Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 20
ERLENT 20 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FJÓRIR Pakistanar voru á sunnudag dæmdir fyrir hóp- nauðgun á þrítugri konu, Mukhtiar Mai, í júní og tveir þorpsleiðtogar, sem hvöttu til verknaðarins, hlutu einnig dauðadóm fyrir aðild að glæpn- um. Átta aðrir þorpsleiðtogar voru sýknaðir. Atburðurinn varð í þorpi í Punjab-héraði og samþykkti öldungaráð þorps- búa að refsa konunni með þess- um hætti vegna þess að bróðir hennar hafði að sögn staðið í ástarsambandi við systur eins af nauðgurunum. Önnur þyrla skotin niður RÚSSNESK herþyrla af gerð- inni Mi-24 var skotin niður með flugskeyti í Tsjetsjníu á laugar- dag, að sögn ITAR-TASS- fréttastofunnar rússnesku. Tveir flugmenn þyrlunnar fór- ust. Aslan Maskhadov, helsti leiðtogi uppreisnarmanna í hér- aðinu, lýsti því yfir að menn hans hefðu verið að verki. Skömmu fyrir árásina á laugar- dag náði Maskhadov samkomu- lagi við tvo uppreisnarleiðtoga úr röðum bókstafstrúarmanna um að koma á sameiginlegri herstjórn. Fyrir tveim vikum skutu tsjetsjenskir uppreisnar- menn niður Mi-26-þyrlu nálægt héraðshöfuðborginni Grozní og fórust með þyrlunni 118 manns. Ferjuslys á Indlandi KAFARAR indverska hersins höfðu í gær fundið lík 15 manna sem fórust er farþegaferju hvolfdi á ánni Baitarani í Or- issa-ríki á laugardag. Miklir vatnavextir hafa verið á svæð- inu. Um það bil 50 manna er enn saknað, að sögn embættis- manna, og lítil von um að þeir séu á lífi. Ferjan er talin hafa lent á neðansjávarsandrifi og síðan hvolft. Upplýsinga- herferð hafin ÍRSK stjórnvöld hrundu í gær af stokkunum upplýsingaher- ferð vegna væntanlegs þjóðar- atkvæðis um Nice-samninginn sem fram á að fara í haust. Írar felldu samninginn í fyrra en hin- ar 14 aðildarþjóðir Evrópusam- bandsins hafa þegar samþykkt hann á þjóðþingum sínum. Talið er að stækk- unarferli ESB geti orðið fyrir miklum truflunum ef samningur- inn verður felldur á ný en öll ríkin þurfa að staðfesta hann eigi hann að taka gildi. Bertie Ahern, forsætisráð- herra Írlands, hvatti í gær til að samningurinn yrði staðfestur og sagði þjóðina ella lenda í miklum vanda. „Litið yrði svo á að Írar hefðu staðið í vegi fyrir og barist gegn stækkun ESB,“ sagði hann. Í Nice-samningnum er m.a. kveðið á um breytingar á stjórnkerfi ESB gangi Pól- land og fleiri ríki í Mið- og Aust- ur-Evrópu í sambandið. STUTT Dauða- dómar fyr- ir nauðgun Bertie Ahern TAMER Yildirim hægir á tankbíln- um með um 16 tonn af íraskri hrá- olíu þegar hann fer yfir tyrknesku landamærin. Að því búnu eykur hann ferðina og fer fram úr öðrum bíl, sem líka er fullur af smyglvarn- ingi, olíu frá Írak. Með refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna voru settar takmarkanir á olíuútflutning frá Írak en samt sem áður er henni smyglað út úr landinu fyrir allra augum. Jafnvel Banda- ríkjamenn, sem hafa í hótunum um að ráðast á Írak og eru með mikinn viðbúnað í Tyrklandi, láta sem þeir sjái ekki það, sem fram fer, enda Tyrkir mikilvægur bandamaður þeirra í þessum heimshluta. Menn eins og Yildirim flytja meira en 80.000 föt af íraskri olíu til Tyrklands á degi hverjum. Þeir, sem vel þekkja til, segja, að auk þess sé íraskri olíu smyglað með þessum hætti til Jórdaníu, um olíu- leiðslu til Sýrlands og í minna mæli með skipum til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Írans. 480.000 olíuföt í mars Með refsiaðgerðum SÞ, sem sett- ar voru er Írakar réðust inn í Kúveit 1990, verða SÞ að samþykkja alla ol- íusölu frá Írak en tekjurnar af henni eiga fyrst og fremst að gagnast al- menningi í landinu. Bandaríkja- menn grunar hins vegar, að Írakar noti ágóðann af ólöglegu olíusölunni til að kaupa vopn og varahluti. Í maí síðastliðnum áætlaði Bandaríkja- stjórn, að Írakar hefðu smyglað úr landi allt að 480.000 olíufötum á dag í marsmánuði en andvirði þeirra er um 366 milljarðar ísl. kr. Írakar mega aðeins flytja út olíu um hafnarborgina Mina al-Bakr og um leiðslu til tyrknesku hafnar- borgarinnar Ceyhan en af olíu- brækjunni, sem liggur yfir tyrk- neska landamærabænum Habur, dylst ekki hvað þar um er að vera. Smyglið fer fram með vitund og vilja stjórnvalda og efnafræðingar á þeirra vegum taka sýni úr hverjum bíl til að tryggja, að hráolían upp- fylli gæðakröfur. Ef hún stenst þær ekki, er farminum snúið við. Sárabót fyrir Tyrki Yildirim kveikir sér í sígarettu og talar um aksturinn frá olíulindunum í Írak til hreinsunarstöðvanna í Tyrklandi. Nærri 600 olíubílar fara um Habur daglega. „Þetta er eins og olíuleiðsla á hjól- um. Ferðin fram og til baka tekur næstum tvær vikur og þá byrjar allt aftur,“ segir hann um leið og hann beygir inn á veg, sem er í raun hluti af gamla Silkiveginum, verslunar- leiðinni milli Kína og Vesturlanda. Tyrkneskur embættismaður, sem vildi gæta nafnleyndar, viður- kenndi, að Tyrkir hefðu ekki leyfi SÞ fyrir olíuflutningunum um Hab- ur. Þeir eru þó látnir óáreittir og augljóslega litið á þá sem nokkurs konar bætur en Tyrkir segjast hafa orðið af meira en 3.400 milljörðum ísl. kr. í viðskiptum við Írak eftir Persaflóastríðið. Bráður endir á dísilolíusölu Tyrkir hófu kaup á íraskri hráolíu á síðasta ári en þá höfðu þeir keypt dísilolíu af Írökum í mörg ár. Voru hráolíukaupin líka látin athuga- semdalaus vegna þess, að íraskir Kúrdar högnuðust á þeim en þeir eru taldir líklegir stuðningsmenn Bandaríkjamanna komi til stríðs gegn Saddam. Dísilsalan stöðvaðist skyndilega í febrúar sl. og kenna Tyrkir Írökum um það. Var það mikið áfall fyrir 45.000 tyrkneska flutningabílstjóra og margir misstu vinnuna. Gamlir bílar, sem áður fluttu dís- ilolíuna, liggja nú og ryðga meðfram vegunum. Sömu örlög biðu líka fjölda smáverslana, bakaría, mat- vöruverslana og bílaverkstæða. Tyrkir vona, að refsiaðgerðunum gegn Írak verði aflétt en gera sér grein fyrir, að bandalag þeirra við Bandaríkjamenn kostar sitt. „Írak er mjög mikilvægt við- skiptaland fyrir okkur Tyrki,“ sagði Veziroglu, „en við vitum ekkert um framtíðina. Þetta gæti allt verið bú- ið á morgun.“ Íraskri olíu „smyglað“ í stórum stíl úr landi Látið óáreitt, meðal annars vegna hagsmuna Tyrkja og íraskra Kúrda Habur. AP. AP Hundruð olíuflutningabíla bíða þess að komast með hráolíu frá Írak í gegnum tyrkneska landamærabæinn Habur. ÓTTAST er að hátt í 200 manns hafi farist í Suður- Kóreu þegar fellibylurinn Rusa gekk yfir landið um helgina. Þá beið einnig nokkur fjöldi fólks bana í Norð- ur-Kóreu. Yfirvöld segja að a.m.k. 88 hafi farist og 70 er enn saknað. Fellibylurinn olli flóðum og aurskriðum á mörgum svæðum í Suður-Kóreu. Urðu fyrir vikið miklar skemmdir á járnbrautarteinum og þjóðvegum í land- inu. Þá fór rafmagn á mörgum stöðum. Í gær var óveðrið hins vegar afstaðið og var þá hafist handa við viðgerðir. Má á myndinni sjá hvar s-kóreskir hermenn eru að fjarlægja leifar gróðurhúsa, sem jöfnuðust við jörðu í óveðrinu í borginni Pusan. Engar áreiðanlegar tölur bárust af manntjóni í Norður-Kóreu en ljóst er að skemmdir urðu á rækt- arlandi sökum vatnavaxta í kjölfar Rusa. Reuters Hátt í 200 dóu í Suður-Kóreu SÆNSKUR saksóknari sagði í gær, að maðurinn, sem tekinn hefði verið með byssu í handfarangri rétt áður en hann hugðist fara um borð í flugvél, hefði ætl- að að ræna henni og fór fram á, að hann yrði áfram í gæsluvarðhaldi og einangrunar- vist. Lögfræðing- ur mannsins neit- ar þessum sakargiftum en viðurkennir, að hann hafi brotið sænsk lög um vopnaburð. Saksóknarinn, Thomas Hägg- ström, sagði fyrir rétti í Västerås, að Kerim Chatty, sænskur ríkis- borgari af túnisískum uppruna, væri grunaður um „að hafa und- irbúið flugrán og hryðjuverk“ auk þess sem hann hefði brotið lög um vopnaburð. Var hann handtekinn á fimmtudegi í síðustu viku en þá ætl- aði hann ásamt fleiri múslímum að fara með flugvél frá Ryanair-flug- félaginu til Birmingham á Englandi. Við leit fannst 6,5 mm skammbyssa í handfarangri hans ásamt allmiklu af skotfærum. Neitar sök Nils Uggla, lögfræðingur Chatt- ys, sagði í fyrradag, að skjólstæð- ingur sinn hefði aldrei hugleitt að ræna flugvélinni enda hefði lögregl- an ekki fundið neinar sannanir fyrir því. Sænska blaðið Expressen segir, að Chatty hafi sagt við yfirheyrslur, að hann hafi haft byssuna með sjálf- um sér til verndar. „Ef ég hefði ætl- að að ræna flugvélinni, hefði ég ekki falið byssuna innan í klósettpappír,“ sagði blaðið, að Chatty hefði sagt. Hefur hann áður komist í kast við lögin, verið dæmdur fyrir rán og líkamsárás, og er sagður hafa tengsl við sænsku undirheimana. Það vekur vissar grunsemdir, að 11. september næstkomandi verður ár liðið frá hryðjuverkunum í Bandaríkjunum og um helgina sögðu sænskir fjölmiðlar, að Chatty hefði ætlað að fljúga vélinni á bandarískt sendiráð í Evrópu. Lög- reglan vísaði raunar þeim fréttum á bug en Säpo, sænska leyniþjónust- an, hefur aftur á móti upplýst, að Chatty hafi lagt stund á flugnám í Bandaríkjunum 1996 og 1997. Var hann rekinn úr skólanum, sem er í Suður-Karólínu, að því er fram kom hjá talsmanni hans. Sagði hann, að frammistaða Chattys hefði verið með þeim hætti, að ekki hefði verið um annað að ræða. Flugræningj- arnir, sem stóðu að hryðjuverkun- um, voru einnig í flugnámi í Banda- ríkjunum. Chatty hugðist sækja íslamska ráðstefnu í Birmingham ásamt öðr- um múslímum, um 20 manns, en þeir segjast ekkert hafa haft saman við hann að sælda. Aðstandendur ráðstefnunnar segjast heldur ekk- ert þekkja til hans og hafa fordæmt hryðjuverk, sem unnin séu í nafni trúarinnar. Það vekur hins vegar athygli, að Salafi-hreyfingin, sem stóð að ráðstefnunni, er mjög rót- tæk og herská og sögð njóta vel- vildar Osama bin Ladens. Chatty er fæddur í Svíþjóð, var faðir hans túnisískur en móðir hans sænsk. Er það haft eftir heimildum innan lögreglunnar, að margt bendi til, að hann sé ekki fyllilega heill á geði. Grunur um flugránstilraun Västerås. AFP. Kerim Chatty Krafist áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir byssumanni í Västerås

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.