Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Blaðbera vantar • Skerjafjörður Upplýsingar fást í síma 569 1122 Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á höfuðborgarsvæðinu ⓦ vantar Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. Morgunblaðið, Kaupvangsstræti 1, Akureyri, sími 461 1600. í Innbæinn Skólastíg/Eyrarlandsveg www.islandia.is/~heilsuhorn Kelp Fyrir húð, hár og neglur SENDUM Í PÓSTKRÖFU Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Árnesaptóteki Selfossi og Yggdrasil Kárastíg 1. 13 90 .3 4 Prentari fyrir PC og MAC hugbúnaður fylgir Öflug merkivél fyrir mikla notkun Merkivél fyrir heimili og fyrirtæki Nýbýlavegi 14, Kópavogi. Sími 554 4443. www.rafport.is MERKIVÉLARMERKIVÉLAR TÖLUVERÐUR launamunur er milli kynja, konum í óhag, hjá deild- ar- og verkefnisstjórum hjá Akur- eyrarbæ, samkvæmt nýrri könnun sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri hefur gert. Könnunin nær til sviðsstjóra og deildar- og verkefnisstjóra og þar kemur einnig fram að launamunurinn er lítill meðal sviðsstjóra. Meðal heildar- laun æðstu stjórnenda hjá Akureyr- arbæ eru rúmar 404 þúsund krónur á mánuði og er ekki teljandi munur á körlum og konum þegar litið er á allan hópinn. Alls eru það 27 einstaklingar sem gegna þeim störfum sem könnunin nær til, 19 karlar og 8 konur. Launamunur kynjanna meðal deild- ar- og verkefnisstjóra er 11–20%, mismikill eftir sviðum. Heildarlaun kvenna í æðstu stjórn bæjarins eru þó heldur hærri en karla, eða rúmar 408 þúsund krónur á mánuði á móti rúmum 402 þúsund krónum. Mán- aðarlaun fyrir dagvinnu eru einnig rúmum 6.000 krónum hærri hjá konunum. Athygli vekur að þegar á heildina er litið eru um 32% heild- artekna einstaklinganna 27 vegna yfirvinnu eða aksturs. Að meðaltali vinna þeir sem hér um ræðir 46 yf- irvinnustundir á mánuði, eða 11 stundir á viku og rúmlega tvær stundir hvern virkan dag. Þannig eru dæmi um einstaklinga af báðum kynjum sem vinna litla yfirvinnu og aðra sem vinna mikla yfirvinnu. Sá einstaklingur sem vann minnsta yf- irvinnu vann 15 yfirvinnustundir á viku en sá sem vann mesta yfir- vinnu lagði 108 yfirvinnustundir af mörkum, eða tæpar 27 stundir á viku. Þá kemur fram að hvorki starfsaldur eða lífaldur virðist skila sér með skipulegum hætti í tekju- auka. Ekki var litið til menntunar þeirra 27 einstaklinga sem við sögu koma og heldur ekki til starfsmats. Gögnin sem notuð voru í könnun- inni ná yfir um fimm mánaða tíma- bil, frá janúar til maí sl. Í könnuninni kemur fram að nokkur launamunur er á sviðsstjór- um annars vegar og þeim sem gegna störfum deildarstjóra eða verkefnisstjóra hins vegar. Munur á dagvinnulaunum þessara hópa er þó ekki nema 37 þúsund krónur á mán- uði. Hins vegar fá sviðsstjórar að meðaltali um 197 þúsund krónur fyrir yfirvinnu en deildar- og verk- efnisstjórar 103 þúsund krónur. Á móti kemur að sumir deildar- og verkefnisstjórar fá greitt fyrir akst- ur. Meðal deildar- og verkefnis- stjóra fá karlarnir hærri greiðslur fyrir yfirvinnu og akstur. Á hverju sviði starfa á bilinu tveir til sex sem gegna störfum deildar- eða verkefnisstjóra. Þegar sá hópur er greindur eftir sviðum í könn- uninni, kemur í ljós að þessi hópur ber mest úr býtum hjá bæjarfyr- irtækjum og á tækni- og umhverf- issviði en að meðaltali minnst á þjónustusviði. Bæjarráð samþykkti á fundi sín- um í síðustu viku að verða við ósk jafnréttis- og fjölskyldunefndar um að jafnréttisfulltrúi og fulltrúi frá RHA kynni ráðinu niðurstöðurnar með formlegum hætti. Jafnréttis- og fjölskyldunefnd hefur jafnframt farið þess á leit að bæjarráð geri viðeigandi ráðstafanir í samræmi við jafnréttisáætlun, fjölskyldu- stefnu og starfsmannastefnu Akur- eyrarbæjar. Jakob Björnsson, for- maður bæjarráðs, og Björn Snæ- björnsson, formaður jafnréttis- og fjölskyldunefndar, vildu ekki tjá sig um niðurstöður könnunarinnar fyrr en þær hafa verið kynntar bæjar- ráði. Ekki náðist í Elínu Antons- dóttur jafnréttisfulltrúa. Könnun á launum æðstu stjórnenda hjá Akureyrarbæ Töluverður launa- munur hjá deildar- og verkefnisstjórum GRUNNSKÓLAR Akureyrar voru settir í gær og hefst kennsla sam- kvæmt stundaskrá í dag. Rúmlega 2.500 börn stunda nám í skólum bæjarins í vetur, sem allir eru ein- setnir, og þar af eru um 240 börn að hefja nám í 1. bekk. Það er jafnan mikil eftirvænting ríkjandi meðal barnanna í upphafi skólaárs og þá ekki síst hjá þeim yngstu. Þær Elín og Lára, sem eru í 2. bekk í Gler- árskóla, voru að rýna í stundaskrá vetrarins þegar ljósmyndari Morg- unblaðsins var þar á ferð í gær. Morgunblaðið/Kristján Skóla- starf hafið VEGGUR féll yfir mann á bæn- um Hálsi I í Fnjóskadal sl. laug- ardagskvöld og klemmdist hann undir veggnum og slasaðist tölu- vert. Maðurinn var fluttur á slysadeild FSA, þar sem hann fór í aðgerð, en samkvæmt upp- lýsingum frá Slökkviliði Akur- eyrar fór þarna betur en á horfðist. Verið var að rífa gamalt hús sem hýsti súgþurrkunarblásara við hlöðu á bænum og var það niðurgrafið að hluta. Voru menn að fjarlægja mótor blásarans þegar veggurinn gaf sig og féll hann og hluti þaksins yfir mann- inn og einnig töluvert af jarð- vegi. Vildi það manninum til happs að hann féll inn í skóflu vélarinnar sem notuð var við verkið, sem tók mesta þungann af honum, ásamt blásara og mótornum, sem var kominn í skóflu vélarinnar. Auk lögreglu frá Húsavík og Akureyri voru sendir tveir sjúkrabílar og tækjabíll frá Slökkviliði Akureyrar og læknir. Veggur féll yfir mann í Fnjóskadal Betur fór en á horfð- ist í fyrstu SKÓGRÆKTARFÉLAG Eyfirð- inga býður til skógargöngu um miðbæ og norðurbrekku Akureyrar miðvikudagskvöldið 28. ágúst. Gang- an hefst kl. 20:00 frá Ráðhústorgi og tekur um 2 tíma. Skoðaður verður trjágróður af ýmsum tegundum og aldri. Reynt verður að leggja mat á áhrif trjáa á byggingar og umhverfi. Skógarganga á Akureyri KONA var flutt til aðhlynningar á slysadeild FSA, eftir harðan árekst- ur lítils jeppa og fólksbíls á horni Glerárgötu og Geislagötu um miðjan dag í gær. Konan var farþegi í jepp- anum en ökumenn beggja bíla sluppu með skrekkinn. Fólksbíllinn kom frá Geislagötu og keyrði í hlið jeppans, sem kom suður Glerárgötu. Var höggið svo mikið að jeppinn fór eina veltu og hafnaði aftur á hjólunum. Harður árekstur á Akureyri Kona flutt á slysadeild Morgunblaðið/Kristján

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.