Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Opnunartímar: Mánud.-föstud. frá kl. 10-18. Laugavegi 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is Netfang: bilathing@hekla.is MMC Galant GLS 2.0 Avance, f.skr.d. 08.02.2002, ek. 3500 km, 4 dyra, sjálfskiptur, aukahlutir, 17“ álfelgur, vindskeið o.fl. Verð 2.540.000.- RÁÐUNEYTISSTJÓRI dómsmála- ráðuneytisins, Björn Friðfinnsson, segir að samkvæmt lögum um starf- semi gjafsóknarnefndar sé ráðu- neytinu óheimilt að ganga gegn um- sögnum nefndarinnar. Björn var inntur svara á því af hverju dómsmálaráðuneytið hafi ekki farið eftir áliti umboðsmanns Alþingis í máli manns sem kvartaði undan synjun ráðuneytisins um gjaf- sókn í tilteknu dómsmáli sem höfðað var gegn Landspítalnum og Sjóvá Almennum vegna skurðaðgerðar. Byggði ráðuneytið þá synjun á um- sögn gjafsóknarnefndar. Eins og kom fram í Morgunblaðinu á sunnu- dag íhugar lögmaður mannsins að höfða skaðabótamál á hendur dóms- málaráðuneytinu. Telur hann ráðuneytið og gjaf- sóknarnefnd hafa hunsað álit um- boðsmanns frá því í júní í fyrra, þess efnis að ráðuneytinu hafi verið óheimilt að hafna beiðni mannsins um gjafsókn. Þess má geta að mað- urinn tapaði dómsmálinu bæði í hér- aði og fyrir Hæstarétti. „Við erum bundnir af því sem gjaf- sóknarnefnd segir og umboðsmaður getur ekki breytt því,“ sagði Björn en vildi ekki tjá sig um mögulegt skaðabótamál á hendur ráðuneytinu. Hann myndi ekki reka það í fjölmiðl- um. Fram kom í Morgunblaðinu á sunnudag að lögmaðurinn hefði ritað ráðuneytinu bréf í júlí 2001 og farið að nýju fram á gjafsókn í samræmi við álit umboðsmanns. Eftir ítrekun- arbréf, og fyrir tilstuðlan umboðs- manns, kom ekki svarbréf frá ráðu- neytinu fyrr en hálfu ári síðar, eða í janúar á þessu ári. Aðspurður sagðist Björn ekki vera með skýringu á því af hverju svo langan tíma hefði tekið að svara lög- manninum. Minnti hann aðeins á að dómsmálaráðuneytið hefði þurft að leita að nýju til gjafsóknarnefndar. Þorleifur Pálsson, sýslumaður í Kópavogi, er formaður gjafsóknar- nefndar. Hann sagði við Morgun- blaðið að nefndin hefði fjallað fyrst um málið vegna dómsmáls fyrir hér- aðsdómi og þar hefði niðurstaða ver- ið komin áður en umboðsmaður Al- þingis skilaði sínu áliti, eða í maí árið 2001. Því hefði eðli málsins sam- kvæmt ekki verið hægt að taka tillit til álits umboðsmanns þá. Virðum almennt álit umboðsmanns Þorleifur sagði málið hafa komið til kasta gjafsóknarnefndar að nýju þegar því var áfrýjað til Hæstarétt- ar. Á því stigi væri nefndinni, lögum samkvæmt, ætlað að taka sjálfstæða afstöðu en vegna rökstudds dóms í héraði, þar sem sérfróðir meðdóm- endur voru skipaðir, hefði málið leg- ið enn skýrar fyrir en áður og hefði niðurstaða nefndarinnar mótast af því. Þorleifur sagði gjafsóknarnefnd almennt taka tillit til sjónarmiða um- boðsmanns Alþingis og virða hans álit. Í þessu máli var það álit um- boðsmanns m.a. að gjafsóknarnefnd hefði gengið lengra en heimilt var við úrlausnina og það væri ekki í verka- hring stjórnvalda að taka afstöðu til sönnunaratriða, heldur dómstóla. Um þessa niðurstöðu umboðsmanns vildi Þorleifur ekki tjá sig. Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins Óheimilt að ganga gegn umsögn gjafsóknarnefndar ÞAÐ var mikil mildi að enginn slasaðist í hörðum árekstri drátt- arvélar og malarflutningabíls á Skagavegi nærri bænum Hofi eftir hádegi í gær. Bæði dráttarvélin og vörubíllinn eru mikið skemmd og sennilega ónýt. Slysið varð með þeim hætti að dráttarvél var ekið inn á aðalveg- inn í veg fyrir vörubílinn sem var á norðurleið, fulllestaður af möl. Bíllinn lenti á hægra framhjóli dráttarvélarinnar sem við það slitnaði í tvo hluta. Bíllinn snerist hring á veginum áður en hann valt fram af allháum bakka sem er á slysstaðnum og endaði á hvolfi í vegkantinum. Bílstjóri vörubílsins slapp ómeiddur en ökumaður dráttarvélarinnar skarst lítilshátt- ar í andliti. Dráttarvélin hékk á veginum í tveimur hlutum og var hún fljót- lega fjarlægð. Bíllinn var síðan dreginn á réttan kjöl með stórri vélskóflu og svo áfram upp á veg. Jakob Einarsson, ökumaður vörubílsins, sagðist ekki skilja hvernig þeir hefðu báðir sloppið lifandi frá slysinu. Morgunblaðið/Ólafur Bernhardsson Jakob Einarsson þakkaði sínum sæla fyrir að hafa sloppið ómeiddur. Dráttarvél í tvennt við áreksturinn Skagaströnd. Morgunblaðið. Króaður af við Rauðavatn INNBROTSÞJÓFUR sem braust inn í apótek í Skipholti aðfaranótt sunnudags var handsamaður við Rauðavatn í Reykjavík eftir tals- verða eftirför lögreglu. Lögreglan í Reykjavík fékk til- kynningu um innbrotið klukkan 2.02 og fékkst lýsing á bíl sem talið var að þjófurinn æki. Skömmu síðar veitti lögreglan í Hafnarfirði eft- irtekt bíl sem svaraði til lýsing- arinnar en undir stýri var einn af svonefndum góðkunningjum lög- reglunnar. Bílstjórinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum og barst eftir- förin yfir í austurborg Reykjavíkur þar sem tókst að króa bílinn af við Rauðavatn en þar hafði lögregla lokað veginum. Bílnum mun öku- maðurinn hafa stolið í miðbæ Reykjavíkur. VERÐ á hlutabréfum deCODE genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, hækkaði um 2,17% á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinum í gær. Lokaverð bréfanna var 2,35 Bandaríkjadalir, en það hefur lægst verið 2,30 dalir í lok síðustu viku. Síð- astliðna 12 mánuði hefur verðið hins vegar hæst verið 10,60 dalir. Gengi deCODE hækkar lítillega HÓPUR manna tók sig saman í hádeginu í gær og mótmælti á Austurvelli vegaframkvæmdum við Kárahnjúka. Að sögn Elísabet- ar Jökulsdóttur voru mótmælin ekki á vegum neinna sérstakra samtaka heldur höfðu menn sam- band sín á milli og skipulögðu mótmælin. „Við teljum þessar fram- kvæmdir algerlega ótímabærar og náttúruspjöll. Alþingi er ekki einu sinni komið saman, það er byrjað á þessum framkvæmdum án þess að málin séu rædd,“ segir hún. Hún telur að á bilinu 50–60 manns hafi verið samankomnir á Austurvelli og bætir hún við að mótmælin hafi verið að mestu þögul en fólkið fór með fyrsta er- indið í þjóðsöngnum. Elísabet segir að fundarmenn ætli að hittast aftur í dag klukkan tólf og bendir hún á að jafnvel sé stefnt að því að hittast í hverju há- degi í þessari viku en best sé að taka einn dag í einu. Hún undirstrikar að það þurfi mikið til að fólk mótmæli á Ís- landi. „Ekki nóg með að fólk er í vinnu og skóla og þarf að huga að börnum og heimili, heldur er ekki sterk hefð fyrir mótmælum hér á landi. Fólk er því mjög reitt þegar það leggur út í mótmæli,“ leggur Elísabet áherslu á og bætir við að mikil þörf sé greinilega hjá fólki til að sýna hug sinn í þessu máli. Mótmæltu vega- framkvæmdum við Kárahnjúka Morgunblaðið/Jim Smart TVEIR menn um tvítugt, sem grunaðir eru um alvarlega hnífstunguárás í miðborginni um helgina, hafa verið úrskurðaðir í 7 og 14 daga gæsluvarðhald vegna rannsóknar lögreglunnar á málinu. Gæsluvarðhald annars þeirra renn- ur út 6. september en hins 31. ágúst. Sá sem ráðist var á er 16 ára og var stunginn í síðu og handlegg og skorinn í andlitið. Þrátt fyrir alvar- leg meiðsl var pilturinn ekki í lífs- hættu og er hann á batavegi. Hinir grunuðu hafa komið við sögu lögreglunnar áður, en þeir eru grunaðir um aðra hnífstunguárás í miðborginni á menningarnótt. Í gæsluvarðhald vegna hnífaárásar LÖGREGLAN í Hafnarfirði hafði á laugardagsmorgun afskipti af tveimur 15 og 16 ára piltum sem voru ásamt fleirum að reyna að draga bíl upp á veginn við Hval- eyrarvatn. Inntir eftir því hvar þeir hefðu fengið bílinn sögðust þeir hafa fengið hann lánaðan hjá eigandanum, 58 ára karlmanni, daginn áður. Sá kvaðst hafa talið piltana eldri en þeir voru í raun og verið viss um að þeir hefðu öku- réttindi. Eigandinn gisti reyndar fangageymslur lögreglunnar að- faranótt laugardags sökum ölvun- ar og á meðan óku piltarnir um á bílnum. 30 lítrar af landa Á föstudagskvöld lagði lögreglan hald á 30 lítra af landa í bíl sem hún stöðvaði á föstudagskvöld. Frá því í júní hefur lögreglan lagt hald á samtals 56 lítra af landa sem átti að koma í sölu. Um helgina voru unnin skemmdarverk voru unnin á bílum í Garðabæ og Hafnarfirði og einnig voru rúður brotnar í Víði- staðaskóla í Hafnarfirði. Eigandinn gisti fangageymslur sökum ölvunar ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.