Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2002 27 BECKETT, sem hélt fyrir-lestur á vegum Barna-verndarstofu á dögunum,segir að einungis um 10 til 20% þeirra sem fremja kynferðis- glæpi gagnvart börnum teljist vera síbrotamenn sem meðferð virðist lítil eða engin áhrif hafa á. Hversu áreiðanlegar eru þessar tölur? Það hafa verið gerðar margar rannsóknir í Norður-Ameríku og á Bretlandi þar sem metinn hefur verið árangur af slíkri meðferð yfir fimm ára tímabil. Það er alveg greinilegt að líkur á endurteknum brotum hjá mönnum, sem höfðu framið kynferðisglæpi gagnvart börnum, voru miklum mun minni ef þeir höfðu fengið tilskilda meðferð. En að sjálfsögðu þurfa að koma til rannsóknir sem spanna lengri tíma eða tíu til fimmtán ár. En ég tek fram að þetta er allt saman nýtt ef svo má segja, það er aðeins nú á síðustu fimm árum sem mönnum hefur í raun tekist að sýna fram á þetta þótt lengi hafi verið stundaðar rannsóknir á þessu sviði. En vitaskuld er það svo að ekki breytast allir jafnmikið við meðferð, hegðun sumra þessara ofbeldis- manna er tiltölulega auðvelt að breyta með meðferð en því miður hefur meðferð lítil sem engin áhrif á suma. Hversu langt eru menn komnir í því að þróa aðferðir til þess að greina á milli þeirra sem meðferð gagnast og gagnast ekki? Það eru til tvær leiðir til þess að greina þá sem líklegir eru til þess að endurtaka kynferðisafbrot gagn- vart börnum. Annars vegar með því að líta til sögu afbrotamannsins; of- beldismaður sem orðinn er fjörutíu ára og á að baki langan sakaferil fyrir kynferðisafbrot og hefur til- tekin skapgerðareinkenni er lík- legri til þess að halda áfram að brjóta af sér en aðrir og meðferð skilar oft litlum árangri. Á hinn bóginn er líka hægt að greina tiltekið mynstur hjá kynferð- isglæpamönnum sem erfitt getur verið að eiga við. Það er ekki óal- gengt að fólk fremji kynferðisglæpi en hafi ekki áður verið staðið að verki. Og þess vegna er ekki ein- göngu hægt að reiða sig á afbrota- sögu manna; þeir eru ef til vill í fyrsta sinn að komast undir manna hendur þótt þeir eigi ef til vill lang- an brotaferil að baki. Því eru notuð sálfræðileg próf og ákveðin tækni til þess að meta þessa menn. Í Bandaríkjunum hafa menn í auknum mæli notað lygamæla og oft verður raunar vitneskjan um að það eigi að nota þá til þess að menn gefa meiri og betri upplýsingar en ella. Allar þessar aðferðir hafa gert það að verkum að menn eru færari um að greina á milli afbrotamanna sem líklegir eru til þess að endur- taka brot og þeirra sem ekki eru lík- legir til þess ef þeir fá viðeigandi meðferð. En ég vil taka sérstaklega fram að þótt einstaklingur teljist líklegur til þess að endurtaka brot er ekki þar með sagt að sú verði endilega raunin. Jafnvel á meðal þeirra kyn- ferðisglæpamanna sem einna mest hætta er talin stafa af munu vænt- anlega 50% verða dæmdir aftur, 50% en ekki 100% og menn verða því að fara varlega þegar rætt er um hættuna af þessum mönnum og aðgerðir til þess að koma í veg fyrir glæpi. Við tölum hér í líkum, hvað með þá sem síst eru líklegir til að brjóta aftur af sér? Jú, það er rétt. Ef við tökum kyn- ferðisglæpamenn sem falla undir þann hóp sem síst er talinn líklegur synlegt að safna þeim saman til þess að koma á öflugri hópmeðferð, inn- an og utan fangelsanna. Ég hygg að bæði ríkið og eins sveitarfélögin hér þyrftu að huga betur að þessu. En öll fagþekking er hins vegar fyrir hendi hér. Persónueinkenni þeirra sem falla í áhættuflokkinn, hver eru þau? Í raun eru tveir hópar í áhættu- flokknum, annars vegar eru það menn sem vegnar vel í lífinu og eru félagslega hæfir og eru sjaldan staðnir að verki. Þeir sem á hinn bóginn komast oftast í kast við lögin ná yfirleitt ekki að tengjast öðru fullorðnu fólki, þeir eru félagslega einangr- aðir, eiga kannski í vandræðum í vinnunni, hafa lágt sjálfsmat og vegnar alls ekki vel. Oftast má rekja þessi vandamál langt aftur í tímann. Oft hafa þessir menn þurft að þola ofbeldi, þó ekki endilega kynferð- islegt, einelti o.s.frv. í æsku og hafa kannski einangrast við 10–12 ára aldur. Þeir ná oft vel til barna og líð- ur betur í návist þeirra. Vandamál þeirra eru því bæði félagsleg og kynferðisleg. Er þá ekki mögulegt að grípa fyrr í taumana? Við eigum enn eins og fimm til sjö ár í það. Við teljum að við höfum náð að greina einkenni fámenns hóps ungmenna sem hugsanlega gætu orðið barnaníðingar. En auðvitað þyrfti að fylgja þeim eftir til þess að sannreyna slíkt og þá kemur upp ákveðinn siðferðisvandi. Ef menn halda að sér hafi tekist að greina til- vonandi barnaníðing, hvað gera menn þá? Láta þeir hann eiga sig og bíða eftir að hann brjóti hugsanlega af sér? Eða grípa menn í taumana áður. Og hafa þeir rétt til þess? Eru tengsl á milli kynferðisglæpa og neyslu vímuefna? Tengslin milli eiturlyfja og kyn- ferðisglæpa gagnvart börnum eru ekki mikil og ef nefna ætti einhvern vímugjafa væri það einna helst áfengi. Mun sterkari tengsl er að finna milli neyslu eiturlyfja og áfengis og nauðgana eða kynferð- islegs áreitis gagnvart fullvöxnum konum. Meðferð verkar vel á þá sem hafa framið kynferðisglæpi gagnvart börnum en við vitum enn ekki nógu mikið um þá sem nauðga eða sýna konum kynferðislegt ofbeldi. Hvað með morð á börnum á borð við það sem átti sér stað í Englandi nýveri? Hvers konar einstaklingar fremja slík verk? Ég hef verið hér á Íslandi og hef því fylgst með málinu úr fjarlægð. Mér finnst þó full ástæða til þess að leggja áherslu á að þetta er afar öfgakennt og óvenjulegt dæmi. Einn möguleikinn er sá að Ian Huntley hafi sýnt þeim Holly og Jessicu kynferðislegt ofbeldi og síð- an drepið þær til þess að hylja slóð sína. Hitt er mögulegt, þó það sé þekkt, að menn hafi lengi verið upp- teknir af hugsuninni um að drepa. Þetta er mjög óvenjulegt fólk en er þó til og það má vera að Huntley sé einn af því. Sú staðreynd að Ian Huntley hef- ur verið vistaður á Rampton-rétt- argeðdeildinni þykir mér benda til tvenns: annars vegar að hann sé treggáfaður og eigi við erfiðleika að etja vegna þess. Eða þá hins að hann hafi beinlínis orðið geðveikur eftir að hann framdi glæpinn. Þótt mörgum kunni að koma það á óvart er það þó engu að síður staðreynd að menn sem hafa framið slík afbrot komast oft í geðveikisástand í kjöl- far þess og eru oft orðnir geðveikir þegar þeir eru handteknir. Og í sumum tilvikum reynast þeir síðan vera ósakhæfir. þeim en fullorðnu fólki. Hann leitar því eftir sambandi við börn, bæði vegna þess að hann á auðveldara með að tengjast þeim og eins vegna kynferðisáhuga á þeim. Í meðferðinni er þessum mönnum beinlínis kennt í hverju skaðinn er fólginn og í öðru lagi eru þeir sviptir öllum þeim réttlætingum og afsök- unum sem þeir hafa notað árum saman. Og þá er líka reynt að hafa áhrif á hvert kynferðisáhugi þeirra beinist og við getum raunar mælt það. En meðferð breytir ekki alltaf fólki þannig að það er reynt að gera mönnum grein fyrir hvaða aðstæður og hugsanir koma þeim í hættu og hvernig eigi að bregðast við því. Þegar brotamaður lýkur með- ferðinni hefur hann áætlun um hvernig hann eigi að bregðast við ákveðnum hugsunum og aðstæðum. Og hann umgengst fólk sem glímt hefur við svipuð vandamál og þekkir þessa áætlun og fylgist með hvernig honum vegnar, ekki ólíkt og hjá AA- samtökunum. Þetta er fólk sem kann að spyrja réttra spurninga og skynjar ef menn eru að fara út af réttri braut. Við getum auðvitað ekki breytt öllu í fari fólks þannig að þetta snýst sem sagt líka um að kenna fólki að hafa stjórn á sjálfu sér. Lausnin er oft blanda af þessu tvennu. Hvað um meðferðarúrræði hér á Íslandi? Hér í Reykjavík er fyrir hendi mjög góð miðstöð til þess að greina þá sem fremja kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum og hér eru menn að stunda svipaðar aðferðir í með- ferð og á Bretlandi. Vandinn, svo notað sé einkar óheppilegt orð, er þó einkum fólginn í því að það eru ekki mjög margir kynferðisglæpamenn á Íslandi. Þannig að erfitt getur verið að koma virkri hópmeðferð við en það hefur einmitt sýnt sig að hópmeðferð verkar sérstaklega vel. Þegar um fáa menn er að ræða, sem ef til vill sitja í mörgum fangelsum, er nauð- til að endurtaka brot sýna tölur að einungis um 5–7% þeirra munu hljóta dóm aftur. Það sem einkennir þessa menn er að þeir hafa ekki hlotið dóma áður, búa við þokkalegt öryggi og tengsl þeirra við annað fullorðið fólk eru í þokkalegu lagi. Ef við tökum aftur á móti hinn dæmigerða barnaníðing sem fremur afbrot gagnvart börnum utan eigin fjölskyldu eru, miðað við sumar rannsóknir, um 40% líkur á að hann hljóti annan dóm innan fimm ára. Hefðbundin sálgreining ku duga skammt við meðferð kynferðis- glæpamanna, hvaða aðferðir eru það sem þið notið? Menn reyndu lengi að nota sál- greiningu og það á sér auðvitað sögulega skýringu. Annars konar meðferð var einfaldlega ekki fyrir hendi fram yfir miðja síðustu öld. Ástæða þess að sálgreining gagnast ekki er af tvennum toga. Í fyrsta lagi er það tiltekin hegðun eða at- ferli sem knýr ofbeldismanninn til þess að fremja afbrot. Kynferðis- legur áhugi á börnum er gott dæmi um slíkt. Í annan stað er um að ræða al- mennari vandamál sem oftast snúa að tengslum við annað fólk, lágri sjálfsvirðingu o.s.frv. Sálgreining dugar stundum á þennan þátt en tekur ekki á hegðuninni sem leiðir til afbrota. Getur þú lýst nútímaaðferðum sem notaðar eru á kynferðisglæpa- menn betur? Meðferðin byggir á atferlisfræði og í henni er gengið út frá að sam- band sé á milli hegðunar, tilfinninga og hugsana. Ef við tökum barnaníð- ing sem dæmi þá er ljóst að hann hefur kynferðislegan áhuga á börn- um og hann hefur myndað sér ákveðnar skoðanir eða öllu heldur ranghugmyndir til þess að réttlæta áhuga sinn á börnum. Og oft gera þessir menn sér ekki grein fyrir að það sem þeir aðhafast sé eitthvað rangt. Þessum manni líkar við börn og á auðveldara með að tengjast Menn sem fremja kynferðisglæpi gagnvart börnum Meðferð stórs hóps skilar árangri Öfugt við það sem margir telja er ítrek- unartíðni hjá þeim sem fremja kynferðis- glæpi gagnvart börnum fremur lág. Richard C. Beckett, yfirmaður réttarsál- fræðistofnunarinnar í Oxford, segir að meðferð skili árangri í meirihluta tilvika og að menn séu nú nær því en áður að geta afmarkað þann hóp sem líklegur er til þess að brjóta af sér aftur. Morgunblaðið/Arnaldur Beckett segir menn komna langt í að geta þekkt úr kynferðisglæpa- menn sem líklegir séu til þess að brjóta aftur af sér gagnvart börnum. herrann að svo skjótt sem hann yf- irgefur Færeyjar kemur íslenski forsætisráðherrann í heimsókn til að funda með Færeyingum og Grænlendingum – pólitískt sam- starf sem Færeyingar og Græn- lendingar veita meiri athygli en samstarfinu við Danmörku.“ „Dimmalætting er blað Sam- bandsflokksins og þeir vilja meiri samvinnu við Danmörku og sjá það sem samkeppni að við fáum opin- bera heimsókn frá íslenska for- sætisráðherranum. Það skil ég ekki,“ segir Kallsberg aðspurður um hvort Færeyingar leggi meira upp úr samstarfi við Íslendinga en Dani. „Við höfum engin áform um að fara frá Danmörku og yfir til Ís- lands, þetta snýst um að gera fær- eyskt samfélag sem best og við reynum að eiga eins gott samstarf við alla og hægt er.“ Færeyingar vilji eiga gott samstarf við öll Norð- urlöndin. Var tilbúinn að segja af sér Litlu munaði að Anfinn Kalls- berg segði af sér sem lögmaður færeysku landstjórnarinnar við setningu Lögþingsins á þjóðhátíð- ardegi Færeyinga hinn 29. júlí síð- astliðinn. Hafði Kallsberg sagt að drægi Torbjørn Jacobsen, þing- maður Þjóðveldisflokksins sem á aðild að landstjórninni, ekki um- mæli sín til baka um að Kallsberg hefði átt í vafasömum viðskiptum á árum áður, myndi hann segja af sér við þingsetninguna. Kallsberg hafði því tvær ræður tilbúnar til flutnings við setningu þingsins en sagði ekki af sér þar sem Jacobsen dró um- mælin til baka. Segir Kallsberg að samstarf flokkanna í ríkisstjórn hafi gengið vel þrátt fyrir þetta. Vandamálin sem upp hafi komið séu fyrst og fremst á persónulegum grunni. „Ég er bjartsýnn um að við getum leyst úr því í framtíðinni. Mér finnst að maður eigi ekki að láta smámál eins og þetta eyðileggja gott samstarf.“ Það hafi verið mjög erfitt að vera með tvær ræður tilbúnar og ekki vita hvora þeirra hann myndi halda. „Það var erfitt en nauðsynlegt og ég er ánægður með að við náðum að leysa það vandamál áður en við gengum til kirkju. Þetta var óþægi- legt, sérstaklega á þessum tíma eft- ir kosningarnar þegar menn voru í hátíðarskapi að fara að opna nýinn- réttað Lögþingshús og að fagna því að 150 ár voru liðin frá endurreisn þingsins. Það er ljóst að það hefði drepið stemninguna ef ég hefði þurft að halda hina ræðuna,“ segir Kallsberg. efna- . „Árið skuldir króna, um 2 kulda- rum.“ veiðum kidaga- thlutað m þeir Kalls- mjög vanda- heldur kveðið r sem ví það ki megi ákveð- f fiski í það er Þannig ð fiski- ð fáum ð strax ga sem veiða.“ eiða á fnarnir og við kveiðar r veiði- u sinni m skal gt sam- Kalls- ki orðið ðiheim- útgerð- i orðið munum gerist í mögu- að má n fisk- m enn un sem ti safn- heim- æreyja Segist Ísland ann sé áfram ðs var for- reyjum llsberg rmann rinnar. gblaðs- kudag, ndsins sunar- tisráð- eta lært af Íslendingum hagsleg við Dani Morgunblaðið/Nína Björk að mikill uppgangur hafi verið í færeysku pphafi 10. áratugar síðustu aldar. nina@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.