Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sumt það fólk sem við kynnumst á lífsleið- inni hefur á mann meiri áhrif en aðrir. Kynni við það eru beinlínis til þess fallin að gera okk- ur að betri manneskjum, svo marga aðalskosti hefur viðkomandi til að bera sem aftur smita mann sjálfan. Þannig var vinur minn, Ási Markús Þórðarson á Eyrarbakka. Fáum öðrum líkur, ævinlega glaður og kátur – en þó þannig að hann vakti mann til umhugsunar um sitthvað í tilverunni. Þessi einstaki maður varð víða og með ýmsu móti til þess að marka spor. Með okkur Ása Markús knýttust vinabönd þegar ég tók við hann við- tal sem birtist í febrúarblaði Heima er best 1995. Það voru bönd sem ekki brustu. Í viðtalinu, sem ég tók á fyrstu dögum þess árs, var víða komið við og Ási sagði mér undan og ofan af ævi sinni. Heilan eft- irmiðdag sátum við í Ásheimum á Eyrarbakka og spjölluðum saman. Ég man að þann dag var sunnan slagveður og brimið barðist um í Bakkafjöru. Ekki var hundi út sig- andi. Fáum dögum síðar kom ég svo aftur til Ása með viðtalið til yf- irlestrar. Þá var hinsvegar komin in- ÁSI MARKÚS ÞÓRÐARSON ✝ Ási Markús Þórð-arson fæddist á Sléttabóli í Vest- mannaeyjum 22. júní 1934. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 18. ágúst síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Eyrar- bakkakirkju 24. ágúst. dælis blíða – og sjór- inn sléttur. Þetta var vetrardagur einsog þeir fallegastir gerast. Við löbbuðum fram á fjörukambinn, sett- umst á stein og okkur varð skrafdrjúgt. Að mér hefur sótt síðustu daga sú hugs- un að veðrabrigðin í lífi Ása Markúsar hafi að sumu leyti ekki verið ólík því sem hér er að framan lýst. Stundum var brim og þungt í sjó, en í ann- an tíma var sólskin um allar jarðir. Andstæðurnar voru skarpar. Fáir munu til að mynda fá storminn við- líka í fangið og Ási Markús og Að- alheiður Sigfúsdóttir, kona hans, reyndu á haustdögum árið 1984 þegar þau misstu syni sína tvo í sjóslysi. Mér finnst einsog þar hafi ævistarf mitt farið í einni svipan, sagði Ási við mig í áðurnefndu við- tali þegar hann ræddi við mig um þann atburð. Heilsuleysi alla tíð risti Ása líka rúnum – og gerði hon- um margt mótdrægt. En oft var líka sólin förunautur og fylgihnöttur Ásta Markúsar. Margt gott gerði hann sem bæði gladdi hann sjálfan og hans nánasta fólk, rétt einsog hann hafði líka mikinn metnað fyrir hönd sinnar heimabyggðar. Bíórekstur, tónlist- arskóli, verslunarrekstur, útgerð, ferðaþjónusta og dvalarheimili aldr- aðra. Í mörgu svona vasaðist hann um dagana – og er þá engan veginn fulltalið. Öllu þessu sinnti hann af myndarskap og með þeim hætti að eftir var tekið og það langt út fyrir öll hreppamörk. Aldrei hitti ég hann öðruvísi en svo að hann hefði ekki nýtt á prjón- um og hugmyndirnar voru gjarnan háleitar. Gjarnan hringdi hann í mig og formálinn var stuttur. „Siggi minn, þetta er Ási Markús hérna. Ég var að velta fyrir mér hvort þú gætir ekki skrifað um ákveðið mál fyrir mig,“ sagði hann. Útlistaði svo hver hugmynd sín væri og hvaða möguleika hann sæi í málefninu felast. Honum var einatt mikið niðri fyrir rétt einsog engan tíma mætti missa. Kannski var líka raunin sú; heilsuleysi og önnur lífs- reynsla færðu Ása ef til vill heim sanninn um að öllu í okkar lífi er bæði afmarkaður staður og stund. Í einni af mínum síðustu heim- sóknum til Ása brutust um í honum þær hugmyndir að nú væri tíma- bært að fá mig á Bakkann og setja ævisögu sína blað. Hann kvaðst fús til – og vísast hafði hann frá nægu að segja. Hinsvegar er ég ófarinn enn á Bakkann í þessum tilgangi – og auðvitað verður ævisaga ekki skrifuð nú þegar sögumanns nýtur ekki lengur við. Þó má auðvitað segja að Ási hafi með óeiginlegum hætti skrifað sína sögu sjálfur og það með miklum ágætum, því mörgu góðu kom hann í heila höfn um dagana. Af nægu er að taka, einsog hér er að framan getið. En það sem hæst rís eru þó að sjálfsögðu þær góðu minningar sem við eigum um hann Ása okkar, mætan mann sem ég veit að margir sakna sárt. Mest þó ástvinir hans og nánasta fjölskylda – og því fólki votta ég hér mína innilegustu sam- úð. Sigurður Bogi Sævarsson. Elsku Ási. Sunnudaginn 18. ágúst kom mamma til mín og vakti mig og sagði mér að nú væri hann Ási dáinn. Þú varst búinn að vera mikið veikur en núna veit ég að þér líður betur. Ég á þér og Allý nöfnu svo mikið af þakka að orðin eru ekki nóg, þið voruð alltaf svo góð við mig að ég leyfði mér stundum að kalla ykkur ská-afa og ská-ömmu. Ég kveð þig nú með söknuði í hjarta en þó gleði því að ég veit að þér líður svo vel núna og ert kominn á góðan stað. Mig langar að enda þessi orð á nokkrum línum úr Passíusálmun- um: .  %       +                 $       %1  2//  & 4 >?   5        %         /       $         ! &&4&##  (7&& 4&#$& '&/4#  (7&& &#  !"" 4&#$& <5 &#  /$ '$&+ .  %      +       +          //9%:  2// 6'@ 5075 96   A3+  %        $  0    < && +"&'$&+ ,  %                          $ 9 09%:  % 2//  &# ;B   5  +                  &$&5<+  $& %&" &$&5# 9 46$& - &$&5#  -" < &$&5$& &$&5 46 9$& "C9#  9 &7 #59#  %&" 5 &#  "'$& 5 + "#   &# "$&&& "D6#  ! & "$&! : 5#  $"  & & &+ ,  $  # %-(. 2//% 4  - "E">   5    *! !       2 4&## + .  %     %   +      +                    2 *   /!%<2  9 & 5  5+  %          ,  6&<2$& (&&*  &#  "'&2#  (&&! &$& 2 & 2$& " "&#   & &$"&"  &+ 1  +     +            /    C( *% /(  2// 9$";F   5+  %                    / $ #      (&&<4&#$&  "2 #  <4&#(&&$&  9##  "0 (&&$& "59+(&##     $"&"44 &+ 2          -(.  2//%      3   -! ! "       # $%$! -& & & & & & $" &# &#+ &                :-(. /!0  2//% 6 7 4   6*  " ;3 *  5     0 #    *4!  !  !55!  6& " &$& ! 8 #  G 5  " &$& %&" "D64#     & &$" & & &+ )         !%9. *:   +@  6/&"  ' (#  '     *! ! 2    # '    65!  ! 6!65! 7     2$    8 (  9! (  !  !55! "  " $& 9##  9# " $& !< #  $" & &+ Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning www.solsteinar.is sími 564 4566 Legsteinar í Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.