Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ www.islandia.is/~heilsuhorn Drottningarhunang, blóma- frjókorn propolis, allt í einum belg. (Aðeins einn á dag) PÓSTSENDUM Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889 Fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum, Árnesapóteki, Selfossi og Yggdrasil, Kárastíg 1. Úr gnægtabúri býflugunnar ÁRLEG plastpokasala Lionsklúbbs- ins Aspar er nú að hefjast, en und- anfarin ár hafa klúbbfélagar leitað til bæjarbúa vegna fjáröflunar til líkn- armála. Lionsklúbburinn Ösp hefur á síðustu árum styrkt deildir Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri, Heilsugæslustöðina á Akureyri og lagt fé til uppbyggingar endurhæf- ingarlaugar á Kristnesi. Í ár fer sal- an fram í verslunarmiðstöðinni Gler- ártorgi og hjá Úrvali, Hrísalundi dagana 5. til 7. september. Árleg plast- pokasala EKIÐ var á gangandi vegfaranda aðfaranótt sunnudags fyrir utan skemmtistaðinn Sjallann. Hann féll í götuna, fékk höfuðhögg og þá var ek- ið yfir fótlegg hans. Var hann fluttur á slysadeild FSA til aðhlynningar. Ekið á vegfaranda BIFREIÐ var ekið út af veginum milli Akureyrar og Dalvíkur, á móts við bæinn Fagraskóg seint á laug- ardagskvöld. Þrír voru í bílnum og var einn þeirra fluttur á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri til aðhlynningar. Ekki reyndist um alvarleg meiðsl að ræða. Á slysadeild eftir útafakstur FJÓRIR ljósastaurar við Gler- árgötu lögðust á hliðina í hvassviðr- inu sem gekk yfir Akureyri á sunnudag. Staurarnir voru prýddir stórum hátíðarborðum og tóku því á sig meiri vind en ella með fyrr- greindum afleiðingum. Þá brotn- uðu nokkur stór tré víða um bæinn, m.a. um 8 metra selja sem brotnaði í tvennt í látunum. Slökkvilið Ak- ureyrar fór í tvö útköll í hvassviðr- inu á sunnudag. Það fyrra var að fjölnota íþróttahúsinu sem er í byggingu á félagssvæði Þórs við Skarðshlíð. Þar voru þakplötur farnar að losna en þær tókst að festa niður í tíma. Seinna útkallið var í Skuggagil en þar hafði svala- hurð opnast og slóst til svo að undir tók í húsinu. Íbúarnir komu heim í sama mund og slökkviliðið kom á staðinn og tókst að koma í veg fyrir tjón. Tryggvi Marinósson, forstöðu- maður tækni- og umhverfissviðs Akureyrarbæjar, losar borðana af ljósastaurunum sem lögðust á hliðina í hvassviðrinu. Fjórir ljósa- staurar á hliðina ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ AKUREYRINGAR fögnuðu 140 ára afmæli bæjarins á menningarnótt sl. laugardag en hátíðin markaði jafn- framt lok Listasumars að þessu sinni. Afmæli bæjarins var sl. fimmtudag en dagskrá í tilefni þess var flutt til laug- ardags. Dagskráin hófst í Lystigarð- inum um miðjan dag og stóð fram á nótt í miðbænum og á veitingahúsum bæjarins. Að sögn lögreglu var tölu- vert af fólki á ferðinni en allt fór frið- samlega fram. Þóra Ákadóttir, forseti bæjar- stjórnar, setti hátíðina í Lystigarðin- um en síðan afhenti Sigrún Björk Jakobsdóttir, formaður menningar- málanefndar, viðurkenningar fyrir fallegustu lóðir bæjarins. Þá stigu á stokk þrír leikarar frá Leikfélagi Ak- ureyrar og fluttu Hamlet, leikverk Shakespeare, á nýju heimsmeti, eins og þeir orðuðu það sjálfir. Gamla met- ið var 15 mínútur en þeir félagar gerðu sér lítið fyrir og þríbættu metið og nutu þar aðstoðar Tómasar Inga Olrich menntamálaráðherra, sem sá um tímavörslu. Fyrst léku þeir fé- lagar verkið á 12 mínútum, þá á rúm- um 2 mínútum og loks á fimm sek- úndum en sú uppfærsla var frekar snubbótt eins og gefur að skilja. Í Listagilinu og í miðbænum var ýmislegt um að vera og margt fólk á ferðinni. Má þar nefna kökusýningu Bróderíklúbbsins í Ketilhúsinu, sem vakti verðskuldaða athygli og ljós- myndasýningu á Bögglageymslunni. Þá voru aðrar listsýningar í Gilinu opnar fram á kvöld, sem og vinnustof- ur. Þá fór fram endurvígsla á stytt- unni af „Litla sjómanninum“ sem Åleseund vinabær Akureyrar í Nor- egi gaf árið 1962. Styttan hefur verið flutt úr miðbænum og að flotbryggj- unni gegnt Torfunefsbryggju. Það var Sigrún Björk, formaður menning- armálanefndar, sem afhjúpaði stytt- una á nýjum stað. Bæjarlistamennirnir Óskar og Pét- ursson og Björn Steinar Sólbergsson héldu hátíðartónleika í Akureyrar- kirkju og á laugardagskvöld var boðið upp á tónlist, leiklist og ýmislegt fleira í miðbænum. Formlegri dag- skrá lauk svo með glæsilegri flugelda- sýningu skömmu fyrir miðnætti. Hátíðardagskrá í tilefni 140 ára afmælis Akureyrarbæjar Fjölmenni tók þátt í vel heppnaðri menningarnótt Morgunblaðið/Kristján Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra var á meðal gesta í Lystigarðinum á laugardag og hann sá m.a. um tímavörslu þegar leikarar LA settu heimsmet í flutningi á Hamlet. Morgunblaðið/Kristján Kökusýning Bróderíklúbbsins vakti verðskuldaða athygli en í lok hennar var gestum boðið að bragða á verkunum. Morgunblaðið/Kristján Leikararnir Jón Ingi Hákonarson, Ívar Örn Sverrisson og Sigurður Lín- dal fluttu verkið Hamlet á nýju heimsmeti í Lystigarðinum á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.