Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2002 37
FRÉTTIR
VEIÐI
Laxveiðileyfi
Til sölu laxveiðileyfi í Álftá á Mýrum og
Brennu, ármót Þverár og Hvítár í Borgarfirði.
Upplýsingar gefur Dagur Garðarsson í símum
893 5337 og 568 1200 alla virka daga frá
kl. 8.00—18.00.
SMÁAUGLÝSINGAR
TILKYNNINGAR
Sálarrannsóknarfélag
Reykjavíkur,
Síðumúla 31,
s. 588 6060.
Miðlarnir, spámiðlarnir og hug-
læknarnir Þórhallur Guð-
mundsson, Ólafur Hraundal
Thorarensen, Bíbí Ólafsdóttir,
Ingibjörg Þengilsdóttir, Erla
Alexandersdóttir, og Garðar
Björgvinsson michael-miðill
starfa hjá félaginu og bjóða fé-
lagsmönnum og öðrum uppá
einkatíma.
Upplýsingar um félagið, einka-
tíma og tímapantanir eru alla
virka daga ársins frá kl. 13—18.
Utan þess tíma er einnig hægt
að skilja eftir skilaboð á sím-
svara félagsins.
Netfang: mhs@vortex.is .
Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur
starfar í nánum tengslum við Sál-
arrannsóknarskólann á sama stað.
SRFR.
KENNSLA
■ www.nudd.is
FÉLAGSLÍF
Háaleitisbraut 58—60
Samkoma í Kristniboðs-
salnum í kvöld kl. 20.30.
„Ég þekki þrengingu þína“ Lárus
Halldórsson talar.
Allir hjartanlega velkomnir.
RAÐAUGLÝSINGAR
ATVINNA
mbl.is
EFTIRLIT var með
umferð á Suðurlands-
vegi, Vesturlandsvegi
og í Reykjavík allri.
Ástand og réttindi ökumanna voru
könnuð og ökumenn jafnt og farþeg-
ar minntir á að nota öryggisbelti.
Lögreglan fylgdist með umferð bif-
reiða og gangandi vegfarendum á
föstudagsmorgni enda mikið um
börn á leið í skólann. Vert er að
minna ökumenn á að taka sérstakt
tillit til þessa unga fólks sem er jafn-
vel að hefja skólagöngu sína.
Á föstudagskvöld var ökumanni
veitt tiltal þar sem tvö börn voru í
bílnum án öryggisbelta, ökumaður-
inn var að tala í farsíma án hand-
frjáls búnaðar auk þess sem hann
gat ekki framvísað ökuskírteini.
Ofsaakstur í íbúðarhverfi
Lögreglu var tilkynnt um víta-
verðan akstur á Suðurlandsvegi rétt
fyrir hádegi á föstudag. Sá sem til-
kynnti sagði mikla þoku vera og að
bifreið hefði ítrekað verið ekið á
mikilli ferð fram úr hægra megin og
einnig yfir óbrotna línu. Rétt fyrir
miðnætti var bifreið veitt eftirför á
svipuðum slóðum. Henni var ekið á
ofsahraða inn í íbúðarhverfi þar sem
bifreiðin fór yfir gangstéttir og
hafnaði á umferðarmerki utan veg-
ar. Ökumaður sinnti ekki stöðvunar-
merkjum lögreglu. Þegar bifreiðin
hafði síðan lent utan vegar flúðu
ökumaður og annar farþegi af vett-
vangi en eftir sat einn farþegi sem
var stjarfur af hræðslu þegar lög-
regla kom að. Við frekari rannsókn
kom í ljós að um stolna bifreið var
að ræða og voru ökumaður og sá
farþegi sem flúði færðir á lögreglu-
stöð en bifreiðin var fjarlægð af
vettvangi með kranabifreið.
Rétt fyrir hádegi á sunnudag var
tilkynnt um bifreið sem ekið var á
móti umferð vestur Miklubraut.
Ökumaður sem er vel á níræðisaldri
hafði tekið of krappa beygju af Háa-
leitisbraut inn á Miklubraut með
þeim afleiðingum að hann sneri öf-
ugt við akstursstefnu. Miklubraut
var lokað á meðan hann sneri bifreið
sinni við.
Tilkynnt var um 19 innbrot um
helgina. Eins og svo oft áður vill lög-
reglan minna fólk á að hafa útidyra-
hurðir læstar, glugga og svalahurðir
lokaðar og kræktar aftur, og skilja
ekki verðmæti eftir í bifreiðum.
Tveir menn voru fluttir í fangamót-
töku en þeir höfðu sparkað upp úti-
dyrahurð í íbúð í miðborginni og
fundust skartgripir og fíkniefni á
þeim. Í Breiðholtinu var brotist inn í
íbúð á annarri hæð, með því að
spenna upp svalahurð og tekinn var
sími, skartgripir, myndavélar o.fl.
Leiddist málningarvinnan
Ekki er þó alltaf allt sem sýnist.
Lögreglu var tilkynnt um ungan,
sóðalegan mann sem sparkað hafði í
rúðu á kjallaraíbúð og síðan farið
þar inn. Manninum var lýst nokkuð
nákvæmlega fyrir lögreglu. Við nán-
ari eftirgrennslan reyndist hann
vera búsettur í íbúðinni hafa verið
að mála en var orðinn hálfþreyttur á
málningarvinnunni og hafði hent
málningarverkfærum í rúðuna.
Einnig var tilkynnt um grunsam-
legar mannaferðir inni í nýbyggingu
um eittleytið aðfaranótt sunnudags
en það reyndust vera iðnaðarmenn
að störfum.
Gat ekki borgað fyrir matinn
Lögreglan aðstoðaði nokkra
leigubílstjóra um helgina m.a. vegna
ölvaðra farþega. Aðfaranótt laugar-
dags var slík aðstoð veitt er kona
skuldaði fargjaldið og var óviðræðu-
hæf sökum ölvunar en hún var vist-
uð í fangageymslu lögreglunnar. Að-
faranótt sunnudags tilkynnti
starfsmaður veitingastaðar í mið-
borginni um gest sem var til vand-
ræða. Gesturinn var ölvaður, hann
hafði borðað mat fyrir um tólf þús-
und krónur en hann gat ekki borg-
að.
Aðfaranótt sunnudags var lög-
reglu tilkynnt að heyrst hefði neyð-
aróp frá konu af og til þá um nótt-
ina. Við nánari athugun reyndust
ópin koma frá hundi sem var span-
gólandi í garðinum og komst ekki
inn. Eigandi hundsins var vakinn og
opnaði hann fyrir hundinum.
Úr dagbók lögreglu 23.–26. ágúst
Farþegi stjarfur
af hræðslu
Krossins burt numinn kvölum frá,
kóngur ríkir þú himnum á.
Herra, þá hér mig hrellir pín,
hugsaðu í þinni dýrð til mín.
(Hallgr. Pét.)
Elsku Allý og fjölskylda, megi
guð styrkja ykkur í þessari sorg.
Vertu sæll, Ási minn.
Aðalheiður Sigfúsdóttir,
Hafnarfirði.
Árum saman bauð Ási Markús
dauðanum byrginn, lagðist glað-
beittur undir hnífinn hjá læknunum
og hló þegar hann sagði vinum sín-
um frá því hvernig líf hans hékk á
bláþræði krabbameins og fleiri
kvilla. „Alltaf lifir Ási,“ bætti hann
gjarnan við. Nú er hann allur þessi
síkviki prakkari á Bakkanum.
Það situr í mér orðið athafna-
skáld þegar ég hugsa til Ása Mark-
úsar. Hann var ekki venjulegur at-
vinnurekandi eða bísnesmaður eins
og það heitir á vondri íslensku.
Hann var athafnamaður, knúinn
áfram af ódrepandi sköpunarkrafti.
Það verða aðrir til að rekja sögu
Ása enda færari til þess en ég sem
kynntist honum fyrst laust fyrir
1990 þegar ég flutti á Eyrarbakka.
Ég veit af óljósri afspurn að á fyrri
tíð kom hann að útgerð, kvik-
myndahúsarekstri, verslunarrekstri
og ótal mörgum öðrum sviðum at-
vinnulífsins. Og ætíð fór hann í
þessum efnum sínar eigin leiðir.
Ási var ekki félagsmálamaður
eða samvinnumaður enda vita allir
að skáldskapur verður ekki til í
samvinnu. Það á einnig við um at-
hafnaskáldin. Ég hafði á tilfinning-
unni að í sínu stússi hefði Ási alltaf
verið að gera það sem honum
fannst skemmtilegt. Með því er ég
ekki að segja að lífið hafi verið
þessu athafnaskáldi dans á rósum.
Hann reyndi í sínu fjölskyldulífi
sárari missi en orð fá lýst þegar
synir hans tveir drukknuðu í inn-
siglingu Eyrarbakkahafnar. Hann
mátti líka oft finna til þess að hann
átti sér öfundarmenn og skeytti
engu um að vinna verkum sínum
lýðhylli. Það gerðu verkin sjálf þeg-
ar hjólin voru farin að snúast.
Vafalítið hefur hvatvísi hans oft-
ar en ekki orðið til að hrella sam-
ferðamenn Ása og stutt að því að
honum fannst hann ekki alltaf njóta
skilnings. En ef einhver staður hef-
ur þurft á hvatvísum athafnamanni
að halda á 20. öldinni þá var það
Eyrarbakki eftir allar þær dýfur og
erfiðleika sem sá staður mátti þola.
Og þrátt fyrir þessa hvatvísi var
Ási hlýr persónuleiki og vinur vina
sinna.
Okkur finnst ætíð skarð fyrir
skildi þegar samferðamenn okkar
safnast til feðra sinna. En maður
kemur í manns stað, segir mál-
tækið. Ég held að Ási sé undan-
tekningin sem sannar þá reglu. Það
kemur enginn í stað Ása.
Allý og öðrum vandamönnum
Ása sendi ég mínar dýpstu sam-
úðarkveðjur.
Bjarni Harðarson.
Ási Markús var stór maður þótt
ekki væri hann hávaxinn né mikill
að vexti. Stór var hann að verð-
leikum og þeim drifkrafti sem ein-
kenndi hann alla tíð.
Persónuleiki hans var einstakur
eins og ég fékk að kynnast af eigin
raun fyrir nokkrum árum eftir að
hafa farið þess á leit að taka við
hann viðtal fyrir útvarp. Ekki sam-
þykkti hann erindi mitt í fyrstu
heldur bauð mér í garðhús á heimili
þeirra hjóna og þiggja af þeim
kaffisopa. Hann skyldi hugsa málið
eftir að hafa hitt mig. Það hafði
vakið athygli mína að þessi ágætu
hjón buðu ferðamönnum upp á gist-
ingu með heimilislegum blæ við
sjávarkambinn á Eyrarbakka og
um það átti viðtalið að fjalla. Ég
heillaðist strax af þeim hjónum
enda móttökurnar slíkar og hlýlegt
viðmót þeirra beggja sem snart
mig djúpt. Mér fannst ég hafa
fundið fjársjóð og naut þess að
hlusta á Ása Markús segja frá lífi
sínu og hugsjónum sem voru miklar
og ætíð Eyrarbakka til fram-
dráttar. Honum þótti vænt um bæj-
arfélagið sitt og lét sig það varða
eins og hann sýndi í verki marg-
sinnis og ávallt þegar á reyndi.
Það er mikill sjónarsviptir að
Ása Markúsi enda átti hann fáa
sína líka. Ég kveð hann með virð-
ingu og þakklæti fyrir ógleymanleg
kynni. Allý eiginkonu hans og eft-
irlifandi fjölskyldu votta ég samúð
mína.
Blessuð sé minning Ása Mark-
úsar.
Soffía M. Gústafsdóttir.
Ási Markús var atorkumaður með
stóran faðm og víðan sjóndeildar-
hring. Hann var ekki maður smá-
muna en þó glöggur á fegurð og þýð-
ingu þess smáa. Hann var góður
maður með sterka hugsun gagnvart
samfélagi sínu og þeim tækifærum
sem buðust. Hann var frumkvöðull í
eðli sínu og hratt í framkvæmd því
sem honum datt í hug og hann sá
sóknarfæri í. Sneri framkvæmdin að
honum sjálfum hætti hann ekki fyrr
en því var lokið. Sneri málið að sam-
félaginu fylgdi hann því eftir af festu,
allt til loka, og þoldi illa vífilengjur.
Þessu bera vitni athafnasemi hans í
útgerð, verslun, ferðaþjónustu, mál-
efnum eldra fólks á Eyrarbakka og
hin ýmsu mál sem hann lét til sín
taka.
Það var gaman að ræða málin við
Ása og taka snerpuspjall um ýmis
mál. Eitt sinn benti hann mér á að
brimið væri einkenni Eyrarbakka
og það mætti koma Bakkanum á
kortið með briminu. Þetta fannst
mér nýtt sjónarhorn og ég sagðist
tilbúinn að leggja þessu lið. Flug-
unni um brimið var skotið á loft í
stuttu blaðaviðtali sem vakti athygli
og viti menn, eftir að það birtist var
Ási Markús kallaður í viðtal í öllum
útvarpsstöðvum, hvar hann lýsti
einkennum brimsins við ströndina
ásamt mörgu fleiru, svo sem því
þegar einn gesta hans stóð frammi
á sjávarkambinum, breiddi faðminn
móti sunnanúðanum, teygaði að sér
sjávarloftið og sagði: „Þetta er
betra en nokkurt vín.“
Í ólgusjó lífsins sigldi Ási Mark-
ús beinn í baki með heillandi lífs-
viðhorf og með Aðalheiði Sigfús-
dóttur, konu sína, sér við hlið tókst
hann af æðruleysi á við brimskafla
lífsins. Undir niðri fann maður að
bjó sú hugsun að lífið héldi alltaf
áfram hvað sem á dyndi. Og þannig
var Ási Markús, hann var lifandi í
hverju sem hann tók sér fyrir
hendur og þar sem honum fannst
eitthvað á vanta hafði hann orð á
því þannig að menn mundu eftir og
fannst vont að fá slíkar athuga-
semdir aftur og aftur. Allt var þó
sagt með góðum hug því undir niðri
bjó hugsunin um að gera betur en
gert hafði verið áður.
Ási Markús var mikill áhugamað-
ur um að rækta ættartengslin og
gekkst fyrir því af kappi að ná sam-
an systkinunum frá Hurðarbaki í
Flóa á meðan þau voru á lífi. Og
það var handagangur í öskjunni
þegar hann ýtti því ætlunarverki úr
vör, dreif fólk með sér og sam-
koman sannarlega lífleg og eftir-
minnileg öllum.
Það var gott að koma til Ása og
Allíar og það þurfti ekki endilega
eitthvert erindi. Alltaf var eitthvað
til umræðu, smátt eða stórt, og allt-
af á þeim nótum að rétt væri að
drífa í þessu eða hinu. Ási hafði lag
á að hrífa menn með sér og það var
svo að um leið og maður ók á brott
frá einni heimsókninni hlakkaði
maður til þeirrar næstu. Maður
hélt svo sannarlega upp á þennan
karl – og það er gott að hugsa til
samtala og samverustunda með
honum.
Blessuð sé minning hans. Inni-
legar samúðarkveðjur til Aðalheið-
ar og allra aðstandenda.
Sigurður Jónsson.
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Elsku Unnur. Ég
gleymi því aldrei hvað
þú varst góð mann-
eskja og það er varla hægt að ímynda
sér betri manneskju eða betri vin.
Þeir tímar sem við eyddum saman
voru ógleymanlegir og ég þakka guði
fyrir að hafa fengið að kynnast þér.
Ég sendi foreldrum þínum, Guðrúnu
og Bjarna, og systur þinni Þorgerði
samúðarkveðjur
Hólmfríður V. Sævarsdóttir.
Unnur Helga, dáin. En hvað það
er óréttlátt, voru fyrstu orðin sem
flugu í gegnum huga okkar. Hvers
vegna er verið að taka unga stúlku,
sem varla hafði fengið tækifæri til að
lifa, frá öllum sem elska hana.
Hvaða minningar eru það sem
standa upp úr í huganum þegar litið
er yfir farinn veg? Fermingardagur-
inn í vor, þá var hún svo falleg og
þann dag sáum við vel hversu mynd-
arleg hún ætti eftir að verða sem full-
orðin kona. Sá dagur kemur hins
vegar aldrei. Í staðinn berum við
mynd hennar í huga okkar.
UNNUR HELGA
BJARNADÓTTIR
✝ Unnur HelgaBjarnadóttir,
Borgarvík 12 í Borg-
arnesi, fæddist á
Akranesi 20. mars
1988. Hún lést á
barnadeild Landspít-
alans við Hringbraut
miðvikudaginn 14.
ágúst síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Borgarnes-
kirkju 24. ágúst.
Við eigum öll eftir að
muna eftir Unni, hún
var svo lífsglöð og
ánægð, og það var mjög
gaman og gott að tala
við hana. Hún var mjög
vitur og gáfuð stúlka.
Hún vissi alveg hvað
hún vildi og var ekkert
feimin við að láta sum
orð falla af vörum sér.
Hún var sú manneskja
sem ég leitaði oftast til
ef eitthvað var að. Ég
man vel eftir því hve
opin hún var yfir veik-
indum sínum við okkur,
krakkana. Við vorum oft samferða í
íþróttir og það var mjög gaman að
tala við hana. Við munum öll minnast
hennar af því hve náin og opin hún
var við okkur öll. Ég á margar minn-
ingar frá því að við vorum að leika
okkur saman, t.d. þegar við drösluð-
umst um allan bæinn með dúkku-
vagninn minn, gerðum dyraat með
strákunum og spreyjuðum veggina
uppi í sveitinni hjá henni, það er enn
þá smásprey þar. Þegar við vorum
uppi í sveit hjá henni og sáum kind-
arhaus og öskruðum eins og fífl og
hlupum svo skíthræddar í burtu. Við
ætluðum alltaf að gista saman vin-
konurnar í tjaldi einhvern tímann í
sumar en það varð aldrei neitt úr því,
það verður heldur ekkert næsta
sumar eða þau sem á eftir koma. En
við getum alltaf munað eftir henni
þegar við förum að tjalda saman.
Gunna, Bjarni og Þorgerður, ég
votta ykkur innilega samúð mína.
Íris Dögg.