Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 20
ERLENT 20 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ LEIÐTOGAR aðskilnaðar- sinna í indverska hluta Kasm- írhéraðs sögðu í gær að þeir væru reiðubúnir að eiga fund með indverskum leiðtogum en lögðu áherslu á að þeir ættu einnig að fá að fara til Pakist- ans til viðræðna við þarlenda ráðamenn. Ópólitísk nefnd, undir forsæti Ram Jethmalani, fyrrverandi dómsmálaráðherra Indlands, reynir nú að koma á viðræðum milli aðskilnaðar- sinna og indverskra stjórn- valda. Nefndarmenn héldu til Kasmír, sem bæði Indverjar og Pakistanar gera tilkall til, og ræddu við helsta bandalag að- skilnaðarsinna og aðskilnaðar- leiðtogann Shabir Shah, sem ekki er í bandalaginu. Var þetta í fyrsta sinn síðan bandalagið var stofnað, 1993, sem það ræð- ir við erindreka sem Indverjar hafa gefið heimild til að hefja viðræður við aðskilnaðarsinna. Mugabe stokkar upp ROBERT Mugabe, forseti Zimbabve, kynnti í gær upp- stokkaða ríkisstjórn, að því er ríkisfjölmiðlar í landinu greindu frá, og kallaði hana „stríðsstjórn“ sem takast ætti á við pólitísk og efnahagsleg vandamál í landinu. Eftir upp- stokkunina eru enn í stjórninni flestir sömu ráðherrarnir og haft hafa yfirumsjón með hinni umdeildu landtökuáætlun stjórnarinnar og baráttu við stjórnarandstöðuna. Einungis fjármálaráðherrann, sem var af mörgum talinn einn helsti hóf- semdarmaðurinn í stjórninni, og eini hvíti ráðherrann, Tim- othy Stamps heilbrigðisráð- herra voru látnir hætta. Lögreglu- menn skotnir TVEIR lögreglumenn voru skotnir til bana í gær í vestur- hluta Makedóníu, skammt frá landamærunum að Albaníu, en óttast er að óeirðir brjótist út vegna komandi kosninga, er haldnar verða í næsta mánuði. Lögreglumennirnir voru á verði skammt frá bænum Gost- ivar, þar sem búa Makedóníu- menn, Albanar og Tyrkir. Makedóníska útvarpið greindi frá því að meintir tilræðismenn hefðu verið handteknir er þeir reyndu að komast yfir landa- mærin til Kosovo á bifreið sem skráð er á Ítalíu. Ætlaði að myrða Arafat PALESTÍNSKI öfgamaðurinn Abu Nidal, sem í síðustu viku var sagður hafa stytt sér aldur, lagði á ráðin um að myrða Yasser Arafat, leiðtoga Palest- ínumanna, og einnig Hassan II Marokkókonung, að því er haft var eftir fyrrverandi aðstoðar- manni Nidals, Abu Bakr, í gær. Bakr greindi ekki frekar frá áætlun Nidals um morð á Ara- fat en sagði að lögð hefðu verið á ráðin um morð á Marokkó- konunginum fyrrverandi árið 1986 vegna þess hve hliðhollur hann hefði verið Vesturlöndum. STUTT Vilja við- ræður í Kasmír SJÓNVARPSKAPPRÆÐURNAR sem fram fóru á sunnudagskvöld milli keppinautanna um kanzlaraembættið í Þýzkalandi virðast lítið hafa breytt stöðunni í kosningabaráttunni nú er tæpur mánuður er til þingkosninga. Í skyndiskoðanakönnunum sem gerðar voru strax eftir að útsending- unni lauk kom Gerhard Schröder kanzlari lítið eitt betur út; þversnið úr hinum 15 milljón manna áhorfenda- hópi „einvígisins“ taldi hann hafa virzt trúverðugri, hæfari og viðkunnanlegri. En Edmund Stoiber, forsætisráð- herra Bæjaralands og kanzlaraefni kristilegu systurflokkanna CDU og CSU, stóð sig mun betur en margir höfðu átt von á, með tilliti til þess hve honum hefur oft orðið á í messunni í þau skipti sem hann hefur komið fram í sjónvarpi frá því kosningabaráttan hófst fyrir alvöru í vor. Um þriðjungur aðspurðra í skoðanakönnununum taldi hann hafa haft yfirhöndina. „Óspennandi jafntefli“ Að dómi margra dagblaða landsins voru kappræðurnar frekar óspenn- andi jafntefli, þar sem hvorugur keppandinn var tilbúinn að brjótast út úr þeim stranga regluramma sem kappræðuformið setti skoðanaskipt- um þeirra, né heldur bættu þeir neinu efnislega við fyrirfram þekkt pólitísk stefnumið sín. Óljóst var einnig hvort kappræð- urnar, sem voru þær fyrstu sinnar tegundar í sögu þýzkra stjórnmála og sumir telja vott um aukin bandarísk áhrif á stjórnmálamenningu landsins, myndu hafa nokkur teljandi áhrif á ákvarðanir kjósenda. Tveir þriðju að- spurðra í einni skoðanakönnuninni sögðu kappræðurnar ekki hafa gefið sér neina ástæðu til að breyta afstöðu sinni til valkostanna. „Sú staðreynd, að Edmund Stoiber stóð sig ekki illa á móti Schröder mun verða álitinn góður árangur fyrir hann,“ skrifaði Financial Times Deutschland. Virðist ekki hagga fylgi flokkanna Persónulegt fylgi Schröders er mun meira en Stoibers og hefur svo verið allt frá upphafi kosningabarátt- unnar. Og í kring um flóðahörmungar síðustu vikna hefur kanzlaranum tekizt að styrkja enn landsföðurlega ímynd sína. En flokkur áskorandans, Kristilegir demókratar (CDU), og bæverski systurflokkurinn CSU, hafa aftur á móti haft dágott forskot á flokk Schröders, jafnaðarmanna- flokkinn SPD. Þótt aðeins hafi saxast á þetta forskot kristilegu flokkanna að undanförnu hefur það ekki breytt því að núverandi stjórnarflokkar, SPD og Græningjar, eru fjær því en kristilegu flokkarnir og væntanlegur samstarfsflokkur þeirra, frjálsir demókratar (FDP), að ná meirihluta á þingi í kosningunum sem fram fara 22. september. Tekizt á um reglurnar Til stendur að Schröder og Stoiber leiði aftur saman hesta sína í sjón- varpskappræðum hinn 8. september, þá á ríkissjónvarpsstöðvunum ARD og ZDF. Kosningastjórar Schröders – sem eru sér meðvitandi um að regl- urnar sem farið var eftir nú á sunnu- daginn hefðu takmarkað möguleika þeirra manns á að sýna sínar sterk- ustu hliðar – lögðu strax í gær fram tillögur að breytingum á þeim stífu reglum sem umsamið var að gilda skyldu um kappræðurnar. Þessum tillögum höfnuðu menn Stoibers taf- arlaust. Fyrirkomulagið var þannig, að keppinautarnir stóðu við alveg eins púlt, í eins og hálfs metra fjarlægð hvor frá öðrum. Spyrlarnir voru tveir, sinn frá hvorri sjónvarpsstöðinni sem sendu út kappræðurnar beint (RTL og SAT-1). Voru spurningarnar fyr- irfram ákveðnar og keppinautunum skammtaður tími til að svara þeim. Féll fyrirkomulagið misvel í kramið hjá áhorfendum. „Þetta voru ekki kappræður. Hræðilegar reglur, þreyttar spurningar, öll ástríða kæfð.“ Þetta hefur Spiegel Online eft- ir Michael Sommer, forseta þýzka Al- þýðusambandsins DGB. „Þetta var jafntefli, þar sem Stoib- er sigraði á stigum í nokkrum lotum og Schröder í öðrum,“ sagði stjórn- málafræðingurinn Jürgen Falter í umræðuþætti á ríkissjónvarpsstöð- inni ARD. „Stoiber var ekki eins taugatrekktur og áður í sjónvarpi. Hann hefur greinilega lært af reynsl- unni,“ sagði hann. „Stoiber stóð sig betur en búizt var við,“ var viljugri til að fara í sókn en hinn „tiltölulega litlausi“ kanzlari, tjáði stjórnmálaskýrandinn Frank Decker fréttastofunni AFP. Eckhard Jesse, kunnur stjórnmálafræðingur, sagði að Stoiber hefði verið sókndjarf- ari en Schröder valdsmannslegri. Guido Westerwelle, formaður Frjálsra demókrata (FDP) sem hafði krafizt þess að fá að taka þátt í kapp- ræðunum og meira að segja leitað til dómstóla í því augnamiði, tjáði dag- blaðinu Bild Zeitung að hann teldi bæði Stoiber og Schröder hafa „lagt sig fram um að sneiða hjá óþægilegum málum.“ Lýsti hann kappræðunum þannig: „Þarna var mikið af sjálfsaug- lýsingu, fá áþreifanleg svör og lítið hugrekki.“ Meðal málefna sem tekin voru fyrir í kappræðunum voru viðbrögð við tjóninu af völdum skaðræðisflóðanna í Saxelfi, stjórnun efnahagsmála al- mennt, vinnumarkaðsmál, og allt til spurningarinnar um það hvort Þjóð- verjar ættu að taka þátt í hugsanleg- um hernaðaraðgerðum gegn stjórn- völdum í Írak. Fyrstu sjónvarpskappræður kanzlaraefna stóru flokkanna í Þýzkalandi Jafnræði með þeim Schröder og Stoiber Reuters Blaðamenn fylgjast með sjónvarpskappræðum Edmunds Stoibers (t.v.) og Gerhards Schröders á stórum skjá í Berlín á sunnudagskvöld. Fleiri áhorfendur töldu kanzlarann fjölmiðlavana standa sig betur en frammistaða áskorandans frá Bæj- aralandi kom mörgum á óvart LÖGFRÆÐINGAR George W. Bush Bandaríkjaforseta hafa sagt honum að hann þurfi ekki að leita samþykkis Bandaríkjaþings til innrásar í Írak. Tveir háttsettir embættismenn innan stjórnar- innar, sem ekki vildu láta nafns síns getið, sögðu í gær að lögfræð- ingur forsetaemb- ættisins, Alberto Gonzales, hefði fyrr í þessum mánuði látið vinna lögfræði- álit um hugsanlegt stríð við Írak. Það er álit Gonzales að forsetinn hafi fulla heimild til að fara í stríð við Írak án samþykkis þingsins, þrátt fyrir að í stjórnarskrá Bandaríkjanna segi að þingið eitt geti lýst yfir stríði á hend- ur öðru ríki. Byggist álitið m.a. á því að heimild George Bush eldri, fyrr- verandi forseta, til að fara með hern- aði gegn Írökum árið 1991 sé enn í gildi og að ályktun þingsins frá 14. september síðastliðnum, sem felur í sér heimild til handa forsetanum til að beita hervaldi gegn hryðjuverka- mönnum, taki yfir hugsanlega innrás í Írak. „Hafa ekkert vit á hernaði“ Þrátt fyrir þetta segja embættis- menn ríkisstjórnarinnar að forsetinn hafi ekki útilokað að leita blessunar þingsins ákveði hann að ráðast inn í Írak. Benda þeir á að föður hans var sagt að hann þyrfti ekki samþykki þingsins til að hefja Flóastríðið við Írak árið 1991 en að hann hefði gert það samt sem áður. Ekki eru samflokksmenn forsetans í Repúblikanaflokknum einhuga um hugsanlegar aðgerðir gegn Írak og fjölgar enn í hópi þeirra sem mæla með að hægt verði farið í sakirnar. James A. Baker, sem var utanrík- isráðherra í forsetatíð Bush eldri, skrifaði grein í The New York Times á sunnudag þar sem hann sagði nauð- synlegt fyrir Bandaríkjastjórn að fá samþykki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna (SÞ) áður en farið væri gegn Írak. „Eina raunhæfa leiðin til að skipta um stjórn í Írak er að beita hervaldi,“ segir í greininni. En Baker bætir við: „Þrátt fyrir að Bandaríkin myndu örugglega fara með sigur af hólmi eigum við að reyna hvað við getum til að standa ekki einir í þessu og forsetinn ætti að hundsa ráðgjöf þeirra sem leggja slíkt til. Kostnaður- inn á öllum sviðum yrði margfalt meiri og það sama á við um pólitískar afleiðingar.“ Talsmaður íraska hersins sagði á sunnudag að átta óbreyttir borgarar hefðu látið lífið, og níu til viðbótar særst, í loftárás breskra og banda- rískra herflugvéla á „borgaralegar flugvallarbyggingar“ nærri borginni Basra, um 550 kílómetra suður af Bagdad. Bætti hann við að „kjark- mikil vörn manna á jörðu niðri“ hefði stökkt flugvélunum á flótta. Tals- maður bandaríska hersins sagði að loftárásirnar á sunnudag hefðu verið gegn ratsjárstöð íraska hersins, sem stefnt hefði öryggi bandarískra og breskra flugmanna í hættu. Írakar reyna reglulega að skjóta niður her- flugvélar bandamanna sem fram- fylgja flugbanni í Írak. Bannið var sett á í kjölfar Flóastríðsins til að tryggja öryggi Kúrda í norðri og Sjíta-múslima í suðri. Segja Bush ekki þurfa samþykki þingsins Enn fjölgar í hópi repúblikana sem hvetja til stillingar í málefnum Íraks Crawford, Washington. AP, AFP. James Baker

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.