Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ KENNSLA HEFST MÁNUDAGINN 9. SEPTEMBER. Brautarholti 4 46. starfsár Við kennum alla venjulega samkvæmisdansa fyrir fullorðna, unglinga og börn yngst fjögurra ára. Auk þess eru sérnámskeið í eftirtöldu: Kántrýdansar Innifalin er bók með lýsingu á 21 dansi. Social Foxtrott Danslegur björgunarhringur - allir karlmenn ættu að læra þennan dans.Tangó Við höfum lært argentínskan, finnskan, franskan og tangó frá Suður-Kóreu. Við kennum tangóinn sem 90% af veröldinni dansar og þekkir. Tjútt Við kennum gamla góða íslenska tjúttið. Suður-amerískir dansar Í þessum hópi eru eingöngu kenndir suður- amerískir dansar. Gömlu dansarnir Þarna lærið þið polka, skottís, marsúka og alla gömlu góðu dansana.Línudans Þarna fáið þið amerískt par sem kennir rúmbu, cha cha og fleiri dansa sem og línudans. Gestakennarar Tim og Rachel. Salsa Við kennum tvær tegundir af salsa, salsa frá Kúbu og salsa frá Kólumbíu. Gestakennari Carlos Mendes. Konu„beat” Flottar danshreyfingar og líkamsrækt fyrir konur á öllum aldri. Freestyle Ekta freestyle dansar, enginn jazzballett. Þú getur mætt einu sinni eða tvisvar sinnum í viku. Strákar: Sértími í freestyle fyrir ykkur, þar sem eingöngu strákar kenna. Brúðarvalsinn Kenndur í einkatíma. Innritun fer fram í símum 552 0345 og 551 3129 milli kl. 16 og 22 daglega til 8. september. Mosfellsbær og Suðurnes - Innritun og upplýsingar í sömu símum. Erla freestyle - salsa. Emmi freestyle. Geymið auglýsinguna SIGURÐUR Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs, segir að búið hafi verið í at- vinnuhúsnæði á hafnarsvæðinu í Kópavogi í tvo áratugi, ekki sé hægt að koma í veg fyrir að fólk búi í at- vinnuhúsnæði í bænum á meðan svo mikill skortur er á leiguhúsnæði. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi segjast í yfirlýsingu marg- oft hafa vakið athygli á því að búið sé í ólöglegu húsnæði á hafnarsvæðinu, en allar tillögur þeirra um að reyna að ná utan um þessi mál hafi verið felld- ar. Þá sé ólíðandi að starfsmenn bæj- arnis tengist slíku máli. Anna Stella Snorradóttir, eigin- kona bæjarlögmanns Kópavogs, átti hlut í fyrirtækinu CMS fasteignir ehf. sem leigir út ósamþykktar íbúðir að Hafnarbraut 21–23 en eignin er skráð sem verslunar- eða skrifstofuhúsnæði og iðnaðarhúsnæði. Tilkynnti hún á laugardag að hún hefði selt hluta sinn í fyrirtækinu þar sem eign hennar í fyrirtækinu skaðaði hagsmuni eigin- manns hennar, eins og það er orðað í yfirlýsingu hennar. Þá á forstöðu- maður Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar hlut í fyrirtækinu. Segir Anna Stella í yfirlýsingunni að fyrirtækið hafi átt fasteignina á Hafnarbraut í tæp tvö ár og að hún hefði ekki talið neitt athugavert við að í hluta húsnæðisins væru ósamþykkt- ar íbúðir enda hefðu þær verið leigðar út á annan áratug og bæjaryfirvöld hefðu látið það átölulaust. „Þetta er auðvitað grátt svæði“ „Það er mjög óheppilegt að það sé einhver tortryggni í garð opinberra starfsmanna, hvort sem hún er raun- hæf eða ekki,“ segir Sigurður. „Það verða allir að geta treyst því að allir sitji við sama borð. Þetta er auðvitað grátt svæði, að leigja svona íbúðir út, þannig að það er afskaplega óheppi- legt.“ Sigurður segir að starfsmaður lífeyrissjóðsins, sem eigi hlut í fyrir- tækinu, sé í sumarfríi og hann hafi ekkert heyrt í honum. Aðspurður hvort hann muni óska eftir því að hann selji sinn hlut segist Sigurður ætla að lofa honum að koma með ein- hverjar tillögur sjálfur. Sigurður ítrekar að Lífeyrissjóðurinn hafi aldr- ei átt nokkur samskipti við CMS fast- eignir. Í yfirlýsingu Önnu Stellu segir að félagið hafi fjármagnað kaupin með lántökum hjá bankastofnunum, aðallega viðskiptabanka aðalhluthafa félagsins, SMT&K ehf. Ólíðandi að starfsmenn bæjarins taki þátt í slíkum málum Í yfirlýsingu frá bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar í Kópavogi segir að fulltrúar minnihlutans hafi marg- oft vakið athygli á þeim „vanda sem er á hafnarsvæðinu og fylgir ólögleg- um íbúðum þar. [...] Auðvitað er með öllu ólíðandi að starfsmenn bæjarins og þá sérstaklega lögfræðilegur ráðu- nautur bæjarins, taki þátt í eða teng- ist málum af þessu tagi. Það vekur upp spurningar um ráðgjöf hans til bæjarráðs vegna slíkra mála.“ Segja bæjarfulltrúarnir að enginn vilji hafi verið hjá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að taka á málinu með neinum hætti. „Allar tillögur okkar í Samfylkingunni um að endurskoða skipulag á hafnarsvæðinu og reyna að ná utan um þessi mál hafa verið felld- ar af Framsóknarflokki og Sjálfstæð- isflokki,“ segir í yfirlýsingunni. Sigurður segir öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu glíma við þetta vandamál. „Það er mikil umfram eft- irspurn eftir húsnæði og það er búið í ósamþykktum íbúðum svo hundruð- um skiptir á höfuðborgarsvæðinu. Það er ekki mjög árennilegt að fara að henda þessu fólki út, og hvað svo? Það er ekki hægt að segja að við höfum leyft þetta en við höfum ekki treyst okkur til að fara í svona aðgerðir,“ segir Sigurður. Hvorki ríki né sveit- arfélög geti hent íbúum út meðan ekki sé til annað húsnæði fyrir fólkið. Hann segir að sveitarfélagið hafi frekar snúið sér að því að hafa eftirlit með atvinnuhúsnæði sem búið er í, fylgst með því að þar séu brunastigar og útgangar tryggðir. Aðspurður hvort það geti skapað hættu t.d. ef kviknar í og slökkviliðið veit ekki að búið sé í viðkomandi húsi segir Sig- urður að allir viti að þarna sé búið, fólk hafi búið þarna í 20 ár. „Hættan er ekki mest þar sem við vitum um þetta og fylgjumst með heldur helst þegar fólk er að innrétta sér ein- hverja kompu sem enginn veit um.“ Einhverjir þeirra sem búa í at- vinnuhúsnæði á hafnarsvæðinu eru að bíða eftir félagslegu húsnæði frá bæn- um. Sigurður segir að enginn vandi sé að spyrja hvort bærinn geti ekki byggt nóg af blokkum eða íbúðir fyrir þá sem búa í atvinnuhúsnæði. „Menn hafa auðvitað ekki undan þegar straumurinn liggur alltaf hingað. Það eru þó ekkert allir þarna að bíða eftir íbúðum hjá okkur. Sumar íbúðirnar eru mjög flottar, þótt það sé ekki sam- þykkt íbúðarhúsnæði.“ Sigurður segir að það hafi örugg- lega verið greiddar húsaleigubætur með ósamþykktu atvinnuhúsnæði í bænum. „Ég veit ekki hvað ég á að segja um það, en ég veit að fólk þarfn- ast þess,“ segir bæjarstjórinn þegar hann er spurður hvort hann telji það eðlilegt. Segist hann telja að sama fyrirkomulag hljóti að vera hjá öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæð- inu hvað þetta varðar. Skipulag efsta hluta hafnarsvæðis- ins í Kópavogi er nú í endurskoðun, að sögn Sigurðar. Hann segir að margt komi til álita hvað það varðar, m.a. að taka efsta hlutann og breyta honum í íbúðabyggð eða blandaða byggð. Tel- ur hann seinni kostinn líklegri. Bæjarstjóri segir ekki hægt að koma í veg fyrir búsetu í atvinnuhúsnæði meðan skortur er á leiguhúsnæði Búið í hundruðum ósamþykktra íbúða Kópavogur METAÐSÓKN var á uppskeruhá- tíð og innritunardegi skátafélags- ins Vífils í Garðabæ um síðustu helgi. Þrjátíu krakkar gengu til liðs við félagið þennan dag og segir foringi félagsins uppsveiflu hjá skátum í Garðabæ um þessar mundir. Uppskeruhátíðin var á laug- ardag og þrátt fyrir að veðrið væri ekki upp á sitt besta létu skátar á öllum aldri það ekki aftra sér frá því að bregða á leik og grilla sér í svanginn. Vetr- arstarfið framundan var kynnt og um kvöldið var kvöldvaka og inn- ritun nýrra félaga. Jónatan Smári Svavarsson fé- lagsforingi er mjög ánægður með aðsóknina. „Það eru upp undir 100 manns í félaginu og þarna fengum við 30 nýja félaga. Þann- ig að þetta er nokkuð gott.“ Jónatan var sjálfur í skátunum sem krakki en nýlega tók hann til starfa fyrir félagið eftir 20 ára hlé. Hann segir skátana standa fyrir því sama og áður þótt tíð- arandinn hafi breyst. „Það er verið að flétta saman útilífi og ákveðinni hugsun í tengslum við náttúruna og umhverfið. Grunn- hugsjónin er sú sama en svo er- um við að laga okkur að þjóð- félaginu sem er gjörbreytt.“ Reknir inn vegna óþekktar Hann nefnir útiveru barna sem dæmi um þetta. „Í gamla daga var maður t.d. rekinn inn þegar maður var óþekkur en í dag eru krakkar reknir út þegar þeir eru óþekkir. Það var eðlilegur hluti hjá okkur að vera úti, maður fór út þegar maður vaknaði og var rekinn inn til að fara að sofa en þetta hefur breyst.“ Þá segir hann gjörbreytta tíma hvað varð- ar framboð á afþreyingu fyrir börn. Aðspurður um það hvort skát- arnir fari aldrei úr tísku segir hann sveiflur í því eins og öðru. „Mér finnst vera greinileg upp- sveifla og við erum mjög ánægð með þann áhuga sem við skynj- um.“ Hann segist skynja mikinn áhuga hjá foreldrum á starfinu og vilja til að standa við bakið á félaginu. „Til dæmis ætlar hópur foreldra að mæta á stjórnarfund hjá okkur á miðvikudaginn til að undirbúa foreldrastarfið í vetur og það held ég að sé nýtt. For- eldrar líta á þetta sem jákvæða leið og sjá ástæðu til að styðja við börnin sín í þessu umhverfi. Það finnst mér vera mesta viðurkenn- ingin.“ Það þurfti svolitla þolinmæði til að bíða eftir því að fá góðgæti af grill- inu því biðröðin var löng enda margir um hituna. Þrjátíu nýliðar á einum degi Á uppskeruhátíðinni var brugðið á leik og hér vippa nokkrir hressir krakkar samskáta sínum yfir stöng í einum slíkum. Garðabær Uppsveifla hjá skátafélaginu Vífli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.