Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi yfirlýsing frá Ástu R. Jóhannesdóttur alþingismanni: „Vegna villandi frétta um bréf sem ég sendi flokksmönnum Sam- fylkingarinnar í Reykjavík skal eftirfarandi tekið fram: Bréf mitt var ekki „prófkjörs- bréf“ heldur var því ætlað að kynna störf mín á Alþingi. Með bréfinu fylgdi listi yfir þingmál sem ég hef flutt. Auk þess bauð ég mönnum að nýta sér viðtalstíma sem ég hef reglulega eða hafa sam- band við mig með öðrum hætti. Ég tel það skyldu þingmanna að kynna kjósendum störf sín og gefa þeim kost á að hitta sig að máli. Í einni setningu í bréfinu kom fram að ég myndi gefa kost á mér áfram sem þingmaður og hygðist síðar leita til flokksmanna um stuðning. Eins og oft hefur komið fram gilda engar reglur um bréfasend- ingar þingmanna. Til þess að fyr- irbyggja hugsanlegar athuga- semdir vegna útsendingar bréf- anna – einkum vegna fjölda þeirra – ákvað ég að greiða póstburðar- gjöldin úr eigin vasa. Þau greiddi ég á meðan bréfið var í vinnslu Bréfið var ritað á bréfsefni mitt sem þingmanns, en ekki bréfsefni Alþingis. Bréfsefni leggur Alþingi hverjum þingmanni til í upphafi kjörtímabils. Ég tel eðlilegt að þingmenn noti það til bréfaskrifta sem tengjast störfum þeirra. Það er óþolandi að alþingismað- ur sem reynir að rækja skyldur sínar við kjósendur skuli vændur um ámælisvert athæfi þegar hann sendir bréf á bréfsefni sínu og borgar undir þau sjálfur. Mikil- vægt er að fjölmiðlar veiti stjórn- málamönnum aðhald en það er ekki síður mikilvægt að þeir gæti hófs og fari með rétt mál.“ Bréfinu ætlað að kynna störf á AlþingiAUKIÐ matvælaöryggi var í brennidepli á fundi matvælaráð- herra Norðurlanda sem haldinn var dagana 22.–25. ágúst í Ilulissat á Grænlandi. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra sóttu fundinn fyrir Íslands hönd. Á fundinum var einnig fjallað um sjálfbæra nýtingu auðlinda og vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Í fréttatilkynningu frá sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðuneyt- um segir: Ráðherrar samþykktu sérstaka yfirlýsingu um þá þætti matvælaöryggis sem þeir hyggjast leggja áherslu á á næsta ári. Yf- irlýsingin á að stuðla að auknu ör- yggi matvæla og meiri gæðum, annars vegar með samvinnu um að auka áhrif Norðurlanda á alþjóða- vettvangi þar sem þessi mál eru til umræðu og hins vegar með því að auka áhrif neytenda. Guðni Ágústsson fagnaði þessari yfirlýs- ingu og gerði að umtalsefni hve hreint umhverfi og hollar afurðir skipta framleiðendur og neytendur miklu. Á Íslandi hefðu á undan- förnum árum verið settar mark- vissar reglur til að tryggja gæði og rekjanleika framleiðslunnar svo fyrirbyggja megi að sýktar landbúnaðarafurðir berist á borð neytenda. Árni M. Mathiesen gerði grein fyrir áhyggjum margra fiskveiði- þjóða af hugmyndum um að setja fisk á lista CITES, alþjóðlegs samnings sem hindrar verslun með tegundir í útrýmingarhættu. Slíkt verkfæri eigi ekki við stjórn- un fiskveiða og bent var á hvaða afleiðingar það gæti haft á fisk- vinnslu og verslun með sjávaraf- urðir. Norrænu þjóðirnar voru sammála um að beita sér á fundi CITES í Chile síðar í haust. Samhliða fundi matvælaráðherr- anna átti Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra fund með landbúnaðar- og sjávarútvegsráð- herra Svíþjóðar, Margaretu Win- berg, þar sem hann gerði henni grein fyrir óánægju Íslendinga vegna framgöngu Svía og sænska formannsins í alþjóðahvalveiði- ráðinu á síðasta aðalfundi þess. En þar voru reglur ráðsins um með- ferð aðildarskjala þverbrotnar. Á fundinum var stefna mörkuð í samstarfi um réttindi og aðgang að erfðaauðlindum á Norðurlönd- um. Guðni Ágústsson minnti á að með auknum rannsóknum hefðu opnast nýir möguleikar á nýtingu tegunda úr villtri náttúru landsins, t.d. hveraörvera. Minnti hann jafn- framt á nauðsyn þess að standa vörð um það erfðaefni sem hefði sérstöðu á Íslandi. Í Ilulissat var enn fremur sam- þykkt að stofna til tengslanets til þess að auka samvinnu um að draga úr notkun varnarefna eins og skordýraeiturs og illgresislyfja. Einnig voru samþykktar yfirlýs- ingar um norrænt samstarf á sviði skógræktar, lífrænan landbúnað og norræna jafnréttisáætlun í landbúnaði. Aukið matvælaöryggi á Norðurlöndum HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sat í gær fund utanrík- isráðherra Norðurlandanna annars vegar og fund þeirra með utanrík- isráðherrum Eystrasaltsríkjanna hins vegar. Báðir fundirnir fóru fram í Tallinn, höfuðborg Eist- lands. Í frétt frá utanríkisráðuneytinu segir: Á fundi norrænu ráðherr- anna var einkum rætt um samráð Norðurlanda um málefni Evr- ópubandalagsins (ESB) og Evr- ópska efnahagssvæðisins (EES), þ.m.t. stækkun bandalagsins, áhrif stækkunar á EES-samninginn og aðkomu EFTA-landanna að nýjum stofnunum ESB, þ.e. eftirlitsstofn- unum á sviði matvæla og siglinga- og flugöryggis. Þá var fjallað um deilu ESB og Bandaríkjanna varð- andi viðskipti með stál, en sl. vor var sem kunnugt er gripið til gagn- kvæmra verndaraðgerða sem hafa ekki einungis áhrif á innflutning á stáli frá Bandaríkjunum til ESB, heldur einnig á innflutning stál- afurða frá EFTA-EES-ríkjunum til ESB. Halldór Ásgrímsson sagðist m.a. vona að EFTA-EES-ríkin gætu reitt sig á stuðning Norður- landanna þriggja sem aðild eiga að ESB í máli þessu, en Danmörk gegnir nú formennsku í ESB. Á fundi utanríkisráðherra Norð- urlanda með utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkjanna var fjallað um Evrópumál, stækkun Atlantshafs- bandalagsins og svæðisbundna samvinnu. Halldór Ásgrímsson ítrekaði stuðning Íslands við stækkunarferli ESB og sagði það einkar áhugavert fyrir Ísland vegna þeirra auknu samskipta- og viðskiptamöguleika sem það hefði í för með sér á Evrópska efnahags- svæðinu í heild sinni. Varðandi stækkun Atlantshafsbandalagsins og væntanlega aðild Eystrasalts- ríkjanna að því voru ráðherrarnir sammála um að undirbúningur og aðlögun Eystrasaltsríkjanna þriggja væri í góðum farvegi. Að lokum ræddu ráðherrarnir um samvinnu innan Eystrasaltsráðs- ins, áherslur varðandi hina svo- nefndu norðlægu vídd ESB og samvinnu um umhverfismál, eink- um kjarnorkuöryggi á norðurslóð- um. Stækkun ESB og áhrif á EES rædd á ráðherrafundi SKIPIÐ The World liggur nú við festar í Reykjavíkurhöfn, en það er sérstakt að því leyti að hægt er að kaupa íbúðir í skipinu. Alls eru 110 slíkar íbúðir í skipinu og er stærð þeirra frá um 130 fermetrum til rúmlega 300 fermetra. Verð íbúð- anna er á bilinu 2,2 milljónir dollara til 7,5 milljónir dollara. Þá eru 88 gestaíbúðir í skipinu. Skipið er um fimm mánaða gam- alt og kemur nú hingað til lands í fyrsta skipti. Það var að koma frá Færeyjum og er stefnan næst tekin á St. John’s á Nýfundnalandi. Þaðan mun skipið sigla víða um heim með íbúa sína. Norskt félag stendur á bak við skipið og var það byggt í Noregi. Á skipinu starfa alls um 320 manns allan ársins hring. Í hverri íbúð er m.a. eldhús og verönd og í skipinu er matvöruverslun en einnig veitingastaðir. Á heimasíðu skipsins á Netinu, en slóðin er www.residen- sea.com, kemur m.a. fram að búið er að selja um 80% af íbúðum skipsins. Kaupendur eru þar af um 40% Bandaríkjamenn, um 40% Evr- ópubúar og um 20% einstaklingar og fyrirtæki frá öðrum heimshlutum. Skipið kom hingað til lands í fyrradag og mun leggja af stað til Nýfundnalands um hádegisbil í dag. Þaðan mun það m.a. sigla til nokk- urra áfangastaða í Kanada og síðan til Bandaríkjanna og Suður- Ameríku. Að sögn Guðmundar Ás- geirssonar, framkvæmdastjóra Nes- skipa, og umboðsmanns The World hér á landi, sem veitir skipinu þá þjónustu sem það þarf hérlendis, fóru íbúar og gestir skipsins m.a. í Bláa lónið, til Gullfoss og Geysis. Áð- ur en skipið kom hingað til lands flutti Úlfar Hjörvar erindi um Ísland í skipinu. Lít á þetta sem ævintýri Fyrir milligöngu Nesskipa voru tveir íslenskir listamenn, þær Krist- ín Sædal Sigtryggsdóttir sópr- ansöngkona og Lára Rafnsdóttir pí- anóleikari, fengnar til að halda tónleika á skipinu á leið þess til Ný- fundnalands. Þær munu koma fram í tónleikasal, sem tekur um 200 manns í sæti, í kvöld, á miðvikudags- kvöld og á fimmtudagskvöld. Gert er ráð fyrir því að skipið leggist að höfn á Nýfundnalandi á laugardags- morgun, en þaðan munu þær Kristín og Lára fljúga aftur til Íslands. Lára sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að hún liti aðallega á þessa ferð sem mikið ævintýri en þær Lára og Kristín munu að sjálf- sögðu fá greitt fyrir tónleikana, auk þess sem þær fá allt frítt um borð. „Það verður forvitnilegt að kynnast þeim lúxus sem er á skipum sem þessum,“ segir Lára. Fljótandi fjölbýlishús – lúxusskip með 110 íbúðum í Reykjavík í fyrsta sinn Íslenskir listamenn skemmta íbúum skipsins Morgunblaðið/Jim Smart The World við Reykjavíkurhöfn. Skipið kom hingað til lands í fyrradag og fer áleiðis til Nýfundnalands í dag. ÞRJÁTÍU og sjö ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Holta- vörðuheiði á föstudag og laugardag. Að sögn Hannesar Leifssonar, varðstjóra hjá lögreglunni í Hólma- vík, mældist sá sem hraðast ók á 129 km hraða. Að sögn lögreglu var hann sérstaklega spurður hverju aksturs- lag hans sætti og kvaðst hann ekki vera að flýta sér. Maðurinn var á ferð með fjölskyldu. Holtavörðuheiði 37 teknir fyrir of hraðan akstur ♦ ♦ ♦ NEFND sem ætlað er að gera til- lögur til menntamálaráðherra um reglugerð um veitingu stuðnings úr Kvikmyndasjóði hefur verið skipuð af menntamálaráðherra, en ný lög um kvikmyndamál taka gildi 1. jan- úar 2003. Laufey Guðjónsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að nefndin sé ný- tekin til starfa og hafi aðeins hist einu sinni. Nefndin þurfi að skila af sér tillögum fyrir 1. okóber og starf hennar fari því brátt á fullt skrið. Auk Laufeyjar sitja í nefndinni þau Ari Kristinsson, Sigríður Mar- grét Vigfúsdóttir, Hjörtur Grétars- son og Sigurður Valgeirsson. Ný lög um kvik- myndamál taka gildi í janúar 2003 Nefnd um veitingu stuðn- ings skipuð ♦ ♦ ♦ VÍÐTÆK leit að Ítalanum Davide Paita, sem saknað hefur verið síðan 10. ágúst, bar engan árangur um helgina þegar 150 liðsmenn björgun- arsveita Slysavarnafélagsins Lands- bjargar leituðu hans. Leitað var á svæðinu frá Grenivík út Látra- strönd, í Keflavík og Þorgeirsfirði. Leitað var á landi og af sjó með að- stoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Skipulagðri leit hefur nú verið hætt en málið er enn í rannsókn hjá lög- reglunni á Akureyri. Komi fram nýj- ar vísbendingar um afdrif Paita verður leitað að nýju. Skipulagðri leit að Ítalan- um hætt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.