Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. VON er á átta ofurhugum hingað til lands í febrúar á næsta ári og munu þeir dvelja á hálendi Íslands í rúmar þrjár vikur og glíma þar við erfiðar aðstæður. Til stendur að sýna frá förinni í bandarísku sjónvarpi í apríl nk. en koma ofurhuganna hingað til lands er liður í veruleikasjónvarps- keppni sem sjónvarpsstöðin Out- door Life Network og Toyota Mot- or Sales í Bandaríkjunum standa að og lýkur með göngu á Everest- fjall. Að sögn Cörlu Ciacalese, tals- manns OLN-sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum, eru skipuleggj- endur keppninnar að leita að fimmtíu reyndum íþróttamönnum, körlum og konum, til að taka þátt í keppninni, Global Extremes: Mt. Everest – 4Runners of Adventure, sem tekin verður upp í heild og sýnd sem framhaldsþáttaröð í sjón- varpi. Í október verða þeir sem valdir verða úr boðaðir til Moab í Utah-ríki og Telluride í Colorado þar sem þeirra bíða margvíslegar þrautir. Tólf keppendum verður boðið að halda áfram og mun leið þeirra fyrst liggja til Kalahari- eyðimerkurinnar í Afríku og það- an til Borneo í Malasíu þar sem tekist verður á við erfiðar þrautir. Sem fyrr segir munu átta kepp- endur halda til Íslands hinn 18. febrúar nk. og dvelja hér til 11. mars. Keppendur munu ferðast á milli á hundasleðum og skíðum auk þess að reyna fyrir sér í ísklifri. Koma ofurhuganna hingað til lands er lokahnykkurinn áður en lagt verður á tind Everest og er ætlunin að sýna þann hluta keppn- innar að hluta í beinni útsendingu. Fimm keppendur munu reyna við tindinn en sá sem sigrar hlýtur að launum 250 þúsund Bandaríkja- dollara, rúmar 20 milljónir ís- lenska króna. Hægt er að nálgast allar nánari upplýsingar um keppnina á www.olntv.com en umsóknar- frestur rennur út 30. ágúst nk. Bandarísk sjónvarpsþáttaröð í bígerð um baráttu ofurhuga við náttúruöflin Dvelja á hálendi Íslands í 3 vikur MANNABEIN fundust er verið var að undirbúa drenlögn við prestssetur Skeggjastaðakirkju í Bakkafirði sl. föstudag. Við fyrstu skoðun telur Guðný Zoëga fornleifafræðingur hjá Minjasafni Austurlands að um fimm grafir að kristnum sið sé að ræða. Enn er þó of snemmt að hennar sögn að staðfesta það. Rannsókn fer fram á beinunum og fundarstaðnum næstu daga. Það var verktakinn, Stefán Sig- urbjörnsson, sem vann við drenlögn- ina, sem fyrstur kom auga á beinin. Ekki heimildir um grafreit á þessum stað svo vitað sé Beinin fundust sunnan við prests- setrið, um 50 metra frá núverandi kirkjugarði. Guðný og Brynhildur Óladóttir, prestur við Skeggjastaða- kirkju, segjast ekki vita til þess að heimildir um grafreit á þessum stað séu til, en það verður nú skoðað ná- kvæmar. Grunnt er niður á beinin, aðeins um 30–35 sentimetrar. Bein fimm ein- staklinga hafa fundist á um fimm fer- metra svæði. Skeggjastaðakirkja er elsta timb- urkirkja á Austurlandi og ein elsta kirkja landsins. Skeggjastaðir eru landnámsjörð og þar hefur staðið kirkja frá þeirri tíð. Mannabein fundust við Skeggjastaðakirkju Ljósmynd/Brynhildur Óladóttir Guðný Zoëga fornleifafræðingur virðir fyrir sér beinin sem fundust við prestssetur Skeggjastaðakirkju. RANNSÓKNARNEFND sjóslysa telur að ástæður þess að Bjarmi VE fórst vestur af Þrídröngum 23. febr- úar sl. hafi verið slæmt veður á sigl- ingaleið bátsins og óheppileg hleðsla þegar lagt var úr höfn. Þá bendir nefndin á að hægt hefði verið að velja grynnri siglingaleið með hliðsjón af þeirri vindátt sem þarna ríkti. Megi telja að ókunnugleiki skipstjórnar- manna hafi skipt máli í því sambandi en allir skipverjar voru í sinni fyrstu siglingu á bátnum. Tveir skipverjar fórust með Bjarma en tveir björg- uðust við illan leik. Við rannsókn málsins kom m.a. fram að stöðugleiki bátsins við brott- för frá Vestmannaeyjum stóðst kröf- ur. Aftur á móti var óæskileg slag- síða á bátnum á bakborða sökum hleðslu en á þilfari voru opin fiskikör og net aftur í skut sem gátu tekið í sig bleytu, auk þess sem fríborð var tiltölulega lítið. Við siglinguna hafi bæst við vindálag og bleyta hafi safn- ast fyrir á dekki sem rýrði frekar stöðugleika bátsins. Af þessum sök- um valt báturinn meira á bakborða en á stjórnborða. Eftir því sem meiri sjór safnaðist fyrir í bátnum skertist stöðugleiki hans og að lokum fór hann í hæga bakborðsveltu sem hann náði ekki að rétta sig úr. Stuttur tími leið þar til báturinn var kominn á hliðina. Skipverjum tókst öllum að komast þurrum fótum yfir í gúmmíbjörgunarbát en þeir töldu sig ekki hafa ráðrúm til að klæðast björgunarbúningum. Eftir það áttu þeir í erfiðleikum með að finna hníf til þess að skera á fanga- línuna sem tengdi þá við Bjarma en fyrir mistök skáru þeir á rekakker- islínu. Það varð til þess að gúmmí- bátinn rak seinna frá bátnum en ella. Radarmastur Bjarma lenti síðan of- an á gúmmíbátnum og sprengdi hann. Þrír skipbrotsmanna komust upp á leifarnar af bátnum en ekkert sást til skipstjórans eftir þetta. Meðal tillagna í öryggisátt vekur sjóslysanefnd sérstaka athygli á mikilvægi björgunarbúninga og þjálfunar í að klæðast þeim. Þá ítrekar nefndin fyrri ábendingar um að Siglingastofnun Íslands fylgi því eftir að björgunaræfingar séu haldn- ar. Þá eigi rekakkerislína og fanga- lína í gúmmíbjörgunarbátum að vera aðgreindar með mismunandi litum. Sjóslysanefnd vegna Bjarma VE 66 Slæmt veður og óheppi- leg hleðsla VERJANDI eins þeirra sem ákærð- ir eru fyrir innflutning á 30 kílóum af hassi til landsins hefur farið fram á að málinu verði vísað frá dómi þar sem fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík sé vanhæfur vegna tengsla sinna við verjanda annars sakbornings. Frávísunarkrafan byggist á því að fulltrúinn sé vanhæfur þar sem verj- andi eins sakborningsins hafi flutt fyrir hann einkamál og eigi fulltrú- inn eftir að gera upp málflutnings- laun vegna þess. Alls eru fjórir karlmenn á aldrin- um 26–47 ára ákærðir fyrir hlutdeild í málinu. Tveir þeirra eru sakaðir um að hafa lagt á ráðin um innflutning- inn, annar hafi útvegað féð en hinn séð um að kaupa það í Kaupmanna- höfn. Sá þriðji er sakaður um að hafa búið um efnið til flutnings og fjórði maðurinn er ákærður fyrir að leggja fram 1,5 milljónir til kaupa á hass- inu. Vill að ákæru um 30 kílóa hasssmygl verði vísað frá  Ákærðir/11 MANNLAUS bíll rann út af bryggju á Höfn í Hornarfirði skömmu eftir hádegið í gær. Kafari var nokkurn tíma að finna bílinn en síðan kom dráttarbáturinn Björn lóðs á stað- inn og kippti honum upp með hjálp kranabíls. Bílinn var í sjónum í nokkra tíma og gera má því skóna að sjórinn hafi ekki farið vel með hann, þó að ekki hafi verið miklar skemmdir að sjá við fyrstu sýn. Morgunblaðið/Sigurður Mar Mannlaus bíll í höfnina FJÓRIR útlendir ferðamenn sluppu ómeiddir úr bílveltu á Snæfellsnesvegi við Hrútsholt í gær en ökumaðurinn hafði misst stjórn á bílnum þegar hundur hljóp í veg fyrir bílinn. Hundurinn mun einnig hafa sloppið ómeiddur. Skv. upplýsing- um frá lögreglunni á Stykkishólmi komst fólkið, tveir Rússar og tveir Þjóðverjar, af sjálfsdáðum út úr bílnum en þau voru öll í bílbeltum. Bíllinn er hins vegar mikið skemmdur. Hundur varð til þess að bíllinn valt ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.