Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 15
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 15 Fallegri húð á örskammri stundu? Þriggja þrepa kerfið frá Clinique. w w w .c lin iq ue .c om 100% ilmefnalaust Ráðgjafi Clinique verður í Lyfju kl. 14-18: Í dag LYFJU Lágmúla. Á morgun LYFJU Lágmúla. Fimmtudag LYFJU Smáratorgi. Föstudag LYFJU Laugavegi. Laugardag LYFJU Smáralind. Auðveld leið fyrir allar konur sem vilja öðlast heilbrigða og bjarta húð: þriggja þrepa kerfið frá Clinique. 100% ilmefnalaust svo allar húðgerðir-líka þær viðkvæmustu- geta fengið hinn þekkta Clinique ljóma. Vertu velkomin í húðgreiningu hjá ráðgjafa Clinique, þar sem þú getur fengið þriggja þrepa kerfið í Clinique í kynningarstærðum, sniðið að þínum þörfum. Snyrtitaska með: Facial soap 28 g: Hreinsar á mildan hátt Clarifying Lotion 2, 30 ml.: Fjarlægir dauðar húðfrumur Dramatically Different Moisturizing Lotion, 15 ml.: Mýkir og gefur raka Meðan birgðir endast. Kr. 783. (raunvirði kr. 1.894) Clinique 100% án ilmefna. ÞRJÁR myndlistarsýningar voru í Fræðasetrinu í Sandgerði á Sand- gerðisdögum sem haldnir voru um helgina. Voru sýningarnar vel sótt- ar allan tímann. Á ýmsu gekk í veðrinu á Suð- urnesjum um helgina og setti það mark sitt á Sandgerðisdaga. Veðrið spillti ekki gleði stúlknanna sem skemmtu sér í sundlaugarpartýi á föstudagskvöld. Hins vegar dró úr aðsókn á atriði sem voru á dagskrá fyrrihluta laugardags þegar rign- ingin gekk yfir. Það stytti þó upp um miðjan dag og lygndi með kvöldinu. Kvölddagskráin fór því fram í ágætu veðri og var vel sótt. Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri telur að ásókn að Sand- gerðisdögum hafi verið að aukast ár frá ári en þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin. Að sögn bæj- arstjórans er áberandi hversu margir brottfluttir Sandgerðingar mæta vel á Sandgerðisdagana. Hátíðin náði hámarki á laug- ardagskvöldið með harm- onikkuballi á Vitatorgi, bryggju- söng við varðeld á Norðurgarði og flugeldasýningu sem björg- unarsveitin sá um. Síðan voru dans- leikir fram á nótt. Fjölmenni mætti á Sandgerðisdaga Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Sandgerði REYKJANESBÆR hefur auglýst útboð á ræstingu í öllum leikskólum bæjarins. Um er að ræða þrif á sjö skólum sem eru samtals um 3.000 fermetrar að gólfflatarmáli. Að sögn Viðars Más Aðalsteins- sonar, forstöðumanns umhverfis- og tæknisviðs bæjarins, er þessu verki sinnt með ýmsum hætti. Ýmist er samið við verktaka eða starfsfólk bæjarins vinnur verkið. Hann segir að markmiðið með útboðinu sé að samræma þrifin og vonandi einnig að spara bænum fjármuni. Þrif á leik- skólum boðin út Reykjanesbær FJÓRTÁN lögreglumenn sóttu um stöðu yfirlögregluþjóns hjá Lögregl- unni í Keflavík. Staðan er veitt frá 1. nóvember næstkomandi en Þórir Maronsson yfirlögregluþjónn er að láta af störfum. Umsækjendur eru: Arngrímur Guðmundsson, yfireftirlitsmaður ör- yggissviðs hjá Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli; Birgir Sig- mundsson, lögreglufulltrúi hjá Rík- islögreglustjóra; Gissur Guðmunds- son, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni í Hafnarfirði; Guð- mundur Pétur Guðmundsson, varð- stjóri hjá Lögreglunni í Reykjavík; Jóhannes Jensson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni í Keflavík; Jón Lár- usson, lögreglufulltrúi hjá Ríkislög- reglustjóra; Karl Sigmar Her- mannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lög- reglunni í Keflavík; Kristján Freyr Geirsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Lögreglunni í Keflavík; Kristján Hallgrímur Kristjánsson, lögreglu- fulltrúi hjá Ríkislögreglustjóra; Kristján Ingi Kristjánsson, rann- sóknarlögreglumaður hjá Lögregl- unni í Reykjavík; Rúnar Fossádal Árnason, lögreglumaður hjá Lög- reglunni í Keflavík; Skúli Jónsson, varðstjóri hjá Lögreglunni í Kefla- vík; Sveinbjörn Halldórsson, rann- sóknarlögreglumaður hjá Lögregl- unni í Keflavík, og Sveinbjörn Ægir Ágústsson, varðstjóri hjá Lögregl- unni í Keflavík. Dómsmálaráðherra skipar í stöð- una að fenginni tillögu og umsögn sýslumannsins í Keflavík. Fjórtán sækja um stöðu yfir- lögregluþjóns Keflavík HÁTT í eitt hundrað tóku þátt í Bláalónshlaupinu sem efnt var til í fyrsta skipti síðastliðinn laug- ardag. Að sögn Magneu Guð- mundsdóttur, markaðsstjóra Bláa lónsins, hefur verið ákveðið að gera hlaupið að árlegum við- burði. Hlaupið var samstarfsverkefni Bláa lónsins og Grindavíkurbæj- ar. Hlaupið var úr Grindavík í Bláa lónið, eftir nýjum vegi sem hefur verið lagður vestan við fjallið Þorbjörn. Keppt var í tveimur flokkum kvenna og karla. Bryndís Magn- úsdóttir sigraði í sex kílómetra hlaupi kvenna, Jóhanna G. Ólafs- dóttir varð í öðru sæti og Ágústa Gísladóttir í því þriðja. Bjartmar Birgisson varð fyrstur í karla- flokknum, Bjarni Kristjánsson annar og Arnór Bjarnason þriðji. Helga Björnsdóttir varð fyrst í mark í tólf kílómetra hlaupi í kvennaflokki, Guðný Aðalsteins- dóttir önnur og Áslaug Ösp Að- alsteinsdóttir þriðja. Í karla- flokknum sigraði Guðmann Elíasson, Klemens Sæmundsson varð annar og Jakob Þorsteins- son þriðji. Ljósmynd/Víkurfréttir Hlaupararnir létu rigninguna lítið á sig fá. Hlaupið verð- ur á hverju ári Grindavík MIKIÐ ÚRVAL HAGSTÆTT VERÐ LOFTPRESSUR TILBOÐSD AGAR AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.