Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 18
NEYTENDUR 18 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ www.sagamedica.com eykur orku, þrek og vellíðan N O N N I O G M A N N I | Y D D A N M 0 6 8 1 9 /s ia .i s Angelica Matthías Eggertsson, ritstjóri Freys: „Síðustu árin hefur dregið úr vinnuþreki mínu. Mér datt því í hug að reyna Angelicu jurtaveig. Fljótlega kom í ljós að með því að nota hana jókst þrek mitt áþreifanlega. Eftir nokkurn tíma komst ég upp á lag með að nota jurtaveigina einkum þegar mikið liggur við að þrek mitt dugi. Slík notkun hefur reynst mér vel.“ Angelica fæst í apótekum, heilsuvörubúðum og heilsuhornum matvöruverslana. ERLENT SKIPTIBÓKAMARKAÐIR standa sem hæst um þessar mundir enda eru framhaldsskólarnir að hefjast. Að sögn Ragnars Veigars Guðmunds- sonar, verslunarstjóra í Pennanum- Eymundssyni í Austurstræti, koma nemendur með notaðar bækur og fá inneignarnótu í staðinn, fyrir 45% af verði bókarinnar. Síðan eru notuðu bækurnar seldar á 65% af verði nýrr- ar bókar. „Við tökum ekki við bókum ef þær líta illa út. Ef okkur bráðvantar bæk- ur tökum við þær inn þó þær séu að- eins verr útlítandi en það er aðeins í neyðartilfellum þegar við eigum eng- in eintök af tiltekinni bók og það er mikil eftirspurn eftir henni. Hjá okk- ur er ekki verðmismunur eftir ástandi,“ segir hann og bendir á að hann viti til þess að í einhverjum verslunum séu bækur seldar á lægra verði ef þær líta illa út. Ragnar segir að skiptibókalisti sé útbúinn fyrir hverja búð í Pennanum- Eymundsson keðjunni og reynt sé að miða svolítið við þá skóla sem eru í næsta nágrenni. Til dæmis sé úrvalið í Austurstræti miðað að einhverju leyti við bókalistana í MR og Kvennó. Aðspurður hvort ending bóka í framhaldsskólum sé skammur segir hann að reglulega heyrist þær raddir að skólarnir skipti ört út bókum. Hann bendir á að vissulega sé ein- hverjum titlum skipt út á hverju ári og töluvert hafi breyst með nýrri námskrá framhaldsskóla. Verðmismunurinn er um 30% „Skiptibókamarkaðir eru gríðar- lega mikið notaðir meðal framhalds- skólanemenda. Flestir vilja fá notað- ar bækur og nemendur bíða oft og koma aftur frekar en að kaupa nýjar,“ bætir hann við. Hann telur að ef fólk kaupi flestar skólabækurnar notaðar geti mismunurinn á kostnaði numið um 30% miðað við ef eingöngu eru keyptar nýjar. Kristín Einarsdóttir, þjónustufulltrúi skólanna hjá Eddu – miðlun og útgáfu hf., segir að skipti- bókamarkaðir séu starfræktir í öllum verslunum Máls og menningar. „Við búum til lista sem er miðaður við það sem er verið að kenna í skól- um á hverjum tíma. Síðan er tekin ákvörðun um hversu mikið af eintök- um er hægt að taka inn hverju sinni. Markaðnum er í raun aldrei lokað nema við tökum ekki á móti notuðum bókum í jólaösinni og þetta er svolítið misjafnt eftir búðum,“ lýsir hún. Að sögn hennar eru notuðu bæk- urnar teknar inn á 45% af verði nýrra bóka og seldar út á 70%. Hún segir að reynt sé að koma í veg fyrir að bækur séu teknar inn sem eru illa útlítandi, þótt hún bendi á að stundum í atinu vilji verða misbrestur á. Hún segist sjálf ganga um og henda bókum sem henni finnist þeim ekki vera stætt að selja. Iðnfræðslubækur ekki seldar á dæmigerðum mörkuðum „Sumar bækur er hægt að nota ár eftir ár. Til dæmis danskar hraðlestr- arbækur, ég held að krakkar séu að lesa sömu bækurnar og foreldrar þeirra. Hins vegar er nokkuð mikið um nýjar útgáfur á mörgum bókum og það er töluvert um tilraunaútgáf- ur. En það er allur gangur á þessu,“ undirstrikar Kristín. Hún telur að verslun á skiptibóka- mörkuðum sé alltaf að aukast og bendir á að nemendur passi betur upp á inneignarnóturnar sínar en áður. Hún leggur áherslu á að flestir reyni að fá sem flestar bækur á skiptibóka- mörkuðunum fyrst áður en nýjar eru keyptar, enda sé um 30% verðmunur að jafnaði á nýrri og notaðri bók. Iðnfræðslubækur eru yfirleitt ekki seldar á dæmigerðum skiptibóka- mörkuðum. Að sögn Helgu Stein- dórsdóttur, verslunarstjóra Iðnskóla- búðarinnar, er starfrækt bókaverslun innan Iðnskólann þar sem nemendur í iðngreinum geta keypt bækur í öllum fögum, verkgreinum jafnt sem bók- námsgreinum. Hún segir að Iðnskóla- búðin bjóði ekki upp á skiptibóka- markað en hann sé starfræktur á vegum skólafélagsins. „Markaðurinn er í kjallaranum í Iðnskólanum í Reykjavík, á hæðinni beint fyrir neðan búðina, þannig að nemendur geta byrjað þar og komið síðan í búðina. Iðnfræðslubækur eru yfirleitt ekki til á öðrum skiptibóka- mörkuðum en íslenskubækur og ann- að slíkt kaupa nemendur oft á öðrum skiptabókamörkuðum,“ segir Helga og bendir á að skólafélagið í Iðnskól- anum í Reykjavík hafi verið að að- stoða skólafélagið í Borgarholtsskóla að setja upp sambærilegan skipti- bókamarkað. Vaxandi verslun á Netinu Verslun með bækur á Netinu fer sí- fellt vaxandi og segir Guðmundur Jónasson, framkvæmdastjóri Kassa.- is og Bílakassa, að þetta sé fimmta misserið sem kassi.is bjóði upp á skip- timarkað fyrir skólabækur. „Ég held að það sé óhætt að segja að margir noti þessa þjónustu. Við fórum af stað með þetta í samráði við Háskóla Ís- lands, stúdentaráð og Bóksölu stúd- enta. Síðar bættist Kennaraháskólinn inn í þetta,“ segir hann. Hann bætir við að nemendur skrái bækur sínar beint inn á vefinn. Þeir velji skóla og deild og skrái síðan höf- und og titil. Síðan getur fólk leitað inni á síðunni og hringt í seljanda og kaupin fara fram milliliðalaust. Hann segir að þjónustan kosti ekkert. „Þetta er einnig fyrir framhalds- skólanema en er meira notað á há- skólastigi. Ég held það sé einhver aukning í notkuninni,“ segir Guð- mundur en hann telur að bókakaup af þessu tagi séu mun ódýrari en kaup á öðrum skiptibókamörkuðum því á Netinu séu engir milliliðir. Hann bendir á nú séu yfir 250 bókatitlar skráðir fyrir framhaldsskólanema. Nemendur nýta sér í vaxandi mæli skiptibókamarkaði Verslanir kaupa not- aðar bækur fyrir 45% af verði nýrra bóka Morgunblaðið/Þorkell Notuðu bækurnar eru seldar á um 65 til 70% af verði nýrrar bókar. SMÁAUGLÝSINGAR kallast ný þjónusta sem hleypt hefur verið af stokkunum af Huxa ehf. í samvinnu við Íslandssíma, Landssímann og Tal. GSM símnotendur geta nýtt sér hana með aðstoð Vits Landssímans og Tals eða Gluggans hjá Íslands- síma. Í fréttatilkynningu segir að í Smáauglýsingum getur hver sem er auglýst hvað sem er með litlum til- kostnaði og lítilli fyrirhöfn, en hver auglýsing kostar 14 krónur. Á sama hátt er hægt að leita að auglýsingum annarra notenda. Auglýsingarnar berast úr farsíma inn í sameiginlegan auglýsinga- grunn og geta verið allt að 100 stafir á lengd. Til að senda inn auglýsingu er nóg að skrifa hana á viðeigandi stað í valmyndinni og senda áfram. Til að leita að tilteknum hlut, er nafn hans ritað á viðeigandi stað í val- myndinni og sent áfram. Ef auglýs- ing finnst í grunninum sem inniheld- ur orðið sem leitað er að fær notandinn hana senda um hæl í sím- ann sinn, ásamt símanúmeri þess sem auglýsti. Notendur geta einnig vaktað tiltekin leitarorð og fengið til- kynningu með SMS-skilaboðum þeg- ar auglýsing sem inniheldur leitar- orðið berst. Auglýsing í farsíma TALSMENN stjórnvalda í Sádi-Ar- abíu vísa eindregið á bug fullyrðing- um breska blaðsins The Sunday Tim- es um helgina þess efnis að valda- miklir aðilar í konungsfjölskyldunni hefðu styrkt Osama bin Laden og samtök hans, al-Qaeda, með stórfé í lok tíunda áratugarins, að sögn. Breska blaðið sagði að markmiðið með greiðslunum hefði verið að hindra bin Laden í að efna til árása á skotmörk í Sádi-Arabíu. Peningarnir voru notaðir til að reka þjálfunarbúðir í Afganistan og voru mennirnir sem réðust á Bandaríkin 11. september meðal þeirra sem þar hlutu þjálfun. Eru Sádi-Arabar sagðir hafa óttast að al-Qaeda gerði árásir á bandarískar herstöðvar í landinu en 1996 féllu 19 bandarískir flugmenn í árás ísl- amskra ofsatrúarmanna á herstöðina í Khobar. The Sunday Times vitnaði í banda- rísk réttarskjöl og sagði að þar kæmi fram að al-Qaeda og talibanar í Afg- anistan hefðu fengið sem svarar um 25 milljörðum króna. Hefðu greiðsl- urnar verið í samræmi við samkomu- lag sem gert hefði verið við bin Laden sem sjálfur er Sádi-Arabi. Ónafn- greindur heimildarmaður úr röðum ráðamanna í Sádi-Arabíu vísaði um- mælum blaðsins á bug í gær að sögn Aftenposten. „Sádi-Arabía hefur aldrei stutt hryðjuverkasamtök eða fjármagnað aðgerðir sem tengjast hryðjuverk- um,“ sagði maðurinn. „Sádi-Arabía hefur aldrei látið undan þrýstingi eða fjárkúgun.“ Skjölin sem breska blaðið vitnar í tengjast málshöfðun nokkurra ætt- ingja þeirra sem létu lífið í árásunum á Bandaríkin en fólkið krefst alls um þriggja milljarða dollara, um 260 milljarða króna, í skaðabætur, meðal annars af hálfu Sádi-Arabíu. Lögmenn ættingjanna telja að hægt sé að sýna fram á að Turki al- Faisal al-Saud prins, fyrrverandi yf- irmaður Istakhbarat, leyniþjónustu Sádi-Arabíu, hafi átt hlut að greiðslu fjárins til al-Qaeda en einnig leyni- þjónusta Pakistans, ISI, og hafi sam- komulagið um fjárstuðninginn verið staðfest á fundi í Kandahar, aðalbæki- stöð talibana í Afganistan, árið 1998. Sádi-Arabar eru sagðir hafa heitið því að verða ekki við óskum ónefnds þriðja aðila um að framselja félaga í al-Qaeda og jafnframt myndu þeir sporna við kröfum um að þjálfunar- búðunum í Afganistan yrði lokað. Súdan er einnig sakað um að hafa stutt bin Laden og al-Qaeda. Sádi- Arabar vísuðu bin Laden úr landi eft- ir Persaflóastríðið 1991 og Súdanar ráku hann úr landi 1996. Mútuðu Sádi- Arabar al-Qaeda? Sádi-Arabíustjórn vísar á bug fullyrðingum um friðkaup SLOBODAN Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, lét engan bilbug á sér finna í gær en þá hófust rétt- arhöld yfir honum að nýju fyrir stríðsglæpadómstóli Sameinuðu þjóðanna í Haag eftir mánaðarrétt- arhlé. Ítrekaði Milosevic þá skoðun sína að dómstóllinn væri ólöglegur. Saksóknarar yfirheyrðu í gær Sadik Xhemajli, fyrrverandi foringja í Frelsisher Kosovo (UCK). „Þessar vitnaleiðslur eru farsi rétt eins og þessi svokölluðu réttarhöld,“ sagði Milosevic. Sakaði hann Xhemajli um lygar en vitnið hafði lýst því er ör- yggissveitir Serba myrtu 39 Albana í Izbice í Kosovo í mars 1999. Milosevic er sakaður um þjóð- armorð, stríðs- glæpi og glæpi gegn mannkyni vegna atburða sem áttu sér stað í átökunum á Balkanskaga 1991–1995 og í Kosovo 1998-1999. Fer vitnaleiðslum vegna ákæra sem víkja að framferði serbneskra hersveita í Kosovo senn að ljúka. Milosevic kemur aftur fyrir rétt Haag. AFP. Slobodan Milosevic FINNINN Petri Valta vann öruggan sigur á heimsmeist- aramótinu í farsímakasti, sem haldið var í Savonlinna í Finnlandi um helgina. Valta kastaði síma af gerðinni Nokia 5510 meira en 66 metra og telst það óopinbert heimsmet í þessu nýstárlega sporti. Þetta er í þriðja skipti sem HM í farsímakasti er haldið og að þessu sinni tóku meira en 90 keppendur frá sjö löndum þátt í mótinu. „Ég einsetti mér einfald- lega að kasta símanum eins langt og mögulegt var og reyndist það létt verk, enda var þetta var ekki síminn minn,“ sagði Valta eftir sigurinn. Grét of mikið SPÆNSKUR prestur brá á það ráð við skírnarathöfn nýverið að löðrunga þriggja ára skírn- arbarnið til að þagga niður stöð- ugan grát þess. Frá þessu var greint í El Mundo um helgina. Presturinn, Enrique Abad, þjón- ar í bænum Alcoy í suðaustur- hluta Spánar. Hafði hann beðið móður stúlkubarns, sem skírt var Alba Diaz Pons, að róa dóttur sína en Alba grét hástöfum þegar athöfnin fór fram. Ærðist barnið jafnvel enn frekar þegar flug- eldar sprungu fyrir utan kirkj- una. Brá þá prestur á það ráð, um leið og hann bar heilaga olíu á enni barnsins með annarri hendi, að löðrunga stúlkuna með hinni. Meistari meistaranna BRETINN Zac Monro er ókrýnd- ur meistari meistaranna í því að spila á svokallaðan „luftgítar“. Að minnsta kosti vann hann sigur í heimsmeistaramóti, sem haldið var um helgina annað árið í röð og hlaut fyrir vikið glæsilegan raf- magnsgítar í verðlaun – og var það eini raunverulegi gítarinn sem sást á sviði í mótinu að þessu sinni. Mótið var haldið í Oulu í Finn- landi en leikur á luftgítarinn fer þannig fram að keppendur plokka strengi og leika hvað mest þeir mega á ímyndaðan gítarinn. Keppendur fluttu eitt lag að eigin vali en síðan þurftu allir að troða upp með lagi bandarísku rokk- sveitarinnar The Strokes, Last Night. „Það er eitthvað svo hreinsandi að spila á luftgítar,“ sagði Monro. „Það er andleg upp- lifun.“ Heimsmet í farsíma- kasti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.