Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Opnunartímar: Mánud.-föstud. frá kl. 10-18. Laugavegi 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is Netfang: bilathing@hekla.is Til sölu MMC Pajero 2800 Turbo diesel, nýskráður 20.11. 1998, 5 dyra, sjálfskiptur, ekinn 76.000 km, ásett verð 2.650.000. Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi Heklu HÁHYRNINGURINN og fyrrver- andi kvikmyndastjarnan Keikó sló í gegn í Noregi um helgina þegar hann synti inn Skálavíkurfjörð við Kristjánssund og baðaði sig í sviðs- ljósi norsks almennings og fjöl- miðla. Er Keikó orðinn fjöl- skylduvinur fjölskyldnanna Neshaug og Ohren á Volingeyju. Arild Birger Neshaug, sem var á siglingu með vinafólki sínu úti á firðinum á sunnudag, og sá Keikó skjóta óvænt upp, sagði við Morg- unblaðið í gær, að það hefði verið mikil upplifun að verja tíma með Keikó. „Við vorum að veiða þegar Keikó birtist skyndilega við hlið bátsins,“ sagði Neshaug. Hann sagði Keikó hafa valdið smá- hræðslu meðal fólksins í fyrstu, enda datt engum í hug að þarna væri kominn sjálfur Keikó. „Við stímdum heim í kofa aftur og Keikó elti okkur í hálftíma og var í sjónum, þar sem börnin klöppuðu honum allan daginn.“ Neshaug sagðist hafa hringt í Sjáv- ardýrasafnið í Álasundi og spurt hvort sérfræðingar þar þekktu til hvals með áföst senditæki. „Þetta var mikil upplifun fyrir okkur en ég er ekki viss um að bandarísku þjálfararnir hafi verið eins hrifnir af þessu,“ sagði hann. Hallur Hallsson talsmaður Keikó sagði Morgunblaðinu að samneyti Norðmannanna við Keikó hefði valdið vissum vonbrigðum. „Ver- öld Keikós hefur verið að stækka og hann hefur orðið meira sjálf- bjarga ef svo má að orði komast. Hinsvegar er ljóst að það virðist þurfa meira til. Hann er ekki far- inn út í villta náttúruna sem slíkur. Hann hefur verið meðal villtra há- hyrninga en ekki lengur og við þurfum að taka á því og til þess höfum við menn í Noregi. Við höf- um ekki tekið ákvarðanir um það hvernig við bregðumst við þessu.“ Hallur segir alveg ljóst að Keikó sé enn á ábyrgð þjálfara sinna hvað sem ásókn hans í Norðmenn líður. Enn er ekki vitað hvort Keikó hafi veitt sér til matar en hann þrífst þó vel. Stórkostlegt að vita að hann er lifandi Jan Einarsson hjá Sjáv- ardýrasafninu í Álasundi sagði við blaðið Adresseavisen að þrír aðrir háhyrningar með senditæki væru á þessum slóðum en enginn vafi væri á því að það væri Keikó sem hefði leikið við Norðmenn um helgina. „Það er stórkostlegt að vita að hann er lifandi, kannski er hann bara ennþá við hestaheilsu. Þar sem hann hefur synt svo langt virðist hann spjara sig vel og ef til vill hefur honum lærst á ný að veiða sér til matar, en síld er með- al uppáhaldsfæðu háhyrninga,“ sagði Einarsen við blaðið. Neshaug sagði Morgunblaðinu að fjölmiðlar hefðu þust á svæðið á sunnudag til að fjalla um Keikó og í gær fékk Morgunblaðið upp- hringingu frá fréttakonu BBC í leit að fréttum af Keikó. Norski þingmaðurinn og hval- veiðisinninn Steinar Bastesen seg- ir í viðtali við Verdens Gang í gær að hann hafi engan áhuga á því að Keikó verði veiddur. „Hann er of gamall,“ segir Bastesen, og bætir við að kjötið af honum geti varla verið gott. „Leyfum honum að vera í Skálavíkurfirði,“ segir þingmað- urinn við blaðamann VG. „Og ekki skrifa að ég vilji skjóta Keikó!“ Ljósmynd/Scanpix Hanne og Håvard Neshaug, sem eru 12 og 13 ára, léku sér við kvikmyndastjörnuna Keikó við Noregsstrendur á sunnudaginn. Keikó slær í gegn í Noregi FJÓRÐUNGSÞING Vestfirðinga, sem haldið var í Bolungarvík um helgina, skorar á iðnaðar- og við- skiptaráðherra að falla frá áformum sínum um sameiningu Rarik, Orku- bús Vestfjarða og Norðurorku með höfuðstöðvar á Akureyri. „Nái þessi áform ráðherra fram að ganga má telja líklegt að störfum að orkumálum fækki á Vestfjörðum þrátt fyrir sam- komulag við ríkisstjórn Íslands um eflingu þessarar starfsemi í fjórð- ungnum,“ segir í ályktun þingsins. „Þingið skorar á ráðherra að efla Orkubú Vesfjarða með því að víkka starfssvæði þess þannig að það nái til alls hins nýja norðvesturkjördæmis,“ segir ennfremur í ályktuninni. Þá hvetur þingið ráðherra til að hraða viðræðum um framtíðarstöðu orku- mála á Vestfjörðum við forsvarsmenn sveitarfélaganna og starfsmenn OV. Guðni Geir Jóhannesson, formaður stjórnar Fjórðungsþings Vestfirð- inga, segir í samtali við Morgunblaðið að á þinginu hafi komið fram eindreg- inn vilji til að efla Orkubú Vestfjarða og hafa þar með eitt raforkufyrirtæki í hinu nýja norðvesturkjördæmi. „Við óttumst allar þær stórframkvæmdir sem fyrirhugaðar eru út um allt land á næstu árum,“ segir hann og á við að óttast sé að Vestfirðir gleymist í því sambandi. Með stórframkvæmdum á hann m.a. við álversframkvæmdir á Aust- urlandi. „Það er eins og við séum gleymdir hér,“ segir hann. „Það er eins og Norðvesturlandið og Vestfirð- ir séu hvað afskekktustu hlutar lands- ins þegar kemur að allri byggðaum- ræðunni. […]Þannig að okkur finnst að ráðamenn þjóðarinnar ættu að líta aðeins til okkar og huga að því hvort ekki sé hægt að gera eitthvað hérna líka, úr því það er verið að gera alla þessa hluti annars staðar.“ Guðni Geir segir að Vestfirðir megi ekki við meiri fólksfækkun eigi á annað borð að halda úti byggð á svæðinu. Orkumál til umræðu á Fjórðungsþingi Vestfirðinga Fallið verði frá áformum um sameiningu GUÐJÓN Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Flugleiða, segir að Boeing þotur félagsins séu ekki með þá tegund eldsneytisdælu sem fundist hefur galli í, en Flugmála- stofnun Bandaríkjanna hefur ákveðið að láta skoða rúmlega 1.400 þotur í bandarískri eigu af gerðunum 737, 747 og 757 vegna galla í eldsneytisdælu. „Við skoðuðum málið og í ljós kom að vélar Flugleiða eru ekki með þessa tegund af dælu og því gerist ekki nauðsyn að grípa til ráðstafana.“ Gallaðar eldsneytis- dælur Boeing-þotna Ekki í vélum Flugleiða Söfnunarátak til styrktar lamaðri þriggja barna móður Morgunblaðið/Kristinn Þorsteinn M. Jónsson, forstjóri Vífilfells, heimsótti Kristínu Ingu á Grensásdeild í gær og af- henti henni eina milljón króna. VÍFILFELL gaf í gær eina milljón króna í söfnun til styrktar Kristínu Ingu Brynjarsdóttur, en hún er ein- stæð þriggja barna móðir sem lam- aðist varanlega fyrir neðan axlir í bílslysi um miðjan ágúst síðastlið- inn. Vinir og ættingjar fjölskyld- unnar hafa hafið söfnunarátak til styrktar henni. Um er að ræða einnar milljónar króna vinning úr silfurflöskuleik Diet Coke og Mastercard sem ekki hefur verið vitjað, en frestur til að vitja vinningsins rann út í lok ágúst. Í frétt frá Vífilfelli kemur fram að starfsfólk Vífilfells vonist til þess að framlagið létti fjölskyldunni lífið í baráttunni sem framundan er, auk þess sem einstaklingar jafnt sem fyrirtæki eru hvött til þess að leggja fjölskyldunni lið. Sparisjóðsreikningurinn til styrktar fjölskyldunni er í Íslands- banka í Hafnarfirði, 0545-14- 604000, og kennitalan er 160468- 4599. Vífilfell gaf eina milljón RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært tvo unga menn fyrir að hafa í febrúar sl. ráðist á rúmlega fertugan mann þar sem hann lá sofandi í rúmi, dreg- ið hann út á gólf og margsinnis slegið og sparkað í höfuð hans og líkama. Annar þeirra játaði á sig verknaðinn við þingfestingu í gær en hinn neit- aði sök. Mennirnir eru 20 og 22 ára gamlir. Sá sem varð fyrir árásinni hlaut brot á augntóft og á kjálka, glóðarauga og miklar bólgur í andliti. Sá yngri er auk þess ákærður fyrir að hafa í kjöl- far árásarinnar ráðist með barsmíð- um á fertugan lögreglumann og tæp- lega þrítuga lögreglukonu. Hinn árásarmaðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa kastað gler- flösku í andlit jafnaldra síns en sú árás var framin í nóvember 2000. Við þingfestingu málsins kom fram að tvær aðrar kærur fyrir líkamsárásir eru í rannsókn hjá lögreglu. Drógu manninn út úr rúminu og börðu INNBROTSÞJÓFAR brutust inn í íbúð Bjarkar Guðmundsdóttur, söngkonu, í Lundúnum aðfaranótt síðastliðins laugardags, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Þar kemur fram að þjófarnir hafi brotist inn í íbúð Bjarkar í Maida Vale í Vestur-Lundúnum aðfaranótt laugardagsins og talið sé að þeir hafi stolið verðmætum upptökubún- aði. Jafnframt kemur fram að talið sé að Björk hafi verið sofandi í íbúðinni þegar innbrotið var framið. Hins vegar neitaði talsmaður söngkon- unnar að tjá sig um innbrotið þegar það var borið undir hann og sagði að um einkamál væri að ræða. Brotist inn á heimili Bjarkar í Lundúnum ♦ ♦ ♦ FIMMTÁN ára ökumaður torfæru- hjóls lær- og úlnliðsbrotnaði þegar hann féll af hjóli sínu á mótorkros- skeppni sem haldin var á Selfossi á laugardag. Annar ungur maður handarbrotn- aði utan við félagsheimilið Borg í Grímsnesi er hann féll í götuna. Talið er að hann hafi verið skallaður að loknu skólaballi sem þar var haldið á föstudagskvöld. Fimmtán ára ökumaður lærbrotnaði ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.