Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 41 UNDANFARIÐ hefur lögreglan verið með sér- stakt eftirlit í kringum gunnskólana eins og jafnan hefur verið gert í upphafi skólaárs. Það er ástæða til að brýna fyrir ökumönnum að gæta varúðar þegar þeir aka í nágrenni skólanna þar sem mikið af ungum börnum er á ferðinni. Tíu ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur um helgina og 93 óku of hratt. Tilkynnt var um 41 um- ferðaróhapp með eignatjóni. Aðfaranótt laugardags var bifreið ekið á vegg í Gaukshólum og hlupu ökumaður og farþegar á brott. Bif- reiðin var fjarlægð með kranabif- reið. Slökkvilið kom á vettvang til að hreinsa olíu sem var á götunni. Eftir hádegi á laugardag varð árekstur á gatnamótum Borgartúns og Kringlumýrarbrautar. Önnur bif- reiðin kastaðist á umferðarljósavita á umferðareyju austan gatnamót- anna og skekkti hann. Ökumaður og farþegi voru fluttir síðar á slysadeild í lögreglubifreið. Báðar bifreiðarnar voru fjarlægðar með kranabifreið. Fjallahjólum stolið af tjaldstæði Á föstudagsmorgun var tilkynnt um innbrot í vinnuskúr í Ljósuvík en þar hafði verið stolið nokkrum dýr- um verkfærum. Þá var tilkynnt um stuld á tveimur Trek 6000, svart- hvítum fjallahjólum af tjaldstæðinu í Laugardal. Á hjólunum voru græn- svartar töskur með öllum ferðabún- aði fyrir tvo menn, svo sem svefn- pokar, tjald, fatnaður og fleira. Aðfaranótt laugardags var fátt fólk í miðbænum og var nóttin róleg. Einn maður var handtekinn við veit- ingahús og annar fluttur á slysadeild úr miðbænum. Tilkynnt var um að skothvellir heyrðust frá húsi í Seljahverfi og að þar væru piltar með byssu. Talsverð- ur viðbúnaður lögreglu var hafður en síðar kom í ljós að um misskilning var að ræða og engin vopn fundust í þessari íbúð. Gasi sprautað á unglinga sem létu ófriðlega Þá var kvartað undan miklum samkvæmishávaða auk skemmdar- verka á póstkössum í húsi í Unufelli. Þarna var mannmargt samkvæmi er lögregla kom og var fólkinu vísað út, unglingum frá 14 til 16 ára. Er út var komið var hópnum, um 25 manns, vísað frá húsinu en hann gerði til- raun til inngöngu í húsið á nýjan leik með spörkum í hurðir og reyndi að ýta við lögreglumönnum og var skyrpt á lögreglumenn auk þess að einhverjir hentu spýtum í þá. Reyndist nauðsynlegt að sprauta gasi á nokkra þeirra sem mest höfðu sig í frammi og voru æstastir í hópn- um. Sjö voru teknir og fluttir á lög- reglustöð en þrír á slysadeild til augnskolunar. Foreldrar voru látnir vita og var sjömenningunum komið heim í samráði við foreldra. Dýrum tækjum stolið af heimili Snemma á laugardagsmorgun var tilkynnt um reyk frá húsi í Garðhús- um. Lögreglan og slökkviliðið fóru á staðinn. Þarna reyndist um eld í potti á eldavél að ræða og var eld- urinn slokknaður. Tilkynnt var um innbrot í hús í Borgahverfi. Þar var stolið sjón- varpi, vídeótæki og upptökuvél ásamt hljómtækjum og skartgrip- um. Ölvun var í meðallagi mikil í mið- borginni aðfaranótt sunnudags, ástand þokkalegt og nægar leigubif- reiðar, svo heimflutningur gekk vel. Einn var handtekinn vegna óspekta, þrír hlutu áverka í átökum milli manna og flutti lögregla einn á slysa- deild, en sjúkralið flutti einn. Maður var fluttur af Laugavegi á slysadeild eftir að annar hafði slegið hann í andlitið. Meiðslin munu ekki alvarleg en maðurinn er líklega nef- brotinn. Kvartað var yfir flugelda- skotum frá Sólheimum og Goðheim- um. Um var að ræða eina skottertu en ekki væri hægt að sjá hvar henni hafi verið skotið. Óskað var aðstoðar að veitinga- húsi við Laugaveg vegna árásar á dyravörð. Þarna höfðu tveir bræður ráðist á dyravörð eftir að hann neit- aði þeim um inngöngu. Þeir spörk- uðu í höfuð hans og kvið og fóru síð- an af vettvangi í bifreið. Þeirra var leitað án árangurs. Dyravörðurinn var fluttur á slysadeild í sjúkrabif- reið. Henti konu út úr bílnum Snemma á sunnudagsmorgun var tilkynnt um að piltar væru að eiga við eftirlitsmyndavélar við Breið- holtskóla og einnig að högg heyrðust frá skólanum. Lýsing fékkst á pilt- unum og voru þeir handteknir stuttu síðar í íbúð nokkuð frá. Þá var tilkynnt um að eitthvað undarlegt væri að gerast í bíl á gatnamótum Fríkirkjuvegar og Skothúsvegar, hugsanlega átök. Bif- reiðinni var fylgt eftir að heilsu- verndarstöðinni við Barónsstíg þar sem hann var lokaður af af vegfar- anda en ökumaður hljóp í burtu. Þarna hafði komið til átaka á milli konu og manns sem höfðu verið sam- an inni í bifreiðinni er átökin byrj- uðu. Hafði maðurinn síðan hent kon- unni út úr bifreiðinni og ekið á brott. Konan reyndist ómeidd. Ýmislegt fór af stað í hvassviðrinu Nokkuð var um tilkynningar til lögreglu um fok af völdum stormsins sem gekk yfir á sunnudag. Fána- stengur fuku um koll, járnplötur fuku m.a. á bifreið, rúður fuku úr ný- byggingu, keilur sem notaðar eru til vegmerkinga fóru af stað, girðingar lögðust á hliðina, tré féll út á götu á Sléttuvegi og ýmislegt fleira fór á stað. Klukkan 15 var haft samband við svæðisstjórn björgunarsveitanna og óskað eftir aðstoð þeirra. Beðið var um 2 bíla með 8 mönnum og að stjórnsstöð yrði opnuð.Veðurhæð í Reykjavík var þá 15–18 metrar á sek. Aðfaranótt mánudags var til- kynnt um innbrot í rútu í Norður- mýri. Þar hafði verið spennt upp hurð og stolið m.a. förðunartöskum og kvenfötum. Aðfaranótt mánudags var tilkynnt um par sem væri að fara inn í bíla í Þingholtunum. Þarna var tvennt handtekið en þau höfðu tekið í húna á bílum og farið inn í einn. Pilturinn viðurkenndi að hafa stolið æfinga- akstursskilti af bifreið. Á parinu fundust áhöld til fíkniefnaneyslu. Það gerðist sex sinnum um helgina að teknir voru menn með fíkniefni í fórum sínum. Úr dagbók lögreglu 30. ágúst–2. sept. Unglingarnir hræktu og köstuðu spýtum LÖGREGLAN í Reykjavík lýs- ir eftir vitnum að umferðar- óhappi sem varð á bifreiðastæði við Mjóddina hinn 30. ágúst sl. um klukkan 17.30. Þar var svartri japanskri fólksbifreið ekið á gangandi vegfaranda og bifreiðinni ekið af vettvangi. Þeir sem einhverjar upplýsing- ar hafa eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111 Innritun er hafin og fer fram daglega virka daga kl. 14:00 til 17:00 í skólanum, Síðu- múla 17, sími: 588-3730, fax: 588-3731, tölvupóstur: ol-gaukur@islandia.is. Heimasíða: www.clix.to/gitarskoli. Á þessari önn verða í boði þau námskeið sem talin eru upp hér að neðan, miðað við næga þátttöku. Nánari upplýsingar í innritunarsíma á innritunar- tíma og einnig sendum við ítarlegan bækling um skólann til þeirra sem þess óska. LÉTTUR UNDIRLEIKUR Hægt að fá leigða HEIMAGÍTARA kr. 2500 á önn Sendum vandaðan upplýsingabækling Heimasíða: www.clix.to/gitarskoli HEFÐBUNDINN GÍTARLEIKUR ÖNNUR NÁMSKEIÐ 1. FORÞREP FULLORÐINNA Byrjendakennsla, undirstaða, léttur undir- leikur við alþekkt lög. Geisladiskur með æfingum fylgir. 2. FORÞREP UNGLINGA Byrjendakennsla, sama og Forþrep fullorð- inna. Geisladiskur með æfingum fylgir. 3. LÍTIÐ FORÞREP Spennandi, styttra, ódýrara námskeið fyrir börn 8-10 ára. Geisladiskur með heima- æfingum fylgir. 4. FRAMHALDSFORÞREP Skemmtilegt námskeið í beinu framhaldi af Forþrepi. Geisladiskur með æfingum fylgir. 5. FORÞREP – PLOKK Splunkunýtt, áhugavert nám- skeið. Kenndur svonefndur „plokk“-ásláttur eftir auðveldum aðferðum. Fyrir þá sem lokið hafa For- þrepi eða Framhaldsforþrepi /eða hafa leikið eitthvað áður. Geisladiskur fylgir. 6. FORÞREP – ÞVERGRIP Beint framhald Forþreps eða Framhalds- forþreps – dægurlög síðustu áratuga með áherslu á þvergrip og notkun þeirra. 7. BÍTLATÍMINN Lög frá Bítlatímabilinu, t.d. lög Bítlanna sjálfra, Rolling Stones, vinsæl íslensk lög o.fl. Fyrir þá sem lokið hafa Forþrepi /kunna fáein grip. 8. PRESLEYTÍMINN Einkum lög sem Elvis Presley gerði fræg um alla heimsbyggðina ásamt alþekktum lögum íslenskra og erlendra höfunda frá sama tíma. 9. TÓMSTUNDAGÍTAR Byrjendakennsla (sama og Forþrep fullorð- inna, en styttra) fyrir 16 ára og eldri í sam- vinnu við Tómstundaskólann. 10. FYRSTA ÞREP Undirstöðuatriði nótnalesturs fyrir byrjendur lærð með því að leika léttar laglínur á gítarinn o.m.fl. Forstig tónfræði. Próf. Geisladiskur með heimaæfingum fylgir. 11. ANNAÐ ÞREP Framhald Fyrsta þreps, leikin þekkt smálög eftir nótum, framhald tónfræði- og tónheyrnarkennslu. Próf. Geisla- diskur með heimaæfingum fylgir. 12. ÞRIÐJA ÞREP Beint framhald Annars þreps. Verk- efnin þyngjast smátt og smátt. Fram- hald tónfræði- og tónheyrnarkennslu. Próf. 13. FJÓRÐA ÞREP Beint framhald Þriðja þreps. Bæði smálög og hefðbundið gítarkennsluefni eftir þekkt tónskáld. Tónfræði, tón- heyrn, tekur tvær annir. Próf. 14. FIMMTA ÞREP Beint framhald Fjórða þreps. Leikið námsefni verður fjölbreyttara. Tón- fræði, tónheyrn. Tekur tvær annir. Próf. 15. JAZZ-POPP I Þvergrip, hljómauppbygging, tónstigar, hljómsveitarleikur o.m.fl. Einhver nótnakunnátta áskilin. 16. JAZZ-POPP II/III Spuni, tónstigar, hljómfræði, nótnalestur, tónsmíð, útsetning. 17. TÓNSMÍÐAR I/II Byrjunarkennsla á hagnýtum atriðum varðandi tónsmíðar. Einhver undirstaða nauðsynleg. 18. TÓNFRÆÐI – TÓNHEYRN I/II Innifalin í námi. 19. TÓNFRÆÐI – TÓNHEYRN FYRIR ÁHUGAFÓLK Fyrir þá sem langar að kynna sér hið einfalda en fullkomna kerfi nótnanna til þess m.a. að geta sungið/leikið eftir nótum. 20. KASSETTUNÁMSKEIÐ Námskeið fyrir byrjendur á tveim kassettum og bók, tilvalið fyrir þá sem vegna búsetu eða af öðrum ástæðum geta ekki sótt tíma í skólanum en langar að kynnast gítarnum. Sent í póstkröfu. INNRITUN DAGLEGA KL. 14-17 588-3730 NÝTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.