Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 23
heild sinni er mögnuð lifun. Stendur sumarlangt. Mögnuð lifun reyndist ekki síður sýningin á fiðraða 126 milljón ára risaeðluafbrigðinu inni í safninu, þótt á allt öðrum grundvelli væri, ásamt fleiri steingervingum frá sama fundi, hún er ekki mikil um sig en þeim mun athyglisverðari og virðist hér vera fundinn nýr hlekkur í þróunarsögunni. Ekki voru tiltak- anlega margir að skoða hana þegar mig bar að síðdegis en gestum dvaldist yfirleitt firnalengi. Það var þannig ekki sýningin, heldur öllu frekar sjálft hið mikla og stórkost- lega safn sem dró hinn mikla fjölda gesta að. Þá er frá því að segja að í meira en hundrað ár hafa vís- indamenn deilt um uppruna fugla himinsins en ekki orðið á eitt sáttir í þeim efnum. En með því að bera saman beinagrind af elsta þekkj- anlega afbrigðinu og litlar jurtaætur af risaeðluafbrigði hafa þeir nú kom- ist að þeirri niðurstöðu, að sterklega megi gera ráð fyrir að flestar núlif- andi fuglategundir séu komnar frá risaeðlutegundum. Þeir hafi þróast í núverandi form fyrir ýmis og ólík skilyrði í umhverfinu og upp- runalega lögun, sem var skiljanlega býsna margþætt í ljósi þess að þróun risaeðlunnar mun hafa náð yfir 60 milljón ára tímabil. Og þar sem sagt er að lífið hafi komið úr hafinu er meinlaust að draga þá ályktun að fuglar hafi verið til á undan risaeðl- unni, jafnvel í milljónir ára. Má af öllu ráða að draumur núlifandi kyn- slóðar hins viti borna manns, Homo sapiens sapiens, um samþættingu tegundanna og heimsþorpið gangi fullkomlega á skjön við lögmál nátt- úrunnar og alheimsins um leið. Sýn- ingin stendur til vorsins 2003. Loks er að víkja að hinni stór- merku sýningu á British Museum á fornminjum frá Jemen. Á þeim slóð- um og jafnframt arfsagnarinnar um drottninguna af Saba hefur í skorp- um á síðustu öld og loks samfleytt frá árinu 1970 verið leitað að sönn- unargögnum um tilvist hátign- arinnar óviðjafnanlegu. Virðist hvorki hafa tekist að sanna arfsögn- ina né afsanna hana, hins vegar hafa menn fundið mikið safn ómetanlegra heimilda og dýrgripa úr fortíðinni eins og hin einstæða sýning er lif- andi vottur um. Hún hermir af tíma- bilinu fyrir daga drottningarinnar og eftir, menn engan veginn úrkula vonar um að þeir rekist á einhverjar sannanir, iðulega er sannleikskorn finnanlegt í öllum munnmælasögum þótt tíminn kunni að magna þeim líf og lit í tímans rás eftir hugarflugi hinna háru þula. Sýningin leggur mikla áherslu á arfsögnina og þróun hennar til nútímans, í rituðu máli, myndverkum og kvikmyndum, og er öll hin skemmtilegasta, jafnframt fylgir vegleg og tæmandi sýning- arskrá prýdd fjölda mynda í lit eins og best gerist á nýrri tímum. Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Dino Bird, fiðruð risaeðla. Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Fugl úr forneskju. LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2002 23 SVANA Berglind Karlsdóttir sópr- ansöngkona og Rögnvaldur S. Val- bergsson orgelleikari halda tónleika í Sauðárkrókskirkju í kvöld, þriðju- dagskvöld, kl. 20.30. Tónlistin er að mestu leyti keltnesk, m.a. þjóðlög frá Englandi, Skotlandi, Írlandi og Wal- es, m.a. útsetningar eftir Benjamin Britten og fleiri. Aðgangur er ókeyp- is. Keltnesk tónlist á Sauðárkróki LISTAMAÐURINN Tolli mun ann- ast skreytingar í nýrri hótelbygg- ingu á Selfossi og á Flúðum, sam- kvæmt samningi sem hann hefur gert við KÁ, rekstraraðila hótel- anna. Með því er, að sögn Þórs Kjartanssonar, markaðsstjóra KÁ, gert ráð fyrir að hótelið verði nokk- urs konar opinn og lifandi vettvang- ur fyrir list Tolla með föstum verk- um í eigu hótelsins og lánsverkum sem sett verða upp á breytilegri yf- irlitssýningu. Aðspurður segist Tolli ánægður með þennan samning sem sé að mörgu leyti einstakur hvað varðar samskipti listamanna og atvinnulífs. „Samningurinn er gerður að frum- kvæði KÁ og hefur hann þróast smám saman í núverandi mynd. Hót- elið skuldbindur sig sem sagt til að kaupa af mér verk fyrir ákveðna upphæð á ári næstu fimm árin. Til viðbótar við það lána ég hótelinu vel valdar myndir og legg þannig til myndir í alla sali og stærri rými. Þar legg ég áherslu á að skapa dálítið heildstæða mynd af því sem ég hef verið að gera, kannski má segja að þarna sé orðinn til nokkurs konar vettvangur eða miðstöð um list mína,“ segir Tolli en á Hótel Selfossi verður að hans sögn á fjórða tug mynda og um 15 myndir eru þegar komnar upp á Hótel Flúðum. „Myndirnar á Hótel Selfossi eru valdar m.t.t. til hönnunar hússins, sem er nokkuð sérstök og tengist að mörgu leyti vatni. Þá er ég að byrja á röð vatnslitamynda af vatnasvæði Ölfusár sem verður líklega tilbúin fyrir hótelið á næsta ári.“ Tolli bætir því við að um breyti- lega uppstillingu verði að ræða, hann muni skipta út myndum og margar lánsmyndanna séu til sölu. „Þetta er að mörgu leyti óvenjulegur samning- ur og finnst mér hann vera til eftir- breytni þegar litið er til samskipta listamanna og atvinnulífs almennt. Þarna mótar hótelið sér ákveðna stefnu varðandi myndlistarkaup um leið og til verður vettvangur þar sem vakin er athygli á list minni.“ Þór Kjartansson, markaðsstjóri hjá KÁ, segir að hótelin hafi ákveðið að velja fremur einn listamann til þess að prýða hótelið myndlist en að fá verk úr ólíkum áttum. „Hið ný- byggða hótel á Selfossi er stórt og hýsir að miklu leyti ráðstefnugesti og fólk í viðskiptaerindum. Okkur fannst verk Tolla kallast vel á við það umhverfi sem við viljum skapa okkar gestum, jafnframt því sem verk hans eru mjög sterk og falla vel að hönnun hússins. Nú þegar er kominn upp stór hluti af verkunum en það mun auðvitað bætast nokkuð við. Við munum leggja áherslu á að halda þessu dálítið lifandi og vonumst til þess að fólk sæki hótelið hér á Sel- fossi heim til að skoða þetta stóra safn verka eftir Tolla sem hér er saman komið,“ segir Þór Kjartans- son að lokum. Tolli sýnir á Hótel Selfossi Þór Kjartansson, markaðsstjóri KÁ, og listmálarinn Tolli. Í HAUST tekur til starfa nýr kór í Mosfellsbæ, Kammerkór Mos- fellsbæjar. Stjórnandi kórsins verður Símon H. Ívarsson og meðleikari Judith Pamela Þor- bergsson, en þau eru bæði kunnir tónlistarmenn. „Á efnisskrá kórsins verða fjöl- breytt kórverk frá ólíkum tíma- bilum og stíltegundum,“ segir Símon. Auk hefðbundinna kór- verka verða sungnar kunnar tón- smíðar og verður leitast við að hafa verkefnavalið fjölbreyttara en gengur og gerist hjá flestum kórum. Sungin verða lög allt frá endurreisnartímabilinu til tuttug- ustu aldar tónlistar, gospellög, afrísk lög, nútímalög, dægurlög og hvað eina sem vekur áhuga og veitir ánægju í söng.“ Æfingar hefjast 4. september Boðið verður upp á kennslu í grunnatriðum tónfræðinnar fyrir þá sem þess óska og er markmið hennar að þjálfa rytma og kenna nótnalestur. Jafnframt verður boðið upp á þjálfun í samskipta og skapandi tónlistarmiðlun. Æf- ingar verða á miðvikudagskvöld- um kl. 20 í Tónlistarskóla Mos- fellsbæjar og verður fyrsta æfingin miðvikudaginn 4. sept- ember. Nýr kór í Mosfellsbæ M O N S O O N M A K E U P lifandi litir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.