug-
ljóslega að vega andstæðinginn.
Ef hann er ekki hermaður hvað
þá? Og mega hermenn velja sér
vopnlaus skotmörk?
Það gera þeir oft. Ísraelar ráð-
ast á hús í Gazaborg, þeir vita að
þar hefst við einn af leiðtogum
hryðjuverkamanna. En ásamt
honum falla níu börn. Voru þau
myrt? Það finnst mér, menn áttu
að gera ráð fyrir að þarna gætu
verið óbreyttir borgarar – en ein-
hver gæti bent mér á að það hefði
ekki verið ásetningur Ísraela að
myrða börnin. Skotmarkið hefði
verið Hamas-maðurinn.
Heimspekingar hafa lengi velt
fyrir sér muninum á því að
syndga af ásetningi og án ásetn-
ings. Ísraelar segjast reyna að
taka tillit til lífs og lima vopn-
lausra Palestínumanna, ella
myndu þeir einfaldlega láta
sprengjunum rigna yfir borgir
þeirra í trausti þess að innan um
þúsundir fórnarlamba væru lík
hryðjuverkamanna.
Maður sem skýtur á annan í
mannmergð veit að hann tekur
áhættu, skotið gæti geigað. Er
sekt hans minni ef rökstuddur
grunur er um að sá sem hann ætl-
aði að fella hafi reynt að notfæra
sér hikið sem hlýtur að koma á
skotmanninn þegar hann sér
„skjöldinn“, mannmergðina um-
hverfis skotmarkið?
Lífið er einfalt fyrir þá sem um-
svifalaust verja bardagaaðferð
annars aðilans í átökum af þessu
tagi en segja hinn brjóta lög Guðs
og manna. En við hin, stöðugt í
óvissu, stöðugt að reyna að gæta
sanngirni, reynum að taka mið af
eðlilegri gagnrýni. En látum ekki
slá okkur út af laginu með fullyrð-
ingum þeirra sem finna „laufblað
fölnað eitt“ og fordæma þá allan
skóginn.
„Óþolandi
hlutleysið“
Stöðugt er okkur bent á að fyrirsögn hafi
verið hlutdræg, orðalag leiðandi, notuð
svonefnd gildishlaðin orð sem hafi kom-
ið upp um okkur og sýnt að hlutleysið sé
tóm uppgerð.
VIÐHORF
Eftir Kristján
Jónsson
kjon@mbl.is
MÉR ER ekki hlát-
ur í hug þessa dagana
þegar ég fæ nafnlaus
bréf ásamt tímaritum
frá Zíon – vinum Ísr-
aels inn um bréfalúg-
una. Mér eru birtar
myndir af fórnar-
lömbum sjálfsmorðs-
árása Palestínumanna
og undir myndirnar er
skrifað með svörtu
tússi ýmist; „Björk! Er
þér hlátur í hug! /
Björk! Er þetta
hlægilegt! eða Björk!
Er þér nokkur hlátur í
hug!“
Strákarnir sem kasta grjóti
Ég skrifaði grein í Morgunblaðið
16. júlí sl. þar sem ég í kjölfar ferðar
minnar til Palestínu reyndi að varpa
fram því jákvæða sem ég hafði upp-
lifað til að rökstyðja þá trú mína að í
vonleysinu vakni vonin og að það sé
þrátt fyrir allt von í Palestínu. Ég
lýsti því hvernig ísraelska hernum
hafði ekki tekist að taka allt frá fólk-
inu, þótt samfélagið væri í rúst ætti
fólk sína gleði og von. Eftirfarandi
orð mín í greininni hafa orðið að um-
talsefni í greinum og nú með nafn-
lausum póstsendingum: „Ég spjall-
aði og hló með strákum sem voru að
koma frá því að kasta steinum …“
Þessi mannlífsmynd af venjulegum
strákum sem búa við óvenjulegar að-
stæður, eða öllu heldur hernám, átti
að sýna að það er von. Strákarnir í
Palestínu geta spjallað um daginn og
veginn, spurt um Ísland og jafnvel
hlegið. Vonin hjá mér vaknaði líka og
kannski sérstaklega við það að
hvergi í Palestínu hitti ég fólk sem
talaði um að úthýsa ætti Ísraels-
mönnum. Þeir sem sitja við stjórn-
völinn og talsmenn þeirra samtaka
sem við höfum starfað með tala fyrir
tveggja ríkja lausn. Það er ekki fyrr
en maður hittir hina „kristnu“ zíon-
ista hér á landi að ekki finnst um-
burðarlyndi eða kær-
leikur í garð nágrann-
ans. Ísrael skal vera
óskipt fyrir hina Guðs
útvöldu.
Útúrsnúningur
Ómar Kristjánsson
ritar grein í Morgun-
blaðið 11. ágúst sl. þar
sem hann velur að
kynna sig sem stjórn-
armann í KFUM og K í
Reykjavík. Ég vil ekki
trúa því að Ómar sé að
tala fyrir hönd KFUM
og K eða lýsa skoðun-
um þeirra samtaka
þegar hann segir:
„Flestum sem fylgjast með þessum
málefnum er ekki hlátur í huga, þeg-
ar börn og unglingar eru notuð til að
kasta steinum að Ísraelsmönnum og
stuðla þannig að áframhaldandi
fjandskap, ófriði og óvild.“ Má ekki
ætla að rót vandans sé hernámið sem
þessi börn og unglingar hafa búið við
alla sína tíð og sú niðurlæging sem
þeim og þeirra samfélagi er sýnd
hvern einasta dag. Það að kenna
börnunum um er alveg fáheyrt.
Ómari og öðrum vinum Ísr-
aelsstjórnar til fróðleiks vil ég láta
það koma fram að KFUM og K, rétt
eins og flestir kristnir söfnuðir og
samtök kirkjudeilda eins og Lút-
erska heimssambandið, Heims-
kirkjuráðið og Kaþólska kirkjan,
berjast gegn hernámi Ísraels í Pal-
estínu. Ástæðan er að sjálfsögðu vilj-
inn til friðar og kærleika en líka sú
að flestir kristnir söfnuðir gera sér
grein fyrir því að Ísraelsríki dagsins
í dag er ekki Ísrael Gamla testa-
mentisins – því fer fjarri.
Hvað gengur að Arafat?
Ómar skilur heldur ekki af hverju
Arafat, forseti Palestínumanna, get-
ur ekki haldið aftur af herskáum
hópum og hryðjuverkamönnum í
dag eins og hann gerði með góðum
árangri 1996–2000. Ástæðan er
kannski sú að það er erfitt að berjast
gegn hryðjuverkamönnum þegar
búið er að grafa undan allri öryggis-
og samfélagsþjónustu, jafna við
jörðu flestar lögreglustöðvar, taka
allt skattfé af heimastjórninni og
halda fólki í enn grimmara hernámi
en á þeim árum sem tilgreind voru.
Sá sem hefur valdið í skjóli banda-
rísks fjármagns og „hágæða“ vopna
verður að huga að sínum bjálka áður
en hann snýr sér að flísinni í augum
barnanna sem kasta grjóti. Ég er
ekki að réttlæta sjálfsmorðsárásir
sem drepa saklaust fólk, þær eru
hryllilegar – en ég vil varpa ábyrgð-
inni þangað sem hún á heima.
Sannleikanum er
hver sárreiðastur
Ég skil það mætavel að saga mín
um aðskilnaðarstefnuna í Ísrael hef-
ur farið fyrir brjóstið á stuðnings-
mönnum Ísraelsstjórnar. Sannleik-
urinn er sár, líka það að margir
Palestínumenn eru örvinglaðir og
vonlausir og eru tilbúnir til að fremja
voðaverk með lífi sínu. En verra
þykir mér þegar lýðræðislega kjörin
stjórn skipuleggur hernað gegn
varnarlausri nágrannaþjóð og geng-
ur fram af fádæma grimmd á grund-
velli hugmyndafræði sem byggist á
því að það sé aðeins önnur þjóðin
sem er þess verðug að búa í landinu.
Útúrsnúningur í
nafni KFUM og K
Björk
Vilhelmsdóttir
Mið-Austurlönd
Margir Palestínumenn,
segir Björk Vilhelms-
dóttir, eru örvinglaðir
og vonlausir.
Höfundur er borgarfulltrúi og fé-
lagsmaður í Félaginu Ísland-
Palestína.
FYRIRHUGAÐ
skipulag byggðar í
Norðlingaholti í
Reykjavík hefur undan-
farna daga og vikur
vakið mikil og hörð við-
brögð, bæði borgarbúa
og fulltrúa annarra
sveitarfélaga. Landið
sem hér um ræðir
markast af Breiðholts-
braut í vestur, Suður-
landsvegi í norður, ánni
Bugðu og Rauðhólum í
austur og Elliðavatni í
suður. Reykvíkingar
þekkja þetta svæði og
sérkenni þess og því
þurfa viðbrögðin við til-
lögu R-listans ekki að koma á óvart.
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa
mótmælt þessum áformum, enda
gerir tillagan ráð fyrir mun þéttari og
hærrri byggð en skipulagstillaga
sjálfstæðismanna frá 1993. Auk þess
hefur lítið sem ekkert samráð verið
haft við eigendur margra lóða á
svæðinu og íbúa sem búa í nágrenni
þess um þær miklu breytingar sem
felast í tillögunni.
Of þétt og há byggð
Það er yfirlýst stefna meirihlutans
í Reykjavík að þétta byggð sem víð-
ast. Í mörgum tilvikum er sú stefna
skynsamleg og nauðsynleg. Hins
vegar hentar mjög þétt byggð ekki
öllum þeim svæðum sem borgaryfir-
völd skipuleggja eða endurskipu-
leggja. Norðlingaholtið er dæmi um
svæði þar sem jafnþétt byggð og
skipulagstillagan sýnir er afar óæski-
leg, bæði út frá skipu-
lags- og umhverfissjón-
armiðum.
Á þessu svæði er gert
ráð fyrir u.þ.b. 3.300
manna byggð, þ.e. 1.100
íbúðum, sem skiptast
þannig að u.þ.b. 80%
eru í fjölbýli og 20% í
sérbýli. Einungis 2%
íbúðanna eru í einbýli
eða 22 lóðir. Svo mikil
byggð, á ekki stærra
svæði en Norðlinga-
holti, felur það í sér að
þar eru fyrirhugaðar 26
íbúðir á hektara en til
samanburðar verða ein-
ungis 8,5 íbúðir á hekt-
ara á byggingasvæði Kópavogs hand-
an Elliðavatns á Vatnsendasvæðinu.
Þessi mikla nýting á landinu fæst
með því sem helst er gagnrýnisvert í
umræddri tillögu en það er bygging
4–6 hæða fjölbýlishúsa á svæðinu.
Þessum áformum hafa sjálfstæðis-
menn mótmælt harðlega og ítrekað,
enda eru þau í engu samræmi við
fyrri skipulagstillögu, sem tók miklu
meira tillit til trjágróðurs og um-
hverfis á svæðinu.
Skipulagsslys sem
verður að stöðva
Eins og við var að búast er nú svo
komið að fjöldi íbúa hefur skrifað
undir mótmæli gegn fyrirhuguðu
skipulagi R-listans í Norðlingaholti.
Mótmæli íbúanna lúta ekki aðeins að
því hversu þétt og hátt byggt er,
heldur hafa þeir einnig gert athuga-
semdir við það hve lítið samráð hefur
verið haft við þá um fyrirhugað
skipulag.
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn
munu halda áfram að mótmæla aug-
lýstri skipulagstillögu byggðar í
Norðlingaholti og hvetja til breytinga
á henni. Sjálfstæðismenn lögðu fram
tillögu að skipulagi á svæðinu árið
1993, þar sem gert var ráð fyrir 750–
900 íbúðum, þrátt fyrir að þá væri
skipulagssvæðið töluvert stærra. Það
er okkar skoðun að Norðlingaholtið
þoli ekki þéttari byggð, án þess að
gengið sé um of á sérstaka náttúru
þess og gegn hagsmunum þeirra íbúa
sem í nágrenninu búa. Verði þessi til-
laga meirihlutans að veruleika er
ljóst að R-listinn fer gegn þessum
hagsmunum og knýr fram skipulag í
andstöðu við vilja íbúa á Norðlinga-
holti og nágranna þeirra.
Skipulagsslys
í Norðlingaholti
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
Skipulagsmál
Sjálfstæðismenn í borg-
arstjórn mótmæla
skipulagstillögu R-
listans vegna byggðar í
Norðlingaholti, segir
Hanna Birna Kristjáns-
dóttir, og hvetja til
breytinga á henni.
Höfundur er borgarfulltrúi og situr í
skipulags- og byggingarnefnd.