Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. DAVÍÐ Oddsson forsætis-ráðherra sagði á ráð-stefnu Sameinuðu þjóð-anna um sjálfbæra þróun, sem haldin er í Jóhannesar- borg, að líta ætti á alþjóðavæðingu sem tækifæri, ekki ógn. Frjáls við- skipti og afnám viðskiptahindrana myndu auka á sanngjarnan og sjálfbæran hagvöxt sem kæmi fá- tækari þjóðum til góða. Hann sagði líka að umhverfisvernd væri algert skilyrði fyrir sjálfbærum langtíma- hagvexti. Davíð lagði áherslu á að sjálfbær þróun hæfist á heimavelli. „Hvert og eitt okkar verður að skapa í okk- ar eigin löndum umhverfi sem nær- ir slíkan vöxt, þar á meðal heil- brigða stjórnun á öllum stigum sem byggist á lýðræðislegum gildum og lögum,“ sagði Davíð. Hann sagði að ýmislegt hefði áunnist á síðustu árum og benti m.a. á að umhverfismál hefðu víða verið sett á oddinn, nýjar lausnir komið fram og ný vinnubrögð þróast sem gerðu ríkisstjórnum kleift að ná markmiðum sínum og setja ný. Þannig hefði ríkisstjórn Íslands m.a. nýlega samþykkt áætlun um sjálfbæra þróun. „Allt þetta eru skref í rétta átt og við fögnum því sérstaklega að sýnt hefur verið fram á að umhverfis- vernd setur efnahagsþróun ekki skorður – þvert á móti gerum við okkur nú grein fyrir að það er al- gert skilyrði fyrir sjálfbærum lang- tíma hagvexti, sagði Davíð. 90–95% orkuþarfarinnar komi frá endurnýjanlegri orku Davíð sagði m.a. að nýting end- urnýjanlegrar orku og tæknifram- farir byðu nú upp á áður óþekkt tækifæri sem yrði að grípa. Nú þegar væru yfir 70% af orku á Ís- landi framleidd með endurnýjan- legum orkugjöfum, þ.e.a.s. vatns- orku og jarðvarma. Íslensk stjórnvöld væru bjartsýn á að með því að nota þessa orku til að fram- leiða vetni og til að knýja farartæki, væri hægt að mæta 90–95% af orkuþörf Íslendinga með orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Davíð sagði að þó að árangur hefði náðst á mörgum sviðum yrði ekki horft framhjá því að lífsskil- yrði milljóna manna hefðu ekkert batnað á síðustu árum. Milljónir manna byggju við fátæktargildru og ættu litla von um að losna úr henni. „Ísland mun halda áfram að aðstoða aðrar þjóðir með þjálfun og með því að veita þeim hlut í þekk- ingu um sjálfbæra stjórnun á lif- andi auðlindum hafsins og nýtingu endurnýjanlegra orkulinda. Ríkis- stjórn Íslands hefur lýst vilja sín- um til að auka aðstoð sína á þessu sviði og mun gera það,“ sagði Davíð í ræðu sinni. Fundur sem skilar árangri Davíð sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann hefði trú á að fundurinn í Jóhannesarborg skilaði árangri. „Fundurinn ber öll einkenni stórra funda þar sem mikið er tal- að. Mönnum finnst stundum að þetta sé allt til lítils, en þegar horft er á málið í heild sést að það er búið að leggja í þetta mikla vinnu. Stórir hópar hafa farið yfir helstu mál sem brenna á fólki. Það er líka áberandi í ræðum sem hér hafa verið fluttar að menn eru með áheit og loforð um að auka aðstoð við fátæk ríki heims, en jafnframt eru settar fram kröfur um að það verði ýmislegt að fylgja loforðum um fjárhagslegan stuðn- ing. Þróunarríkin verði að gera skipulagsbreytingar heima f Davíð sagði að margir he lagt áherslu á að þróunara yrði að vera í formi vara hjálpar. „Svo eru menn hé að tala um það af töluverðum að breyta verði um stefnu búnaðarmálum. Draga ve miklum styrkjum í þessari a grein til þess að gefa því fólk unarlöndunum, sem lifir á leiðslu landbúnaðarvara, fæ starfa á meiri jafnréttisgru en nú ríkir.“ Fastir í fortíðarhygg í orkumálum Davíð sagði að flestir kenndu að þó að ýmislegt he ið á verri veg frá því að um isráðstefnan í Ríó var hald 1992 hefði vel miðað á m sviðum. Það væri því ósan að halda því fram að þess væri öll til einskis. Davíð sagðist geta tekið það að fundurinn í Ríó hef fundur orða og yfirlýsin hvert menn vildu stefna. Or til alls fyrst, en nú kölluðu aðgerðir. „Flestir sem hafa á fundinum tala í þá átt að verkin að tala. Ég held því sé að vænta að út úr þess hlutir sem verði markvissar en það sem samþykkt var fundinum." Davíð sagði athyglisver orkumál hefðu verið fyrir mikil á fundinum. Hann s Siv Friðleifsdóttir umhve herra, sem unnið hefði m þessu máli á fundinum, hefð að margar þjóðir sæju enga lausnir í orkumálum en að h fast við orku frá jarðefnaeld „Siv hefur bent á að allstór manna hafi verið haldinn f hyggju í þessum efnum. Okk hefur haft sig verulega í fr fundinum og fyrir fundinn o það jákvætt. Tillagan um markmið um endurnýjanleg sem við studdum, virðist ek að ná fram. Markmiðsse virðist vaxa þessum þjóðum um. Það kunna að vera e skýringar á því og út af fyrir segja að ef menn treysta s að stefna að ákveðnu mark er betra að setja þau ekki Davíð. R Davíð Oddsson forsætisráðherra í ræðustól á umhverfisráðstefnunni í Jóhannesarborg í S-Afríku í g Davíð Oddsson forsætisráðherra á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun Umhverfisvernd skil yrði fyrir sjálfbærum langtíma hagvexti Jóhannesarborg. Morgunblaðið. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði m.a. á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Jóhann- esarborg að nýting endurnýjanlegrar orku og tækniframfarir byðu nú upp á áður óþekkt tækifæri sem yrði að grípa. Hann sagði enn- fremur í samtali við Egil Ólafsson, sem fylgist með ráðstefnunni, að hann hefði trú á að fundurinn í Jóhannesarborg skilaði árangri. egol@mbl.is ÚR BORG Í SVEIT Útrás höfuðborgarbúa í sveitirlandsins hefur verið að taka ásig nokkuð breytta mynd und- anfarin misseri. Um leið og vinsældir sumarbústaða aukast jafnt og þétt virð- ist fólk einnig í vaxandi mæli vera farið að koma sér upp aðstöðu í sveitinni þar sem það getur verið allt árið. Fólk kaup- ir sér jarðir og reisir heilsárshús og býr þar jafnvel drjúgan hluta ársins, en heldur einnig heimili í borginni og stundar þar vinnu, eins og fram kemur í úttekt Ragnhildar Sverrisdóttur á þess- ari þróun í Morgunblaðinu á sunnudag. Í greininni kemur fram að jarðir í ná- grenni Reykjavíkur séu bæði eftirsótt- astar og dýrastar, en Magnús Leópolds- son fasteignasali segir að eftirspurn sé að aukast eftir jörðum um land allt og á von á því að sá áhugi muni aukast á næstu árum. Það er engum blöðum um það að fletta að þar sem er fólk þarf að vera þjónusta og þróun af þessu tagi eflir við- komandi sveitarfélög og getur spornað við því að byggðir hreinlega leggist af, þótt hún komi vitaskuld ekki í staðinn fyrir stórfelldan atvinnurekstur. Það er til dæmis líklegt að þessir nýbúar í sveitum landsins muni smátt og smátt láta meira af hendi rakna til samneysl- unnar í byggðarlaginu þótt þeir hafi at- vinnu í Reykjavík. Bent hefur verið á að skattakóngur Suðurlands í ár sé for- stjóri úr Reykjavík og eftir því sem fólk tengist viðkomandi sveitarfélagi sterk- ari böndum aukast líkur á því að það flytji lögheimili sitt þangað. Þessi þróun sýnir hins vegar að oft gerast hlutirnir án þess að þeim sé handstýrt að ofan. Það hefur lengi viljað loða við stjórnvöld að þau vilja leysa byggðavandann með því að taka í taumana. Gripið hefur verið til átaka af ýmsum toga, sem oft hafa lít- ið leitt af sér annað en gjaldþrot, eða þá að fé er dembt í rekstur löngu eftir að ljóst er að hann ber sig ekki og aðeins er verið að draga skellinn á langinn og gera hann meiri. Að vísu hefur dregið mjög úr vinnubrögðum af þessu tagi síð- asta áratuginn. Það er engin ástæða til að gera lítið úr byggðavandanum og hann verður ekki leystur með því einu að hluti höfuðborg- arbúa flytur úr borg í sveit og það að- eins hluta úr ári. En það má ekki gleyma því að stundum tekur rás atburðanna óvænta stefnu og finnur sér nýjan far- veg án þess að kveðið hafi verið á um það í reglugerð eða skýrslu. VERNDUM RJÚPUNA Rjúpan skipar mikilvægan sess íhuga Íslendinga. Hún er ein af einkennisfuglum íslenskrar náttúru en jafnframt eru þeir margir er hafa alist upp við að rjúpan sé ómissandi hluti af borðhaldi jólanna. Það er því verulegt áhyggjuefni að rjúpnastofninn skuli nú vera í sögulegu lágmarki. Talið er að rjúpnastofninn telji nú um 400–600 þúsund fugla en hafi áður fyrr skipt milljónum. Raunar segir þetta ekki alla söguna. Náttúru- legar sveiflur hafa ávallt verið miklar á rjúpnastofninum og sýnir reynslan að munurinn á stofnstærð milli hámarks- og lágmarksára getur verið allt að tí- faldur. Sömu sögu má segja um sókn í stofninn. Þar hafa sveiflur ekki síður verið miklar í gegnum árin. Rjúpna- veiði á síðasta ári var til dæmis um 40% minni en hún var árið 1997. Þeirri lægð sem nú er í stofninum hefur verið spáð um nokkurt skeið og kemur því ekki á óvart, þótt sumir hafi búist við að hann myndi byrja að stækka aftur á þessu ári. Rjúpnataln- ing í vor sýndi hins vegar að einungis á tveimur stöðum á landinu, á Melrakka- sléttu og í Þistilfirði á Norð-Austur- landi, virtist stofninn vera að taka við sér. Á öðrum svæðum var hann í kyrr- stöðu eða fækkun hafði átt sér stað. Náttúrufræðistofnun telur ástæðu til að setja rjúpu á válista yfir tegundir í yfirvofandi hættu. Jafnvel séu stofn- sveiflur að þurrkast út. Ástand stofnsins virðist þó ekki það alvarlegt enn sem komið er að friða verði rjúpuna með öllu. Hins vegar er ljóst að tryggja verður að ekki sé sótt meira í stofninn en hann þolir. Það á ekki síst við nú þegar stofninn er í lág- marki og þar af leiðandi mun viðkvæm- ari en ella. Þær leiðir, sem hafa verið nefndar til að vernda rjúpnastofninn, eru að- allega bann við verslun með rjúpur og stytting veiðitímans. Þá lagði nefnd á vegum umhverfisráðuneytisins til fyrr á árinu að eftirlit með veiðunum verði hert, t.d. með þyrlueftirliti, til að koma í veg fyrir ólöglegar veiðar, t.d. vél- sleðaveiðar. Skiptar skoðanir eru uppi meðal sérfræðinga um hvaða leið sé rétt að fara og hversu langt eigi að ganga. En hvaða leið sem farin verður er brýnt að tryggja að rjúpnastofninn nái sér á strik þannig að Íslendingar geti haldið áfram að njóta rjúpunnar um ókomin ár. FÓRNARLÖMB HEIMILISOFBELDIS Tillaga Sólveigar Pétursdóttur,dómsmálaráðherra, um að leggja fram fé í tilraunaverkefni innan bráða- og slysasviðs Landspítala – háskóla- sjúkrahúss var samþykkt á ríkisstjórn- arfundi sl. föstudag. Í því felst að dóms- málaráðuneytið mun standa straum af kostnaði við lögfræðiþjónustu á sér- hæfðri móttöku fyrir þolendur heimilis- ofbeldis, en fyrirmyndin að henni er neyðarmóttaka vegna kynferðisofbeldis sem býður sérhæfða læknis- og hjúkr- unarþjónustu, sálfræði- eða félagsráð- gjöf og aðstoð löglærðs starfsmanns. Samkvæmt upplýsingum frá Land- spítalanum er þörfin fyrir móttöku á borð við þessa mikil því um 140 fórn- arlömb heimilisofbeldis leita nú til slysamóttökunnar á hverju ári. Eins og dómsmálaráðherra benti á í samtali við Morgunblaðið tengjast þessum málum þar að auki fjölmörg börn. „Það er alveg ljóst að aðstæður þessara einstaklinga eru í mörgum tilfellum afar erfiðar og brýnt að viðeigandi aðstoð sé veitt strax á fyrstu stigum,“ sagði hún ennfremur. Heimilisofbeldi er eitt þeirra við- kvæmu samfélagslegu vandamála sem hvað erfiðast er að glíma við, enda heim- ilið í hugum flestra sá friðhelgi staður þar sem lagður er grundvöllur að fram- tíð og lífshamingju fjölskyldunnar. Það starf sem unnið hefur verið í Kvenna- athvarfinu hefur átt drjúgan þátt í því að opna augu samfélagsins fyrir út- breiðslu og alvarleika heimilisofbeldis og því er afar mikils vert ef nú verður hægt að auka þjónustuna og veita þol- endum sérhæfða aðstoð um leið og þeir leita sér læknishjálpar. Andlegur skaði vegna ofbeldis á heimilum er afdrifarík- ur, en því fyrr sem stuðningur er veittur þeim mun meiri líkur eru á að hægt sé að rjúfa þann vítahring sem fórnarlömbin búa við og forða þeim frá frekari and- legum eða líkamlegum skaða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.