Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isRóbert Sighvatsson leikur
ekki með Val / B1
Fylkir skaust á topp
Símadeildarinnar / B1
12 SÍÐUR48 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á ÞRIÐJUDÖGUM
FRAMKVÆMDUM við þjón-
ustuskála Alþingis er að ljúka og er
stefnt að því að hann verði kominn í
fulla notkun fyrir setningu Alþingis
í næsta mánuði. Heildarkostnaður
vegna skálans er áætlaður ríflega
800 milljónir króna.
Að sögn Karls M. Kristjánssonar,
fjármálastjóra Alþingis, mun skál-
inn hýsa vinnu- og fundaraðstöðu
þingmanna og aðra sem að þinginu
koma. „Þarna verða fund-
arherbergi, sérstakur ráð-
stefnusalur, matsalur fyrir allt
þingið og móttökurými. Skálinn
mun jafnframt þjóna sem anddyri
að þinghúsinu og öll umferð um það
verður þar í gegn. Þá verður þarna
ýmis upplýsingaþjónusta og að-
staða fyrir fréttamenn sem núna er
í risinu í gamla þinghúsinu.“
Framkvæmdirnar við skálann
hófust árið 1999 og var hann reist-
ur í tveimur áföngum. Í fyrri áfang-
anum sem stóð til ársins 2000 var
gerður kjallari fyrir bílastæði. Að
sögn Karls voru framkvæmdir þá
stöðvaðar á meðan verið var að
tryggja nægilega fjárveitingu fyrir
framhaldið en í fyrra var svo hafist
handa við seinni áfangann sem er
að ljúka núna. „Það er stefnt að því
að skálinn verði tekinn í fulla notk-
un fyrir næstu mánaðamót áður en
Alþingi kemur saman,“ segir hann.
Karl segir heildarkostnað við
báða áfangana vera ríflega 800
milljónir króna. Hönnun bygging-
arinnar var í höndum teiknistof-
unnar Batterísins en verktakar við
síðari áfanga byggingarinnar voru
Íslenskir aðalverktakar. Verktakar
við fyrri hluta byggingarinnar voru
Ólafur og Gunnar ehf.
Öll umferð í gamla Alþingishúsið mun fara um þjónustuskálann eftir að hann hefur verið tekinn í notkun.
Morgunblaðið/Jim Smart
Í skálanum verður vinnu- og fundaraðstaða fyrir þingmenn og fleiri.
Þjónustu-
skáli Al-
þingis senn
tilbúinn
DANSKT par, 31 árs gamall karl-
maður og fimmtug kona, hafa verið
úrskurðuð í gæsluvarðhald til föstu-
dags en þau eru grunuð um að hafa
staðið saman að því að smygla rúm-
lega 400 grömmum af hassi.
Fólkið kom frá Kaupmannahöfn í
hádeginu á föstudag og var stöðvað
við reglubundið tolleftirlit í Leifs-
stöð. Þau áttu pantað flugfar til
baka á sunnudag en dvölin verður
öllu lengri en þau höfðu gert ráð
fyrir.
Skv. upplýsingum frá tollgæsl-
unni á Keflavíkurflugvelli var hass-
ið í gjafaöskju sem fannst í hand-
farangri konunnar og var hassinu
pakkað í smokka, plast og álpappír.
Fíkniefnadeild lögreglunnar í
Reykjavík fer með rannsókn máls-
ins.
Grunuð
um smygl
á hassi
ráðherra tillögu um útflutningshlutfall en það sé
ráðherra að taka endanlega ákvörðun. „Þetta
hefur gilt frá 1995, ef ég man rétt, og ráðherra
hefur alltaf farið að tillögum Bændasamtakanna
fyrr en nú í haust. Hver prósenta er líklega á
bilinu 60 til 70 tonn þannig að ráðherra telur út-
flutningsþörfina vera um 200 tonnum minni en
við.“
Ari segir bændur fá á bilinu 160 til 190 krónur
fyrir lambakjöt til útflutnings en 250 til 300 á
innanlandsmarkaði. „Tillaga okkar um 28%
byggist á því að birgðir eru of miklar og það er
dýrt að liggja með birgðir. Það eru einkum þrjár
ástæður fyrir of miklum birgðum. Í fyrsta lagi er
salan aðeins minni en við reiknuðum með, í öðru
lagi erum við enn með birgðir sem mynduðust
vegna of lágs útflutningshlutfalls á árinu 2000 og
í þriðja lagi átti Kjötumboðið að flytja út 170
LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA hefur ákveðið
að útflutningshlutfall kindakjöts skuli vera 25%
á tímabilinu 1. september til 31. október í kom-
andi sláturtíð en Bændasamtök Íslands höfðu
hins vegar lagt til við ráðherra að hlutfallið yrði
28% enda telja þau birgðir vera of miklar.
Landbúnaðarráðherra leggur hins vegar
áherslu á að fremur verði brugðist við vaxandi
birgðasöfnun með söluátaki innanlands. Þá vísar
landbúnaðarráðherra til þess að á næstu dögum
muni hefjast viðræður um endurskoðun gildandi
sauðfjársamnings þar sem m.a. fyrirkomulag út-
flutnings hljóti að koma til skoðunar.
Fyrsta sinn sem ráðherra
fer ekki að tillögum bænda
Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna,
segir að í samræmi við lög leggi samtökin fyrir
tonn sem þeir ekki gerðu vegna gjaldþrots held-
ur seldu á innanlandsmarkaði. Við teljum óskyn-
samlegt að velta birgðum á undan okkur,“ segir
Ari.
Aðspurður segist Ari reikna með að birgðir
um mánaðamótin ágúst-september í ár séu um
700 til 800 tonn en hæfilegar birgðir að mati
þeirra sem slátra og selja séu einhvers staðar í
kringum 400 tonn.
„Það má alltaf gera betur í sölumálum en það
er mjög hörð samkeppni á markaðnum. Það hef-
ur verið mikið framboð á svínakjöti á lágu verði
og síðan er framboð á kjúklingum að aukast aft-
ur og við sjáum það fyrir okkur að kjötmark-
aðurinn verði mjög mettaður á næstu mánuðum.
Það er staðreynd sem blasir við en það breytir
ekki því að það þarf að halda lambakjötinu
fram.“
Landbúnaðarráðherra ákveður að fjórðungur lambakjöts skuli fluttur út
Bændasamtökin telja
birgðir vera of miklar
KENNSLA við Háskóla Íslands fer
fram á sex stöðum fyrir utan sjálft
háskólasvæðið.
Skúli Júlíusson, framkvæmda-
stjóri reksturs fasteigna HÍ, segir
að reynt sé að hafa alla kennslu á
háskólasvæðinu en þegar það gangi
ekki eftir þurfi að leita annarra
ráða.
Nú fari t.d. fram kennsla í við-
skipta- og hagfræðideild í húsnæði á
Skúlagötu 30, hjúkrunarfræði sé
kennd í Valsheimilinu, líffræði á
Grensásvegi 12 og Ármúla 1A og
læknadeildin sé með kennslu í Ár-
múla 30 og Sóltúni 1.
Að sögn Skúla verður mikil breyt-
ing á þegar Náttúrufræðihúsið verð-
ur tekið í notkun en hann segir að
stefnt sé að því næsta haust.
Kennt á
vegum HÍ
víða um
borgina
mílur suður af Ingólfshöfða hafi
flugstjórinn lýst yfir neyðar-
ástandi og óskað eftir að fá að
lenda á Keflavíkurflugvelli. Hann
tilkynnti um truflanir í raf-
magnsbúnaði og torkennilega
lykt um borð í flugvélinni.
Viðeigandi ráðstafanir voru
gerðar á Keflavíkurflugvelli en
lending flugvélarinnar tókst vel
sem fyrr segir.
Bresk herflutn-
ingavél nauðlenti
í Keflavík
ENGAN sakaði þegar bresk her-
flutningaflugvél með átta manns
innanborðs nauðlenti á Keflavík-
urflugvelli síðla dags í gær.
Í tilkynningu Flugmálastjórn-
ar segir að flugvélin, sem er af
gerðinni Lockheed TriStar, hafi
verið á leið frá Gander á Ný-
fundnalandi til herflugvallarins
Breze Norton í Bretlandi. Þegar
vélin hafi verið stödd um 100 sjó-