Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ PHILIP Green, sem gerði í samráði við Baug yfirtökutilboð í Arcadia, hefur lengi starfað við fjárfestingar í verslunarfyrirtækjum og við end- urskipulagningu slíkra fyrirtækja. Eitt af því fyrsta sem vakti athygli á honum var þegar hann keypti tískuvörukeðjuna Jean Jeanie fyrir 65.000 pund um miðjan níunda ára- tuginn, en hún átti þá í miklum erf- iðleikum. Á innan við ári sneri Green rekstrinum við og seldi keðj- una fyrir 3 milljónir punda, eða 46- falt kaupverðið. Philip Green er fæddur í Bret- landi en býr nú í Mónakó. Hann lauk ekki formlegri skólagöngu og fyrstu skrefin í verslunarrekstri steig hann þegar hann fékk banka- lán að fjárhæð 20.000 pund. Hann er fimmtugur að aldri og fyrr á þessu ári hélt hann upp á afmælið sitt á Kýpur, þar sem Rod Stewart og Tom Jones voru meðal þeirra sem skemmtu gestum. Veislan kost- aði Green 5 milljónir punda eða um 650 milljónir íslenskra króna. Hefur hagnast mikið á kaupum á verslunarkeðjum Green hefur yfirleitt gengið afar vel í viðskiptum sínum og er jafnvel lýst sem snillingi í að koma auga á og nýta sér tækifæri á verslunar- sviðinu. Að minnsta kosti eitt dæmi er þó til um að honum hafi mistek- ist, en það er þegar hann var stjórnarformaður og framkvæmda- stjóri lágvöruverslunarinnar Amber Day. Árið 1992 sagði hann af sér þegar áætlanir um hagnað fyrir- tækisins gengu ekki eftir, en fékk þó greidda 1,1 milljón punda fyrir störf sín. Næstu árin keypti hann og tók yfir nokkur verslunarfyrirtæki og fyrir fjórum árum gerði Green til- boð í verslunarkeðjuna Sears. Fyrsta verðið sem Green nefndi við stjórn Sears varðandi yfirtöku á fé- laginu hljóðaði upp á 300 pens á hlut og var gert 16. desember árið 1998. Green hækkaði verðhugmynd sína í 340 pens á hlut sex dögum síðar og gerði formlegt tilboð upp á sömu fjárhæð þann 14. janúar 1999. Sjö dögum síðar hafði samkomulag tekist við stjórn Sears um verðið 359 pens á hlut og fyrirtækið var því selt á 549 milljónir punda. Á innan við áriskipti Green eignum fyrirtækisins upp, seldi þær og hagnaðist um 180 milljónir punda. Fyrir tveimur árum reyndi Green að eignast Marks & Spencer og svo verslunarkeðjuna Bhs, áður British Home Stores, sem er keppinautur Arcadia. Kaupin á Marks & Spenc- er gengu ekki eftir en Bhs keypti hann fyrir 200 milljónir punda. Fyr- irtækið er nú metið á um einn millj- arð punda, sem þýðir að Green hef- ur hagnast um 800 milljónir punda eða sem svarar til ríflega 100 millj- arða íslenskra króna. Fyrr í sumar átti Green í við- ræðum við Woolworth’s-keðjuna um hugsanlegan samruna hennar og Bhs, en þær viðræður bárun engan árangur. Þá segir BBC að talið sé að hann sé að íhuga að gera tilboð í Littlewood’s-fataverslanirnar. En Green er ekki aðeins lýst sem snillingi heldur er líka sagt að hann svífist einskis í viðskiptum. Þá fyll- ast sumir tortryggni þegar hann falast eftir nýjum fyrirtækjum vegna þess mikla hagnaðar sem hann hefur náð út úr kaupum á verslunarfyrirtækjum hingað til. Þessir menn segja sem svo að verð sem hann sé tilbúinn til að greiða hljóti að vera langt undir raunveru- legu virði. Eins og fram hefur komið hefur Philip Green, í nafni fjölskyldufyr- irtækis síns, Taveta Investments, gert stjórn Arcadia tilboð í fyrir- tækið. Stjórnin hefur einróma hafn- að tilboðinu með þeim orðum að það sé of lágt og geti ekki verið viðræð- ugrundvöllur. Green nýtur stuðn- ings Baugs, sem sjálfur hefur reynt yfirtöku Arcadia á 20% í fyrirtæk- inu og er talinn hafa hug á að eign- ast þau vörumerki þess sem höfða til unga fólksins, Top Shop, Top Man og Miss Selfridge. Verðið sem Green býður er 365 pens á hlut, sem er talsvert hærra verð en bréf- in hafa selst á að undanförnu, en á síðustu 12 mánuðum hefur verð þeirra legið á bilinu 230 til 417,75 pens. Að undanförnu hefur verð þeirra verið um eða undir 300 pens á hlut. Þó stjórn Arcadia hafi hafnað yf- irtökutilboðinu vinnur Green að því að sannfæra helstu hluthafa fyrir- tækisins um ágæti tilboðs síns. Fjárfestingarbankinn Merrill Lynch, sem starfar fyrir Green, hefur átt í viðræðum við hluthafana og ef marka má fjölmiðla í Bret- landi er búist við að leiknum sé alls ekki lokið þó stjórnin hafi hafnað fyrstu verðhugmynd Greens. Vill ekki óvinveitta yfirtöku Stjórn Arcadia mun ekki sætta sig við minna en 400 pens á hlut. Standard Life er einn af stærstu hluthöfum Arcadia með 8,9% hlut og hefur sagst vera ákveðinn í stuðningi sínum við núverandi stjórn. Stuart Rose, framkvæmdastjóri Arcadia, þykir hafa staðið sig vel við stjórn fyrirtækisins, sem stend- ur nú mun betur en þegar hann tók við. Að sögn The Independent nýt- ur hann afar mikils trausts í við- skiptalífinu svo erfitt muni verða að fá hluthafa til að greiða atkvæði á annan veg en hann mæli með. Þó Rose hafi verið afar andvígur verð- hugmynd Greens er hann þó einn af þeim sem munu hagnast verulega ef af yfirtökunni verður. Ástæðan er sú að kaupréttur hans í fyrirtækinu yrði 23 milljóna punda virði, sem jafngildir um 3 milljörðum króna, ef af þessum kaupum verður. Hann hefur þó líka ríka hagsmuni af því að Green hækki tilboð sitt, því þeim mun meira virði verður kauprétt- urinn. Ekki eru menn á einu máli um hvort eða hve mikið Green er reiðubúinn til að hækka tilboð sitt. Breska blaðið Times hefur það eftir heimild sem það segir standa nærri Green að hann muni vera tilbúinn til að hækka tilboðið um 10 til 15 pens á hlut. Þá er einnig hægt að líta til þess þegar hann keypti Sears og upphaflegar verðhugmyndir voru 300 pens en kaupverðið að lok- um 359 pens, eins og rakið er hér að framan. Í Bretlandi er venja þegar fyr- irtæki er tekið yfir að það sé gert með samþykki stjórnar þó stundum sé farin sú leið að vinna hluthafana á sitt band og fara gegn vilja stjórn- arinnar, en þá er talað um óvin- veitta yfirtöku. Breska dagblaðið The Guardian hefur eftir talsmanni Green að ekki komi til greina að Green fari út í óvinveitta yfirtöku gegn vel reknu fyrirtæki með virtan forstjóra. Þar kann einnig að spila inn í að þeir Green og Rose eru að sögn The Guardian persónulegir vinir, svo samkvæmt þessu má ætla að ef af yfirtökunni verður þá verði það með samþykki stjórnarinnar en ekki gegn vilja hennar. Átök um Arcadia Hver er Philip Green og hvernig er útlitið varðandi yfirtökuna á Arcadia? Haraldur Johannessen fjallar um feril Greens og þau átök sem nú standa yfir um Arcadia. Philip Green vill kaupa Arcadia og nýtur til þess stuðnings Baugs Morgunblaðið/Árni Sæberg Philip Green nýtur stuðnings Baugs sem er talinn vilja eignast þau vöru- merki sem höfða til unga fólksins, Top Shop, Top Man og Miss Selfridge. STUART Rose, forstjóri Arc- adia, hefur hins vegar fengið heimild stjórnar félagsins til að hafna öllum tilboðum und- ir 400 pensum, en miðað við það verð er markaðsvirði fé- lagsins alls 757 milljónir punda eða rúmlega 100 millj- arðar króna. Talið er að stjórnin vilji jafnvel freista þess að færa verðið nær 425 pensum (markaðsvirði alls 804 milljónir punda eða 106,5 milljarðar króna), enda sé það sanngjarnara verð fyrir félagið miðað við áætlaða af- komu þess á reikningsárinu sem er að ljúka. Breska blaðið The Times segist hafa heimildir fyrir því að Philip Green muni funda með fjármálasérfræðingum sínum í London í dag til að ræða hvort hann eigi að hækka tilboð sitt í Arcadia. Green hefur þegar boðið 365 pens á hlut en því tilboði var hafnað. Talið er að hann sé tilbúinn til að hækka boðið í 375 til 380 pens á hlut (mark- aðsvirði alls 719 milljónir punda eða 95,2 milljarðar króna). Lokaverð Arcadia á föstudag var 349 pens en kauphöllin í London var lokuð í gær. Green er talinn vera í slag- togi við nokkra aðra fjárfesta, að því er segir í Financial Times. Þeirra á meðal eru Tom Hunter, sem er skoskur frumkvöðull í smásöluverslun og á m.a. hlut í Bhs versl- anakeðju Green, og þýski bankinn WestLB auk Baugs. Arcadia hafnar til- boðum undir 400 pensum Philip Green sagður munu funda með ráðgjöfum sínum í dag FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Gaumur ehf. keypti sl. föstudag hlutabréf í Flugleiðum hf. að nafnverði um 201 milljón króna, eða sem nemur 8,71% eignarhlut. Gaumur átti ekki áður hlutabréf í Flugleiðum. Hlutabréf í Flug- leiðum hækkuðu um tæp 30% á föstudag og var lokaverð bréf- anna 3,7 krónur á hlut en með- alverð dagsins 3,48 krónur. Við- skipti föstudagsins námu alls 758 milljónum króna að markaðs- verði eða 218 milljónum að nafn- verði. Sé miðað við meðalverð hlutabréfanna á föstudag má gera ráð fyrir að Gaumur hafi greitt rétt tæpar 700 milljónir króna fyrir hlutinn sem keyptur var á föstudag. Útilokar ekki frekari kaup „Við teljum þetta einfaldlega góðan fjárfestingarkost enda sýndi félagið mikil umskipti í rekstri samkvæmt sex mánaða uppgjöri sem birt var fyrir helgi. Þá hefur félagið gefið út að af- koma júlímánaðar hafi verið mjög góð og er ekki óvarlegt að ætla að hagnaður félagsins verði a.m.k. 2 milljarðar á árinu 2002. Gangi það eftir virðast hlutabréf í félaginu á góðu verði,“ segir Kristín Jóhannesdóttir, fram- kvæmdastjóri Gaums ehf. Hún útilokar ekki að Gaumur bæti við hlut sinn í Flugleiðum en vill ekkert segja nánar um það á þessu stigi. Flugleiðir kaupa eigin bréf Viðskipti með hlutabréf í Flug- leiðum námu í gær tæpum 329 milljónum króna að markaðs- verði eða 91 milljón að nafnverði miðað við meðalgengi dagsins sem var 3,61. Lokaverð gærdags- ins var 3,51 og er það 5,1% lækk- un frá lokaverði föstudagsins. Flugleiðir tilkynntu í gær að hafa keypt eigin bréf að nafn- verði rúmar 29 milljónir króna á verðinu 3,75. Kaupverð bréfanna er því tæpar 110 milljónir króna. Eigin bréf Flugleiða nema eftir kaupin tæpum 89 milljónum króna að nafnverði. Gaumur kaupir 8,71% í Flugleiðum ÓLAFUR Daðason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hugbún- aðarfyrirtækisins Hugvits hf. frá og með 1. september næstkom- andi, að því er kemur fram á heimasíðu Hugvits hf. Ólafur er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins auk þess sem hann er stofnandi þess, en félagið var stofnað árið 1993. Ólafur tekur við framkvæmda- stjórastarfinu af Bjarna Guð- mundssyni, sem mun taka við nýju starfi innan fyrirtækisins sem snýr að þróun nýrra vara og markaðs- setningu þeirra fyrir viðskiptavini innanlands og erlendis. Óafur hefur verið stjórnarfor- maður Hugvits hf. undanfarin ár og framkvæmdastjóri GoPro- Landsteina, móðurfyrirtækis Hug- vits. Auk þess hefur hann setið í stjórn fjölmargra hugbúnaðarfyr- irtækja. Ólafur er 42 ára, tölvunarfræð- ingur að mennt og tveggja barna faðir. Ólafur Daða- son aftur framkvæmda- stjóri Hugvits

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.