Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 21 Íþrótta- og æskulýðsstarf Grunnur að góðu samfélagi Málþing á vegum menntamálaráðuneytis, Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, Þróunarstofu Austurlands og Æskulýðsráðs ríkisins föstudaginn 6. september 2002 kl. 13:15-17:00 í Menntaskólanum á Egilsstöðum Málþingið er öllum opið Dagskrá: Setning: Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra Erindi: Albert Eymundsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjörður: Öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf - Af hverju almenn þátttaka? Eiríkur Bj. Björgvinsson, bæjarstjóri Austur-Héraðs: Þátttaka sveitarfélaga í íþrótta- og æskulýðsstarfi Sigríður Árnadóttir, æskulýðs- og íþróttafulltrúi Fjarðabyggðar: Æskulýðsstarf á Austurlandi - Hvernig stöndum við okkur? Arngrímur Viðar Ásgeirsson, Ungmenna- og íþróttasambandi Austurlands: Íþróttastarf, framkvæmd, umgjörð og framtíð Margrét Jóna Þórarinsdóttir, framhaldsskólanemi, Fáskrúðsfirði: Möguleikar til íþrótta- og félagsstarfs Sigríður Eir Zophóníasdóttir, grunnskólanemi, Hallormsstað: Mín þátttaka í æskulýðsstarfi Kaffiveitingar í boði menntamálaráðuneytis Ávarp: Baldur Pálsson, Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi Vinnuhópar: Hlutverk sveitarfélaga í íþrótta- og æskulýðsstarfi ungs fólks Framtíðarsýn - stefnumótun Hlutverk félaga og félagasamtaka Umsjón vinnuhópa: Helga Guðmundsdóttir, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Austur-Héraðs, Óðinn Gunnar Óðinsson, Þróunarstofu Austurlands, Svanhildur Hólm Valsdóttir, formaður Æskulýðsráðs ríkisins Niðurstöður vinnuhópa: Umsjónarmenn vinnuhópa kynna þær Ráðstefnuslit: Erlendur Kristjánsson, menntamálaráðuneytinu Ráðstefnustjóri: Elísabet Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Þróunarstofu Austurlands Þátttakendur á málþinginu eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig í símum UÍA 471 1353, 477 1053 og 861 4767 eða netfang uia@uia.is • • • • • • • • • B ú s e t i h s f . S k e i f u n n i 1 9 s í m i 5 2 0 - 5 7 8 8 w w w . b u s e t i . i s Fyrsta skrefið að öruggu húsnæði! umsóknarfrestur til og með 10. september Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Búseta hsf. Opið virka daga frá 8:30 til 16:00. Með umsóknum um íbúðir á leiguíbúðalánum þarf að skila: síðustu skattskýrslu og launaseðlum síðustu sex mánaða. Úthlutun íbúðanna fer fram miðvikudaginn 11. september kl. 12:00 - 12:30 að Skeifunni 19. Umsækjendur verða að mæta á tilskyldum tíma og staðfesta úthlutun sína að öðrum kosti gætu þeir misst réttindi sín og íbúðinni yrði úthlutað til annars félagsmanns. 2ja herb. Breiðavík 7, Reykjavík 61m2 íbúð 302 Alm.lán Búseturéttur kr. 885.407 Búsetugjald kr. 47.727 Laus um 16. sept. að ósk seljanda Laugavegur 135, Reykjavík 2 íbúðir eftir 51/52m2 íbúð 202,301 Alm.lán Búsetur.: kr. 1.127.680/1.154.213 Búsetugj.: kr. 48.198/49.288 Lausar í nóv/des 2002 Íbúð með almennum lánum veitir rétt til vaxtabóta. Íbúð með leiguíbúðalánum veitir rétt til húsaleigubóta. 4ra herb. Kristnibraut 67, Reykjavík 110m2 íbúð 204 Alm.lán Búseturéttur kr. 2.248.096 Búsetugjald kr. 94.434 Laus strax að ósk seljanda Kirkjustétt 9, Reykjavík 101m2 íbúð 305 Alm.lán Búseturéttur frá kr. 1.823.890 til 1.959.025 Búsetugjald kr. 79.590 Laus strax að ósk seljanda N Ý T T H Ú S Kristnibraut 61-63, Reykjavík Sjö 3ja herb. og sjö 4ra herb. íbúðir eftir 87-91m2 og 98-109m2 Almenn lán Búseturéttur kr. 1.708.596-1.785.013 og 1.926.089-2.135.835 Búsetugjald kr. 74.155-77.472 og 83.595-92.439 Afhending í maí 2003 Umsóknarfrestur til og með 17. september Úthlutun 18. september 4ra herb. Hamravík 32, Reykjavík 119m2 íbúð 201 Alm.lán Búseturéttur kr. 1.660.673 Búsetugjald kr. 79.050 Laus strax að ósk seljanda Lerkigrund 7, Akranesi 94m2 íbúð 201 Leiguíb.lán Búseturéttur kr. 1.321.951 Búsetugjald kr. 47.400 Laus sept/okt að ósk seljanda N Ý T T H Ú S Þverholt 13-15, Mosfellsbæ Alls 23 íbúðir í tveimur stigagöngum Ellefu 2ja herb. 53,8m2-71,8m2 Tíu 3ja herb. 81,9m2-119,3m2 Tvær 4ra herb. 99,5m2 Afhending í apríl 2003 Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Umsóknarfrestur til og með 17. september Úthlutun 18. september HERRA Blair, þú mátt eiga þitt England, en leyfðu mér að eiga Zimbabve,“ sagði Robert Mugabe, forseti Zimbabve, í ávarpi í gær á fundi Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem haldinn er í Jóhannesarborg. Ræðu Mugabe var vel fagnað af mörgum fulltrú- um Afríkumanna á fundinum og í blaðamannamiðstöðinni klappaði allstór hópur manna fyrir þessum orðum, en þar hefur ekki verið klappað fyrir neinni annarri ræðu sem flutt hefur verið á fundinum. Ræðu Mugabe hafði verið beðið með talsverðri eftirvæntingu. Hann hélt sig við skrifaða ræðu í upphafi, en þegar leið á hana vék hann frá henni og fór hörðum orð- um um afstöðu Breta og Evrópu- sambandsins til Afríku. Hann tal- aði um heimsvaldastefnu og nýlendustefnu í því sambandi. „Ég er ekki að hrekja hvíta bændur frá Zimbabve. Þeir mega búa á jörðum líkt og aðrir íbúar landsins. En þeir eiga bara að fá eina jörð, ekki 15, 20 eða 35 jarðir eins og verið hefur. Þetta eru ekki tölur sem ég er að búa til. Þetta eru raunverulegar tölur og sýna stöðuna í Zimbabve,“ sagði Mug- abe. Hann sagði að Afríkumenn hefðu barist fyrir að endurheimta yfirráð yfir landi sínu og þeir myndu áfram berjast blóðugri baráttu fyr- ir rétti sínum. Sam Nujoma, forseti Namibíu og gamall vopnabróðir Mugabe, lýsti á fundinum yfir stuðningi við stefnu Zimbabve varðandi úthlut- un á landi til blökkumanna. Mál- flutningur hans féll í góðan jarðveg hjá sumum fundarmönnum því þeir klöppuðu fyrir orðum hans. Margir óttast hins vegar að þessi málflutningur spilli fyrir vilja iðnríkjanna til að leggja fram fjár- magn til þróunaraðstoðar í Afríku. „Leyfðu mér að eiga Zimbabve“ Jóhannesarborg. Morgunblaðið. ELDUR braust út í gær í vél- arrúmi breskrar ferju á Norðursjó og var hún vélarvana í nokkra stund. Meira en 600 farþegar voru um borð. Þyrlur frá breska flughernum komu strax á vettvang með slökkvibúnað og slökkviliðsmenn en eldurinn var fljótlega kæfður með sjálfvirkum slökkvibúnaði um borð. Meiddist enginn en ferjan, Norsea, var á leið frá Hull til Zee- brugge í Belgíu. Þegar eldurinn hafði verið slökktur tókst að gangsetja vélina á nýjan leik og halda áfram ferðinni. Fyrir hálfum mánuði braust einnig út eldur í þessari sömu ferju og slösuðust þá lítillega tveir skipverjar í glímunni við hann. AP Herþyrla sveimar yfir ferjunni Norsea í gær. Rúmlega 600 farþegar voru um borð í skipinu sem var á leið frá Hull til Zeebrugge. Eldur í ferju London. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.