Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 21
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2002 21
Árshátíðartilboð
í glæsilegum sal Ferðafélagsins í Mörkinni
3ja rétta glæsilegur matseðill
Tilboðið gildir út september
ÉG ER nú á 82. aldursári og mér er
vandi á höndum. Á þessum aldri er
fátt sem glepur og má vera að þess
vegna máli ég nú meir og betur en
nokkru sinni fyrr. Hætt er við að
orka sú sem ég bý nú við endist ekki
mikið lengur og er mér
mikið í mun að halda enn
eina stórsýningu, þá
seinustu. En þá vaknar
spurning, hvar get ég
sýnt?
Ekki ætla ég í þessu
greinarkorni að rekja
myndlistarsögu mína né
tíunda sýningar, en vil þó
geta þess að ég hef sýnt
tvisvar á Kjarvalsstöðum
og verið á kafi í listpólitík
meðan listamenn voru
enn frjálsir þrátt fyrir fá-
tækt sína. Ég kenndi
myndlist í ein 25 ár og
hef m.a. haldið nokkrum
nemendum að pissa, sem
nú eru orðnir prófessor-
ar við Listaháskólann, komnir í
dýrðlingatölu.
Nýbakaðir handhafar menningar-
valds, listfræðingarnir, deila nú út
sakramentum til þeirra sem þeir
hafa velþóknun á og þeir fá allt
ókeypis, salina, glansprentaðar sýn-
ingarskrár með myndum og upphaf-
inn formála á máli sem gæti hafa
komið úr spiladós í búi listfræðings.
Umsóknir eru snertar með tveim
fingrum og hent í ruslið lok, lok og
læs og allt í stáli.
En hvers vegna getur maður eins
og ég ekki fengið glanspappírsboð?
Jú, handhafar listprókúru halda að
þeir séu höfundar kenningarinnar
„survival of the fittest“ (þeir hæfustu
lifa af) og samkvæmt kenningunni dó
málaralistin árið 1960, árið sem
„SÚM“ fæddist. Ég er sem sé fram-
liðinn! Eða er það nú svo – hefði ég
kannske möguleika, ef ég léti boð út
ganga þess efnis að ég ætlaði að
halda sýningu á gömlum bílskúrs-
hurðum, kofaræksnum og enskum
trébobbingum vestan af Halamið-
um?
Grandalausir tóku myndlistar-
menn ekki eftir því þegar köngulló
skaut upp kollinum við fætur þeirra.
Hún óx og dafnaði og blés að lokum
út í þvílíkan óskapnað að hún byrgði
mönnum sýn. Þar með var komið
inní þjóðlíf okkar fyrirbærið list-
fræðingar með prófin sín frá erlend-
um háskólum, hinir stærstu doktor-
ar í listrænum jötunuxafræðum. Og í
stað þess að sinna þeirri bráðu nauð-
syn að fræða fólk í listasögu, inn-
lendri sem erlendri, dubbuðu þeir
sig sjálfir til riddara, gerendur í
myndlist, leikstjórar á myndlistar-
sviði með listamenn eins og peð í
hendi sér. Þeir fengu afhenta lykla
að sýningarsölum ásamt lyklahringj-
um sem á var stimplað alræðisvald,
gerræðisvald. Og það var ekki að sjá
að þorri listamanna hefði döngun til
þess að losa sig úr vef pöddunnar.
Þeir sitja mest í BÍL, SÍM, FÍM,
KÍL eða STÍL og senda haug af
fundargerðum og ályktunum, en
forðast eins og heitan eldinn að
nefna að það er andvaraleysi sjálfra
þeirra, sem veldur því að listfræð-
ingar eru nánast búnir að svipta þá
sjálfræði. Er kannske kominn tími á
að þeir taki sér til fyrir-
myndar þá vesalinga,
sem sendu Danakonungi
bænaskrár. Ráðleysið
stígur dans við hugleys-
ið. Stjórnmálamenn hafa
lengst af verið hálfvand-
ræðalegir og utangátta
andspænis menningu.
Menning hefur í raun
ekkert pólitískt vægi og
atkvæði svo sem engin.
En jafnvel ráðherra get-
ur fengið hugljómun: Ég
dembi bara úr menning-
arskjóðunni í kjöltu list-
fræðinganna og nú er ég
frjáls – húrra!
Ég er fæddur og upp-
alinn í Reykjavík og þar
hef ég búið og unnið í 70 ár utan þau
tíu ár sem ég bjó á Seltjarnarnesi.
Mér finnst ég eiga rétt á að halda
þessu seinustu sýningu þar. En
hvernig má það verða? Listfræðing-
ar munu hvorki bjóða mér aðstöðu
né opna fyrir mér opinbera sali, sem
þeir reka nánast eins og einkafyr-
irtæki. Og mér er spurn, er ekkert
vald í hinum opinbera geira þeim
æðra?
Ég veit ekki, hverjum ég get sent
umsókn mína, og gríp því til þess
ráðs á síðum þessa blaðs að sækja
um sýningarsal í borginni. Ég mun
greiða leigu fyrir það sem ég fæ lán-
að og kæri mig ekki um glanspappír.
Ég vil geta þess að Gerðuberg og
Ráðhúsið tel ég ekki hæf til mynd-
listarsýningar.
Ef í harðbakkann slær og ég fæ af-
svar, eða það sem verra er, ekkert
svar, sæki ég um aðstöðu í tjaldi á
Lækjartorgi, þegar ísa leysir að vori.
Hvar get ég sýnt?
Opið bréf Kjartans
Guðjónssonar til borg-
arstjórnar Reykjavíkur
Höfundur er listmálari.
ÞAÐ fer ekki á milli mála að
Christopher Herrick er frábær org-
elleikari og á Sumarkvöldstónleikun-
um sl. sunnudagskvöld í Hallgríms-
kirkju sýndi hann að allt leikur í
höndum hans. Þrátt fyrir að þrjú
fyrstu verkin, Siyahamba eftir Johan
Behnke frá Bandaríkjunum, Matin
Provencal eftir franska orgelsnilling-
inn Joseph Bonnet og Invocation eftir
velska orgelleikarann William Math-
ias, geti tæpast kallast nútímaverk
hvað stíl og tónrænt innihald snertir
gáfu leikur og sérstaklega litauðug
raddskipanin hjá Herrick verkunum
töluvert státlegt yfirbragð.
Þessi kunnátta og leikni orgelleik-
arans í raddvali kom sérlega
skemmtilega fram í sex rúmenskum
þjóðdönsum eftir Bela Bartók. Það
má deila um hvort slík umritun sem
þessi eftir Christopher Herrick sé til
bóta fyrir verkið. Hvað um það var
margt skemmtilega hljómandi, sér-
staklega í fyrstu fjórum dönsunum,
en í tveimur síðustu var hljómskip-
anin helst til of bólgin, er færði lögin
nokkuð fjarri því að vera dansleg.
Lokaverkið var Ad nos, salutarem
undam, fantasía og fúga eftir Franz
Liszt, samið 1850 yfir stef úr óperu
eftir Meyerbeer. Liszt mun hafa end-
urskoðað verkið 1870, en sú gerð þess
er glötuð. Þetta verk, ásamt prelúdíu
og fúgu eftir Bach, er mikilvægasta
orgelverk meistarans og feikilega
erfitt í flutningi. Verkið er í raun
þriggja þátta, sem eru leiknir án
hvíldar. Brot af stefi Meyerbeers er
notað í fyrsta hluta verksins en kem-
ur svo í heild í hægum milliþætti og
eftir stormasaman inngang kemur
fúgan, en seinni hluti hennar er sér-
lega tilþrifamikill og besti hluti verks-
ins, ásamt tignarlegu niðurlagi verks-
ins.
Það er ekki ofsögum sagt að
Christopher Herrick er snilldarorg-
elleikari, því í tilþrifamiklum leik
hans lifnaði verkið og margbrotið
tónmál þessa langa tónverks varð
sérlega skýrt, t.d. rismikið og leitandi
upphafið, þar sem aðeins brot af stef-
inu heyrist. Í hæga kaflanum, sem er
ómblíð hugleiðsla, heyrist stefið í
heild. Fúgan er í upphafi kraftmikil
en seinni hluti hennar er sérlega
skemmtilegur tvöfaldur kontra-
punktur, er víxlaðist á milli radda og
var ótrúlega vel fluttur. Stefið heyrist
undir lokin í lengdri gerð og undir-
strikar það hátíðlegt niðurlag verks-
ins. Allt þetta lék í höndum Christo-
phers Herricks og verkið varð stór-
brotið í glæsilegri útfærslu hans.
Stórbrotinn leikur
TÓNLIST
Hallgrímskirkja
Christopher Herrick flutti nútíma-
orgelverk og fantasíuna „Ad nos, ad
salutarem undam“ eftir Franz Liszt.
Sunnudaginn 25. ágúst.
ORGELTÓNLIST
Jón Ásgeirsson
HRÓLFUR Sæmundsson barítón-
söngvari syngur við undirleik Stein-
unnar Birnu Ragnarsdóttur á
Þriðjudagstónleikum í Listasafni
Sigurjóns Ólafssonar í kvöld kl.
20.30. Sungin verða lög eftir Hugo
Wolf við ljóð eftir F.W. von Göthe
og Eduard Mörike.
Hrólfur er stofnandi Sumaróperu
Reykjavíkur sem setti nýverið upp
óperuna Dido & Eneas í Borgarleik-
húsinu. Hann mun í vetur meðal
annars syngja í Rakaranum í Sevilla
í Íslensku óperunni.
Nýleg geislaplata Steinunnar
Birnu og Bryndísar Höllu Gylfadótt-
ur „Ljóð án orða“ hlaut Íslensku
tónlistarverðlaunin. Steinunn Birna
flutti nýverið píanókonsert eftir Jór-
unni Viðar ásamt Sinfóníuhljómsveit
Íslands. Hún kom nýlega fram á
Alma Mater-tónlistarhátíðinni í
Vilnius og lék einleik með St.
Christopher-hljómsveitinni.
Steinunn Birna starfar nú við tón-
listarflutning og einnig við Tónlist-
arskólann í Reykjavík. Hún hefur
verið listrænn stjórnandi Reyk-
holtshátíðar frá stofnun hennar
1997.
Hrólfur og Steinunn
Birna í Sigurjónssafni
Hrólfur
Sæmundsson
Steinunn Birna
Ragnarsdóttir
KVARTETT franska bandoneon-
leikarans Oliviers Manourys held-
ur tónleika á Hverfisbarnum,
Hverfisgötu 20 í kvöld kl. 22.
Hljómsveitin er, auk hans, skip-
uð þeim Kjartani Valdimarssyni,
píanó, Tómasi R. Einarssyni,
kontrabassa og Matthíasi M.D.
Hemstock á slagverk. Þeir félagar
munu flytja tónlist eftir Astor
Piazolla, Dizzy Gillespie, Milton
Nascimento auk annarra tangóa,
bóleróa og klassískra djasslaga.
Olivier býr í París, leikur á band-
oneon og semur einnig tónlist fyrir
leikhús, ballet og kvikmyndir.
Hann hefur spilað víða um heim og
með sínum íslensku félögum hefur
hann leikið af og til síðasta áratug-
inn. Tómas og Matthías hafa leikið
mikið latneska tónlist síðustu árin
og hafa nýlokið við hljóðritun á
væntanlegum latíndiski Tómasar
(Kúbanska).
Morgunblaðið/Þorkell
Kvartett Oliviers Manourys.
Latíntónlist og djass
á Hverfisbarnum